Færsluflokkur: Sjónvarp
Þriðjudagur, 13. janúar 2009
Bleksvört spá í Kastljósi
Eftir að hafa horft á Kastljósið í kvöld veit ég allt um gjaldeyrissamninga (heita þeir það ekki örugglega?).
Málið með mig er að þegar þessi hugtök úr fjármálaheimi eru annars vegar þá er ég minni en hálfviti.
Það þarf meira af svona fræðslu, fólk eins og ég þarf að fá hugtökin klippt út í pappa fyrir sig í hæfilegum skömmtum.
Takk Kastljós.
En ég sé ekki orð á netmiðlunum í kvöld um merkilegt viðtal, gott ef ekki tímamótaviðtal við Guðmund Ólafsson hagfræðing í Kastljósi kvöldsins.
Þykir það ekki til frásagnar þegar hann segir að spá Wades um svarta framtíð Íslandi til handa sé í vægari kantinum? Að ástandið eigi eftir að versna öllu meira en Wade spáir fyrir um og þótti flestum það ansi ljót spá.
Guðmundur segist hafa heyrt því fleygt að ríkissjóður muni seilast í lífeyrissjóðina?
Mér rann að minnsta kosti kallt vatn milli skinns og hörunds.
Wade talaði um skertar lífeyrissjóðsgreiðslur í viðtalinu í gærkvöldi.
Guðmundur var með bleksvarta spá í Kastljósinu þó hann benti vissulega á að það væru góðir hlutir til í lífinu fyrir utan peninga.
Guðlaugur Þór kom af fjöllum í dag varðandi ummælin á borgarafundinum
Ætli ég fari ekki á fjöll á endanum, taki til fótana og feli mig eins og Fjalla-Eyvindur?
Ég tek þetta svo ferlega inn á mig eins og við gerum reyndar meira og minna öll.
Á meðan ég man þá hvatti hann stjórnvöld til að fara að segja satt.
Bjartsýnn maður hann Guðmundur.
![]() |
Tóku ekki stöðu gegn krónunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Þriðjudagur, 13. janúar 2009
Er enginn með snert af eðlilegri siðferðiskennd?
Ég hef setið sem lömuð í allt kvöld.
Enginn smáskammtur sem okkur hefur verið gefinn af upplýsingum á einum og sama deginum.
Fyrst var það heilbrigðisráðherrann, sem sat órólegur undir harðri sókn Sigmars í Kastljósinu. (Upplýsti reyndar ekkert en það fór ekki á milli mála að hann boðar ekkert gott).
Fyrir utan allar tilraunirnar til að blaðra sig frá kjarna málsins þá hjó ég sérstaklega eftir einu.
Er ekki einn einast ráðamaður í þessu landi sem getur játað ábyrgð án þess að hnýta aftan í játninguna einhverjum bölvuðum hroka?
Guðlaugur viðurkenndi að Sjálfstæðisflokkurinn bæri ábyrgð EN ef flokkurinn ætti að bera hana einn þá ætti hann jafnfram allan heiðurinn af því sem vel hefur verið gert.
Þetta getur gert mig óða. Hrokinn og fyrirlitningin á fólkinu í þessu landi er yfirgengilegur í þessu liði sem Íslendingar hafa kosið til forystu.
Alveg: Ég játa að ég kveikti í húsi nágrannans EN ég bauð honum slökkvitæki sem sárabætur!
Svo var komið að Wade í Kastljósinu. Ég trúi Wade og ég tek mark á öllu sem hann segir, enda hefur maðurinn sýnt sig vita nákvæmlega um hvað hann er að tala.
Framtíðarspá hans er ekki björguleg fyrir Ísland, ég tala nú ekki um ef allt heldur áfram að hjakka í sama guðsvolaða farinu.
Ég bíð spennt eftir viðbrögðum heilbrigðisráðherrans yfir orðum Sigurbjargar Sigurgeirsdóttur sem lét hótanir hans sem vind um eyru þjóta og sagði frá einu og öðru í framsöguerindi sínu þrátt fyrir símtalið frá Guðlaugi í dag.
Einhver sagði við mig í októberbyrjun þegar við vinkonurnar vorum að hneykslast yfir öllu því sem komið væri upp á yfirborðið varðandi spillinguna, aðgerðarleysi og fleira eftir bankahrunið, að við skyldum spara kraftana. Ástandið ætti eftir að verða mun verra og ósvinnan rétt að byrja að koma í ljós.
Einhver blessaður hafði rétt fyrir sér.
Hvernig hefur allur þessi loddaraleikur getað átt sér stað og enginn - ekki kjaftur - séð ástæðu til að reyna að stöðva það?
Er enginn í ríkisstjórninni með þá eðlilegu siðferðiskennd að stinga niður fæti og segja nei, ég tek ekki þátt í þessu. Öxlum alvöru ábyrgð? Er ekki einum einasta ráðherra nóg boðið og vill ekki halda skrefi lengra?
Ég reyni að fara að sofa, telja niður. Ég er með bullandi flensu eða eitthvað og það hjálpar ekki til.
Later.
![]() |
Fullur salur í Háskólabíó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 11. janúar 2009
"Kommer ikke til grene"
Frá áramótum hefur kreppan ráðist á sálina í mér af fullum þunga.
Mér hefur fundist að ekkert á þessari jörð geti kallað fram breytingar á spilltu og ónýtu kerfinu sem við búum við.
Enginn tekur ábyrgð, það er sama hvað gerist, almenningi er sent stór og feitur fingurinn af stjórnmálamönnum, ríkisstjórn og þeim stofnunum sem eiga að kallast eftirlitsstofnanir.
Ég var farin að velta því í alvöru fyrir mér að fara til Indlands og setjast að í hugleiðslustöð og eyða lífinu í að stynja OM allar vökustundir alveg þangað til að ég leystist upp í frumeindir mínar.
Það er of sárt að vera til stundum. Mér finnst eins og ég andi að mér rakvélablöðum oft á tíðum, svei mér þá.
En sem betur fer er ég aldrei lengi í einu í vonleysinu. Það er fullt af litlum hlutum sem gleðja mig, eins og fólkið mitt og ég hef örugglega sagt ykkur að ég á besta fólk í heimi.
Svo gerast stórir hlutir af og til sem hreinlega kveikja í mér upp á nýtt. Gera það að verkum að ég eflist um meira en helming og mig langar út að breyta heiminum.
Njörður P. Njarðvík hreyfði við mér í Silfrinu og það svo um munaði.
Ég ber ótakmarkaða virðingu fyrir manninum. Hann er í öflugu hjálparstarfi í Afríku. Einn af þeim mönnum sem lætur verkin tala.
Hann talaði um nýtt lýðveldi. Auðvitað; hugsaði ég, það núverandi er ónýtt, smánað og í öndunarvél og það er borin von um bata með þeim meðulum sem fyrir hendi eru.
Hörður Torfa er líka svona íkveikjukall. Eva aðgerðarsinni og fullt af öðru fólki.
Og allt í einu hlakkaði ég til að fara á borgarafundinn í Háskólabíói annað kvöld.
Ég á hugleiðslusetur til að omma frá mér lífið?
Kommer ikke til grene eins og mætur maður sagði einu sinni.
![]() |
Hörður: Mótmælin rétt að byrja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 16:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Laugardagur, 10. janúar 2009
Hvað segirðu gott?
Tvisvar sinnum í dag hef ég verið spurð að því hvað ég segi gott.
Ég veit ekki með ykkur en mér finnst alltaf að ég þurfi að svara þessu sannleikanum samkvæmt, jafnvel þó ég viti að þetta er bara kurteisiskveðja.
Gæti allt eins verið, varstu að týna skeljar? Eða vaknaðirðu í morgun?
Oftast bít ég í tunguna á mér, brosi hressilega og segi allt fínt en þú?
En í dag þá nennti ég því ekki.
Ég svarði eins og satt var að ég hefði það skítt og væri búin að vera í bullandi tilvistarkreppu frá áramótum nokkurn veginn.
Annar spyrjandi sagði, svona eins og sumir þáttastjórnendur hjá RÚV sem kunna ekki að hlusta, Ji, en æðislegt.
Ég brosti til baka og sagði "sjáumst" en hugsaði "megirðu detta á hausinn þú mannlega frystikista".
Hin manneskjan varð alveg miður sín, spurði hvað væri að og hvort hún gæti aðstoðað mig í þessum þrengingum.
Ég sagði nei takk, ég nenni ekki að tala um hvað er að, af því allt er að, nema það sem er fínt sko, sem er ekki margt en er samt þó nokkuð, en þetta sökkar, mér líður illa. kapíss?
Sko málið er að ég nenni ekkert að vera að blogga um hvernig mér líður upp úr og niður úr.
En stundum er maður að springa.
Og þið sem hittið mig og eruð tímabundin.
Plís ekki spyrja mig hvað ég segi gott.
Því ég segi andskotann ekkert gott og gæti viljað deila því með ykkur í smáatriðum.
Amk. í dag.
Annars fín bara.
Laugardagur, 10. janúar 2009
Laugardagskvöld með Agli Helga
Ég hef of margar skoðanir. Ég veit það og ég vinn að því í pjúra yfirvinnu að fækka þeim.
Sem er lygi, ég sé ekkert að því að hafa skoðanir á öllum sköpuðum hlutum. Það heldur mér vakandi, spriklandi og á lífi.
Varðandi Björn Bjarnason þá hef ég skoðun á honum og mér finnst hann ekki mikill dúlludúskur. Hvað sem því líður þá held ég að það skipti engu þó hann fari - inn á sviðið kemur einhver uppalningur úr íhaldsskólanum, kannski í flottari jakkafötum með flottari framkomu en sömu glötuðu skoðanirnar.
Ég þjáist reyndar af skoðunum mínum þessa dagana og þess vegna langaði mig að henda mér í hlutleysis- og skoðanaleysisvegginn þegar ég sá að djöfulsins Júróvisjón er að byrja aftur.
Júróvisjón er eins og súpa sem hefur verið elduð úr matarleyfum síðasta mánaðar og soðin svo lengi að bragðið er eins og gerjuð borðtuska sem legið hefur í sólbaði í gluggakistu, eftir að hafa verið notuð til að þurrka upp mjólk og smjör af morgunverðarborðinu.
Júróvisjón er hámark hégóma og metnaðarleysis.
Ég hreinlega hata Júróvisjón. Ég er til í að stofna grasrótarsamtök um að koma þessu lágmenningarógeði út úr heiminum.
Ókei ég skal viðurkenna að ég ýki tilfinningar mínar til þessa fyrirbrigðis en í alvöru.
Þetta kostar hafsjó af peningum.
Má ekki nota þá í eitthvað annað?
Eins og þátt um stjórnmál og fleira.
Hvað með "Laugardagskvöld með Agli Helga"?
Nú eða "Kastljósi í sparifötunum"?
Ég er ekki að grínast. Við þurfum núna allar þær upplýsingar um þjóðmál sem völ er á.
Það hefur sýnt sig að það koma í ljós spillingarmál á hverjum degi.
Það er borin von að hægt sé að fylgja þessu eftir nema með lengra Kastljósi og lengra Silfri.
Ég er að tala í alvöru.
Arg..
Ég hata Júróvisjón
![]() |
Fullyrt að Björn hætti eftir landsfund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Föstudagur, 9. janúar 2009
Hver hefur sinn djöful..
Hver hefur sinn djöful að draga.
Íslenska ríkisstjórnin situr uppi með sjálfa sig.
Íslenskir mótmælendur sitja uppi með jólasveininn og friðarhöfðingjann Ástþór Magnússon.
Sem reyndar lætur ófriðlega.
Hver sagði að lífið væri auðvelt?
![]() |
Lá við að fundurinn leystist upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 7. janúar 2009
Dapurt Sigmundur Ernir - Og framsóknarbrölt
Ég veit ekki hvað þessi kreppa hefur gert mér eiginlega, nú fyrir utan hið fjárhagslega tjón sem allir Íslendingar, fæddir og ófæddir sitja uppi með.
Flest mín gömlu viðhorf eru fokin lönd og leið.
Ég er t.d. algjörlega búin að missa trú á íslensku flokkakerfi.
Mér finnst bægslagangurinn í Framsókn hlægilegur. Alltaf sami grautur í sömu skál þar sem megin uppistaðan í grautnum er valdabrölt eiginhagsmunaseggja.
Framsókn er ekkert verri en aðrir svo sem, þeir eru reyndar að þessu núna og þá tekur maður sérstaklega eftir þeim og mikið gengur á, svo margir vilja komast að, hlýtur að vera eftir þó nokkru að slægjast.
Þjóðarheill hvað?
Svo er borgarafundur í Iðnó annað kvöld.
Ég hvet alla til að mæta.
Það á að ræða mótmælaaðferðir.
Jájá, alveg bráðnauðsynlegt eða hvað?
Ég persónulega styð öll mótmæli þar sem ekki er beitt ofbeldi.
Enginn á mótmælahreyfinguna, hún er sjálfsprottin úr grasrótinni.
Þar eiga allir jafnan hlut að máli.
Ég dáist að anarkistum fyrir þeirra framlag og ég hef ekki séð þá beita ofbeldi, þangað til; áfram krakkar.
Í öllum hópum má finna fólk sem ekki hagar sér.
Sjáið t.d. hann Óla Klemm og bróður hans. Þeir voru þeir einu sem voru með ofbeldi af öllum starfsmönnum Seðlabanka og Landsspítala við Borgina. Ha!
En ég er svolítið hrædd um að það eigi að fara að rífast um hvernig á að mótmæla, að ein mótmælaaðferð sé æskilegri en önnur.
Ég vara við því. Það er auðvitað ekki hægt að gera stjórnvöldum meiri greiða en að draga athyglina frá skelfilegu ástandi í þjóðfélaginu með því að láta mótmælendur rífast um aðferðir.
En ég verð að minnast á hann Sigmund Erni sem bloggar einmitt um smekk sinn á mótmælendum.
Hörður Torfa er hetja.
Hinir andlitslausu ekki.
(Ég skil ekki þessi læti yfir því að fólk hylji andlit sitt. Lögreglan hefur viðurkennt að eiga myndir frá öllum mótmælum, þó ekki væri nema þess vegna þá á þetta fullkomlega rétt á sér og svo ég tali nú ekki um að það sé undirstrikað að það eigi ekki að persónugera mótmælin frekar en hrunið).
Svo las SE fréttina í gærkvöldi þar sem talað var við Geir Haarde sem óaði og æjaði yfir lýðnum sem varnaði honum inngöngu í kasúldna Kryddsíldina.
Dapurt Sigmundur Ernir.
![]() |
Hiti á fundi framsóknarmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 09:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þriðjudagur, 6. janúar 2009
Uppblásnar varir og endaþarmshvíttun
Pappírsmiðlar eru að verða óþarfi. Netið er hin nýja leið til að lesa blöðin. Því trúi ég.
Fréttablaðið og Mogginn í pappír eru mér stöðugt kvalræði samviskulega séð. Ég nenni ekki í endurvinnsluna og dembi heilu rjóðrunum í tunnuna. Já ég skammast mín.
Annars þurfa 365 ekki að hafa miklar fjárhagsáhyggjur held ég.
Þeir eru með eindæmum frjóir í hugsun þessa dagana.
Eins og t.d. þátturinn Ísland í dag sem með nýjum stjórnendum eiga örugglega eftir að slá í gegn.
Búið að reka hann addna Sölva sem var alltaf á kafi í stjórnmálaumræðunni, spillingunni og svoleiðis leiðindum.
Nýir tímar hafa verið innleiddir í þáttinn. Mál mánaðarins er auðvitað líkamsrækt.
Allir fara í líkamsrækt í janúar, það veit hvert barn og ALLAR konur eru annað hvort nýkomnar úr fegrunaraðgerð eða á leiðinni í eina svoleiðis.
Þess vegna snertir þetta mál okkur öll. Munu Íslendingar verða heimsmeistarar í endaþarmshvíttun og uppblásnum vörum?
Þetta er mál sem verður að kryfja til mergjar núna á Nýja Íslandi.
Svo kemur febrúar. Hvað er mál þess mánaðar?
Ég veit hvað brennur á mér. Hér koma tillögur á hraðbergi;
23 hægfara aðferðir við rúllupylsugerð.
Hvernig við getum sippað okkur út úr kreppunni og losnað við lærapokana í leiðinni.
Gæludýrahald, getum við fengið dýrafeldinn til að glansa fallega með lítilli fyrirhöfn?
Marínering á roðum,beinum og íslensku handritunum. Beggi og Pacas koma svo.
Ég vil óska "fréttastofu" Stöðvar 2 til hamingju með nýja Ísland í dag.
Núna fyrst eru þeir farnir að höfða til hugsunarinnar.
Takk, takk.
![]() |
Útgáfudögum Fréttablaðsins fækkað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 13:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Mánudagur, 5. janúar 2009
Ekki fleiri fjölmiðlasorgir í bili - takk
Allir á fjóra fætur, enni í gólf og snúið rassinum að Mekka, nú eða Jerúsalem.
Bjarni Ármannsson borgaði 370 milljónir, sem eru sirka bát dropi í hafið af þeim auðæfum sem hann hefur sankað að sér í gróðærinu með réttu eða röngu.
Millunum er slengt á borðið og svo hendir hann með smá sjálfsgagnrýni, segist vera reiður út í sjálfa sig og sér algjörlega hvar þeim strákunum varð á - SVONA EFTIR Á AÐ HYGGJA!
En útrásarvíkingunum var ekki borgað fyrir að vera vitrir eftirá er það?
Plís kæru Íslendingar. Ekki falla í trans í hrifningarvímu yfir nýjasta útspili Bjarna Ármannssonar.
Vitiði að ég var kominn með þennan dreng á arinhilluna (ók, hefði verið það væri ég með arinn), ég féll gjörsamlega fyrir sveitaklippingunni, feimnislega brosinu og bláu augunum.
Þetta var góður maður, hann var kominn til að sýna okkur að markaðurinn væri góður og gerði góða hluti fyrir almannaheill, listalífið, menntunarkerfið (ég keypti þetta reyndar aldrei en hann var samt sannfærandi) og allt.
Minnug alls þessa þá forhertist ég þar sem ég sat og beið Kastljóssins, ég varði mig með töfraþulum og jurtatei og bað Óðinn, Þór og Valgeir frænda um að halda mér á jörðinni.
Ég bað um að ég myndi ekki gleyma skuldunum sem þessir milljarðaræningjar eru búnir að koma íslensku þjóðinni í.
Sko, það er þetta með barnabörnin mín:
Hann Jökul sem er 14 ára, Oliver 3ja, Jenný Una 4ra og Hrafn Óli sem er eins árs eru skuldum vafinn langt fram í tímann. Kannski börnin þeirra líka. Hvað vitum við hvað á eftir að koma upp á yfirborðið?
Ég er ekki sátt.
Ég er ekki tilbúin til að láta Bjarna Ármannsson og hina karlana liggja á milli hluta.
Fyrir hönd barnabarnanna minna er ég andskotann ekki tilbúin að fyrirgefa.
Borgið milljarðana sem þið hafið sankað að ykkur í gróðærinu.
Allir sem einn.
Og þá getum við talað saman.
Svei mér þá hvað Kastljósið er orðið helvíti gott.
Haldið því áfram, ég afber ekki fleiri fjölmiðlasorgir í bili.
Sú mí tú ðe fokking bón.
![]() |
Endurgreiddi 370 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 5. janúar 2009
Sölvi Tryggvason rekinn af Stöð 2 - Hvers vegna?
Sölvi Tryggvason var rekinn af Stöð 2.
Er ég sein að bregðast við? Nei aldeilis ekki bara svo brjálað að gera á spillingarlandinu að bloggefnin eru óþrjótandi.
Ég er búin að fylgjast með Sölva og sjá hann vaxa og dafna og verða að góðum fjölmiðlamanni.
Hann stökk úr "Séðogheyrtvæðingunni" sem var orðin allsráðandi á Íslandi í dag og var orðinn ansi snarpur og góður strákurinn.
(Ég hef ekkert á móti "Séð og heyrt" tímaritinu - á meðan það er tímarit sko).
Sölvi hafði þann eiginleika sem er að verða fáséður í íslenskum fjölmiðlum - ég trúði honum.
Hvers vegna var hann rekinn Ari Snari?
Það eru nokkrir góðir eftir sem betur fer en á öðrum fjölmiðlum.
Vonandi verða þeir ekki látnir fjúka.
Ég hef ekkert á móti nýjum stjórnendum Íslands í dag en..
og það er stórt en...
af hverju er góðum fréttamanni sem gengur eftir svörum hent út?
Er verið að "Séðogheyrtvæða" alveg upp á nýtt?
Ken og Barbí mætt til að slétta út gárað yfirborð.
Og ég sem elska gárur.
Ég ætla að fylgjast vel með.
Og RÚV; á ekki að nappa þessum frábæra og efnilega strák?
Ég bíð í ofvæni.
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2987751
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr