Færsluflokkur: Lífstíll
Mánudagur, 3. ágúst 2009
Hressir ellilífeyrisþegar
Í síðustu færslu réðst ég á Vestmannaeyinga fyrir bölvað montið í þeim.
Gaman að þessu.
Elska að fara í taugarnar á fólki þegar þannig liggur á mér.
Einhver benti mér á að dissa Akureyri næst en ég bíð aðeins með það og ræðst nú á Húsdýragarðinn í staðinn.
Úje.
Reyndar er þetta í nösunum á mér en það er eitt sem ég hef verið að velta fyrir mér varðandi Húsdýragarðinn og Stuðmenn, hvort það sé ekki kominn tími á að uppfæra skemmtiatriðin þarna?
Þarna koma barnafjölskyldur og börnin þekkja hvorki haus né sporð á þessum jafnöldrum mínum í bandinu, sem eru reyndar alveg skemmtilegir og svona, en ég ímynda mér að þetta væri álíka gleði fyrir mig tíu ára að hlusta á Karl Julleby harmonikkuleikara og fyrir æsku Íslands að mæta í garðinn í gær.
Ég hefði gengið heim frá þeirri skemmtun.
Í gær voru börn spurð í fréttum hvort þau vissu hvað hljómsveitin héti og þau gerðu það auðvitað ekki enda svo ung að þau eru ekki farin að lesa Íslendingasögurnar.
Reyndar sá ég þarna fólk undir fertugu í söngvarðasveitinni, flottur Stefán Karl og Eyþór, þannig að þetta var nú kannski ekki alslæmt.
Trúið mér þegar ég segi ykkur að ég er að hörmungajafna hérna svo Vestmanneyjafólkið fyrirgefi mér.
Á svo mikið af ættingjum og vinum í Eyjum, verð að sleikja þau upp sko.
En Stuðmenn eru ágætir. Mér þykir vænt um þá.
Þeir eru ferlega hressir verðandi ellilífeyrisþegar og ekki orð um það meir.
Næst er það Akureyri.
Úje.
Stuðmenn héldu uppi stuðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 2. ágúst 2009
Eva Joly er ekki hetjan mín
Það er kannski að æra óstöðugan að blogga um þessa frétt.
Hver kjaftur á Moggablogginu virðist hafa skoðun á málinu.
En auðvitað get ég ekki stillt mig, hreinlega verð að leggja í púkkið.
Það er allt að því fyndið að Hrannar Arnarson skuli kveinka sér undan aldeilis frábærri grein Evu Joly sem hefði svo sannarlega átt að koma fyrr og kannski frá Íslendingum sjálfum í erlendum miðlum.
Ég tek undir hvert orð.
Ég get ekki séð annað en að það sé hið besta mál að Eva Joly láti Norðurlöndin og aðra sem málið varða heyra það óþvegið.
Svo minni ég á að það ríkir málfrelsi og það er alveg glatað að kvarta undan því.
Áfram Eva.
Ég þoli ekki hetjutal, enda búið að misþyrma hugtakinu á alla enda og kanta í þjóðfélaginu s.l. ár.
Þess vegna ætla ég ekki að segja að Eva Joly sé hetjan mín.
Hún á einfaldlega betra skilið.
En væri hetjuhugtakið ekki orðið að ofnotaðri klisju þá væri Eva sterkur kanditat í hetjunafnbótina hjá mér.
Súmí.
Hrannar sendir Joly tóninn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Laugardagur, 1. ágúst 2009
Skammastín!
Halló, var einhver að gera lítið úr sjáandanum henni Láru?
Draga hana sundur og saman í háði?
Ha?
Jabb, ég gerði það smá en ekki mikið.
Skammastu þín Jenný Anna Baldursdóttir.
Nú hringi ég í Láru og fæ lottótölur kvöldsins hjá henni.
Og á mánudaginn flyt ég úr landi með féð.
Sest hreinlega að á Mallorca, nú eða Kúbu, svei mér þá.
Snarpur jarðskjálfti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 31. júlí 2009
Litli Landsímamaðurinn hvað?
Það er talað við konu í Mogganum í dag sem lenti í því að klóakið stíflaðist í sumarbúðstaðnum sem hún dvaldi í og svo ætlaði hún á tónleika með Helga Björns í Valhöll en við vitum hvernig það fór.
Tónleikarnir hurfu í reyk.
Það sem ég skil hins vegar ekki af hverju fjölmiðlar hafa ekki hangið á mínum húni.
Ég var beisíklí síðast kaffigesturinn á þessu sögufræga hóteli eins og frægt er orðið.
En þar sem húsbandið gleymdi að taka með sér sígó og það var bara sitthvor í pakkanum þá stöldruðum við ekki lengur við en sem nemur svona korteri.
En þarna sátum við í sólinni með Norsurum og Svíum á þessu föstudagseftirmiðdegi sem verður skráður í sögubækur, og þá hefur sennilega verið farið að rjúka.
Vonandi var það ekki sígóstubburinn logandi sem ég henti inn um opinn glugga á hótelinu sem magnaði eldinn.
Nei, nei, en ég upplifi mig ógeðslega merkilega vegna nærveru minnar við þennan atburð sem er auðvitað hörmulegur og ekkert öðruvísi.
Skrýtið samt að ekki einn fjölmiðlungur hafi viljað taka við mig exklúsív opnuviðtal með mig reykjandi á forsíðu vegna nálægðar minnar við söguna.
Ég sem er litla Valahallarkonan með insæd informeisjón.
Litli Landsímamaðurinn hvað?
Skömm aðessu.
Klóakið stíflaðist og hótelið brann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 31. júlí 2009
Í nafni Óðins og Þórs
Ég fór einu sinni á útihátíð.
Þar sem ég átti foreldra og aðra aðstandendur sem létu ekki hópþrýsting hræra við sér varð ég að bíða þar til ég varð 16.
Ég man eftir þessu hæpi í kringum verslunarmannahelgi og að ég gekk í gegnum þvílíka sorg yfir að fá ekki að slást í hópinn á meðan ég var ekki komin á samningsstigið við foreldrana.
Allir vissu þá og vita enn að verslunarmannahelgin er fyrir flesta unglinga sem fá að fara á eigin vegum út í sveit, aðgöngumiði að flippuðu djammi.
Með afleiðingum því miður eins og dæmin sanna.
Ég fór sem sé í Mörkina þegar ég var 16 og heldur betur búin að missa af hormónalestinni því ég fór heim daginn eftir með vegaeftirlitsmanni.
Það var nákvæmlega ekkert sjarmerandi við fjöldafylleríið, ekki einu sinni fyrir mig sem kallaði nú ekki allt ömmu mína.
En hvað um það.
Verslunarmannahelgin er opinbert leyfi á fjöldafyllerí.
Svo getur fólk móðgast ef það vill og haldið því fram að það sé vondur minnihluti sem hagi sér eins og bilaðir valtarar á stjórnlausri leið niður brekku en það er ekki þannig, það er nefnilega meirihlutinn sem fer á húrrandi fyllerí.
Svo eru tjaldbrennurnar þar sem öllu lauslegu er hent á eld í versta falli en skilið eftir út um allt í besta.
Ég hef hins vegar aldrei verið í Vestmannaeyjum um þessa helgi og veit ekkert hvernig sú skemmtun artar sig nema af því sem ég les í blöðum.
Í nafni Óðins og Þórs hagið ykkur.
Það er nefnilega líf eftir þessa helgi.
Margir á ferli í Eyjum í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 30. júlí 2009
Fleygði manni í gólf og kom fram vilja mínum við hann
Kannski eiga fréttir um hver greiðir mest í Reykjavík og út um hin ýmsu skattaumdæmi á landinu, erindi við fólk.
En mér leiðast þessi rapport alveg óskaplega.
Mér þætti nær að það yrðu skrifaðar fréttir um liðið sem á peninga í tonnum en greiðir lítinn sem engan skatt.
Ég er kannski ósanngjörn þegar ég segi og skrifa að útrásargelgjurnar komast ekki í námunda við að gjalda fyrir mistökin og græðgina með þessum milljónum sem þeir borga til samneyslunnar.
En í morgun vorum við hér á kærleiks að ræða það yfir fyrsta kaffibolla dagsins (sem við í kreppunni drekkum sameiginlega með röri bara svo það sé á hreinu að við þjáumst hérna), að það væri skelfilegur skortur á jákvæðum fréttum þessa dagana.
