Þriðjudagur, 3. júní 2008
Hemlar í heilanum
Heiða var að blogga um aðkallandi mál. Ég vil biðja ykkur að fara inn hjá henni og lesa þessa færslu og svo megið þið linka á hana líka.
Við megum ekki láta setja upp olíuhreinsunarstöð fyrir vestan. Bara alls ekki.
En að öðru og skemmtilegra máli. Fyrir mig eða þannig. Miðað við heilastarfsemina stundum mætti halda að ég væri með hemla í heilanum.
Það verður seint um mig sagt að ég þekki bíla. Hef reyndar bloggað um kunnáttuleysi mitt hér áður. Stundum verður vitneyskjuleysi mitt auljósara öðrum en aðra daga. Ég er nefnilega þeirrar skoðunar að leggja ekki á mig mikla vinnu við að kynna mér það sem skiptir litlu máli. Ég hef samt verið að reyna.
Í dag áttu eftirfarandi orðaskipti sér stað á kæleiksheimilinu:
Húsband: Var xxxx ekki að kaupa sér bíl?
Moi: Jú, hún fékk hann í gær, hann er ógeðslega flottur.
Hb: Já er það, hvaða tegund?
Moi: Ha, tegund, æi hann er svona silfurgrár, frekar langur!
Húsband: #%%&/%"$=/&$%! Þú ert ferleg, hvað heitir bíllinn okkar?
Moi: (Góð með mig, lagði það á minnið um daginn) Honda Civick
Hb: Jenný, ertu ekki að fíflast (orðinn æstur alveg), hann heitir H-y-o-n-d-ay Sonata. (Örugglega vitlaust stafað).
Moi: Já ég vissi að það var eitthvað sollis.
Síðan hefur húsband ekki sagt orð.
Ekki halda að ég sé svona tornæm, áhuginn er bara ekki til staðar.
Farin í bíltúr á Hondunni. Lalalalalala
Cry me a river
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, Viðskipti og fjármál | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 7
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 2986833
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
þeink jú lov
Heiða B. Heiðars, 3.6.2008 kl. 21:16
Góða skemmtun í bíltúrnum á Hjondunni. Bið að heilsa bílstjóranum á Sónötunni
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 21:41
ha ha skil þig stundum er maðurinn minn þvílíkt hissa á áhugaleysi mínu hvað varðar bílakost heimilisins en eins og ég segi ef ég kemst á milli staða er ég sátt en það nægir honum ekki.
Eyrún Gísladóttir, 3.6.2008 kl. 22:29
Hehehe já já einmitt...hér er þetta alveg öfugt. Konan heima hjá mér þekkir bíla. Vissirðu að þinn bíll er með spoiler aftan á ?
Hyundai Sonata er það gæskan.
Búin að grípa til áróðurs með Heiðunni
Ragnheiður , 3.6.2008 kl. 22:37
Þú ert nú meiri stríðnispúkin, kelluangin þinn haha!
Ég veit nú t.d. hvað Vespré, Lotus og Always standa fyrir, en hef nú nákvæmlega ENGAN áhuga á fyrirbærinu, hvað þá að ég hyggist nota það!
Öðlaðist meira að segja þvílíka aðdáun einnar ónefndrar "áður fyrr á árunum" fyrir þessa þekkingu, sem og hvurslags blóðsúthellingar væru tempraðar með áðurnefndum þarfaþingum, að hún varð um síðir ólm að sýna mér "Staðsetninguna" en förum nú ekki nánar út í það!
Magnús Geir Guðmundsson, 3.6.2008 kl. 22:45
Hahaha Magnús Geir, svakalega hefurðu slegið í gegn þá
Ragnheiður , 3.6.2008 kl. 22:49
knús - búin að sendua Heiðu orðsendingu og Bryndísi mail!
Edda Agnarsdóttir, 3.6.2008 kl. 23:08
Hahahahah Góð Jenný... alltaf góð. Maður man það sem skiptir mann máli. Það er bara þannig.
Knús á þig.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 23:18
Magnús Geir: Ég er í kasti. Takk stelpur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.6.2008 kl. 23:28
Ljúft að lesa þig hérna. Alveg brilljant hjá þér að leggja þó allavega eitthvað nafn á minnið hvað bíla varðar, eða eru annars ekki til bílar sem kallast honda civic? Hahaha ... þú ert alveg milljón samt.
Oft hef ég hugsað um hve dásamlegt líf það væri að vera fluga á veggjum kærleiksheimilisins - svo framalega sem engin kemur auga á kvekendið. *sprey-Gasgas*...
Hahaha ... Heiða who? Njee .. segi bara svona sko. Knús á þig Jenný mín og eigðu yndislegt kvöld/nótt!
Tiger, 3.6.2008 kl. 23:30
Búin að afgreiða þetta mál hjá Heiðu, mjööög nauðsynlegt.
Ásdís Sigurðardóttir, 3.6.2008 kl. 23:30
Ég er svona líka, ég meina kommon þetta heitir bíll og hana nú. Það er sko alveg nóg. Þeir eru jú misjafnlega langir.... annað hvort eru þetta bílar eða jeppar.
Linda litla, 4.6.2008 kl. 00:01
Hehehhe er að fá nýjan bíl í vikunni, hef ekki séð hann veit bara að hann er svartur með TOPPLÚGU vegna þess að ég bað um það og hann er svartur. Mér var sagt að hann væri með öllum græjum hvað sem það nú þýðir.
Soooo hann kemur til með að koma mér næstu þrjú árin á milli A- Ö (auðvitað með minni aðstoð )og þá er allt í góðum málum. Held reyndar að það sé þessi nýi Skoda Superb. Segi eins og þú Jenný örugglega stafað vitlaust. Gæti ekki staðið meir á sama.
Ía Jóhannsdóttir, 4.6.2008 kl. 00:32
Þegar ég keypti bílinn minn árið 1999, var ég alveg rosalega montin og kom akandi á fína bílnum mínum í jólaboð - og þá sagði 9 ára frændi minn:
Vá Lilja átt þú þennan bíl, flottur með 2 spoilerum maður, meiriháttar. - Ha já, sagði ég og hafði ekki hugmynd um, um hvað drengurinn var að tala. - En bílinn á ég enn og hann er alveg meiriháttar, og nú veit ég hvað spoilerar eru. - og þeir eru enn 2.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 4.6.2008 kl. 01:05
Jájá, gott að geta skemmt einhverjum með blaðrinu, en ei skal því gleymt, að "Hafa á klæðum" er háalvarlegt mál og ekki tekið út með sældinni fyrir ykkur margar elskurnar!
Magnús Geir Guðmundsson, 4.6.2008 kl. 01:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.