Miðvikudagur, 13. maí 2009
Hefðasýkin
Í gegnum tíðina, allt eftir hentugleikum og hræringum, hefur mér verið skutlað á milli skrifstofa.
Ég man eftir að hafa verið sett í stærri og minni skrifstofur og ég hafði aldrei neina verki með því.
(Auðvitað voru mínir vinnustaðir ekki á hinu háa Alþingi, en vinna er vinna og henni reynir maður að standa klár á).
Ég held að í dag hafi komið í ljós að margir þingmenn eru með hefðasýki.
Tryggvi Þór Herbertsson er algjörlega mótfallinn afnámi bindisskyldu á þingmenn.
Sigmundur Davíð sagðist vera hrifin af hefðum og hefði því ekkert haft á móti því að bindisskyldan yrði áfram við líði.
Ég er á því að þeir sem hvað hefðasjúkastir eru, séu þeir sem ekki eru líklegir til að ganga hart fram í að breyta hlutum svona yfirleitt.
Ég er á móti hefðum sem eru til af því bara og það hefur alltaf verið þannig.
Ekki nógu gott.
Og nú hefur hefðasóttin lagst þungt á þingflokk Framsóknarflokksins upp á níu þingmenn.
Þeir eiga nefnilega að skipta um þingflokksherbergi við Vinstri Græna!
Hefðin er málið. Þetta herbergi hefur ALLTAF verið herbergi Framsóknar.
Flokkurinn var nánast stofnaður þarna.
Kæru vinir, ekki deyja úr eigin mikilvægi.
Þið eruð á þingi vegna þess að þið hlutuð til þess kosningu og eigið að vinna af heilindum fyrir umbjóðendur ykkur.
Í hvaða herbergi þið gerið það er aukaatriði.
Það er eins og margir pólitíkusar haldi að þeir séu að skrifa feitletraða Íslandssögu í hvert skipti sem þeir velta inn á Alþingi svo ég tali nú ekki um ef þeir opna munninn.
Þessi kjánagangur minnir mig hins vegar á spígsporandi páfugla og ofdrekraðar prímadonnur með athyglissýki.
Það er kreppa, við hér úti í þjóðfélaginu erum mörg á ystu nöf.
Komið ykkur að verki og hættið þessu helvítis væli.
Vilja ekki flytja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:04 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 2987283
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Hvort gengið er um með bindi eða ekki breytir ekki gangi himintungla. En er ekki rétt að halda í það sem gott er en kasta hinu?
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 13.5.2009 kl. 16:46
Tek undir með þér. Meira vælið í Framsóknarmönnum: Deal with it, rétt eins og fjöldi heimila þarf nú að sníða sér stakk eftir vexti og minnka við sig í fleiru en grænum herbergjum.
Eins og fyrrverandi formaður þeirra sagði alltaf: herða sultarólina og éta grjónagraut.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 13.5.2009 kl. 16:47
" I REST MY CASE YOUR HONOR"...Þetta er nákvæmlega ástæðan fyrir því að mér finnst pólitík leiðinleg....Voru þessir aðilar ekki að mæta í vinnuna í dag??? Og er þetta það fyrsta sem er á dagskrá? Erum við geðveik? Hverjum er ekki sama hvort þessum eða hinum finnist bindireglan frábær! VERTU ÞÁ BARA MEÐ BINDI FÁVITINN ÞINN...Shitt nú er alveg komið nóg. Mætið nakin í vinnuna I dont care....mætið bara í vinnuna og gerið eitthvað í málunum. Það er ekki oft sem ég nota Caps lock en núna finnst mér það nauðsynlegt!
Garún, 13.5.2009 kl. 16:55
Mega menn vera með slaufu á þingi (að vísu hrikalega púkó) ?
Finnur Bárðarson, 13.5.2009 kl. 17:02
Einmitt svona hefðir sem aftra því að heimurinn skáni. Það er hefð að aðeins gagnkynhneigð pör fái að giftast og vegna þess að það er hefð, þá er ekki hægt að breyta því. Einu sinn var hefð fyrir því að litað fólk sæti aftast í strætó, hvort það hafi nú ekki meira að segja verið lög.
Það var hefð að konur klæddust pilsum og kjólum, ekki buxum.
Það er hefð að "venjuleg" fjölskylda sé maður, kona, börn, bíll og hús.
Það er hefð að nota bindi og það er hefð að búa í eitthverju herbergi í Alþingishúsinu.
Ég held reyndar að ég hafi bara aldrei séð Tryggva nota bindi, á meðan á kosningum stóð. Hvað heldur þeim að fólki þyki leitt að framsókn þurfi að færa sig úr herbergi sem þau hafa verið í blablabla mörg ár? Hvað með fólkið sem var borið út þarna rétt fyrir jól fyrir norðan. Vegna kreppu, hvað með þá sem þrufa að fara úr sínum húsum og sínum fasteignum vegna kreppu?
Æi Simmi góður haltu kjafti! (afsakakið orðbragðið)
Mér er bara alveg sama! Eigið þið ekki að vera að gera eitthvað merkilegra en að væla yfir stólum og innréttingum!
Ekki hefur virðing mín við þessa stofnun neitt með það að gera í hvaða herbergjum þau mala í...
Unnsteinn (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 17:45
Tryggvi Þór var ekki á móti afnámi bindisskyldunnar 2003 þegar þáverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, afnam bindisskyldu.
En sá gjörningur var upphafið af þeim darraðardansi sem lauk með þeim ósköpum sem á Þjóðinni hefur dunið undanfarið, efnahagshruni. - Svo það er ekki nema von að þeir félagar Tryggvi Þór og Sigmundur Davíð vilji halda í hefðirnar, vitandi um þær afleiðingar sem afleiðingar sem afnám bindisskyldunnar olli.
Þeir geta bara ekki sagt það upphátt.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 13.5.2009 kl. 17:46
Ömurlegur dauðdagi að deyja úr eigin mikilvæg.
Kemur næst því að deyja úr ráðaleysi.
Það gæti orðið fækkun á þingi.
Hólmfríður Pétursdóttir, 13.5.2009 kl. 17:52
Þeir líta vitanlega á þetta sem endanlega staðfestingu þess að þeir eru ekki lengur alvöru flokkur og ætti því að duga lítil skrifstofa, kústaskápur jafnvel.
Helga Magnúsdóttir, 13.5.2009 kl. 18:49
Vel mælt og stúlkulega!
("Stúlkulega" er kvenkynsmerking orðsins "drengilega".
Annars segir víst í Njálu að Bergþóra hafi verið drengur góður.)
Ég man þá tíð þegar þeir fáheyrðu atburðir gerðust að Alþýðubandalagsmenn tóku sér setu á hinu háa Alþingi íklæddir rúllukragapeysu við jakkafötin(minnir að það hafi verið Hjörleifur, Svavar Gests og Ragnar Arnalds). Var þá ekki laust við að sumum finndist máttarstoðir þjóðarinnar riða til falls.
En mér finnst eins og þér að þegar máttarstoðirnar eru í alvörunni að riða til falls eins og nú að þá eigi menn að leggja niður svona fánýtt snakk og hégóma.
Ég mundi vilja segja við háttvirta þingmenn eins og afi minn sagði stundum: "látið ekki nokkurn mann heyra þessa hörmungar vitleysu"!
Jón Bragi (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 19:20
Já farið að VINNA!!!!! Með eða án hálstaus!
Ég hef krullast upp eftir hverja fíflafréttina af annarri hér í dag frá okkar stóra Alþingi og bloggaði um það núna rétt áðan.
Ía Jóhannsdóttir, 13.5.2009 kl. 21:06
Sammála er ekki hrifin af hefðum bara að því að, og er alveg viss um að þeir sem taka af sér hálstauið kunna einnig að rífa, tæta og framkvæma svo.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.5.2009 kl. 22:05
Hefðir geta verið skemmtilegar. Ég er mikið fyrir ritualskar athafnir, en hálstau hafa aldrei verið minn tebolli.
hilmar jónsson, 13.5.2009 kl. 22:17
Þið eruð ótrúlega skemmtilegt fólk.
Auðvitað eiga þeir endilega að vera með bindi þeir sem það vilja.
Málið er auðvitað að þetta snýst um val.
Og varðandi þetta herbergi, það er kominn tími á að skipta um fundarherbergi á hverju kjörtímabili.
Til að ná úr þeim heimaríkuhunda-syndóminu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.5.2009 kl. 00:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.