Sunnudagur, 1. júní 2008
Þjóðverjablús
Þessi frétt um Bretann sem fékk bætur frá breskri ferðaskrifstofu vegna þess að of margir Þjóðverjar voru á hótelinu og öll skemmtidagskrá var á þýsku, kallar á Þjóðverjabrandara.
Ég kann enga. Ég held að allir brandarar um þjóðerni geti verið vafasamir en auðvitað á ekkert að vera hafið yfir húmor.
En af Þjóðverjum ganga ákveðnar sögur. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr.
Einn af mínum mörgu eiginmönnum vann í Fríhöfninni. Það klikkaði aldrei að Þjóðverjarnir vissu upp á krónu hvað þeir áttu að fá til baka. Klikkaði aldrei.
Annar af mínum fjölmörgu eiginmönnum rak heimagistingu. Undantekningalaust tóku Þjóðverjarnir allt lauslegt með sér af morgunverðarborðinu. Það klikkaði heldur aldrei.
Þetta segir mér bara eitt. Það er engu logið um þýska nýtni og og sparsemi.
Það er bara hið besta mál.
Reyndar var ég á hóteli á Mallorca fyrir fullt af árum síðan með Maysuna og Söruna litlar. Þar var hópur af Þjóðverjum. Ég kunni ljómandi vel við þá sem ég varð málkunnug.
Allir þeir sem ég kynntist og fleiri til borðuðu hverja máltíð á hótelinu. Keyptu matarkort áður en þeir lögðu af stað.
Þetta skil ég ekki, enda nánast bara Þjóðverjar og einn og einn Hollendingur í matsalnum.
Allir hinir voru í tilraunastarfsemi út um alla eyju.
En mikið rosalega held ég að Bretinn hafi verið pirraður. Og satt best að segja skil ég hann smá.
Úje.
Fær bætur vegna of margra Þjóðverja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Matur og drykkur, Menning og listir | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 2986842
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ég man eftir því þegar ég var einmitt í fríi á Spáni með mö og pa þegar ég var yngri, þá voru Þjóðverjarnir mættir eldsnemma fyrir allar aldir út í garð og á ströndina til að ná bestu bekkjunum til að liggja á í sólbaði, þetta var alveg örugglega um 6 á morgnana....mér fannst þetta alltaf svo ótrúlega fyndið að nenna að leggja þetta á sig !
Sunna Dóra Möller, 1.6.2008 kl. 15:12
Já ég man eftir þessu líka. Algjörlega óþolandi. Þeir eru svo búralegir.
Muhahaha
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.6.2008 kl. 15:24
Það hefði toppað annars frábæra færslu ef einn að þínum fjölmörgu eiginmönnum hefði líka verið ... Þjóðverji
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 17:09
Ég skal viðurkenna hér að blessaðir Þjóðverjarnir eru dálítið spes. Ég á nokkra góða þýska vini og þeir eru bara misjafnir eins og þeir eru margir og fer mikið eftir því hvaðan þeir koma frá Þýskalandi.
Ía Jóhannsdóttir, 1.6.2008 kl. 17:54
vann einu sinni á hóteli,einmitt med morgunmatinn og thad var bara fyrir vist..thegar thjódverjarnir mættu á svædid vard allt TÓMT efast ekki um ad vasar og tøskur voru vel kýldar af rúnstykkjum og smurosti en svo var fyrirskipun " ekki setja of mikid á hladbordid..thad er hópur af thjódverjum á leid i morgunmatinn.." svo thetta er ekkert "myth" sko... en their eru alveg ágætir eins og gengur
María Guðmundsdóttir, 1.6.2008 kl. 18:42
Íslendingar mættu taka sér Þjóðverja til fyrirmyndar í mörgu s.s. sparnaði og umgengni við landið okkar. -
En stundum ganga Þjóðverjar of langt. - Ég man eftir einu dæmi endur fyrir löngu. - Sat ég til morgunverðarborðs með Þjóðverjum á hóteli í Róm. - Þar voru m.a. borin fram stór rúnstykki sem litu út eins og módel af Vatikaninu. - Nema að ég hafði ekki lyst á að klára mitt brauð eftir að ég var búin að taka einn eða tvo bita. - Og viti menn, Þjóðverjarnir tóku afgangana sem ég skildi eftir og pökkuðu því inn í servíettu, og fóru með það. - Það fannst mér hámarkið.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 1.6.2008 kl. 18:57
LG: Hahahaha, það ber öllum saman um morgunverðarhegðun Þjóðverja.
María: Einmitt.
Anna: Fjölmargir eiginmenn mínir eiga ekki ættir að rekja til Þýskalands. Einn var hálfur Kani, einn íslenskur í báðar, einhver var af dönskri hástétt í aðra og svo mætti áfram telja.
Guðlaugur: Ég er svo helvíti minnug að ég man heilu innkaupalistana. Þess vegna man ég eftir öllum mínum fjölmörgu eiginmönnum.
Hallgerður: Við tökum það besta og hendum hinu.
Ójá.
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.6.2008 kl. 19:30
Það eru fáir leiðinlegri en þjóðverjar. Austurríkismenn toppa þá nú samt.
sigga (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 22:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.