Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
Miðvikudagur, 7. nóvember 2007
Inn og út um gluggann
Nú er það fréttaefni að tvær stúlkur reyndu að komast inn á skemmtistað í Eyjum af þaki hússins. Ég gæti sagt ykkur sögur en þær eru vart prenthæfar.
Ungt fólk er að stórum hluta alltaf eins, kynslóð eftir kynslóð. Þ.e. ævintýraþráin og forvitnin er til staðar, birtingarmynd þessara sömu þátta er þó mismunandi.
Ég var sko enginn fyrirmyndar unglingur. Flippaði út á gelgjunni og var stöðugt áhyggjuefni í fjölskyldu minni til langs tíma. Ég var atvinnuflóttamaður á þessum árum, þ.e. það mátti ekki opna hurð, þá var ég stokkin.
Einu sinni tróð ég mér inn um örlitla gluggaboru á skemmtistaðnum Las Vegas á gamlaárskvöld árið 1969, að ég held (já tilbreyting, því venjulega notaði ég glugga til útgöngu). Glugginn er þarna ennþá og ef ég á leið hjá, virði ég hann fyrir mér og hugsa: Mikið rosalega hefur mig langað mikið inn á ballið. Ég hef greinilega viljað hætta öllu til, lífi og limum meðtöldum, en það tókst og ég man ekki betur en að ég hafi skemmt mér konunglega. Merkilegt samt að muna það ekki, nógu mikilvægt var það þarna í mómentinu.
Þess vegna brosi ég í kampinn, þegar ég les svona frásagnir. Ekki af því að mér finnist svona hegðun neitt sérstaklega til eftirbreytni, auðvitað ekki, en ég hef verið þarna. Nákvæmlega þarna. En svo merkilegt sem það nú er, þá stóðu stelpurnar mínar ekki í svona veseni. Þar var sagt beint út hvað stóð til, ég jáaði eða neiaði, svo var málið dautt. Kannski einkenndust seinni tímar af meiri tolerans gagnvart ungu fólki, ég veit það ekki.
Alla vega vinka ég þessum stelpum í huganum.
Við erum þjáningarsystur þær og ég
Æmlúkkingátðevindó!!
Úje
![]() |
Reyndu að komast inn á skemmtistað af þaki hans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Miðvikudagur, 7. nóvember 2007
Ég er alki...
..og þá er mér svo sem slétt sama um hvort það er vegna þess að ég er haldin sjúkdómi eða að ég hafi komið mér upp fíkninni til að deyfa upplifanir.
Ég las blogg hjá einhverjum meðferðarfrömuði (Mumma held ég) í gær og las þar um skilgreiningu hans á fíkn. Hann virtist ekki gefa mikið fyrir sjúkdómshugtakið alkahólisma. Einhvertímann hefði ég farið á límingunum yfir því að fólk héldi því fram að fíkn væri ekki sjúkdómur.
Núna er mér slétt sama.
Það er búið að sýna fram á það, margoft, að fíkn sé sjúkdómur. Þó enn sé leitað að geninu
En eins og að ofan greinir, þá er mér nokk sama.
Skilgreini mig fyrst og fremst manneskju sem er edrú.
Þess vegna má þetta liggja á milli hluta.
Í bili að minnsta kosti.
Allir edrú og bráðheilbrigðir í dag er það ekki?
Ójá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Miðvikudagur, 7. nóvember 2007
Af blómum, bók, kerti og fallegri konu
Ég vil byrja á því að þakka allar fallegu kveðjurnar sem mér hafa borist á meðan ég var í veikindastandinu. Nú er mér þokkalega batnað og því getið þið sparkað í mig standandi. DJÓK.
Annars er mér ekki hlátur í hug, ég er alveg þræl meyr og með smá kökk í hálsi.
Ég á svo yndislega fjölskyldu, bestu dætur í heimi, ásamt húsbandi sem uppfyllir háan alþjóðlegan gæðastuðul og fjölskylda mín er ekki af verri sortinni svona almennt og yfirleitt.
Í kvöld kom frumburðurinn hún Helga mín Björk ásamt gelgjubarnabarninu honum Jökli, í heimsókn til mín. Helga Björk, örlát á sjálfa sig eins og systur hennar, knúsaði mömmu sína, færði henni blóm, kerti og bók. Hugsið ykkur, bók. Hún heitir The Road og ég ætla að gleypa hana í mig á morgun. Frumburður ásamt erfingja voru búin að fara í ógeðissænskubúðina (IKEA) og voru þau svo frústreruð eftir þá heimsókna að þau keyptu nánast upp allt í nálægri Bónusverslun.
Hvað um það, frumburður sagðist vera að skrifa bók um "Árin með Jennýju undir áhrifum" (henni finnst hún fyndin), aðra sem heitir "Nokkrir góðir dagar án Jennýjar" (þegar ég fór í meðferð sko) og þá síðustu, eftir að ég varð edrú og hún mun heita "Hamskipti Móðurinnar". Svo skemmtilegur vitnisburður eða þannig.Skæð þessi elsta dóttir mín.
En hvað um það. Ég er viðkvæmnisbolti þessa dagana og mér þykir afskaplega vænt um stelpurnar mínar, enda heppin með þær allar þrjár.
Svo er hugur minn hjá henni Jónu vinkonu minni, ofurbloggara, mömmu Gelgjunnar og Þess Einhverfa, ásamt pabba þeirra Bretanum, sem lifa með höfuðið hátt, þrátt fyrir ýmsar hindranir sem mæta foreldrum fatlaðra batna. Ég dáist að henni og hvet ykkur til að lesa bloggið hennar hérna.
Knús á þig Jónsí mín og takk fyrir daginn, þið öll í bloggheimum.
Lofjúgæs!
Kjéddlingin
Úje
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þriðjudagur, 6. nóvember 2007
Með hjúkkunum í málinu!
Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH) skorar á alþingismenn að standa vörð um forvarnarstefnu í áfengismálum og greiða atkvæði gegn frumvarpi til laga um breytingu ýmissa lagaákvæða sem varða sölu áfengis og tóbaks.
Ég legg til að alþingismenn fari að þessari áskorun. Hjúkrunarfræðingum, eins og öðru heilbrigðisstarfsfólki er alltof vel kunnugt um afleiðingar ofneyslu alkahóls á fólk, til að taka ekki mark á orðum þeirra.
Mér finnst að við ættum að sjá sóma okkar í að laga aðeins til í áfengismálum þessarar þjóðar áður en við förum að fylla rekka og hillur með bjór og brennivíni, í matvörubúðinni.
Hvað liggur svona skelfilega á?
Ég vil að hinir íslensku "Erlar" af báðum kynjum og á öllum aldri, nái að umgangast áfengi eins og fólk, áður en það fer í sjoppurnar.
Nú þegar þarf varla að rétta út hönd til að komast í áfengi, í vínbúðinni, oftast staðsettum í stórmörkuðunum (nú eða hreinsuninni, barnafatabúðinni, ljósritunarstofunni) eða annars staðar í göngufæri.
Það er nóg í bili.
Við verðum ekki menningarlegri í drykkju þó Sigurður Kári og Armanideildin geti keypt Rauðkuna í Hagkaup.
Ædóntþeinksó!
Farin að baka.
Úje
![]() |
Skora á þingmenn að greiða atkvæði gegn áfengisfrumvarpi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Þriðjudagur, 6. nóvember 2007
Amerískur rasisti og íslenskir vinir hans
Ég fór á vísi.is og sá þessa frétt og mér brá illa við. Ég tók mér það bessaleyfi að taka hana með mér hingað heim og birti hana í fullri lengd.
Heimasíðan skapari.com, sem hefur vakið mikla athygli undanfarna daga fyrir ýmiss konar rasískan áróður sem þar er að finna er haldið út af einum þekktasta talsmanni þjóðernishyggju í Bandaríkjunum.
"Margt af því efni sem birst hefur á skapari.com er sannarlega óhugnalegt. Í grein sem þar birtist eru tilgreindir nokkrir af þeim sem höfundur síðunnar telur vera óvini Íslendinga". Þar eru meðal annars upptalin forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og eiginkona hans Dorrit Moussaieff, auk fleiri nafngreindra Íslendinga.
Athygli vekur að þrátt fyrir að síðan sé skrifuð á íslensku og fjalli að mörgu leyti um nafngreinda Íslendinga þá er hún í eigu eins frægasta talsmanns kynþáttahyggju í Bandaríkjunum.
Sá heitir Hal Turner og er hvað þekktastur fyrir útvarpsþátt sem hann sendir út frá heimili sínu í New Jersey. Þaðan útvarpar hann daglega öfgakenndum skoðunum sínum um yfirburði hvíta kynstofnsins" og fleira í þeim dúr.
Turner nýtur fylgis nýnasista og öfgafullra þjóðernissinna í Bandaríkjunum en áhugi hans á að koma þeim hugsjónum á framfæri á Íslandi virðist vera nýr af nálinni.
Vísir reyndi án árangurs í dag að hafa samband við Hal Turner og Íslendingana sem skrifa á skapari.com."
Þarna er ekki verið að fara í kringum hlutina eins og köttur í kringum heitan graut, þarna birtist kynþáttahatrið grímulaust og mér verður hreinilega óglatt yfir að einhverjir á meðal okkar skulu vera svona þenkjandi. Auðvitað er hægt að afgreiða svona með því að yppa öxlum og segja að viðkomandi hljóti að vera veikir á geði, eða að það eigi ekki einu sinni að vekja athygli á svona málflutningi, en ég er ekki sammála. Þögn hefur aldrei bjargað neinu.
Ég held að ég segi ekki meir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (39)
Þriðjudagur, 6. nóvember 2007
Styttur bæjarins...
..og minnisvarðar, eru að fá nýjan meðlim, hana Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, þá merku konu.
Það er löngu tímabært að minnast hennar með afgerandi hætti, þó eflaust séu margar betri leiðir til en að reisa styttur og minnisvarða.
Heima hjá Bríeti var Kvenréttindafélag Íslands stofnað fyrir 100 árum.
Ég er að hugsa um að taka það upp hjá sjálfri mér næsta sumar, að gera hausatalningu á styttum bæjarins ásamt minnisvörðum og sjá kynjahlutfallið.
Vá hvað það er fyrirsjáanleg útkoma, körlum í hag.
En ég ætla að gera það samt svo ég geti rifið kjaft um það næsta haust hér á blogginu mínu og náð mér í holla hreyfingu í leiðinni. Gæti auðvitað hringt í Reykjavíkurborg og spurt, en ég geri það ekki, því hver segir að hlutirnir VERÐI að vera einfaldir?
Áfram stelpur,
Ójá.
![]() |
Minnisvarði um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þriðjudagur, 6. nóvember 2007
Ég endurheimti sjálfa mig og loka á dónana
Langt óvissuferli sem byrjaði síðsumars er nú á enda hjá mér og ég því í þolanlegum málum heilsufarslega. Þannig að nú er því máli skutlað út um gluggann og ég fer núna í skreyta og baka fyrir jólin, eða þannig.
Í dag hef ég haft allt á hornum mér, enda dauðþreytt eftir bæði eitt og annað sem ekki verður farið nánar út í hér. Sem betur fer er ég snögg að ná úr mér pirringnum, a.m.k. að því marki að ég hætti að vera umhverfi mínu hættuleg vegna hávaðamengunar.
Nú hef ég fengið styrkinn minn til baka og það felur í sér bæði eitt og annað.
Undanfarið hef ég fengið nokkuð af persónulegu skítkasti inn í athugasemdakerfið mitt, oftast frá einhverjum óskráðum dónum úti í bæ og ég stóð mig að því að velkjast í vafa um hvort ég ætti að leyfa þeim að standa, svo ég yrði nú ekki sökuð um ólýðræðislega framkomu á blogginu. Ég hugsaði þetta til enda í dag þar sem ég lá í keng í rúminu (svo dramó) og komst að kórréttri niðurstöðu. Þeir sem eru með dónaskap og sóðaskap inni á minni síðu, verður kastað út og lokað á ip-tölur þeirra og það geri ég með mikilli gleði. Hvað var ég að pæla? Ég hefði seint trúað því upp á sjálfa mig að ég léti einhverja nafnleysingja út í bæ hafa áhrif á líðan mína. Hm... en lengi má greinilega manninn reyna.
Saran mín kom með Jenný Unu Eriksdóttur, til að létta lund ömmunnar í kvöld og það hljóp heldur betur á snærið hjá konunni mér. Þegar við vorum að lesa fyrir svefninn bað Jenný mig að syngja um hana Grýlu "aþþí hún er svo skemmtileg og líka tomtegubbarna (sænskir jólasveinar)". Nú sefur lítil stúlka í gulum náttfötum í prinsessurúminu sínu, ömmunni og Einari til mikillar gleði. Pabbi hennar sækir hana svo í fyrramálið og fer með hana á leikskólann.
Everything is back to normal.
Úje!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Mánudagur, 5. nóvember 2007
Ég þarf að æla, hvað kostar?
Héraðsdómur hefur dæmt karlmann í 180 þúsund króna sekt fyrir að ráðast á leigubílstjóra í Reykjavík í september í fyrra. Manninum var einnig gert að greiða leigubílstjóranum 100 þúsund krónur í bætur, auk málskostanaðar. Farþeginn reiddist yfir að þurfa að greiða "ælugjald" þ.e. vinnutap bílstjóra vegna þess að ekki er líft í bíl sem búið er að kasta upp í og fyrir djúphreinsun sem kostar fleiri þúsund krónur.
Það er stórhættulegt að vera leigubílstjóri í næturlífi Reykjavíkurborgar. Og það á að gefa ofbeldisgemlingunum skýr skilaboð. Það kostar að ráðast að fólki í starfi. Bæði lögreglum, bílstjórum og öðrum þeim, sem vinna við þær geðveiku aðstæður sem stundum skapast á helgarfylleríum landans ofan í bæ.
Ég þekki leigubílstjóra () sem lenti í því að farþegi þurfti að æla í miðri ökuferð, þar sem erfitt var að stoppa.
"The passenger" spurði einfaldlega: Érraæla, kakostarra?
Ójá.
![]() |
Reiddist vegna ælugjalds" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Mánudagur, 5. nóvember 2007
2 af 92!
Í átta löndum hafa 92 barnaníðingar verið handtekningar vegna dreifingu barnakláms.
Tveir þeirra eru Íslendingar.
Ég veit ekki með ykkur, en ég persónulega er ekki stolt af þeim tilfinningum sem hertaka mig við lestur fréttarinnar.
Hvað er það sem gerist í manneskjulegu innræti sem gerir fólk að viðurstyggð meðal manna?
Ég vildi að ég gæti skilið þetta.
![]() |
Níutíu og tveir handteknir í aðgerðum gegn barnaklámi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 5. nóvember 2007
Sjálfsmorð af barnsförum?
Mikið rosalega verð ég reið þegar ég les um tilvik eins og þetta, þar sem ung kona, aðeins 22 ára, velur að deyja af barnsförum, vegna fáránlegra trúarbragða, sem banna blóðgjafir. Í hvers þágu getur það mögulega verið?
Líknardráp er bannað, að sama skapi ætti að vera jafn stranglega bannað að leyfa fólki að fara í dauðann vegna þess að það neitar meðferð. Nú eru blásaklaus börnin móðurlaus, konan dáinn áður en líf hennar hefur almennilega hafist og enginn vinnur.
Þetta kallar á margar spurningar hjá mér.
Viðgengst svona hér á landi, það eru nokkuð margir vottar hér?
Hvað með börn þessa fólks, er neitun á lífsnauðsynlegum inngripum, þar sem blóð er gefið, líka í höndum foreldranna?
Þvílík sóun á mannslífi.
Það er sem ég segi, trúin getur kallað það versta fram í fólki og líka fullkomið ábyrgðarleysi gagnvart eigin persónu og þeirra sem maður á að gæta, sbr. nýfæddu börnin í þessu tilviki.
Það á auðvitað ekki að vera leyfilegt að heimila fólki að taka ákvörðun um að deyja, þó á óbeinan hátt sé, í nafni trúarinnar. Þarna á að taka fram fyrir hendurnar á fólki.
Jösses hvað ég verð reið.
![]() |
Þáði ekki blóð og lést af barnsförum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (42)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr