Færsluflokkur: Íþróttir
Miðvikudagur, 2. maí 2007
HÉR HEFST SKRÁNING Á....
..reiðhjólasögu Jenny Unu Errriksdóttur. En í dag ætla amma og Einarrrr að fara í Markið og versla hjólið sem þið sjáið hér fyrir neðan. Jenny veit að við ætlum að ná í hana og mömmu eftir skóla og kaupa fyrsta alvöru farartækið hennar. Hjólið fær hún ma vegna þess að hún er "umsyggjusöm", "skiptist alltaf á", "er alltaf glöð","elskar jákarla, gívaffa og kókófíla" og svo þarf barnið að geta farið með sjálfa sig á milli staða. Hreyfisaga Jenny á fótknúnum farartækjum er skráð hér á blogginu í fyrsta sinn. Áður en amma hennar hefur snúið sér við mun Jennslubarnið halda á ökuskírteini. OMG!
Amma-Brynja fer til London í afmælið hans Olivers 12. maí og með sér mun hún hafa pening frá Ömmunni og Einarrri til að kaupa hjól handa 2. ára strák sem fer alltaf hratt yfir, líka á tveimur jafnfljótum.
Lovjú
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 12:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Mánudagur, 23. apríl 2007
MATARSTULDUR FYRIR 5089 KRÓNUR
Það kallast varla þungur fangelsisdómur að fá þriggja mánaða fangelsi fyrir endurtekin búðarhnupl en Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi karlmann fyrir að hafa í febrúar s.l. stolið matvöru að andvirði 5089 króna úr verslun Hagkaupa í Kringlunni.
Og þó.. miðað við fangelsisdómana sem barnaníðingar og nauðgarar eru að fá þá er í þessu hreint æpandi ósamræmi. Ég er ekki að mæla búðarstuldum bót, svo langt frá því en misræmið í dómum eftir alvarleika brota er með ólíkindum.
Þriggja mánaða fangelsi fyrir búðarhnupl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Laugardagur, 21. apríl 2007
FLEIRI TJALDÓÐIR EN ÉG
Ég á mér greinilega andlega bræður í tjaldheiminum. Lögreglan var kölluð í austurborgina í gærmorgun og þar var útlendingur búinn að tjalda á einkalóð (krútt!) og var að snæða morgunmat þegar löggan kom og tilkynnti honum að hann mætti ekki vera þarna. Löggudúllurnar leyfðu ferðamanninum að klára matinn áður en hann pillaði sig. Tjaldstæði eru yfirleitt ekki opnuð fyrr en um miðjan maí (halló það er formlega komið sumar) og nú er ekki vitað hvar maðurinn hefur holað sér niður. Ég skil þennan ferðalang all svakalega vel. Sbr. færslu hér að neðan.
Adjö!
Tjaldað í austurborginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 17. apríl 2007
FRÁ ÖÐRUM SJÓNARHÓL
Arabíska sjónvarpsstöðin Al-Jazeera hefur sent út á ensku nú í hálft ár og náð miklu áhorfi í Evrópu, hluta Asíu, Ástralíu og jafnvel í Ísrael. Það er þó merkilegt að Bandaríkjamenn segja ekki markað fyrir sjónvarpsstöðina þar en forráðamenn stöðvarinnar segja að ástæðan sé af pólitískum orsökum. Það er gott að það bætist í fjölmiðlaflóruna. Það er ekki verra að geta séð hlutina frá fleiri en einum sjónarhól. Flott framtak hjá Al-Jazeera.
Mikið áhorf á Al-Jazeera í Evrópu og Asíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 17:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 16. apríl 2007
SUNNUDAGSHEIMSÓKN
Ég fékk tvær kunningjakonur mínar í snögga kaffiheimsókn í kvöld. Við ræddum ma kosningarnar, þe aðallega tvær okkar. Hin hélt því fram sem oftar að hún væri ópólitísk. Það er bláköld trúa mín að það sé ekki hægt að vera ópólitískur, hins vegar sé þessi röksemdafærsla notuð þegar fólk vill ekki og nennir ekki að taka afstöðu. Þessi ópólitíska kunningjakona mín er hins vegar með skoðanir og heilmikið attitjúd í sambandi við þær. Hún setur þær fram af ákveðni, með þóttasvip á milli samanbitinna tanna. Hún er algjör andstæðingur feminisma, viðurkennir ekki tilvist glerþaksins og vill meina að konur komist áfram á eigin verðleikum ef þær bara nenni því sem sé nú ekki algengt. Á hennar heimili hefur ríkt þjóðarsorg síðan setuliðið hvarf héðan. Þau geta ekki á heilum sér tekið hún og eignmaðurinn. Nú getur hvaða kommúnistaríki sem er hertekið landið! Hún er sem sagt alls ekki pólitísk og hún er EKKI uppfærð í heimsmálunum á 15. mín. fresti (). Þessa kunningjakonu mína hef ég ekki séð í nokkuð mörg ár. Hún kom vegna þess að hin vinkonan sem býr í Hollandi var í heimsókn og leiðir okkar þriggja lágu saman fyrir nokkuð mörgum árum vegna vinnu. Sú frá Hollandi er mikil baráttukona. Hún veit hvað hún vill og það sem meira er um vert: Hvað hún vill alls ekki. Þær fóru að rífast meðan ég bætti á könnuna og voru bálillar á svip þegar ég (blásaklaus) birtis með skarpheitt kaffið handa þeim.
Nú ég ætla ekki að tíunda það sem fram fór okkar á milli enda yrði mér þá hugsuð þegjandi þörfin. Er nú þegar í ónáð hjá annari þeirra. En ég verð að segja ykkur frá því að sú ópólitíska ætlar að kjósa Sjálfstæðisflokkinn (eins og svo margir "ópólitískir"gera) og ég spurði hana illkvittnislega hvort hún myndi listabókstafinn þeirra. Það var nefnilega sollis þegar við unnum saman þá hitti ég hana á kjörstað með eiginmanninum. Þó fóru inn í sitthvorn kjörklefann og um leið og hún var horfin á bak við tjöldin gall í henni "Magnús hvort átti ég að setja X við D eða G?". Frk. ópólitísk.is varð ekki par glöð yfir þessari upprifjun minni, hafði skilið húmorinn eftir heima (eða hafði aldrei átt hann til) og rauk á dyr. Eftir sátum við Holland og hlógum okkur máttlausar. Þarna varð ég einni "vinkonu" fátækari og var rétt í þessu að þakka almættinu fyrir þá miklu gjöf.
Ég hef sankað að mér allskonar fólki í gegnum árin. Þeir minna aðlaðandi hafa hrunið úr umgengi mínu eins og flugur, án þess að til einhverra uppgjöra kæmi. Ein og ein skítabomba í fortíðardraugaformi fellur þó af og til að mér ásjáandi. Annars er ég aöl svakalega heppin með vinkonur og óvini mína myndi ég ekki þekkja á götu þó líf mitt lægi við.
Ég reikna með að ég hefði getað þagað, verið kurteis og ljúf og að fleira en kaffið hefði þá runnið ljúflega niður en eftir að mér rann þá nenni ég ekki lengur að "búllsjitta". Það tekur tíma, það er leiðinlegt og maður verður afskaplega ósáttur við sjálfa sig.
Síjúgæs
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 01:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fimmtudagur, 12. apríl 2007
VÍGVÖLLUR Í ÞVOTTAHÚSINU
Úff ég er búin á því. Langar að fara að heiman einhvert þar sem ég get ekki átt á hættu að mæta könguló sem starir á mig hatursaugum. Muhahahaha! Ég var í þvottahúsinu áðan, sem er ekki í frásögur færandi undir venjulegum kringumstæðum. Þarna hugsa ég mikið þegar ég er að sýsla, finnst gott að vera þar í rólegheitunum með sjálfri mér og finnst EKKI leiðinlegt að brjóta saman þvott. Algjör hugarleikfimi í gangi og góður fílingur. Nú, þar sem ég stend þarna í kjallaranum (allir gluggar lokaðir) geng ég fram á hlussu könguló sem var bæði stór og loðin. Hún stóð þarna og glápti á mig með fyrirlitningu. Ég byrjaði á að hoppa inn í þvottavélina (mynd tekin af hjálparmanni á neðri hæðinni) en eftir að hafa dúsað þar í dálítinn tíma vissi ég að þar gat ég ekki hangið símalaus von úr viti. Ef ég þekki fólkið mitt rétt hefði verið auglýst eftir mér á mánudag eða þriðjudag í fyrsta lagi.
Þar sem ég er að fikra mig út úr þvottavélinni og stari á kvikindið til að vera viss um að ég nái að stökkva ef hún ákveði að ráðast á mig (og þarna er blóðþrýstingurinn kominn upp úr öllu valdi, hjartað í hálsi og ég að niðurlotum komin vegna skelfingar og áfalls) kemur vinur minn af neðri hæðinni gangandi í rólegheitunum.
Hann: Er ekki allt í lagi góða?
Ég: Neiiiiiii sérðu kvikindið á gólfinu maður. Lófastór könguló!
Hann: Nei hvaða vitleysa þetta er örlítið kvikindi og gerir engum mein, hvernig getur þú verið hrædd við svona smádýr þú ert sko miklu stærri en hún og sterkari ef út í það er farið. (Hann hnussar fyrirlitlega).
Ég: (hugsa með ískaldri reiði til karlynsins sem alltaf heldur að stærð og styrkur skipti máli). Hún getur verið eitruð og svo er hún ógeðsleg og það er verst. Hún étur örugglega fugla. Dreptana fyrir mig, gerðu það.
Hann: Allt í einu orðinn verndari köngulóarbyggðar í kjallaranum. Nei ég drep ekki köngulær það veit á hamfarir.
Ég: (hamfarirnar eru nú þegar algjörlega borðliggjandi í mínu tilfelli) HENTU HENNI ÞÁ ÚT GERÐU EITTHVAÐ MAÐUR (nú er ég farin að öskra).
Hann: Bíddu hérna góða ég ætla að ná mér í græjur.
Hann labbar rólega, mjög rólega af stað og ég hendist inn í þvottavélina til öryggis á meðan. Eftir þrjá klukkutíma (ca) kemur hann aftur í hægðum sínum með fægiskóflu og pappír og beygir sig niður að kvikindinu sem ekki hefur hreyft sig úr stað allan tímann.
Hann: Þetta er ekki könguló!
Ég: (ekki í stuði fyrir skordýrafyrirlestur) Mér er nákvæmlega sama hvað kvikindið heitir. Taktu það bara. (ég er farin að gráta af ógeði og hræðslu).
Hann: Þetta er nú bara rykló úr þurrkaranum, meiriekkisens móðursýkin í þér kona.
Ég laut höfði þar sem ég sat í vélinni. Ennþá hrædd (er líka hrædd við svona rykrottur). Smeygði mér út og stökk inn hjá mér. Er enn í sjokki. Þetta hefði getað verið könguló og hún hefði getað drepið mig eða farið í eyrað á mér. Þá sæti ég ekki hér. Ég væri á geðdeildinni. Ég er ekki enn laus við þá tilfinningu að könguló þessi eigi eftir að koma aftanað mér og hefna sín. Karlinn hefur verið að ljúga þessu með rykrottuna. OMG
Þriðjudagur, 10. apríl 2007
OG ÉG VISSI ÞAÐ..
..að megrúnarkúrar duga skammt og illa fyrir þorra manna. Nú hefur verið sýnt fram á þetta með nýrri rannsókn. Það mun sem sé ólíklegt að megrun leiði til langtíma þyngdartaps hjá fólki og að megrunarkúrar geti beinlínis verið heilsuspillandi.
Ég sem er með meirapróf á megrunarkúra sem ég ástundaði grimmt í fjölda ára samfara átröskun, veit að flestir þessara kúra eru allir undir sömu sökina seldir. Um leið og þeim er hætt þá kemur fyrrverandi kílóafjöldi nú ákveðnari en nokkru sinni um að vera komnir til langdvalar. Ekki það að ég hafi verið svona feit (er einhver að segja að ég hafi verið feit?) heldur "fannst" mér ég vera það.
Núna er ég grönn og fín og ég þakka það edrúmennskunni og breyttu mataræði vegna sykursýkinnar sem ég skarta nú með (nenni ekki að fara út í fílafitusöguna enn einu sinni) og það er komið til að vera. Nú er stærsti parturinn á disknum grænmeti, svo kjöt eða fiskur. Einfalt og gott. Gerir kraftaverk fyrir heilsuna
Ég á DÁSAMLEGA vinkonu sem bloggar á moggabloggi og heitir DÚA og hún skrifar þessa dagana um sig eins og það þurfi talíu (heitir það ekki talía þetta þarna sem lyftir vörum, gámum og sollis?) til að koma henni á milli staða. Kræst. Hvað um það hún gerir megrunina sína ævintýri líkasta en hún þarf að ná af sér nokkrum kílóum. Hún er að breyta mataræðinu og úðar í sig fæðubótarefnum (ætla sko ekki að auglýsa Herbalive) og hagar sér eins og sannur atvinnumaður í greininni þrátt fyrir að hún hafi alltaf verið í laginu eins og eldspýta.
Så var det med den saken mina vänner.
Einhver æstur í hamborgara?
Megrunarkúrar þjóna litlum tilgangi fyrir meirihluta fólks að sögn vísindamanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 14:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Þriðjudagur, 10. apríl 2007
HVUNNDAGUR GJÖRSVOVEL
Nú tekur hversdagsleikinn við á morgun. Mikið skelfing er ég fegin. Þetta gerist á hverju ári fyrir jól og páska. Konu hlakkar alveg svakalega til. Tvisvar verður sá feginn er á steininn sest. Ég er nefnilega alltaf jafn glöð þegar hátíðunum lýkur og allt verður eins og það á að vera. Enda eins gott því sem betur fer tekur eitt við af öðru.
Á morgun ætla ég að skoða í uppskriftabókina og leita að hollu fæði fyrir mig og mína. Er með vægt ógeð á steikum og fíneríi. Aðalsmerki þessarar viku verður pottur ekki panna. Soðið í öll mál. Hm. Ég ætla líka að fara til læknis á morgun, vinna verkefni sem mér var falið fyrir páska, þýðingarvinnu, sem ég geymi fram yfir hádegi. Aöl. er morgundagurinn ókannað ævintýri.
Ég er búin að liggja í bókum yfir páskana. Þegar nýju lesefni sleppti réðst ég á áðurlesnar bækur og er komin með hámarks höfuðverk. Hvað er í gangi hjá ríkissjónvarpinu? Þarf að finna til hundleiðinlegt efni í hvert sinn sem helgidagar ganga í garð? Fyrir utan stjórnmálaumræðuna í kvöld og myndina um Che Guevara, þá hef ég ekki fundið neitt nema Gasolinþáttinn í gærkvöldi. Kannski er það nóg. Þrjú prógrömm frá miðvikudagskvöldi fram á mánudag. Hm. sennilega. Ég bakka með þetta.
Ég þarf að fara að læra dans, klífa fjöll, veiða lax og sauma út ef ég á að eiga eitthvað líf!! Þ.e. eins og sumir hér í bloggheimum sem eru alltaf að gera eitthvað ýkt spennandi og blogga um það. En svo má taka sér skáldaleyfi og ljúga eins og sprúttsali upp á sig svaðilförum og lífreynslusögum. Ég geri það á morgun. Það verður ekki við hæfi fólks undir 25 ára aldri.
Síjúgæs
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 00:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 9. apríl 2007
VIÐ OG ÞAU..
Var að hlusta á umræðuna í sjónkanum þar sem foringjar stjórnmálaflokkanna spjölluðu. Ansi lítið nýtt kom í ljós og staða flokkanna varðandi innflytjendamál er nokkurn veginn á hreinu. Enginn flokkana, lítur á innflytjendur sem vandamál, utan frjálslyndir, og sjá það sem jákvæðan hlut að hér séu innflytjendur og allir virðast þeir leggja sama skilning í "vandamálaauglýsingu" Frjálslynda flokksins. Ég ætla ekki að fullyrða að frjálslyndir séu útlendingahatarar, langt frá því, en skilningur fólks á auglýsingunni títtnefndu hinni svokölluðu vandamálaviðvörun virðist vera sá hinn sami hjá þeim sem ég tala við þe. að þarna sé nálgunin á málefninu röng, ali á fordómum og ótta. Mér finnst þessi neikvæða aðferðarfræði þeirra höfða til fremur lágra hvata fólks. Ef ekki liggur neitt óeðlilegt að baki þessa málflutnings Frjálslynda flokksins er þeim í lófa lagið að breyta nálgun sinni á málefnið. Getur verið að þetta sé populismi? Léleg leið til að ná sér í atkvæði? Mér er spurn.
Mér finnast það forréttindi að búa í fjölþjóðasamfélagi. Það getur bara verið gott að fá hingað nýja strauma frá öðrum menningarsvæðum og það gerir þjóðfélagið mun litríkara og skemmtilegra. Við sem búum hér og störfum höfum getað breikkað sjóndeildarhringinn með því að fara til annara landa til náms og starfa. Því skyldum við ekki gjalda líku líkt?
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 21:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 9. apríl 2007
OG AF ALLT OF STÓRUM HÖRMUM..
Þegar ég var að skrifa fyrra innleggið um þá undarlegu staðreynd að ég skyldi ekki spyrja um ákveðna hluti þegar ég var lítil, þrátt fyrir að vera yfirmáta forvitin, mundi ég eftir enn einu furðuverkinu úr útvarpinu. En það voru "dánarfregnir og jarðarfarir". Kannist þið við eftirfarandi:
Sonur okkar, bróðir, faðir og afi lést á heimili sínu.. osfrv.? Í nokkuð mörg ár hélt ég að út um víðan völl hríðféllu heilu fjölskyldurnar í einu í valinn. Auðvitað las ég um Móðuharðindin og Svarta dauða í skólanum þar sem fólk féll í umvörpum. Ég heimfærði þessi fjöldaandlát upp á svoleiðis óáran. Ég spurði aldrei, skildi þetta svona en fannst þetta ískyggilega algengt og sjálf þekkti ég sem betur fer ekki til neinnar fjöslkyldu sem hafði þessa stóru harma að bera. Bjóst við, held ég, að þetta væri að gerast úti á landi, en það var óskilgreindur staður í huga borgarbarnsins jafn lang í burtu og Kína sjálft.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 11:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr