Leita í fréttum mbl.is

Flækjufætur

Hm.. að tala um fólk sem eru sannkallaðir flækjufætur?  Ætla til Mónakó en fóru til München.  Á ég að trúa því að þessi tvö nöfn séu eins á ítölsku?  Nú fyrst Mogginn segir það, þá hlýtur það að vera svo.

Ég man líka eftir því fyrir löngu í denn, þegar ég vann í Eymundsson, að inn stormaði kona og vildi kaupa hnattlíkan.  Hún vildi hnattlíkan á "íslensku" þ.e. það mátti ekki standa Munchen, Copenhagen eða Stockholm.  Hún gerði heljarinnar mál úr þessu, konan, og rauk út í fússi.  Kommon þetta var sjötíuogeitthvað, give me a break.  Ekki eins og það hafi allt verið löðrandi í úrvali.  Konan hefur kannski verið hrædd um að villast.  (Sé hana í anda með hnöttinn í flugvélinni).

En svo er hægt að fara til annarrar borgar en maður ætlaði í fyrstu.  Það er t.d. hægt að enda í Köben þó að viðkomandi sé alveg með það á tæru að hann sé að fara ofan í bæ á 17. júní til að djamma, og það sé ekkert ferðasnið á viðkomandi út fyrir landssteinana. Gvöð ég þekki svo skemmtilegt fólk en nefni engin nöfn (ekki ég svo það sé á hreinu).  Sá sami viðkomandi vaknaði líka á JFK í New York bara, eftir eitthvað hollígong (viðkomandi ungur og ör) og til að láta ekki klína upp á sig áfengisvanda hringdi þessi títtnefndi viðkomandi í frænku sína, fór í heimsókn og var þar í mánuð.  Smá svona breyting á plönum.  En þetta gerðist allt fyrir ógeðslega löngu síðan.  Og viðkomandinn alveg bláedrú og ábyrgur í líferni.  Eins gott.

Það hlýtur að vera smá bömmer að fara annað en maður ætlar?  Eða hvað?  Samkvæmt viðkomandi sem stundaði svoleiðis ferðalög, þá munu þau hafa verið smá súr, en samt soldið skemmtileg.

Úje, farin til Kína!

Cry me að river!  Ég hefði getað verið illa gift, en er það ekki.

Og ekkert helvítis knús hér.


mbl.is Ætluðu til Mónakó en fóru til München
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Signý

Segja þér, þetta er ekkert mál. Maður fer smá línuvillt á skjánum þegar maður rennir yfir í hvaða gate maður á að fara.. sér M eitthvað og "já ok gate 32"... og pælir ekkert meira í því...

En ég veit um annað sem ég held að sé meira svekkjandi.. það er að sitja á flugvelli, á íslandi, bíða eftir flugi til Berlínar, kíkja reglulega á skjáinn til að sjá hvort það sé nokkuð einhver seinkun, afþví að það er alltaf seinkun... horfa aftur og aftur og aftur á skjáinn til að tékka á þessu.. jújú ÞAÐ ER klst seinkunn, en komast síðan að því eftir að vera búin að vera í eign heimi með sínum iPod að flugvélin til Berlínar er löngu farin en flugvélin til Barcelona sé hinsvegar í startholunum, að geta gert þetta og tek það fram, algjörlega bláedrú, held ég að sé ákveðið afrek.....En ég nefni enginn nöfn hérna!!  

Signý, 10.4.2008 kl. 17:54

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Signý: Þú ert dúlla. Þú og viðkomandi ættuð að stofna ferðaklúbb.  Skemmilegir ferðalangar, ég segi ekki meir

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.4.2008 kl. 17:55

3 Smámynd: Ragnheiður

Ég held að það sé gaman að enda allt annarsstaðar en maður ætlaði sér. Ég er viss um það

(segir þessi sem aldrei hefur farið til útlanda)

Eigum við að ræða það eitthvað ?

tíhí það er gaman að vera til

Ragnheiður , 10.4.2008 kl. 17:57

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já Ragga, stundum er lífið helv.. skemmtilegt með öllum sínum "ferðavinklum".

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.4.2008 kl. 18:06

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

...GSM síminn er 8225623 og þú mátt tékka á mér hvort ég er til eða ekki. Búin að svara "hundalókinni" :) á síðustu færslu. Annars ber ég mikla virðingu fyrir blogginu þínu Jenny..mátt alveg trúa því..

Óskar Arnórsson, 10.4.2008 kl. 18:19

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nei það var hundalókík bloggarans með páfagauksmyndina.  Ekki þú.  Smá misskilningur Óskar minn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.4.2008 kl. 18:20

7 identicon

Þetta nefnist Munchausen-syndrómið.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 18:24

8 identicon

Við vinkonurnar lentum nákvæmlega í þessu um árið þegar við vorum á Interrail ferðalagi um Evrópu.  Hoppuðum uppí næturlest á Ítalíu sem var á leiðinni til Monaco en urðum ekkert smá hissa þegar vöknuðum í Munchen!!! 

Ókunnug (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 18:34

9 identicon

Eg hef buid i München i 18 ar og oft heyrt svona sögur.
En eg held ad thessi utgafa se lygasaga.
Konurnar tala itölsku og spaensku og fara ad na i fraenku sina, sem sennilega talar sama mal og minnst onnur theirra.
Hun segir theim ad hun se ad fljuga til Monako fra Paris. Eg get ekki imyndad mer mikla tungumalaördugleika milli fraenka, en kannski misskilnings.
Hvernig kemur lögreglan i Müchen inn i söguna?
Fyrst ad lestin sem atti ad koma fra Paris skiladi ekki fraenkunni a brautarpallinn, tha er sjalfsagt best ad tala vid lögguna (ef madur er ekki med "gemsa").
Löggan i München hefur bara haft gaman ad spjalla vid stelpurnar, thad vita allir i München hvad borgin heitir a itölsku.

Bara minar 0.02€

Einar (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 18:53

10 identicon

Ohh.. mér er sko ekki treystandi einni á flugvelli einhverstaðar þar sem ég þarf að fylgjast sjálf með.  Þar sem ég er shop aholic, þá er það mjög líklegt að ég tíni sjálfri mér einhverstaðar í búðum á meðan einhver skjár blikkar á mig að ég eigi að fara um borð.

Ég skil svona mistök vel, því ég er virkilega fær um að gera þau sjálf.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 19:20

11 Smámynd: Hugarfluga

Ég man eftir einum nafnlausum sem fór að skila spólu og hringdi svo frá Köben. Hann hefur kannski mislesið Grensásvideó og endað á Grönsagsvej? Gætu hafa verið mannleg mistök.

Hugarfluga, 10.4.2008 kl. 19:33

12 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Munchen er Monaco á ítölsku hversu undarlegt það nú er.

Hólmdís Hjartardóttir, 10.4.2008 kl. 19:35

13 Smámynd: Óskar Arnórsson

Oh sorry..tók þetta til mín..vanur krítik..

Óskar Arnórsson, 10.4.2008 kl. 19:39

14 Smámynd: Rebbý

hvar er jákvæðnin í fólki - bara upplifa nýja hluti og láta VISA-ð redda sér - enn meira ævintýri til að segja frá þegar heim kemur á ný (segi þetta allavega meðan þetta er ekki ég)

Rebbý, 10.4.2008 kl. 19:57

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einn ísfirðingur sjómaður var í gleðskap á laugardagskvöldi með nokkrum vinum sínum, honum datt í hug að bregða sér til Kaupmannahafnar til að halda áfram partýinu.  En það var ekki alveg nógu gott að vera svona til fara, svo hann lét opna fyrir sig tískufataverslun hér í bænum, útibú frá Karnabæ, og fataði mannskapinn upp, áður en lagt var í flugferð til Köben.  Hann var frægur fyrir svona flipp.  Veit ekki hvernig það er í dag, örugglega með ráðsettari mönnum, búinn að flippa út.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.4.2008 kl. 21:27

16 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Eitt sinn voru feðgar frá Kóreu á leið til Íslands. Þetta voru viðskiptavinir fyrirtækis sem ég vann hjá. Þeir voru lukkulegir með þetta allt saman og léttir á því á ferðalaginu. Enda glaðlegir menn með afbrigðum. Ekki ólíkir asíska fólkinu sem sat í aftursæti leigubíls í bíómyndinni Foul play með Goldie Hawn og veifuðu bandaríska fánanum, æpandi að gleði í æsispennandi bílaeltingarleik. Hrópuðu Kojak Kojak bang bang í sífellu (manstu eftir þessari mynd?)

Þegar kom að aðflugi til landsins fóru að renna tvær grímur á feðgana frá Kóreu. Næstum það eina sem þeir voru vissir um Ísland var að þar væru engin tré. En á þessu landi sem vélin nálgaðist óðfluga var allt morandi í grænu laufi. Á einhver óskiljanlegan hátt tókst þeim að fljúga til Osló. Villtust einhvers staðar í millilendingu. Þeir voru bláedrú.

Jóna Á. Gísladóttir, 10.4.2008 kl. 21:52

17 Smámynd: Heiða  Þórðar

Fór út með það að markmiði í fyrradag að kaupa mér topp...kom heim með úr...

...hafðu það best Jenný mín

Heiða Þórðar, 10.4.2008 kl. 21:56

18 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jóna: Ésús minn, þessi mynd er yndisleg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.4.2008 kl. 22:47

19 Smámynd: Tiger

  Ég er náttúrulega heimsvanur heimshornaflakkari - ég villist ekki og fer ætíð í rétta flugvél, lest eða rútu .. undantekningalaust! Wrarrrrr....

Eigðu góða nótt Jenný mín..

Tiger, 11.4.2008 kl. 01:57

20 Smámynd: Tiger

Úpsss... sorry - ég gleymdi mér og henti þarna inn skelfilegum broskalli sko! *roðn*... kemur ekki fyrir aftur ljúfust. En óskin um góða nótt stendur fast..

Tiger, 11.4.2008 kl. 01:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 2985807

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband