Færsluflokkur: Spil og leikir
Mánudagur, 11. júní 2007
AÐ HAFA EITT STYKKI TILBOÐ Í EINTÖLU TAKK
Í dag voru opnuð tilboð í flugleiðina milli lands og Eyja hjá Ríkiskaupum. Aðeins FÍ bauð í flugleiðina.
Halló, halló.. eitt tilboð - fleiri tilboð. Er verið að láta sem einhver samkeppni sé möguleg í flugmálum Íslendinga? Nei sennilega ekki. Það væri of gott til að vera satt.
![]() |
Flugfélag Íslands bauð eitt í flug til Eyja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 11. júní 2007
UM AÐ GERA AÐ BÆTA VIÐ SENDIRÁÐUM
Alveg geggjaðir hattar og húfur sem páfinn á. Váááá! Burtséð frá hattatísku Vatíkansins þá hefur Stefán L. Stefánsson, sendiherra, afhent Benedikt XVI páfa í Róm trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart páfagarði.
Af hverju ekki að byggja eða kaupa sendiráð í Vatíkaninu? Við verðum að hafa sendiráð í öllum löndum heims, en eins og allir vita þá er utanríkisþjónustan með atvinnu veislubolta í flottum húsum, víðsvegar um heim (já,já, ég veit að þeir eru í mikilli vinnu og allt það). Á sama tíma og eldri borgarar og margir öryrkjar lepja dauðann úr skel vegna þess að það er svo DÝRT að láta þá lifa mannsæmandi lífi, þá reisum við sendiráð víðsvegar um veröld alla og það eru ekki neinar smá hallir, takk fyrir. Mér finnst þetta fín pólitík. Þrátt fyrir að lifa á upplýsingaöld þar sem öll samskipti eru auðveld og hægt er að komast á örskotsaugnabliki milli landa, hrúgum þá endilega niður sendiráðum sem víðast svo við getum búið til fleiri diplómata. Það eru þó nokkrir hugsjónamenn og konur úr öllum flokkum sem eru til í að FÓRNA sér fyrir málstaðinn. Ó þú hái himnafaðir, ég er svo þakklát fyrir það.
Amen
![]() |
Afhenti páfa trúnaðarbréf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 11. júní 2007
ÞAÐ ER GREINILEGA GÚRKA..
..já gott ef ekki margar gúrkur hjá RÚV þessa dagana. Annan daginn í röð auglýsir Elín Hirst eftir "skemmtilegum" fréttum í lok fréttatímans. Það er af sem áður var. Á einum vinnustað mínum þurftum við að hafa töluvert samband við fjölmiðla og það var oftar en ekki vandamál að ná athygli Sjónvarps. Þeir voru svo rosa busy, gátu bara valið og hafnað. Nú hefur þetta greinilega snúist við tímabundið (vona ég) og svona er það í lífinu. Það er alltaf verið að bíta mann í rassinn.
Mánudagur, 11. júní 2007
SEAN HEFUR RÉTT SLOPPIÐ FYRIR HORN
Skemmtilegt fyrir aumingja Sean Lennon að fá það inn með skeið í gegnum útvarpið að hann hafi rétt sloppið fyrir horn í upphafi leiðar. Yoko Ono sagði frá þessu í viðtali á Stöð 4, útvarpsstöð BBC.
Við vorum nýtekin saman á ný þegar ég varð þunguð. Ég vissi ekki hvort þetta væri rétti tíminn til þess að eignast barn saman þar sem hann vildi kannski ekki eignast barn. Ég vildi ekki þvinga hann í eitthvað sem hann vildi ekki. hann sagði hins vegar að sjálfsögðu eignumst við barnið og var ósáttur við þá hugmynd mína að fara í fóstureyðingu, sagði Ono."
Ég hef alltaf haldið að Yoko hafi verið nokkuð róttækur femmi. Hún hefur vart verið það þarna. Mér finnst þetta söguskýring sem kerlan hefði mátt sleppa en hún er greinilega einn stór tilfinningabolti konan eða þannig.
Hm
![]() |
Lennon kom í veg fyrir að Ono færi í fóstureyðingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 19:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Mánudagur, 11. júní 2007
ÉG FÆ KIKK ÚT ÚR ÞVÍ..
..að borða lífrænt ræktaða tómata á speltbrauðið mitt sem ég fæ mér á daginn, vegna hollustu og sykursýkismataræðis. Finnst ég vera eitthvað svo heilbrigð í lífsháttum þannig.
Mikið ískyggilega langar mig í gamaldags Fransbrauð úr mjólkurbúðinni á Bræðró, með lífrænt "ræktaðri" jarðaberjasultu.
Ég er eitthvað svo klikk í dag. Muhahahahaha
Mánudagur, 11. júní 2007
SÝNUM VANDLÆTINGU Á BORÐI...
..en ekki bara í orði að þessu sinni. Kínversk börn eru látin vinna við að framleiða söluvarning fyrir Ólympíuleikana sem haldnir verða í Kína á næsta ári. Þetta kemur fram í rannsókn á aðstæðum verkafólks í fjórum kínverskum verksmiðum sem framleiða löglega minjagripi tengda leikunum. Börn og unglingar vinna allt að 15 tíma á dag við afar lélegar aðstæður.
"Þessar staðreyndir koma fram í skýrslu sem lögð var fyrir meðlimi Alþjóða Ólympíunefndarinnar þegar þeir komu saman í London í dag. Í skýrslunni kemur fram að eftirlitsmenn hafi fundið um 20 börn allt niður í 12 ára gömul í verksmiðjunni Le Kit Stationery, í Guangdong. Þau unnu sömu vinnu og fullorðið fólk á lúsarlaunum. Einnig hafi um 3.000 verkamenn hjá verksmiðju í Shenzen fengið um 45% af lágmarkslaunum."
Væri ekki lagi að "dissa" Ólímpíuleikana? Íþróttir og markmið þeirra eru algjörlega á skjön við þennan nöturlega raunveruleika. Mér finnst að þjóðum með sómatilfinningu hljóti að finnast þetta ósamræmanlegt hinum sanna íþróttaanda, og barnaþrælkun er eitthvað sem enginn getur sætt sig við. Ég bíð spennt eftir viðbrögðum Íslenskra íþróttafrömuða. Eitthvað hljóta þeir a.m.k. að taka til bragðs.
![]() |
Börn í þrældómi búa til vörur fyrir Ólympíuleikana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 11. júní 2007
HVÍ EKKI HLEKKIR...
...og algjört útgöngubann um nætur? Þingið í Kúveit samþykkti í dag lög sem banna konum að vinna á næturnar, fyrir utan konur sem vinna við heilbrigðisþjónustu, og bannar þeim að vinna við störf sem eru "ósiðsamleg". Bölvaðir kvennakúgararnir og tækifærissinnarnir. Af hverju loka þeir konurnar ekki alveg inni og sjá sjálfir um að halda þjóðfélaginu gangandi? Það getur gert mig brjálaða úr pirringi að lesa svona fréttir og minnir mig á að við íslenskar konur getum verið þakklátar fyrir hversu miklu við höfum fengið áorkað í kvenréttindum en í leiðinni má minna sig á að það er enn töluvert í land.
First we take Manhattan.. then
![]() |
Konum bannað að vinna á næturnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 14:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Mánudagur, 11. júní 2007
MÉR DYTTI ALDREI Í HUG...
..að leggja það á fólk að segja frá því sem mig dreymir. Eitt af því leiðinlegra sem ég lendi í er þegar fólk, í löngu máli, reynir að útskýra fyrir mér drauma. En í nótt dreymdi mig ma:
Skartgripi, hjónaskilnað, pabba með míkrófón, heimili fyrir óvirka alka, fullt af börnum, nýtt hús og búferlaflutninga, ferð á sjó, peninga, bilaða síma og helling af fötum.
En eins og ég hef áður bent á, þá dettur mér ekki í hug að segja frá eða blogga um drauma mína. Þeir eru fyrst og fremst tilfinning.
Hm...
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 13:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 11. júní 2007
BLOGGHEIMAR HAFA ENDURHEIMT...
...ofurbloggarann Klöru litlu (www.klaralitla.blog.is) en hún hvarf á sinn skammlausa hátt sí svona úr bloggheimum í miðju kafi, einhvertímann í mars, okkur bloggvinum hennar til mikillar sorgar. Þar sem ég er þekkt fyrir að henda út bloggvinum reglulega, hafði ég samt látið Klöru sitja sem fastast, þar sem ég vonaði svo innilega að hún kæmi til baka þessi elska. Í síðustu bloggvinatiltekt fékk vinkonan að fjúka og tveimur dögum síðar kemur kerlan til baka. OMG Ég varð nottla að byrja á því að stofna til endurnýjaðrar bloggvináttu við stúlkuna og ég skammaðist mín auðvitað niður í hrúgu fyrir ístöðuleysið í vináttunni. Klara er orðin bloggvinkona mín aftur og sagði við mig reiðilega um leið og hún samþykkti mig, "hev a littl feiþ in jor freends plís" Ég mun gera það í framtíðinni.
Smjúts og velkomin aftur stelpurófa
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 11. júní 2007
ÓVINSÆL SKOÐUN...
..en ég hef hana samt. Ég leyfi mér að halda fram að fólk undir nítján ára aldri (amk) eigi ekki að keyra bíl. Auðvitað bitnar það á öllum varkárum ökumönnum á þessum aldri en þessi fjöldi óábyrgra ökumanna sem stefna sínu lífi og fjölda annara í hættu oft með óafturkallanlegum afleiðingum er ólíðandi.
Lögreglan á Seyðis- og Eskifirði héldu úti sameiginlegu umferðareftlirliti á laugardaginn og þurftu að hafa samskipti af 17 ára ökuþór en bifreið hans mældist á 149 km hraða í Fagradal þar sem hámarkshraði er 90 km. Einnig segir í frétttinni:
"Pilturinn var sviptur ökuleyfi til bráðabirgða en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hefur hann á þeim stutta tíma sem hann hefur haft ökuréttindi verið tekinn tvívegis fyrir of hraðan akstur."
Heyrði mig gott fólk; til bráðabirgða??? Er ekki allt í lagi með mat á aðstæðum hjá lögreglunni? Af hverju er drengurinn ekki sviptur á staðnum og látinn taka prófið upp á nýtt eftir ákveðinn tíma. Ég myndi telja að svona tilraunastarfsemi skilaði engu nema mögulegu slysi á fólki í versta falli.
![]() |
Sautján ára piltur tekinn á 150 km hraða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 07:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.8.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 154
- Frá upphafi: 2988325
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 151
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr