Færsluflokkur: Lífstíll
Mánudagur, 14. apríl 2008
"Samfylkingin con art unlimited"
Þegar ég kaus, 12. maí í fyrra, var ég auðvitað með það alveg á hreinu hvað ég myndi kjósa.
Ég fór meira að segja og kaus utan kjörfundar vegna þess að ég var svo hrædd um að ég myndi kannski fótbrotna eða verða fyrir loftsteini á kjördag og gæti þar með ekki kosið VG. Ég tek nefnilega ekki sénsa. Það eru sko líkur á öllu sem getur gerst. Að vísu eru líkurnar á að loftsteinn detti í höfuðið á mér ekki nema svona einn á móti milljónskrilljón, en líkurnar eru þarna. Ég tek ekki sénsa þegar ég fæ tækifæri til að praktisera lýðræðið.
Atkvæðið mitt er mér svo fjári mikilvægt.
Þrátt fyrir að ég væri með það á hreinu hvað ég myndi kjósa, var ég búin að fylgjast vel með Samfylkingunni. því þar er fólk sem ég hef kosið í öðru samhengi. Eins og til dæmis Solla, sem er að mínu mati flottasti borgarstjóri þessarar borgar, frá upphafi. Jóhönnu hef ég kosið og fleiri og fleiri. En ég sem sagt kaus VG. Ég sé ekki eftir því.
En þessa dagana er mér hugsað til allra þeirra sem féllu fyrir "Fagra Ísland" fyrirkomulaginu hjá Samfó, fyrir afvopnunartali þeirra og öllu hinu sem þeir ætluðu að breyta til betri vegar en hafa ekki gert.
(Jóhanna Sigurðardóttir á þó enn alla mína aðdáun.)
Ég held að margir þeirra sem kusu Samfó vegna ofangreindra mála, óski sér þess heitt og innilega að þeir hefðu gert eins og ítalski karlmaðurinn sem sagt er frá í fréttinni.
Hann át kjörseðilinn sinn í staðinn fyrir að setja hann í kjörkassann.
Hí á ykkur, nananabúbú
Súmí.
![]() |
Borðaði kjörseðilinn í stað þess að kjósa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 13. apríl 2008
Lítill drengur sem var
Sumir dagar eru á röngunni. Ég vakna og það malar eitthvað í magagrópinni eins og villidýr sem er við það að losa svefninn og ætlar svo á mig, éta mig upp til agna.
Svona líður mér stundum og ekki misskilja mig, ég á ekkert bágt, ég held að þetta sé normal ástand hjá öllum sem hafa lífsreynslu að baki í einhverju formi.
Samt verð ég alltaf svo hissa. Ég er nefnilega búin að vera fórnarlamb, búhú-kona og tárafrömuður og ég hef fyrir nokkuð löngu síðan kastað öllum þessum hækjum og afsökunum fyrir að hreyfa ekki á mér minn eðla afturenda, út í hafsjó.
Þess vegna finnst mér ekki að mér eigi að líða illa, eða undarlega og vera döpur. Það er allt með besta móti í kringum mig og ég er kona með forréttindi þeirra sem hafa sloppið fyrir horn.
Nú hef ég hins vegar ákveðið að veita mér þau sjálfsögðu forréttindi að vera döpur. Þó ég hafi ekki grænan grun um hvers vegna ég er það einmitt í dag. Og þó, kannski veit ég það, fortíðin kemur stundum upp að manni, óforvarandis, og það getur verið svo andskoti sárt.
Mig dreymdi lítinn dreng sem heitir Aron Örn og var annað barnabarnið mitt sem fæddist. Hann lifði í 3 mánuði. Okkur sem hlut áttum að máli hefur lærst að lifa með missinum og ég hélt satt best að segja að með sáttinni væru draumarnir hættir að koma.
Þessi draumur var svo sterkur og raunverulegur að ég varð miður mín yfir að vakna.
En svona er lífið. Það er ekki alltaf upp á bókina.
En ég tóri. Ég verð orðin glöð á morgun, jafnvel eftir klukkutíma.
Þannig er nú það. Ég á svo margt að lifa fyrir.
Og nú er ég hætt, áður en þessi færsla fer í vaskinn.
Stundum er ágætt að deila með sér reynslu.
Sunnudagur, 13. apríl 2008
..og ég missti kúlið
Ég er svona happígólökkí kona, sem rúlla mér í gegnum lífið, yfirleitt í ágætis skapi. Ég pirra mig þó stundum yfir smámunum, en það kryddar bara tilveruna. Það er nefnilega nauðsynlegt að urlast upp öðru hverju.
En hvað veðrið áhrærir þá hef ég tekið skynsamlega afstöðu, þvert á þjóðarsálina. Mér finnst veður leiðinlegt umræðuefni og ég gef dauðann og djöfulinn í að velta mér upp úr því. Það er nefnilega ekki til neitt vonlausara á þessu landi þar sem veðrið er eitt stöðugt sýnishorn, að vera mikið með það á heilanum. Sem umræðuefni er veður glatað, því það leiðir ekki til neinnar niðurstöðu. Veður er bara, án tillits til skoðana og tilfinninga fórnarlambana.
En í morgun missti ég kúlið alveg gjörsamlega. Hér er allt hvítt. Og í gær hafði ég verið að draga fram sumarfílinginn og ég sá fyrir mér kjarr, fann næstum sólina verma hörundið og lyktin af blóðbergi hafði tekið yfir skynfærin. Það er gott að geta látið sig dreyma.
Hálka og éljagangur, hálkublettir, ófærðir og allur sá pakki, á andskotinn hafi það ,ekki að vera hér samkvæmt almanaki. A.m.k. mínu almanaki. Burt með þetta hvíta duft með allar sínar aukaverkanir. Ég vil fara í tjald og það í dag. Ok,ok,ok, ekki tjald kannski en ég vil sjá jörðina, skollin hafi það.
Það eru ákveðin takmörk á mínum teygjanlega þolþröskuldi, innblásnum af æðruleysi. Ég er búin að fá nóg. Snjór, snjór, burt með þig.
Global warming hvað?
Cry me a river.
![]() |
Hálka og éljagangur á Hellisheiði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 09:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Laugardagur, 12. apríl 2008
Eins og í ævintýri
Enn einn sumardagurinn fyrsti er að renna upp.
Vorið kemur á þriðjudaginn segir Mogginn.
Ég held að þetta "vor" sem er á almanakinu sé óskhyggja en ekki raunveruleiki.
Ég man eftir sjálfri mér í skrúðgöngu á sumardaginn fyrsta, í sportsokkum og kjól og mér var svo kalt að minningin síast enn inn í hryggsúluna og ég skelf úr kulda.
Einhvers staðar verður vorið formlega að hefjast, ég veit það, en þetta er samt absúrd dæmi. Nú eru enn snjóleifar hér við húsið á átakasvæðinu, það er urrandi kalt við opinn gluggann og með besta vilja finn ég ekki vor í lofti. En að fenginn reynslu þá leyfi ég mér að fagna vorinu því ég veit að allt í einu er það mætt. Vips.. eins og í ævintýri.
Þess vegna er ég farin að taka svalirnar í gegn. Ég þarf að komast að grillinu auðvitað, fyrir dóti.
Annars er þetta með grillið efni í aðra færslu.
Sko hvernig ég skipti um skoðun með útigrill, frá því að elska grillaðan mat og yfir í að finnast allur matur af grilli alveg eins á bragðið.
Vorverkin bíða.
Lofjúgúddpípúl.
Úje
![]() |
Vorið kemur á þriðjudag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 12. apríl 2008
Andskotans friðarspillir
Í gærkvöldi horfði ég á öfluga heimildarmynd um dópsölu, smygl og allan pakkann, sem heitir "The Cocane Cowboys". Mögnuð. Dóp er viðbjóður og þeir líka sem eru að hagnast á því. Afgreitt og tékk. Mæli með að þið takið hana á næstu leigu.
Og svo fór ég að sofa í höfuðið á mér. Og síminn hringir um miðja nótt. Ég rauk í símann, dauðhrædd auðvitað, um að eitthvað hefði komið fyrir sem varðar mína nánustu.
Rödd í síma; Máétalavigslrðk! Röddin var karlmanns, hann talaði í boðhætti og hann heimtaði skýr svör. Ekki að hann væri í skýrleikadeildinni sjálfur, blessaður. Ef friðarspillirinn hefur ekki verið búinn að innbyrgða meðal mánaðarskammt bjórframleiðslu á landinu, þá heiti ég Geir Ólafsson. Ég lagði á, skildi ekki manninn. Hann hringdi fjórum sinnum með sama erindið, og ég engu nær.
Og nú skilur engin neitt í því að ég skuli ekki bara hafa rifið símasnúruna út úr innstungu með rótum. En ég á erfitt með það. Ég er alltaf hrædd um að það náist ekki í mig ef eitthvað kemur fyrir. Þetta eitthvað, verður ekki sett í orð, en það má segja að ég sé fyrirfram aðvöruð og til eilífðarnóns hrædd um símtöl sem koma óvænt og innihalda váleg tíðindi svo ekki sé nú meira sagt.
Húsbandið spurði mig svo að því í morgun hvort ég teldi það ekki smá óheilbrigt að ganga út frá því að það versta mögulega geti gerst og ég verð að játa að mér brá við.Og ég fór að hugsa (það má á laugardögum). Hvað er að mér? Af hverju sé ég ekki þennan einfalda hlut? Það er ekki hægt að lifa lífinu með það í huga að eitthvað skelfilegt sé um það bil að henda, ef ég slaka á. Ég hristi mig ærlega til. Svona vil ég ekki vera. En það tekur stundum langan tíma fyrir fólk (lesist mig) að sleppa skelfingunni.
Nú hefur kærleiksheimilið tekið ákvörðun. Héðan í frá verður slökkt á síma á nóttunni um helgar. Svefninn er dýrmætur og ég nenni ekki að eiga orðastað við einhvern sem er svo víraður af neyslu einhverskonar hugbreytandi efna, að hann slær inn vitlaust símanúmer, hvað eftir annað.
Auðvitað gerast bara góðir hlutir. Ég lít svo að ég sé búin með minn vonda skammt. Arg. Nú fæ ég angist. Sjö - níu - þrettán.
Nú verður liff í lífinu.
Yfir og út.
Endurhæfingarnefndin
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 09:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Föstudagur, 11. apríl 2008
Geir og Kristján - fara að skúra!
Ég hef stundum bloggað um rannsóknir sem mér hafa fundist arfavitlausar, bara svona í bríaríi og þá hef ég látið eins og fífl. Það er staðreynd að alls konar vitleysa er rannsökuð, sjálfsagt nauðsynlegt að vita alla skapaða hluti, en vitneskjan um hvort rangeygðir sofa betur, örvhentir eru hamingjusamari í vinnunni og konur með breiðar mjaðmir eyðslusamari en brjóstalausar kynsystur þeirra, er eitthvað svo geðveikislega fáránlegt. En svona vitlausar, eða nærri því, eru sumar rannsóknirnar sem gerðar eru og koma svo í fjölmiðlum.
20 mínútur af hreyfingu á viku léttir fólki sem er þjakað af þunglyndi og depurð, lífið.
Þaað segir sig eiginlega sjálft að öll hreyfing er til hins betra. Ergó, enn einn kommon sensinn kominn á spjöld sögunnar sem rannsókn. Reyndar er þessi hreyfing við heimilisverkin.
Þurfa allir hlutir að vera meitlaðir í stein? Já, já, ég veit, það þarf að rannsaka, pannsaka.
En mér var að detta í hug hvort samgönguráðherra ætti ekki að fara að þvo upp og skúra á fullu og jafnvel Geir og nokkrir til viðbótar, sem ég kæri mig ekki um að nefna með nafni að ótta við að mér verði súað.
Pabbi minn á annars afmæli í dag. Hann er flottastur og orðinn 79 ára. Það sést ekki á honum, hár, grannur og flottur, eins og hann hefur alltaf verið, hann Baldur Guðmundsson. Knús á hann þessa dúllu.
Yfir og út frá Jenný Önnu, sem er alltaf glöð, alltaf góð og alltaf af skiptast á
![]() |
Heimilisstörfin bæta geðheilsuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Fimmtudagur, 10. apríl 2008
Flækjufætur
Hm.. að tala um fólk sem eru sannkallaðir flækjufætur? Ætla til Mónakó en fóru til München. Á ég að trúa því að þessi tvö nöfn séu eins á ítölsku? Nú fyrst Mogginn segir það, þá hlýtur það að vera svo.
Ég man líka eftir því fyrir löngu í denn, þegar ég vann í Eymundsson, að inn stormaði kona og vildi kaupa hnattlíkan. Hún vildi hnattlíkan á "íslensku" þ.e. það mátti ekki standa Munchen, Copenhagen eða Stockholm. Hún gerði heljarinnar mál úr þessu, konan, og rauk út í fússi. Kommon þetta var sjötíuogeitthvað, give me a break. Ekki eins og það hafi allt verið löðrandi í úrvali. Konan hefur kannski verið hrædd um að villast. (Sé hana í anda með hnöttinn í flugvélinni).
En svo er hægt að fara til annarrar borgar en maður ætlaði í fyrstu. Það er t.d. hægt að enda í Köben þó að viðkomandi sé alveg með það á tæru að hann sé að fara ofan í bæ á 17. júní til að djamma, og það sé ekkert ferðasnið á viðkomandi út fyrir landssteinana. Gvöð ég þekki svo skemmtilegt fólk en nefni engin nöfn (ekki ég svo það sé á hreinu). Sá sami viðkomandi vaknaði líka á JFK í New York bara, eftir eitthvað hollígong (viðkomandi ungur og ör) og til að láta ekki klína upp á sig áfengisvanda hringdi þessi títtnefndi viðkomandi í frænku sína, fór í heimsókn og var þar í mánuð. Smá svona breyting á plönum. En þetta gerðist allt fyrir ógeðslega löngu síðan. Og viðkomandinn alveg bláedrú og ábyrgur í líferni. Eins gott.
Það hlýtur að vera smá bömmer að fara annað en maður ætlar? Eða hvað? Samkvæmt viðkomandi sem stundaði svoleiðis ferðalög, þá munu þau hafa verið smá súr, en samt soldið skemmtileg.
Úje, farin til Kína!
Cry me að river! Ég hefði getað verið illa gift, en er það ekki.
Og ekkert helvítis knús hér.
![]() |
Ætluðu til Mónakó en fóru til München |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 10. apríl 2008
Reðurtákn Smárans
Það er auðvitað guðs mildi að ekki fór ver í turnbrunanum í gærkvöldi. Sjúkkkkitt.
En..
ég skil ekki af hverju Íslendingar byggja þessar reðurbyggingar beint til himins. Það er ekki eins og við séum í vandræði með landrými, meiriparturinn af þessu landi er óbyggður.
Já ég veit, það á að troða öllu á einn og sama blettinn. Ég veit fátt ljótara en þessi háhýsi sem standa eins og Gúliver í Putalandi og gnæfa yfir lágreista byggð. Eins og húsin í Hátúninu og við Austurbrún. Svo höfum við nokkur hér við rætur Seljahverfis, auðvitað fyrir eldri borgara. Það er einhver lenska að byggja upp í loft þegar byggt er yfir þá sem eru komnir á síðara æviskeið. Svona magndæmi. Allir í sama kofann, hver ofan á öðrum.
Þetta er svo andskot ljótt.
Í hvert einasta sinn sem við húsband förum þarna niður í Smárann, frussa ég og segi það sama. Mikið djöfull (segi reyndar ekki djöfull, blóta bara á blogginu) er það ljótt þetta glertyppi sem er á leiðinni til himins. Já,já, segir húsband, ég veit hvað þér finnst. Og ég alveg að verða æst; finnst þér þetta fallegt maður???? Hann; nei, nei, en fjandans húsið er risið, róaðu þig.
Hm..
Svona geta samræður í sjálfrennireiðum verið glimrandi djúpar og frjóar. Vandamálin margslungin og óleysanleg.
Ég kom ekki nálægt þessum kumbalda í gærkvöldi, bara svo það sé á hreinu.
Enginn í vegg.
Ójá.
![]() |
Ekki miklar skemmdir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 9. apríl 2008
Viljinn sem vatnar
Nú á að bæta við fjórum plássum í Gistiskýlinu, sem er fyrir heimilislaust fólk. Skýlið þar sem fólkið er rekið út á götu á morgnanna.
Gott að það sé bætt við rýmum. En það er ekki nóg.
Getur borgin ekki farið að hunskast til að koma heimilisgámunum í gagnið? Þeir standa tilbúnir og það tekur mánuði að finna staðsetningu fyrir viðkomandi húsnæði.
Það er viljann sem vantar, það er greinilegt.
Það getur ekki verið svona mikið mál að koma þessu af stað, ég trúi því ekki.
Er borin gjörsamlega lömuð með þennan nýja meirihluta?
Allir í ve... nei, nei, þið megið jafna ykkur frá síðustu áhendingu.
![]() |
Gistiplássum fjölgað í Gistiskýlinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 19:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Miðvikudagur, 9. apríl 2008
Átógraf frá Helga Seljan?
Sumt verður maður að blogga um, vegna þess að það slær mann sem einstakt.
Ég hélt aldrei að ég ætti eftir að hjala af ánægju vegna sjónvarpsviðtals við stjórnmálamann.
Ég er nefnilega ekki haldin persónudýrkunar elementinu margfræga og svo skipti ég reglulega um skoðanir á stjórnmálamönnum og öðrum líka, ef út í það er farið. Það þarf s.s. slatta til að imponera mig. Enn er ég þó nokkuð glöð með mitt fólk hjá VG enda eru þeir í stjórnarandstöðu og ýta vel á. Ég vona og held að þeir myndu halda kúlinu og sannfæringunni, kæmust þeir í stjórn. Ég læt þau njóta vafans þar til annað kemur í ljós.
En aftur að hrifningarvímunni sem ég fór í, í gær þegar ég horfði á Kastljósið. Viðtalið við ISG olli þessu hrifningarfári. Ekki Solla sjálf, þó mér þyki mikið í hana varið og ég hafi löngum stutt hana bæði í kjörklefa (ekki síðast af skiljanlegum) og í hjartanu, heldur framganga Helga Seljan.
Það er helvíti hart að maður skuli svo sjaldan, núorðið verða vitni að því að fréttamenn gangi á stjórnmálamenn, fylgi eftir spurningum sínum og ýti vel á, til að fá svör. (Þ.e. vinni vinnuna sína, en siti ekki eins og lamaðir áhangendur poppstjarna þegar þær mæta goðunum). Það ætti að vera regla en ekki tilefni til rosalegrar aðdáunar. Ég er enn í andlegu yfirliði.
Hm.. ég var nærri því búin að hringja í Mr. Seljan og biðja um átógraf. Hætti við það, hann er að austan eins og ég, gæti misskilist.
Bíð með það þangað til seinna.
Újess í boðinu.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.8.): 4
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 2988139
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr