Sunnudagur, 15. febrúar 2009
Í losti
Ég er eiginlega máttlaus af skelfingu eftir að hafa horft á fréttir áðan.
Ég hélt satt að segja að það væri varla hægt að hreyfa við blóðinu í mér núorðið, svo vön er ég orðin vondum fréttum síðan í haust.
En það sem gæti verið okkar versta martröð, sko okkar sem viljum sjá ný vinnubrögð og nýtt Ísland rísa úr rústum græðgisvæðingarinnar, er ekki svo langt undan sýnist mér.
Ég fraus á staðnum, ég er ekki að ýkja börnin góð.
Davíð og Alfreð vina- og klíkufrömuður.is Þorsteinsson voru með fund í Seðlabankanum fyrir helgi.
Alfreð var spurður að því hvort þeir félagarnir væru verið að byggja brú samstarfs Framsóknar og Sjálfstæðisflokks eftir kosningar og svaraði Alfreð því til að menn væru alltaf í brúarsmíði.
Nú þarf hinn "nýi" Framsóknarflokkur að koma fram og sannfæra kjósendur um að þeir séu ekki leppur fyrir hið gamla og skelfilega kerfisbatterí Framsóknar sem var (er?).
Hvar er Sigmundur Davíð, hann kom, sá og gekk þokkalega meðan hann stóð við, en síðan er hann horfinn.
Er hann á vegum Alfreðs gamla guðföður og klækjarefs?
Alfreð Þorsteinsson er talinn höfundur af tveimur meirihlutum í borginni síðan í síðustu kosningum.
Þeim fyrsta með Binga og þessum seinni með Óskari.
Verri kerfiskarl er ekki til.
En betri fulltrúa fyrir gamla, ógegnsæja klíkusamfélagið er ekki hægt að fá.
Hann og Davíð saman:
Ekkert annað en helvítis eitur.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 19:39 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Alfreð og Finnur Ingólfsson eiga flokkinn. Sigmundur telst til leikmuna. Það var aldrei meiningin að hann myndi spila einhverja rullu.
Finnur Bárðarson, 15.2.2009 kl. 19:38
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 19:41
Get ekki sagt að þetta komi mér á óvart.
Framsókn er og verður sérhagsmunakerfisbittlingaspillingarflokksræðisflokkur.
Það er ekki nóg að fá ný andlit..
hilmar jónsson, 15.2.2009 kl. 19:46
Hvað gerist ef Framsókn og Sjálfstæðisflokkur taka samanlagt 40 - 50% af atkvæðum næstu kosninga?
Sama og gerðist í BNA undir Bush. Þjóðin klofin í tvennt. Betra að búa sig undir það, að svo verði.
Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 20:08
Sammála Finni Bárðarssyni
Ingibjörg Hinriksdóttir, 15.2.2009 kl. 20:11
Ekki kasta eldhúsáhöldunum sem notuð voru í byltingunni, það gæti farið svo að við þyrftum að ekki bara nota okkar sjálf, heldur líka lána einhverjum aukasett.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.2.2009 kl. 20:19
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn aftur í ríkisstjórn.
ÞAÐ MUN ALDREI VERÐA ÞOLAÐ..
hilmar jónsson, 15.2.2009 kl. 20:22
Það segi ég með þér, Hilmar. En það gæti kallað á að a.m.k. helmingur þjóðarinnar berji potta, pönnur og önnur áhöld í laaangan tíma.
Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 20:39
Ja þið skuluð nú bara gjöra svo vel að una niðurstöðum lýðræðislegra kosninga í vor. Hver svo sem úrstlitin verða. Ég krefst þess sem þegn þessa lands.
Ragnheiður (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 20:46
Það hafa ekki orðið neinar grundvar breytingar á vinnubrögðum innan framsóknarflokksins með komu Sigmundar Davíðs. Enda átti ég ekki von á því.
Sigrún Jónsdóttir, 15.2.2009 kl. 21:14
Sko..bakbeinið á mér hefur rétt fyrir sér.
Hef haft það lengi á tilfinningunni að þetta sé plottið. Sjálfstæðis og framsókn...gömlu valdarefirnir eru ekkert á förum og nota öll þau bellibrögð er þeir kunna til að halda sínu. Það er alltaf sama gamla sagan á bak við tjöldin en því miður kaupir fólk nýja búninga og betri strengi í brúðurnar sem skoppa fremst.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.2.2009 kl. 21:49
Hvaða titringur er þetta út af Framsókn?
Ættu áhyggjur ykkar frekar að snúa að því hvaða Samfylking verður í boði í kosningunum?
Ragnhildur Kolka, 15.2.2009 kl. 22:17
Ragnhildur: Ertu í Framsóknarlögreglunni?
Slakaðu á.
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.2.2009 kl. 23:12
Langaði bara að faðma þig í gegnum netheima. Það er svo langt síðan ég hef gert svoleiðis nokkuð.
Hugarfluga, 15.2.2009 kl. 23:14
Takk elsku Fluva mín.
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.2.2009 kl. 23:18
Þessar viðræður þeirra Davíðs og Alfreðs fara að sjálfsögðu fram í Seðlabankanum!!! Hvar annars staðar??? Er það ekki einkabanki Do og hans náhirðar. Hvað skyldu vera margir drykkjufélagar DO úr náhirðinni starfandi í Seðalbankanum???
Svanhildur (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 23:57
hrollur
Hólmdís Hjartardóttir, 16.2.2009 kl. 00:56
Ég fæ líka hroll eins og Hólmdís, svona aulahroll. Ég hef aldrei þolað Alfreð, og Finn Ingólfs.. Þeir tveir gera mér hluti.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.2.2009 kl. 02:02
Drottinn minn sæll og góður! Slíkt má ALDREI henda þennan vesæla hóp sem kallar sig Íslendinga aftur, að klíku- og spillingaröfl framsóknarbófanna nái í skjóli ranglátra kosningalaga að mynda meirihluta með íhaldinu, sem því miður hefur ekki enn áttað sig á því hver eyðilagði hvern í því óheillasamstarfi. Hræddur um að þá verði uppreisn, alvöru uppreisn. Fyrir alla muni, leggjumst öll á eitt að halda fólki vakandi svo þessi ógn megi ekki verða.
Nöldurskjóða (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 04:47
Held það sé nú verið að gera of mikið úr þessum "fundi" þeirra. Eina leiðin fyrir Sjálftökuflokkinn til að komast aftur í ríkisstjórn eftir næstu kosningar er að fá hreinan meirihluta. Það vill enginn starfa með þeim. Það yrði hinum flokkunum pólitískt sjálfsmorð. Ég veit að ég myndi persónulega skrá mig úr VG ef þeir færu í samstarf með þeim...og ég veit um mjög marga Framsóknarmenn sem yrðu snarvitlausir ef þeir gerðust leppar íhaldsins aftur. Grasrót Samfylkingarinnar yrði líka brjáluð ef Samfylkingin endurnýjuðu samstarf sitt við ránfuglinn.
Þið getið talað eins mikið og þið viljið um að þetta séu allt saman sömu spillingar vitleysingarnir og svo framvegis en staðreyndin er bara sú að líkurnar á þáttöku Sjallana í næstu ríkisstjórn eru hverfandi......
...en kannski er ég bara einfaldur í bjartsýni minni.
Pétur Fannberg Víglundsson, 16.2.2009 kl. 10:02
Eigum við ekki að treysta því að þjóðin kjósi ekki þessa flokka vegna þess sem á undan er gengið og að þessháttar fundir eru þess vegna tilgangslausir.
Og máski voru þeir bara að plana að stofna nýtt blað: MorgunTímann.
Ransu, 16.2.2009 kl. 10:05
Sá íslendingur sem kýs framsókn er landráðamaður.
Sér einhver fyrir sér að framsókn geti haldið gildum sínum í dag, ekki gátu þeir það áður... ekki er Birkir það sem við viljum sjá halda um spaðana á íslandi.
Ég tek hann bara út til þess að hoppa á staðreyndum í þessu máli.
DoctorE (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 10:27
Pétur: Ég dáist að bjartsýni þinni og trú á mannkyni.
En Framsókn er ávalt til í tuskið eða hefur amk. verið án tillits til hvort hún hefur verið valin til starfans af almenningi.
Vonandi eru breyttir tímar.
Takk öll fyrir málefnalega umræðu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.2.2009 kl. 10:45
Má ég minna á hið fornkveðna: Hver þjóð býr á hverjum tíma við þau stjórnvöld sem hún best á skilið. Auðvitað skríður sjálfstæðis- og framsóknarhyskið eina ferðina enn í kjörklefann með atkvæðið sitt handa þessum flokkum til að láta níðast meira á sér.
corvus corax, 16.2.2009 kl. 10:49
Ég vona bara að fréttirnar af fundinum hafi fælt slatta af kjósendum frá Framsókn. Best að reyna að muna þetta og skjóta að þegar færi gefst, nær kosningum.
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 16.2.2009 kl. 11:12
Hildigunnur: Við verðum duglegar að minna á. Ekki skal standa á mér.
Corvus: Kannski, en ég er á því að sú stund sé runnin upp að við eigum betrra skilið en Alfreð og Davíð ásamt því sem þeir standa fyrir.
Málið er að það hefur ekki staðið Framsókn fyrir þrifum að hoppa í stjórn með íhaldinu þó örfá atkvæði hafi staðið á bak við hana.
Helvítis.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.2.2009 kl. 11:26
Þetta MÁ hreinlega EKKI gerast!!!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 16.2.2009 kl. 15:45
Ég fær gæsahúð.....
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 17.2.2009 kl. 20:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.