Ég: Já en það er ekki hægt að flytja jákvæðar fréttir af þeim manngerðu hamförum sem nú ganga yfir þjóðina. Hvaða jákvæðu fréttir myndu hugnast þér?
Hann: T.d. að það væri búið að frysta eignir útrásarunglinganna og svo væri ekki leiðinlegt að umheimurinn kæmi skemmtilega á óvart með að styðja okkur í baráttunni við risana um Icesave.
Ég: Halló, ertu á sveppum? Heldurðu að það verði?
Hann: Kannski. Manstu eftir einhverju jákvæðu. Ég hreinlega verð að fá að heyra eitthvað fallegt.
Ég: Já, ríkið fær ógeðslega mikla peninga í gegnum Tryggingastofnun þegar fjármagnstekjurnar verða dregnar af elli- og örorkulífeyrisþegunum um mánaðarmótin.
Hann: Sumt breytist aldrei. Ég get að minnsta kosti treyst á að þú ert alltaf jafn kvikindisleg.
Ég: Pling og Bingó. Svo ertu nýrakaður og droppdeddgjorgíus svona í morgunsárið.
(Svo hoppaði ég á manninn sem angaði af rakspíra og fleygði honum á gólfið og kom fram vilja mínum við hann).
(Lesist: ég náði af honum veskinu meðan hann var að jafna sig eftir fallið).
Svona erum við krúttleg á kærleiks. Heilög hamingja allan sólarhringinn, allan ársins hring.
Samræður eru einnig eftir því djúpar.
Javohl.
Hreiðar Már greiðir mest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 29. júlí 2009
Minnisdapur skilanefndarformaður saddur og sæll
Gæti maður beðið um eins og einn dag án frétta af sukki og svínaríi?
Nei, því miður, ekki hægt eftir að Pandóruboxið var opnað s.l. haust.
Þá er að sættast við það.
Ég var að lesa DV og viti menn blóðþrýstingurinn fór upp úr öllu valdi.
Látum vera að maður þurfi að vera í andaslitrunum vegna gróðærissukksins en að fá eina svona sögu beint í æð, úr kreppunni, þ.e. af sukkveislu skilanefndar getur hreinlega gert mig óða.
Í apríl s.l. var starfsdagur hjá skilanefnd Glitnis. Þeir buðu 45 starfsmönnum í mat á veitingastaðinn Panorama um kvöldið.
Reikningurinn var upp á 720 þúsund krónur, jájá.
Vín fyrir 380 þúsund, afgangurinn var sennilega borðaður með hnífi og gaffli.
Svo er talað við Árna Tómasson, formann skilanefndarinnar sem réttlætir þessa eyðslu á kostnað skattborgarana með öllum ráðum.
Hann vill reyndar meina að erlendir kröfuhafar greiði fyrir þetta, það breytir auðvitað málinu. Allt í lagi að sukka á kostnað erlendra kröfuhafa.
Árni Tómasson HELDUR að þetta sé það eina sem hafi verið gert fyrir starfsmennina sem margir hverjir eru með þetta 15-25 þúsund krónur á tímann vesalings mennirnir.
Mér finnst reyndar áhyggjuefni hversu minnisdapur Árni Tómasson er, sem HELDUR að þetta sé það eina sem hafi verið gert fyrir starfsmenn skilanefndanna. (Ásamt mökum offkors).
Held að það sé dálítið issjú að vera með minnið á hreinu í svona skilanefndardjobbi.
Já og svo er líka talað við Steinunni Guðbjartsdóttur sem situr í slitastjórn Glitnis.
Hún réttlætir gjörninginn af miklum eldmóði líka.
Hvort sem það eru erlendir kröfuhafar eða íslenskir skattborgarar sem hirða nótuna þá langar mig að minna á það litla smáatriði sem er að Glitnir er friggings gjaldþrota.
Er kannski eftirsóknarvert að vera gjaldþrota fyrirtæki á Íslandi í dag?
Svei mér þá ef skilanefndirnar eru ekki hinir nýju útrásarvíkingar, fyrirgefið innrásarvíkingar.
Og megi maturinn og brennivínið standa í þeim og...
Nei, nei.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 28. júlí 2009
Útrásarunglingarnir fljótir til svars
"Eðlileg fjárstýring" segir Bjarni Ármannsson um millifærslur sínar frá Glitni úr landi skömmu fyrir bankahrunið.
Fjárstýring? Hvað er nú það? Allar aðgerðir þessara útrásarunglinga heita svo huggulegum nöfnum eitthvað.
Er það ekki merkilegt að um leið og það koma fréttir af strákunum sem óneitanlega byggðu upp íslenska efnahagsundrið, að vísu með öðruvísi formerkjum en það sem við héldum að fælist í hugtakinu eins og komið hefur á daginn, þá eru þeir búnir að svara fyrir sig af hroka og einurð eiginlega á nóinu.
Björgólfur Thor ætlar í mál við fréttastofuna sem leyfði sér að flytja fréttir úr skýrslu sem enginn hefur séð ástæðu til að vefengja.
Og þeir hafa aldrei gert neitt sem vert er að athuga nánar eða setja spurningamerki við.
Þessir óskasynir Íslands.
Bankahrunið er staðreynd.
Við finnum fyrir því á hverjum degi. Afleiðingarnar eru skelfilegar. Því verður ekki á móti mælt.
En enginn þeirra tekur það til sín.
Fyrirgefið en menn eins og Bjarni, svo ég taki dæmi, sem prédikuðu hugmyndafræði sem gekk út á að græðgi væri góð og beinlínis nauðsynlegt element í viðskiptum eiga ekkert inni hjá mér.
Ég gæti verið mamma þessara Armaniklæddu og velklipptu smádrengja og ég á ekkert handa þeim annað en óskina um að þeir hundskammist sín og reyni að greiða til baka eitthvað af öllum þeim milljörðum sem íslenskur almenningur stendur frammi fyrir að þurfa að borga.
Þetta er velgjuvaldandi að lesa og þá er ég að spara lýsingarorðin.
Bjarni Ármannsson: Eðlileg fjárstýring | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 28. júlí 2009
Ekki upp í nös á ketti
Álagning skatta er 221,3 milljarðar króna.
Ekki upp í nös á ketti.
Miðað við skuldir okkar vegna útrásaræfinga strákanna "okkar" offkors.
Ekki upp í nös á ketti.
En við borgum og brosum þessir kjánar sem við erum.
Álagning skatta 221,3 milljarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 28. júlí 2009
Ástríðufullar kjötbollur - takk fyrir
Það er eitthvað óstjórnlega krúttlegt og í leiðinni heimóttarlegt við Ora.
Svo eru þeir með vægt mikilmennskubrjálæði upp á íslensku.
Slagorðið er "Ora - ástríða í matargerð".
Hvernig hægt er að taka upp niðursuðudósir af ástríðu með vatn í munninum af tilhlökkun er mér lokuð bók, en það er gott að hafa trú á sér og sinni framleiðslu.
Ég hef alist upp með grænum baunum og svoleiðis dósamat.
Það er svona kaupfélagslegur fílingur yfir niðursoðinni vöru. Svona fiftís eitthvað.
Man eftir saxbauta hérna í denn. Sem var tekinn með í ferðalög.
Svo sé ég að Ora er að innkalla kjötbollur í brúnni sósu.
Einhver framleiðslugalli.
Okei, það getur alltaf komið fyrir og ég er ekkert hissa á því.
Kjötbollurnar hafa eflaust verið eldaðar af ástríðufullum kokki á meðan hann fékk margar matarfullnægingar yfir pottinum.
Sé hann fyrir mér troða bollunum og sósunni ofan í blikkdósina með ofsafengnum tilburðum þess sem vill koma bestu kjötbollum í heimi ofan í kreppuþjáða Íslendinga.
Málið er að ég er svo hissa að fólk skuli enn vera að kaupa niðursoðna kjötvöru.
Þegar það er allt fullt af góðu hráefni.
En ég verð að trúa því að það sé ástríðuhitinn í innihaldi blikkdósanna sem er að ganga svona vel í fólk.
Kannski maður fái sér grænar í kvöld.
Ég finn hvernig ég hitna öll að innan.
Hér er auglýsingin.
Ekki missa af henni.
Ótrúlegt hvað hægt er að elska það sem maður trúir á.
Líka niðursoðinn mat.
Ora innkallar kjötbollur í brúnni sósu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987322
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr