Leita í fréttum mbl.is

Eins og að vera slegin með kylfu í hausinn...

 

..eða þannig held ég að það sé þegar manni líður eins og mér núna.

Þessi dagur hefur verið jah.. ömurlegur.

Ástæða: Engin svo ég viti.

Suma daga fer ég hreinlega öfugt fram úr rúminu, eða réttara sagt suma daga ætti ég ekki að voga mér fram úr rúminu.  Þetta hefur verið svoleiðis dagur. 

Ástand: Hangandi haus niður á bringu.  Ógleði, hausverkur, beinverkir, suð fyrir eyrum og pirringur dauðans.

Ég var síst að skilja hvað væri í gangi.  Hélt hreinlega að ég hefði jólaóverdósað.

Var samt í þvottahúsi. Fórnarlambsdæs.

Reifst hástöfum (á kurteislegan og ískaldan máta) við tvö tölvufyrirtæki, eitt opinbert þjónustufyrirtæki, póstburðarmann og kjötkaupmann og þar sem ég var búin að ná mér á strik reifst ég við  húsband líka.  Ok, aftur, reifst við alla ofannefnda nema húsband.  Hann var ekki heima.

Var að hugsa um að flytja að heiman, í tjald uppi í Heiðmörk, liggja þar matar- og vatnslaus, fá lungnabólgu, verða lögð inn á slysadeild þar sem öll íslenska þjóðin myndi fylgjast með hægfara brottför minni úr þjáðum heimi, þegar mér datt í hug að stinga mæli í eyrnafjandann á mér.

Viti menn, 39,5 á Anders Celsius.  Allt annað líf.  Nú er ég komin með það skjalfest upp á vasann að ég á bágt, get hent mér undir teppi með tölvu og rifið stólpakjaft á blogginu.

Einhver til í fæting?

Segi sonna.

Falalalalala og ég í góðum málum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Hahahaha! apaköttur!

Náþessu úr þér addna!

Heiða B. Heiðars, 17.12.2007 kl. 20:58

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

 Það liggur illa á þér náðu þér upp úr þessu, maður fær svona köst elska þér líður betur á morgun honey

Kristín Katla Árnadóttir, 17.12.2007 kl. 22:02

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég þori sko alveg í þig núna, er að vinna mig upp í jóla fighting, búin að baka tvær sortir í kvöld með húsbandinu, að hann skuli þola mig.  Fylgist með þér í kvöld kona

Ásdís Sigurðardóttir, 17.12.2007 kl. 22:52

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Bring it on Lazarus

Jóna Á. Gísladóttir, 17.12.2007 kl. 22:55

5 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Láttu þér batna sem allra, allra fyrst ! Góða nótt!

Sunna Dóra Möller, 17.12.2007 kl. 23:05

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Úff... hvernig ætli vesalings fólkinu sem þú reifst við líði? Þetta hljómar þannig að ég vildi ekki hafa verið í þeirra sporum. 

Lára Hanna Einarsdóttir, 17.12.2007 kl. 23:17

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég þekki nokkrar svona dramadrottingar. Þær eru yfirleitt sendar inn í herbergi og sagt að koma fram aftur þegar þær eru orðnar skikkanlegar....

Lovjú

Hrönn Sigurðardóttir, 17.12.2007 kl. 23:44

8 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Hiti, smiti! Eftir að þú varst búin að rífast við "tvö tölvufyrirtæki, eitt opinbert þjónustufyrirtæki, póstburðarmann og kjötkaupmann" þá varstu bara orðin sjóðbandvitlaus. Mesta furða að hitinn mældist ekki hærri.

Forðastu allt ofannefnt, sérstaklega opinber þjónustufyrirtæki, og þá get ég lofað að hitinn snarlækkar og það fljótt.

Ragnhildur Sverrisdóttir, 17.12.2007 kl. 23:45

9 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Hehehe, þekki það vel að fara í svona ham, hef þá allt á hornum mér, líður sjálfri eins og ég sé að veikjast, hefurðu verið að smita fólk hérna á blogginu af einhverri skítaflensu,HA,

Annars er ég viss um að það flýtir fyrir bata að rífast við mann og annan

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 17.12.2007 kl. 23:59

10 Smámynd: Ragnheiður

svo sofnar hún bara í miðjum slag ? Iss bara....

Ragnheiður , 18.12.2007 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 2985885

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.