Mánudagur, 20. ágúst 2007
GAMALT VÍN Á NÝJUM BELGJUM?
Stundum get ég ekki annað en brosað yfir nýjum orðum sem eiga að rétta við ímynd ákveðinna hugtaka eða fyrirbæra. Það sem kemur strax upp í hugann er hin gamla "Félagsmálastofnun" sem varð að "Félagsþjónustunni", en þar er orðið þjónusta auðvita mun jákvæðara en orðið stofnun. Það orð sem var okkur lengi til skammar og lýsti hugarfari stjórnvalda (og kannski þjóðarinnar) til innflytjenda var "Útlendingaeftirlitið", það hefði smell passað inn í eftirlitsstofnun í Hitlersþýskalandi. Er hægt að að kalla stofnun sem sjá á um innflytjendamál, neikvæðari nafni? Nú heitir Útlendingaeftirlitið sum sé "Útlendingastofnun". Af tvennu illu þá er það eitthvað skárra.
Ég var að lesa blöðin áðan og rakst þá á frétt um "lögblinda" og "seinfæra" stúlku, án þess að ég ætli að fara gera þá sérstöku frétt að umtalsefni.
En nú spyr ég, af því þessi hugtök eða skilgreiningar hef ég ekki rekist á áður,
er lögblinda orð yfir að vera blindur?
Er seinfær, það sama og vera hreyfihamlaður eða þroskaheftur? Kannski bæði?
Mér finnst ég ekki hafa við að fylgjast með sk. "orðatísku". Það er skelfilegt að vera allt í einu pólitískt rangur í orðavali og verða sjálfum sér til skammar og koma út sem fordómafullur dóni.
Skýring, einhver?
Súmí
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 15:49 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 6
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 2987292
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ef þú ert seinfær þá ertu seinni til..... ekki alveg þroskaheft en sein.....
Lögblindu hef ég aldrei heyrt um áður!!
Hrönn Sigurðardóttir, 20.8.2007 kl. 16:23
Ég velti fyrir mér hvort lögblinda sé fínna orð yfir siðblindu. En það gæti alveg eins verið að þegar sjónskerðing sé komin á tiltekið stig sé maður löglega blindur. T.d. eins og 75% örorka er full örorka, sama og 100%. Þannig að þetta gæti verið einhvers konar mælieining m.t.t. réttinda og bóta.
Seinfær hef ég heyrt áður og þýðir það sem Hrönn sagði að vera á eftir.
krossgata, 20.8.2007 kl. 16:33
Ég hef aldrei heyrt orðið lögblinda.
Kristín Katla Árnadóttir, 20.8.2007 kl. 16:52
"Félagsþjónusta" er ótæk í Reykjavík. Réttþenkandi noti "Velferðarsvið Reykjavíkurborgar."
Páll Lúðvík Einarsson (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 16:54
"lögblinda" er búið að vera lengi til, það er notað þegar sjón manna er orðin það skert (en ekki alveg blindir) að þeir geti illa bjargað sér sjálfir og eigi rétt á allri þjónustu hjá blindrafélaginu og örorkubætur. Þekki þetta því mamma mín er búin að vera "lögblind" í 2 ár.
Huld S. Ringsted, 20.8.2007 kl. 16:58
Hefði ekki getað orðað þetta betur en Huld.
Jóna Á. Gísladóttir, 20.8.2007 kl. 17:04
Nú er ég öllu nær. Takk fyrir.
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.8.2007 kl. 17:24
Tek undir með þér að þessi orð virka stundum ankannaleg. Svo er þeim stundum einhvern veginn hent inn í málið og fara að þvælast hingað og þangað í greinum án þess að vera útskýrð í leiðinni, ávísun á alls kyns óþægilegan misskilning.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 20:39
Útlendingaeftirlitið var auðvitað arfavitlaust heiti. En er ekki kominn tími á að henda líka nafninu Útlendingastofnun? Væri ekki snilld að fara að fordæmi Félagsmálastofnunar og láta stofnunina heita Útlendingaþjónustan? Mikið myndi nú slíkt heiti lýsa jákvæðri hugsun
Ragnhildur Sverrisdóttir, 21.8.2007 kl. 10:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.