Færsluflokkur: Lífstíll
Þriðjudagur, 28. júlí 2009
Fer með milljón Maríubænir
Ji hvað ég get verið fljót á mér.
Veð áfram og þarf stundum ekki að lesa án þess að telja mig vita fyrirfram hvað stendur í textanum.
Eins og þegar ég sá þessa frétt með fyrirsögninni: "Dómari fékk hnefann í andlitið".
Ég var viss um að ákveðinn hæstaréttardómari hefði fengið á kjaftinn vegna undarlegra og síendurtekinna sérálita í ákveðnum brotaflokki.
Þrátt fyrir að vera algjörlega á móti ofbeldi og fordæmi það hvar sem það verður á vegi mínum.....
þá hlakkaði í mér.
Guð fyrirgefi mér.
Fer með milljón Maríubænir.
Maður má láta sig dreyma.
Dómari fékk hnefann í andlitið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 27. júlí 2009
Svona ætla ég að verða
Vonandi eiga allir mínir frábæru brandarar eftir að finnast eftir hundrað ár og minningu minni þar með verða sýndur sá sómi sem hún á skilið.
Ef fólk kann ekki að meta mann í lifanda lífi ætla ég rétt að vona að það tilbiðji mann í dauðanum.
En það er þetta með heilsuna.
Ég var að hugsa um að drífa mig í ræktina.
Við reynum aftur...
Ég var alveg dedd á því að fara ekki í ræktina þangað til ég sá þessa mynd af Madonnu.
Hver vill ekki vera fimmtíuogeitthvað með þessa mössuðu útlimi (líta út eins og þreifarar reyndar).
Nú halda mér engin bönd.
Ég ætla að búa í ræktinni þar til takmarkinu er náð.
Madonna snædd þú innmat.
Eða eitthvað, þú lítur út fyrir að þurfa næringu vúman.
Brandari finnst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 27. júlí 2009
Ábyrgð sjáenda er mikil - úje
Við erum ótrúleg við Íslendingar.
Ég og fleiri hafa krullast upp yfir álfastimplinum sem við höfum fengið á okkur og ég varð fyrst vör við í útlendu pressunni eftir leiðtogafundinn forðum.
Síðan hefur því verið haldið fram bæði hátt og í hljóði að Íslendingar séu einhverskonar hálfvitar sem trúi á tröll og forynjur, álfa og sjáendur.
Hlaupi um fjöll og hraun í einhverskonar Bjarkardressi veifandi höndum í séríslenskri tjáningu við ósýnilega vætti.
Við þolum ekki þennan álfastimpil flest okkar en erum samt alveg að uppfylla goðsögnina.
Kommon.
Ég trúi einu og öðru og ekki öllu fallegu en fjárinn hafi það að ég trúi því að það sé hægt að sjá jarðskjálfta fyrirfram upp á dag.
Þið takið eftir að ég trúi því alveg að það sé hægt að sjá fyrir svona skjálfta sem gerir það auðvitað að verkum að ég smellpassa inn í mýtuna, en ég trúi því ekki að það sé hægt að sjá hann fyrir upp á punkt og prik.
Hehemm.
Skal éta uppáhaldsskóna mína óeldaða ef það kemur stór skjálfti í dag.
(Háu hælarnir eiga eftir að standa í mér, ég lofa ykkur því).
Sjáandinn verður í vondum málum ef sýnin gengur eftir.
Maður á eftir að verða bálillur út í hana og heimta að hún standi skil á bankahruninu.
Alveg: Varstu í fríi frá sjáendastörfum fyrri part árs 2008 eða hvað?
Bankahrunið verður samstundis henni að kenna.
Ábyrgð svona sjáenda er mikil.
Súmí.
Spurt um jarðskjálftaspádóm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Sunnudagur, 26. júlí 2009
Loksins
Það á að lækka hámarksmagn áfengis í blóði úr 0,5 prómill niður í 0,2 ef Alþingi samþykkir drög að nýjum umferðarlögum, sem ég vona svo sannarlega að það geri.
En fyrirgefið ef ég virðist koma af fjöllum hérna en ég vissi ekki að það væri þörf á að lækka, hélt einfaldlega að það væri algjörlega bannað að drekka og keyra.
Mér er sama hversu magnið er lágt það á einfaldlega ekki að vera svigrúm fyrir eitt einasta prómill í blóði.
Á hverju ári deyr fólk og örkumlast vegna þess að ökumaður er drukkinn eða bakfullur.
Að sjálfsögðu á að koma í veg fyrir að það geti gerst með öllum mögulegum ráðum.
Svo er bara flott ef bílprófsaldur verður hækkaður í 18.
Ég er á því að það megi ganga ansi langt til að fækka slysum í umferðinni.
Nóg er nú samt.
Og hananú.
Blátt bann við akstri og áfengisneyslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sunnudagur, 26. júlí 2009
Þjóðhagslega hagkvæm brúðkaup framtíðarinnar
Vá hvað þetta hefur verið skemmtilegt brúðkaup!
Af hverju datt mér þetta ekki í hug?
Ég hefði örugglega ekki þurft að gifta mig svona ógissla oft ef ég hefði gert eins og þessi hjón í Minnesota.
Ég legg til að þetta verði gert að skyldu við athafnir.
Dansa sig inn í kirkju og út úr henni aftur.
Ekki leiðinlegt og þjóðhagslega hagkvæmt.
Hjón með svona húmor láta sér örugglega ekki detta í hug að skilja þegar þau lenda í vandræðum.
Þau fá sér snúning og leysa vandann á dansgólfinu sko.
Almáttugur, svo krúttlegt.
Ég get ekki sungið, en dansað get ég.
Hér eftir mun ég dansa mig í gegnum lífið.
Mótbárur?
Nei, ég hélt ekki.
Steypti sér í kollhnís að altarinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 25. júlí 2009
Vinir mínir Eðjótur og Eymingi
Í dag vantaði mig bæði kaffi og kaffipoka. Hafði gleymt að kaupa og búðin lokuð.
Ég bað nágranna minn hann Eðjót Hálfvitason um að lána mér kaffi.
Eðjótur sagði það sjálfsagt, hreint æstur í að redda mér um sopann en fyrst vildi hann að ég færi og fengi lánaðan kaffipoka hjá Eymingja nágranna okkar á efri hæðinni.
Aðeins þá færðu kaffið sem ég er samt alveg æstur í að lána þér og er hér tilbúið í poka. Sjáðu! (Hann dinglar fjandans kaffinu fyrir framan glyrnurnar á mér).
Ég rýk til Eymingja á efri og bið hann að lána mér pokann.
Eymingi er game og alveg meira en til í að lána mér kaffipoka, jafnvel fleiri en einn.
En ekki fyrr en nágranni okkar beggja er búinn að afhenda mér kaffið.
Ég er enn að hlaupa á milli Eðjóts og Eymingja og er eiginlega komin á þá skoðun að ég hætti bara að drekka kaffi og biðji þessa fyrrum vini mína að troða drykk og meððí upp í sinn óeðla enda.
Þetta er leikurinn sem AGS og Norðurlöndin eru að leika við okkur Íslendinga þessa dagana.
Catch 22.
Atli Gísla vill að AGS leggi spilin á borðið.
Það vil ég líka.
Svo er mér skapi næst að segja þessum "vinum" okkar að hirða sína peninga þ.e. ef kjánaskapnum fer ekki að linna svona sirka nú þegar.
Sko það er með lánin eins og kaffið.
Hvern langar í þau á slíkum afarkostum?
Svo var mér að detta í hug svona í förbífarten hvort það sé ekki beisíklí auðveldara að flytja inn loftslag frá Brasilíu og hefja hér kaffirækt.
Svei mér þá, leikur einn miðað við þetta fyrirkomulag.
ARG.
Vill að AGS leggi spilin á borðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 20:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Föstudagur, 24. júlí 2009
Morð takk fyrir kærlega
Nú er ég bálill.
Haldið þið ekki að Neanderdalsmaðurinn hafi verið myrtur.
Sko M-Y-R-T-U-R!
Af okkkur offkors.
Ég hef alltaf huggað mig við að Nelli karlinn hafi látist úr hárri elli.
Þeir kunnu ekki að telja nema upp að tíu og ég held að þeir hafi eflaust ekki fattað að þeir gætu dáið.
Ekki frekar en fuglarnir.
Þarna hefur hann setið þessi elska og verið að matreiða steina í kvöldmatinn og ekki átt sér ills von.
Þá kom helvítis prómagnum og myrti hann með köldu blóði..
Með spjóti. Ekki að spyrja að hugmyndaauðginni og blóðþorstanum á þeim bænum, nú sem fyrr.
Icesave hvað?
Aumingja dúllurassgats Neanderdalsmaðurinn.
Aumingja fjölskyldan hans.
Ó, hann var síðastur, fjölskyldan örugglega fallin fyrir morðingjahendi líka.
Skammist ykkar þið öll og ég líka. Morðingjar.
Engu eirt. Engu.
Neanderdalsmaður féll fyrir kastvopni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt 25.7.2009 kl. 00:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 24. júlí 2009
Hollendingar á leiðinni
Nú hefur Steingrímur J. sent út leiðréttingu varðandi tveggja milljarða kostnaðinn sem sagt var að myndi falla á Íslendinga.
Steingrímur harmar að leiðrétta þurfi málflutning á málstofum sem haldnar eru á vegum H.Í.
Ég er sammála Steingrími þar.
Nógu viðkvæmt er ástandið þó ekki sé verið að æra óstöðugan með röngum upplýsingum eins og hér virðist hafa verið gert.
Annars þurfum við sennilega ekki að hafa áhyggjur af þessu á næstunni.
Núna þurfum við hins vegarað stofna íslenskan her og það ekki seinna en núna.
Setjum Björn Bjarna í að uppfylla drauminn sinn.
Við erum um það bil að verða fyrir innrás.
Jájá.
Fyrst taka þeir flugvöllinn.
Svo Landsbankann, útvarpið og sjónvarpið.
Sjúkur húmor segja sumir.
Ég vona það.
Sjitt.
Ekki minnst á lögfræðikostnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 24. júlí 2009
Ástfanginn af bótoxi
Ein af dætrum mínum (að minnsta kosti) er skotin í Simon Cowell.
(Þú veist hver þú ert).
Hún hitti hann í fyrra þegar hún var úti að borða í London, þau töluðu saman og hann blikkaði hana.
Því miður þá náðist þetta sögulega atvik ekki á mynd.
En Simon á sama afmælisdag og yngsta stelpan mín, það hlýtur að gera það að verkum að honum er ekki alls varnað, því fólk á þessum degi er með hjartað utan á sér.
Spurningin er hvort Simon sem er bótoxaður frá enni og niðurúr, sé búinn að láta eiga við hjartað líka.
Svo hræddur við að eldast karlinn, hlýtur að vera skelfilegt að óttast hið óumflýjanlega.
Núna á sem sagt að halda afmælisveislu fyrir þennan krúttfrömuð í tilefni þess að hann verður fimmtugur 7. október n.k.
Um að gera að taka afmælið snemma og halda óslitnu fjöri fram á árs afmælisdag íslenska hrunsins.
Sautján fyrrverandi kærustur munu mæta í partíið.
Hvað með ALLAR hinar?
Sautján stykki er lítill og aumingjalegur afrakstur fyrir bótoxhöfðingjann.
Karlinn hætti við að giftast í fyrra.
Skíthræddur við að bindast öðru en bótoxinu og sjálfum sér.
Hann á eftir að enda aleinn og fokkings skíthræddur, ég er að segja ykkur það.
Djók.
Hvað er ég að fabúlera um Simon Cowell?
Jú, ég nenni ekki að vera alvarleg um helgar.
Og frá og með nú er mín helgi hafin.
Úje.
Sautján fyrrverandi kærustur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 22. júlí 2009
Engar pelsköngulær takk
Það hefur löngum staðið mér fyrir þrifum að vera illa haldin af köngulóarfóbíu sem teygir anga sína til flestra annarra skriðdýrategunda sem fyrir finnast á jörðinni.
Þetta hef ég látið stöðva mig.
Ég myndi t.d. aldrei heimsækja regnskóga þó mér yrði boðið þangað. Vil ekki standa auglitis til auglitis við ógeðslega, röndótta, pelskönguló í drápshug.
Og ekki heldur væri hún södd og sæl í góðu skapi.
Fyrir nokkrum árum síðan las ég um konu í Svíþjóð.
Hún kom í apótek vegna þess að hún var með stöðugt suð fyrir eyrum, hélt það væri eyrnabólga eða eitthvað ámóta og lét lyfjafræðinginn kíkja í eyrað (vá, læknamafían hlýtur að hafa fengið stórtækt frekjukast yfir þessum lyfjafræðingi sem fór inn á þeirra starfssvið).
Hvað um það, konan var með könguló í eyranu.
Þegar ég les um svona hrylling dregur fyrir sólu, líf mitt verður ekki samt aftur fyrr en að löngum tíma liðnum.
Ég hef einmitt líka gengið um og óttast að eitthvað ógeðisdýr kæmi skríðandi og myndi stinga mig eða bíta í háls eða andlit.
Aumingja vesalings þessi kona.
En það er alltaf von um að ná tökum á svona fóbíum.
Mín köngulóar hefur minnkað til mikilla muna.
Fyrir tæpum þremur árum þegar ég var í meðferð á Vogi var allt fullt af köngulóm úti í reyk.
Ég fékk eina í hárið, aðra á sjalið mitt og þriðju á löppina.
Í hvert skipti fékk ég móðursýkisköst upp á einhver þúsund á Richter.
Í fjórða skiptið kom ein vel alin og stökk upp handlegginn á mér og þá eiginlega nennti ég ekki að fá kast, hoppa upp, garga og öskra.
Reykpásur stuttar á milli fyrirlestra sko.
Ég kastaði henni burt og hélt áfram að reykja.
En ég fer ekki fet þangað sem Tarantúlur, Fuglaköngulær og aðrar óværur þrífast.
Ekki að ræða það.
Stungin af flugu í hálsinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr