Leita í fréttum mbl.is

Annáll ársins 2007 - Seinni hluti

1 

Og nú höldum við áfram upprifjuninni.

Í september bar margt á góma hjá þessum maníska bloggara hérna.  Mikið var rætt um alla mállausu útlendingana í þjónustustörfum og landinn kvartaði hástöfum.  Ég hins vegar tel að við eigum að þakka fyrir að það fæst fólk í sem flest störf í þessu landi og við mættum reyna að vera ögn skilningsríkari gagnvart nýjum löndum okkar.

Og svo kom október og jólafiðringurinn fór að gera smá vart við sig hjá mér og nokkrum öðrum í bloggheimum, frussss, skömm að þessu.  En þarna u.þ.b. tveimur mánuðum fyrir jól, kom fyrsta jólasýkiskastið.

Í nóvember dundi yfir fár á síðunni minni af því mér varð á að blogga um "pabbaleikherbergið" í nýju Hagkaupsversluninni.  170 athugasemdir voru gerðar við færsluna og mér ekki vandaðar kveðjurnar af sumum.

Nú, nú annállinn er nú heldur betur farinn að styttast í annan endann og bara desember eftir.  Ég var nottla í jólavímu allan mánuðinn.  En þar sem jólin eru nærri því liðin og allir komnir með upp í kok af falalalalai og matarlýsingum þá set ég inn snúru mánaðarins.  Það er lágmark að hafa eina færslu um batagönguna sem óvirkur alkahólisti í annál ársins.  Það er svo mikið ég.  Úje!

Þá er annáll klappaður og klár, tékk, tékk.

Nú er að vaða með bloggandi gleði inn í nýtt ár sem enn er hreint og ósnert eins og nýfallin mjöll.

Vaðið ekki inn á skónum elskurnar.

Var að skúra.

Farin að lúlla.

Lofjútúpíses.

Újejejejejeje


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Sofðu eins og engill

Jóna Á. Gísladóttir, 2.1.2008 kl. 01:31

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ert þú ekki að skrifa bók ? Ég hlakka til að lesa hana

Jónína Dúadóttir, 2.1.2008 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband