Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Lífstíll

"Hamingusamir" vændiskaupendur?

Þegar ég skrifaði fagnaðarfærsluna vegna hertra aðgerða sænskra yfirvalda til að fylgja eftir banni við vændi þá flippaði kommentakerfið mitt auðvitað út.  Síðast þegar ég gáði voru komnar 171 athugasemd með mínum taldar.

Og sumir fara hamförum í innleggjunum sínum fyrir allan peninginn.  Manni eru ekki vandaðar kveðjurnar frá þeim sem vilja geta keypt sér kynlíf eins og þeir kaupa í matinn.  Frelsi segja þeir, frelsi til að kaupa frelsi til að selja.

En einhver velti upp ágætis sjónarhorni á umræðunni.  Í staðinn fyrir að einblína á hvers vegna konur stunda vændi tölum nú í staðinn um hverjir það eru sem kaupa þjónustuna. "Sounds like a plan"?

(Jájá, ég veit að það eru til konur sem kaupa vændi, ég er ekki að fjalla um þær núna).

Hvaða menn eru þetta sem fara á límingunum ef minnst er á femínista?

Að gera vændiskaup refsiverð?

Um bann við nektardansi?

Hverjir verja "frelsið" til að vera konur geti verið í ánauð?

Ég get sagt mína skoðun.  Ég held að flestir kaupendur vændis séu karlar sem ekki geta umgengist konur á eðlilegan hátt.  Eru hræddir við þær.  Kaup á konu krefst engra dýpri samskipta, ríða búið bless.  Konan er hlutur, kynlífsverkfæri.  Ég sé ekki þorskinn sitja á rúmstokknum og ræða við vændiskonuna um ástandið á stjórnarheimilinu eða spyrja hana hvað henni finnist um álver á Bakka.

Þetta eru menn sem finnst sér ógnað af konum.  Einkum og sér í lagi konum sem vilja jafna valdahlutföllin í þjóðfélaginu.  Það gerir þá brjálaða.

Þessir menn hljóta að vera með miðaldasýn á konur, maður kaupir ekki aðgang að líkömum fóks nema vera með viðhorf á við rotþró gagnvart viðkomandi.

En hvað veit ég?

En nú reikna ég fastlega með að þessir frelsisberar sem hafa tekið þátt í umræðum um "hamingjusömu" hóruna leggi af mörkum til umræðunnar að þessu sinni af sömu elju.

Og spurningin er:

Hvers konar karlmenn versla sér konur?

"Hamingjusama" hóran.


Já, fíflið þitt

 crying-bride

Þegar verið er að gera rannsóknir á hjónaböndum, sérstaklega fleiri en einu hjá sama einstaklingi, skil ég ekki af hverju enginn hefur samband við mig.  Ég er fokkings sérfræðingur í greininni og á bæði hjónabönd í fleirtölu og fjölmarga eiginmenn að baki.  Þetta vita allir, því ég gusa úr reynslubrunni mínum yfir gesti þessarar síðu við öll möguleg og ómöguleg tækifæri.

Meiri kjánarnir að tala ekki við mig.  Kristmann Guðmundsson er hjá Guði en hann var sérfræðingur sem sláttur var á.

Fyrsta hjónabandið endist best segja rannsakendurnir.  Ekki nógu lengi þó til að viðkomandi hoppi ekki í annað, því ef svo væri, væri enginn samanburður inn í myndinni. Döh.

Mín reynsla er ekki svona.  Ég reyndar man afskaplega lítið eftir fyrsta hjónabandinu mínu, það er í móðu, ekki vegna hugbreytandi efna heldur vegna þess að það er svo helvíti langt síðan að það átti sér stað.  Nánar tiltekið þ. 22. apríl 1973.

Þetta hjónaband var nærri því óvart, fínn vinur minn þessi eiginmaður og pabbi flottasta frumburðar í heiminum, hennar Helgu Bjarkar.  En auðvitað rauk vinskapurinn út um gluggann eftir að við fórum að deila beðju.

Einhvern tímann löngu seinna hlógum ég og þessi fyrrrrrrrrrrrrrrrverandi að því að við rifumst eins og hundur og köttur á leið í kirkjuna, vorum ekki á "speking terms" í athöfninni og jáin frussuðust illskulega út úr okkur og í huganum bætti ég við; "fíflið þitt".  Svo héldum við áfram að rífast fram eftir degi.  Dunduðum okkur alveg sæl við það, þessi krútt sem við vorum.

Ég man líka að ég fór í hárgreiðslu á brúðkaupsdaginn og hárgreiðslukonan spurði mig vingjarnlega í hvaða kirkju ég væri að fermast.  Ég molnaði í spað.  Hvílík grimmd.

En ég verð að halda áfram með hjónaböndin sem á eftir komu, málið er nefnilega að eftir því sem þeim fjölgar því betri verða þau.  Alveg eins og vínið, þið sem eruð að sulla í áfengi ennþá og skiljið ekkert nema bragð og áfengisprósentur.  Frusss

Merkilegt að enginn skuli hafa áhuga á að leita eftir sérfræðikunnáttu minni í hjónaböndum.

Ekki heldur hvernig á að ljúka þeim.

Ég er svo aldeilis hissa.

Úje.

 


mbl.is Fyrsta hjónaband endist best
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Hamingjusama" hóran

Svíar eru raunveruleikatengdir og lausir við aumingjaskap og dubbelmóral þegar vændismál eru annars vegar.

Sænska leiðin er sú besta sem völ er á og nú tilkynntu stjórnvöld í dag hertar aðgerðir gegn vændi. 

Auknu fé verður varið til að framfylgja lögunum sem banna vændiskaup.

"Einnig verður fé varið til að styrkja endurhæfingarstofnanir fyrir fólk sem stundar kynlífsþjónustu eða hefur lent í kynlífsþrælkun. Þá fá heilbrigðisstarfsmenn sérstaka þjálfun til að fást við þessi mál."

Á meðan heimurinn er að vakna til meðvitundar um raunveruleikan á bak við kynferðislega misnotkun sem tengist vændi og klámi stígum við Íslendingar til baka inn í torfkofana í þessum skilningi og höfum gert vændi refsilaust.

Mér finnst svo borðleggjandi misnotkunin sem felst í því að kaupa líkama og kynlífsþjónustu annarrar manneskju.

Og trúir einhver að vændiskonur almennt séu í djobbinu af þeim finnist geðslegt, hipp og kúl að eiga kynmök við mis ógeðslega karla?

Er það ekki ánauð að vera í þeirri aðstöðu að selja líkama sinn?

Eða er fólk að slá ryki í augun á sér með því að einblína á goðsögnina um hamingjusömu hóruna?

Ég beið spennt eftir því að vændismálið yrði endurupptekið á Alþingi, af því það rann í gegn óvart á síðustu dögum þingsins fyrir kosningar í fyrra.

En enn bólar ekkert á því.

Í þessu máli væri okkur hollara að fylgja fordæmi Svía.  Við erum þróunarland í þessum málum eins og þau standa núna.

ARG

 


mbl.is Svíar herða aðgerðir gegn vændi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afsakið á meðan ég garga mig hása

Sumir halda því blákalt fram að öllum hlutum sé best fyrir komið í höndum einstaklinga. 

Fyrirtæki, spítalar, fjöll og dalir, ár og vötn.  Frjálshyggjuvitleysan gengur út á það að þú vinnir alltaf best fyrir sjálfan þig.

Og nú er Kerið í eigu forríkra aðila.  Umhverfið í kring, aðstaðan er hins vegar kostuð af almannafé.

Og nú mega hópferðir ekki fara að Kerinu nema að borga sérstaklega fyrir það.

Fyrirgefið á meðan ég garga mig hása.

Auðmennirnir drita niður glæsikofum á Þingvöllum og það er ekki hægt að ganga með fram vatninu hindrunarlaust þó skýrt sé kveðið á um að ekki megi hindra umferð gangandi fólks þar.  Björn Bjarnason er reyndar búinn að banna byggingarfurstunum þyrluflug fram að 1. október, og svei mér ef þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég man eftir að hafa klappað fyrir Birni.

Einhver toppur hjá Kaupþingi er að byggja tæpra 900 fermetra glæsikofa við Hreðavatn.  Halló.

Nú þegar kostar það hvítuna úr augum okkar að veiða lax þannig að það gera bara þeir sem eiga peninga.

Það liggur beinast við að það verði selt inn í þjóðgarðinn í Skaftafelli líka, hvaða mógúll hlýtur þann feng?

Hvað eru valdamenn í þessu landi að hugsa svona yfirleitt?  Það er alltaf að koma betur og betur í ljós helvítis gerræðið og gleypugangurinn í örfáum aðilum í þjóðfélaginu.

Gerið friggings Kerið upptækt og þjóðnýtið það á stundinni.

Ég er komin með upp í kok hérna.


mbl.is Ekkert Ker í þessari ferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hún rakar ekki á sér júnóvott

Ég er áskrifandi að netmogganum, og svo les ég visi.is og dv.is, hangi yfir fréttum á báðum stöðvum og svona.  Ekkert má fara fram hjá mér.  Mér líður eins og heimurinn yrði ekki samur aftur ef ég væri ekki ofan í hverjum koppi og kirnu.  Ergó: Það er eitthvað að mér.

En þessa dagana (jafnvel mánuðina) get ég gengið að tvennu vísu. 

Að Iceland Express er í seinkun, bilun, töfum og öðrum neikvæðum uppákomum.  Ekki fréttir fyrir mig því ég flaug með þeim til London fyrr á árinu og þá tóku þeir sig til og seinkuðu flugvélinni, sendu sms og tilkynntu það, flýttu henni svo aftur en tilkynntu það ekki.  Munaði ekki miklu að við misstum af vélinni.

Ég myndi segja að IE eigi í ímyndakreppu alveg biggtæm.  Þeir verða að kippa þessu í liðinn.  Svo eru samlokurnar um borð á sama verði grammið og gullið.

Og svo er það hinn fasti liðurinn á netmiðlunum.  Amy friggings Winehouse.

Ég elska tónlistina hennar og röddina.  Held að hún sé með betri söngkonum sem komið hafa fram lengi.

En konan er að deyja úr fíknisjúkdómi.  Sjálfseyðingin er slík og þvílík að mig langar ekkert til að lesa um það á hverjum degi.  Svo er hún hundelt og konan er vart af barnsaldri.  Sem alki og manneskja þá finn ég innilega til með þessari stelpu.

Það eru myndir af henni með kókakín í nös.  Klósettferðir hennar á klúbbunum eru taldar.  Ég veit að það er langt síðan að hún hefur rakað á sér þið vitið, af því það náðust myndir af því líka.

Give it a fucking rest good people.

Það er aðallega visir.is sem er með Winehouse þráhyggju.

En þetta er tuðpistill dagsins.

Frá mér til ykkar: Amy að harðneita að fara í meðferð.


mbl.is Tafir hjá Iceland Express
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björn Bjarna í tilfinningalegu svigrúmi

Á yfirreið minni um bloggheima í gær sá ég einhverja nörda vera að skjóta á okkur sem höfum bloggað og mótmælt meðferðinni á Paul Ramses (og öðrum hælisleitendum), að úr okkur væri allur vindur, við nenntum þessu ekki lengur.

Aular.

Við ykkur vil ég segja eitt; það er biðstaða í málinu við erum að gefa Birni Bjarnasyni TILFINNINGALEGT SVIGRÚM hérna, til að vinna málið eins og maður.  Þið kannist væntalega við það fyrirbæri? 

Ég hef engu gleymt, ekki gefist upp, mér stendur málið jafn nærri hjarta og í byrjun.

Svo brosti ég út í annað áðan þegar ég rakst á að Paul væri Framsóknarmaður.  Gott hjá honum.  Um að gera að taka þátt í pólitík, taka afstöðu og vera virkur.  Það er meira en margur nöldrarinn af íslenskum uppruna nennir að gera.  Ég hefði hins vegar farið í rusl hefði hann fundið sig í FrjálslyndaW00t.

Og Frjálslyndir koma ekki á óvart í málefnum þeirra sem ekki eru af íslensku grjóti mölvaðir.  Sjá hér.

Jón Magnússon, mannvinur, fer þar fremstur í flokki.

En annars bara góð, en þið?

Later guys.


Engin dömubindakona hér

 42-17452310

Dagurinn í dag er formlega liðinn, kl. er 00.09.  Af því hann er farinn þá ætla ég að tala illa um hann.  Heyrir þú það dagur?

Ég vaknaði í morgun og nú bar svo við að ég sveif ekki fram úr rúminu, með hvítar dúfur sem fylgdu mér hvert fótmál, ég dansaði ekki morgundansinn á stofugólfinu og ég leit ekki út eins og hamingjusöm kona í vespré dömubindi.  Enda aldrei notað það stöff.

Dagurinn hefur verið ömurlegur.  Ö-M-U-R-L-E-G-U-R.  Megi hann hverfa í gleymskunnar dá.

Allir sem ég hef talað við í dag hafa átt leiðinlegan dag, er þetta að ganga?

Hvað er í andrúmsloftinu?  Af hverju eru sumir dagar handónýtir, frá byrjun til enda?

Ég fann að ég slappaði af rétt áðan og ég þurfti ekki að líta á klukkuna, það var kominn nýr dagur.

Í dag reif ég kjaft, var ókurteis amk. einu sinni, sparkaði í einn vegg (já vont) og hamraði eins og motherfucker með fingrunum á allar borðplötur sem á vegi mínum urðu.

ARG.

Ég má bara við einum svona degi í mánuði, ég er alki "for crying out loud", svo veik fyrir spennu.

Eins gott að ég er nokkuð jafnlynd oftast nær.

En varðandi þetta lið á ströndinni í Dubai, þá sagði heimildarmaður minn í þeirri borg mér að helvítis útlendingarnir 79 hafið glennt sig á ströndinni án trefla, látið sjást í ökkla og öxl, og einhverjir fóru úr peysunum.  Er það nema von að Dubaingunum sem misboðið.

Svona eru þessir útlendingar, kunna sig engan veginn.

Lalalalala lífið er ljúft.

Guði sé lof fyrir gullfiskaminnið.


mbl.is „Dónaskapur" á baðströndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ungfrú Skakklöpp

Beauty_Queen_thumb 

Eitt af mínum aðaláhugamálum eru fegurðarsamkeppnir.  Þar reynir á keppnisskap, snerpu, augnaháraflöggun, brosbreidd, nasavængjatitring, meiköpp, naglalengd og táraframleiðslu.  Við erum að tala um alvöru íþróttagrein hérna og ég fékk mér gervihnattardisk fyrir nokkrum árum til að geta elst við keppnisíþróttina um heim allan.

Og þeir voru að krýna sigurvegarann.  Á verðlaunapalli með gullið um hálsinn og farandbikarinn sem er staðsettur á höfði vinningshafans, stóð að þessu sinni fröken Venezúela.  Ég get sagt ykkur að þar er þessi íþróttagrein stunduð af miklum móð og ungar stúlkur settar í æfingabúðir við 6 ára aldur.  Öllu til kostað til að ná langt í greininni og gera Venúzelísku þjóðina stolta af sínum keppenda. 

En skammarverðlaunin í ár fær ungfrú USA.  Haldið ekki að stúlkan hafi fallið á rassinn bara sisvona? Hún getur ekki hafa komið vel undirbúin til leiks.  Svona keppendur sendir maður ekki á alþjóðleg íþróttamót.  Hér má sjá fallið.  Vítaverð framkoma þarna eins og þið hljótið að sjá.

Slúðursögur herma að ungfrúin skakklöpp hafi lent í lyfjaprófi í þessum milliriðli og mun það hafa alvarlega eftirmála ef eitthvað miður fallegt finnst í blóði hennar.

Ísland var ekki með, hvað er að?  Fer öll okkar orka í að keppa í bolta og ekkert til þessarar keppni sem krefst mikillar þjálfunar, úthalds og fallegs persónuleika sem greinilega er ekki týndur af trjánum.

Andskotan vitleysa.

Úje.


Úti eða inni - dauðir eða lifandi

Mig minnir að það hafi verið í janúar sem Björk Vilhelmsdóttir, Samfylkingu, kom í fréttir og tilkynnti um smáhýsin fyrir útigangsmenn og að það væri verið að finna þeim stað.

Svo varð valdaránið margfræga í borginni og íhaldið fer nú með formennsku í velferðarráði.

Þar hefur hvert klúðrið rekið annað og ekkert bólar á smáhýsunum fyrir þá verst settu á meðal okkar.

Mér finnst nógu slæmt að vita til þess að á Íslandi með 300.000 þús íbúa, sé fólk sem hvergi á heima en fær að hýrast í gistiskýlum fyrir náð og miskunn yfir blánóttina, þ.e. ef það er þá ekki orðið fullt þegar fólk ber að.

En við dásamlega fólkið, Íslendingarnir, ofurfólkið og undrabörnin, í viðskiptum, ríkust, best, fallegust, klárust af öllum getum ekki boðið upp á varanlega lausn fyrir þá sem ekki geta það sjálfir.

Það er svo andskoti leim. 

Getur kannski verið að áhuginn á þessum sérstaka hóp sé lítill sem enginn og það sé ekki að halda vöku fyrir þeim sem valdið hafa hvort þeir séu úti eða inni, dauðir eða lifandi?

En skv. þessari frétt er komin lausn í málið, tvö hús munu verða tilbúin í septemberlok, og tvö til viðbótar fyrir jól.  Var einhver að tala um hraða snigilsins?

Nú þegar hafa húsin verið tilbúin í að minnsta kosti ár.

I rest my case.

 


mbl.is Smáhýsi götufólksins bíða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Plebbalisti Jennýjar Önnu - varúð - ekki fyrir viðkvæma!

 duran11

Ég hef haft nógan tíma í dag til að hugsa.  Já, ég verð stundum lostin sterkri löngun til að nota heilabúið, þess á milli liggur það í algjörum dvala.

Og ég var að pæla í plebbisma.  Hvað mér finnst plebbalegt og að öðrum finnist ekki það sama og mér um málið.  Sumum finnst kannski eitthvað sem mér finnst hipp og kúl, algjörlega glatað.

Og hvað er plebbi, art.plebius(Devil), plebbaskapur?

Ég get nefnt dæmi um rakinn plebbisma.

Ef þú færð raðfullnægingar yfir lágu verði á grænum baunum og keyrir bæinn á enda til að nálgast baunadósina ertu sennilega plebbi.

Ef þú hrósar kjólnum vinkonunnar og hún segir; "takk bara 2000 kall í Hagkaup" eða þú dáist að garðsláttuvél nágrannans og hann svarar sömuleiðis; "takk bara 3000 karl í Ellingsen" þá ertu að tala við verðlagsplebba sem geta aldrei látið hjá líða að romsa upp úr sér góðum dílum.  Þeir setja merkimiða á lífið og þeir leita jafnvel  tilboða í útfarir þegar þeir missa náinn ástvin og deila útkomunni glaðir með erfisdrykkjusyrgendunum.

Og ef þú ferð á Þorrablót, þá ertu kannski í plebbahættu, þ.e. ef þú úðar í þig hákarli og sviðnum augum og heldur því fram að hvorutveggja kitli bragðlaukana og þig langi sífellt í meira.

Ef þú ert fyrstur í röðinni á öll svona endurkomusjó.  Ef þinn æðsti draumur er að Herman Hermit´s komi saman aftur og ef þú neitar að trúa að Presley sé dáinn eða þá Jim Morrison, þá erum við sennilega að tala um tónlistarplebba.

Ef þú ert karlmaður með líkhvíta loðna leggi í svörtum dralonsokkum, og þér finnst ekkert að því að ganga um á nærbuxunum og sokkunum fyrir framan elskuna þína, þá ertu vonlaus og veikur plebbi á lokastigi sjúkdómsins.

og að lokum, amk. að þessu sinni, ef þú grætur af söknuði eftir eitístískunni, bæði herðapúðum og hárgreiðslu, þá ertu sennilega staðnaður plebbi og mættir alveg fara að henda úr fataskápnum og sonna.

Meira seinna.

Bara góð sko.

Lögst í rannsóknir á snobbhæsnum.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.9.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 2988497

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband