Færsluflokkur: Lífstíll
Miðvikudagur, 23. júlí 2008
Þjófar og annað skítapakk
Ég er að flytja að heiman, bara sí svona. Svona geta hlutirnir gerst.
Matarboðið sem ég var með fór nú ekki alveg eins og ætlað var.
Elsta dóttirin og sú yngsta ásamt fjölskyldum voru að koma í mat. (Týnda miðbarnið ásamt barnabarni og manni enn í London).
Helga Björk, Björn og Jökull mættu á svæðið.
Leifsgötufjölskyldan hringdi í ofboði. Það var brotist inn í bílinn þeirra rétt á meðan þau brugðu sér inn að gera börnin klár fyrir boðið.
Veskinu hennar Söru var stolið og já bílinn var læstur og hún brá sér inn augnablik. Hliðarrúðan á bílnum möskuð.
Og þau eru að fara í hálfsmánaðarferð til Svíþjóðar í nótt. Skemmtilegt að lenda í svona.
Það er nokkurn veginn vitað hverjir voru að verki. Það skiptir ekki máli, tilfinningin að láta skemma og eyðileggja fyrir sér er vond.
Þannig að nú flytjum við húsband okkur á Leifsgötuna. Og gætum óðalsins næstu tvær vikunnar.
Matarboðið var haldið án fórnarlambanna en af því við erum svo frábær hérna í upphæðum, þá fórum við með allan matseðilinn á Leifsgötuna og gáfum þessum elskum að borða.
Jenný Una sagði: Amma, nú getir ég ekki sofað mjög lengi hjá ykkur. Ég ætla að sofa hjá farmor och farfar.
Og svo sagði hún bless.
Litli tækifærissinninn.
Og ég mun blogga af vettvangi á morgun.
Úr glæpagötunni, og sumir mega vara sig.
P.s. Flokkar maður innbrot og sollis undir "viðskipti og fjármál"?
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Miðvikudagur, 23. júlí 2008
Svo dúllulega sjálfhverft
Ég er að fara að halda matarboð í kvöld og ég hef alveg nóg að gera. Nóg til þess að vera ekki að blogga eins og mófó. En sumir dagar eru bara bloggdagar í æðra veldi. Það renna inn ástæður fyrir skrifum.
Ég skrifaði um húmorsleysi áðan varðandi auglýsingu Iceland Express og ég skil ekki hvað er að verða með húmorinn okkar Íslendinga fyrir sjálfum okkur. Ég er nefnilega á því að það sé einfaldlega ekki hægt að komast í gegnum lífið án sjálfsíróníu hæfilegs húmors fyrir hlutunum í kringum okkur.
Ég fór svo að undirbúa í eldhúsinu eins og sú eðalhúsmóðir sem ég er.
Þetta varð svo til þess að ég engdist úr hlátri alla leið upp á nýtt. Er verið að hafa mann að fífli?
Þegar Guðjón Bergmann, sá væni maður, skrifaði tilkynninguna um að hann væri ekki á leiðinni út í lönd, fannst mér það alveg hryllilega krúttlegt og auðvitað smá hallærislegt.
Ég gat að sjálfsögðu ekki sleppt tækifærinu og bloggaði um yfirlýsinguna eins og hún kom mér fyrir sjónir. Sjá hér.
Ég neita því hins vegar að hafa verið að ráðast með illkvittni að Guðjóni en ég hef ekki lesið nein önnur blogg um þetta svo ég muni. Það má því vel vera að fólk hafi verið eitthvað vont við karlinn, en ég sé ekkert að því að við gerum smá grín að hvort öðru í lífinu.
Ætli maður hafi ekki fengið sinn skammt og vel það og það sem meira er að í mínu tilfelli hef ég gert mig að fífli oftar en ég hef tölu á.
En Guðjóni er ekki hlátur í hug. Leiðinlegt.
Yfirlýsingin var svo dúllulega sjálfhverf eitthvað.
Písandpahappíness mæmen.
Miðvikudagur, 23. júlí 2008
Fjölleikahús Rigor Mortis
Það er bara eitt í þessu lífi sem við getum algjörlega haft á tæru en það er sú staðreynd að við endum öll lífið með sama hætti, við deyjum. Vá hvað mannkynið á margt sameiginlegt!
Ég hef stundum hugsað út í þetta með að deyja og svo iðnaðinn í kringum það.
Við verðum rosalega mikilvæg fyrir nokkur fyrirtæki í líkgreininni þegar við geispum. Sorglegt.
Líkkistusalar eru þeir einu sem fyrirsjáanlega munu ávallt búa við atvinnuöryggi, ekkert í sjónmáli sem bendir á samdrátt í þeirri grein.
Afgangurinn af manni verður mældur, kista valin sem kostar eins og meðal einbýlishús, jafnvel þó þú ætlir að kveikja í henni. Dýr sprek og allt það.
Svo eru það blómin, meiköppið á hylkinu, kistulagning, prestur og skemmtiatriði, húsnæði fyrir erfisdrykkju og allur pakkinn.
Svo er verið að tala um að fermingarveislur kosti peninga. Er erfisdrykkja ekki dálítið síðbúið partí fyrir hönd þess sem dó? Mér finnst gáfulegra að halda veislur meðan maður er enn á meðal oss til að taka þátt í þeim.
Mig langar ekki til að láta eftirlifendur, sem mér er tiltölulega hlýtt til, punga út stórum fjárhæðum til að koma mér í gagnið í fæðupýramídanum.
Ekki vil ég leggja inn á bók fyrir útförinni. Mér finnst það ógeðslega morbid. Peningar eiga að notast til að lifa af ekki til að deyja fyrir.
Ég vil láta taka af mér afganginn, brenna hann í einföldum og endurvinnanlegum umbúðum. Vil ekki að heilum skógarlundi sé fórnað af tilfeninu.
Mér hugnast sú tilhugsun að hverfa í reyk.
Síðan getur fólk haldið áfram að lifa lífinu sem best það getur, án sorgar og eftirsjár en væntanlega með mig sem góða minningu í hjartanu.
En ef væntanleg lík fara að vera með kröfur um að deyja á ódýran og einfaldan hátt, á eftir að hvína í Fjölleikahúsi Rigor Mortis, og ég sé það ekki gerast.
Þannig að ég gefst upp. Bissnessinn verður að lifa.
Þó við gerum það ekki.
Og svo má ekki gleyma minningargreinunum. Þeir sem hafa eitthvað fallegt við mann að segja, ættu að lufsast til að drífa í því á meðan maður heyrir, sér, finnur og gleðst. Annars eru líkurnar á að þú talir fyrir daufum eyrum í Mogganum.
![]() |
Líkhúsdvölin á við nótt á hóteli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 09:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Þriðjudagur, 22. júlí 2008
Heimskringla felldi mig
Suma daga ætti að meitla í stein. Hreinlega vegna þess að þeir eru ógleymanlegir fyrir margra hluta sakir.
Dagurinn í dag er svoleiðis dagur. Ekki í almanakískum skilningi, engin afmæli eða stórviðburðir, ónei, heldur lagði kvikindið sig svona.
Ég fékk tiltektarkast upp úr hádeginu og þegar ég fer af stað þá gerast hlutir.
Ég þvoði og skúraði og þvoði meira, blóðbunan stóð beinlínis aftan úr mér.
Og ég geng hraustlega til verks. Ég missti bók ofan á stóran glervasa sem stendur á gólfinu (Gusla systir mín gaf mér hann og mér þykir því vænt um þennan fyrrverandi skrautmun). Vasi fór í þúsund mola.
Og ég ryksjó, eins og beygingarsnillingurinn á einu dagblaðanna myndi orða það. Hún er ein af þeim sem drekkur mörg köff á dag og úðar í sig hóp af súkkulöðum. Sjitt hvað ég erfiðaði.
Svo tók ég stóru mottuna sem þekur góðan hluta stofugólfsins og snéri henni við. Til þess þurfti ég að færa þungt stofuborðið og ryksuga undir mottunni. Ég snéri svo mottuhelvítinu, bisaði borðinu á sinn stað til þess eins að komast að því að fíflið ég hafði snúið þessum risableðli í heilan hring. Ergo: Allt á sama stað. Ég endurtók aðgerð og var ekki að segja mjög fallega hluti á meðan.
Annars þarf ég að fara í bókahillurnar. Þori því tæpast því ég fékk Heimskringlu í hausinn þarna fyrir jólin sem endaði í því að ég féll í bindindinu. Löppin lagaðist ekki og ég fékk vöðvaslakandi og það endaði á 12 daga pillufylleríi. Ég gæti sagt að Heimskringla hafi fellt mig í edrúmennskunni (hún felldi mig í gólfið svo mikið er víst), en það væri ekki satt. Ég féll af því ég var ekki í nógu góðum málum.
En af því ég er svo frábær alki þá húrraðist ég strax inn á Vog.
Hvað er það með mig og bækur?
Úje og upp með húmorinn börnin góð. Það verður ekki á allt kosið alltaf.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 20:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
Þriðjudagur, 22. júlí 2008
..á Jamaica man
Mig hefur oft dreymt um að lenda í framandi landi, þegar ég flýg á mína venjulegu og hversdaglegu staði, eins og t.d. Köben. Að fara til Kaupmannahafnar er eins og að skreppa inn í Fossvog í kaffi til mömmu og pabba, tekur aðeins lengri tíma bara.
En ég elska þá borg.
Ég er líka fullkomlega og algjörlega ástfangin af minni elskuðu Svíþjóð, aðallega þó þegar ég á ekki heima þar. Var ekki alveg eins hrifin þegar ég bjó þar, sem von er. Það er bara kjaftæði að grasið sé ekki grænna hinum megin við lækinn, það segja þeir sem eru í hlekkjum heima hjá sér.
Merkilegt, mig langar alltaf þangað sem ég er ekki og þó er það ekki svo merkilegt, manni getur ekki langað þangað sem maður er staddur. Þorrí, þillí mí.
En að efninu. Það væri ekki leiðinlegt að vera með góðan pening og slatta af plasti og lenda á Bahamas eða í einhverju framandi landi sem er ekki með eitraðar köngulær. Jafnvel þó maður hafi í sakleysi sínu verið á leiðinni til Þórshafnar í gönguferð eða eitthvað alveg æsingarlaust.
Nú virðist þetta vera að ganga. Svíi frá Värmland var ásamt konu sinni á leið á ráðstefnu í Reykjavík en dummisen bókaði þau til Rijeka í Króatíu. Maðurinn keypti miðana á netinu og hélt að þetta væri skammstöfun á Borg Óttans. Rijeka - Reykjavík, ég get skilið manninn. Jeræt.
Og svo voru það velsku hjónin sem voru á leiðinni til Kanarí lentu í Tyrklandi. Kíktu ekki á brottfararspjöldin í lúkunum á sér.
Ég held að þetta sé hipp og kúl ferðamáti framtíðar. Þú bókar A og lendir B.
Þú kaupir miða til Englands og lendir á Jamaica man.
Kúl sjitt.
Úje
![]() |
Ætluðu til Reykjavíkur - lentu í Rijeka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 20. júlí 2008
Af skýjuðum himni og afmælisbrönsj
Ég er ekki ein af þeim sem hríslast um í spennu bíðandi eftir að sjá veðurspá dagsins og oftast er ég nokkuð sátt við það veður sem er vegna þess að ég annað er einfaldlega ekki í boði.
En ég varð pínu glöð áðan þegar ég sá að það ætti að þykkna upp í dag.
Ég er nefnilega orðin eins og sólþurrkaður tómatur að utan og innan.
Aðallega að innan þó því að utan er ég nokkuð "indjánísk" í útliti eftir sólböðin undanfarið. Það eru mínir frönsku duggaraættingjar sem skilið hafa eftir sig sporin í húðlitnum á mér.
Af því að ég er alin upp við árstíðir og snöggar veðrabreytingar þá fer mér að líða beinlínis illa ef sama veður helst of lengi í einu. Í gærkvöldi eftir þennan sólríka dag var ég nauðandi í veðurguðinum um að svissa yfir í rigningu og auðvitað var ég bænheyrð. Ég bið ykkur sóldýrkendur afsökunar.
Elsta barnabarnið mitt hann Jökull Bjarki, verður 14 ára á morgun og við erum á leiðinni í brönsj hjá væntanlegu afmælisbarni á eftir.
Jökklinn minn er frábær drengur, fallegur og góður. Svo er hann svo ári hæfileikaríkur drengurinn.
Hann var að klára I. stig í gítarnáminu sínu og brilleraði á prófunum í Hagaskóla.
Ég er heppin kona í öllu tilliti.
Góð bara.
Later.
P.s. Ég bið ykkur að kíkja á þetta gott fólk.
![]() |
Þykknar upp vestantil í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 19. júlí 2008
..sést ekki fyrir og dúndrast í vegg
Blásaklaus og yndisleg kíkti ég aðeins inn á Moggabloggið að gamni mínu, núna rétt í þessu.
Deginum hef ég eytt í sólbað og brauðbökun og mér leið eins og ég hefði keypt kjaftæðið í rómaðri bók sem heitir því fróma nafni: "Aðalaðandi er konan ánægð", en hún sló í gegn í USA á 6. áratugnum.
Þar sem ég í húsmóðuryndisleika mínum vippaði mér inn á vefinn svona rétt áður en ég fór í að verma inniskó eiginmannsins á ofninum og skafa pípuna hans, rakst ég á tvær færslur sem komu mér í brjálað skap.
Ég veit, ég veit, maður á ekki að láta kverúlanta úti í bæ pirra sig en stundum er heimóttarskapurinn svo yfirþyrmandi, plebbaskapurinn svo fyrirferðarmikill að ég sést ekki fyrir og dúndra mér í vegg.
Tveir Moggabloggarar eru ábúðarfullir vegna þeirrar fáheyrðu ósvífni að Dorrit skuli bjóða Mörtu Stewart í mat með þeim hjónakornum. Marta var sko dæmd fyrir eitthvað og þá má Dorrit greinilega ekki þekkja hana lengur af því hún er forsetafrú Íslands.
Halló, Marta á ekki upp á pallborðið hjá mér frekar en aðrir föndrarar í heiminum en kommon, má ekki bjóða henni í mat? Mega forsetahjónin ekki eiga vini nema að undangenginni lögreglurannsókn á viðkomandi? Ef konan væri hér í opinberri einkaheimsókn forsetans þá myndi ég örugglega garga mig hása, en það er fjandinn hafi það, lágmark að leyfa fólki að vera til á sínum eigin tíma.
Það mætti halda að við værum konungsríki og værum í stöðugum aðdáunarsleik yfir hallarbúum eins og þeir eru á Englandi. Með bókhald yfir hversu oft þeir pissa og kúka, ropa og fá sér te.
Stefán Friðrik skrifar lærðan pistil um forsetann og Mörtu, eins og hans er von og vísa. Ég segi ekki það sem ég er að hugsa núna. Sem er gott. Fyrir mig lagalega og fyrir Stefán tilfinningalega.
Og svo er það hinn frjálslyndi () Jón Magnússon, hann setur spurningamerki við hvort það sé passandi að Óli borði með Mörtu.
Verð ég eldri?
Varla ef þessi fíflagangur heldur áfram mikið lengur.
Ætli það væri minna hneyksli ef þau hefðu fengið sér kaffi á Hressó og ekkert með því?
ARG
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 18:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Laugardagur, 19. júlí 2008
Ekki menga út fyrir 200 mílur
Ég er þakklát fólkinu í Saving Iceland fyrir að koma og mótmæla álversframkvæmdum og annarri eyðileggingu á náttúru Íslands.
Ég er þakklát fyrir að það sé fólk utan Íslands sem gerir sér grein fyrir alvöru málsins.
Mér finnst ömurlegt að sjá fólk blogga um "skemmdarverkamenn" og að það eigi að henda þessu liði úr landi.
Ég hélt í einfeldni minni að allir Íslendingar væru með það á hreinu að það er langt í frá okkar einkamál hvernig farið er með náttúruna. Mengun af völdum stóriðju er vandamál heimsins og þar af leiðandi kemur fólki í öðrum löndum við hvað við erum að hafast að.
Það er ekki eins og mengunin sé með það á hreinu að hún megi ekki fokka upp andrúmsloftinu lengra en nemur 200 mílum! Meiri fíflagangurinn.
Ég legg til að við fylgjumst grannt með hvernig löggan tekur á þessu fólki sem ekki er að stöðva almenningssamgöngur (eins og trukkararnir) heldur beina mótmælum sínum í þessu tilfelli að framkvæmdunum í Helguvík.
Áfram Saving Iceland.
Takk enn og aftur fyrir mig.
![]() |
Mótmæli í Helguvík friðsamleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Föstudagur, 18. júlí 2008
Sendiboðinn skotinn - búmm pang
Flott rannsókn frá Dönum um að fólk sé orðið meðvitaðra um streitu. 37% Dana hafa einhvern tímann tilkynnt forföll úr vinnu vegna þess.
Og nú rannsökum við okkar einka stress hér og í kommentakerfinu. Mitt stress og svo ykkar.
Ég hef aldrei og mun aldrei tilkynna mig frá vinnu eða öðrum skuldbindingum vegna streitu. Ég er af gamla skólanum. Mér var kennt að allt sem ekki mældist á hitamæli vel yfir 37 á Celsíus væri þreyta og í versta falli aumingjaskapur. Þetta hefur fylgt mér út lífið upp á gott og vont.
Ég er hamingjusamlega ómeðvituð um ástandið þegar ég er stressuð. Kem alltaf af fjöllum þegar mér er bent á það og bregst illa við sendiboðanum og skýt hann á staðnum. Búmm pang. Ég átta mig fyrst þegar streitan hefur yfirgefið og þá fæ ég svona uppljómun, alveg, ókei ég var svona stressuð.
En ég veit að ég er undir álagi:
Þegar mjólkurfernan fer í kústaskápinn, fægiskóflan í ísskápinn og mistökin með mjólkina verða ljós einhverjum dögum síðar þegar lyktin er farin að minna á eitthvað sem hefur gefið upp öndina seint á síðustu öld.
Þegar ég man ekki kennitöluna mína þó líf mitt liggi við.
Þegar ég man ekki af hverju ég stend á ákveðnum stað í íbúðinni og verð að fara til baka á upphafsreit, muna það þá mögulega eða ekki.
Þegar ég man ekki nafnið á eiginmanninum og horfi á hann eins og ókunnugan mann og ég er að hugsa; hver er þetta aftur, asskoti kannast ég við hann (ok,ok,ok, næstum því).
Þegar ég tek upp símann til að hringja, man ekki hvert, legg á og man, lyfti og gleymi. Endurtekið svona 30 sinnum.
Ég er undir lífshættulegu álagi þegar ég gleymi að taka með mér sígaretturnar ef ég fer eitthvað.
Alvarlega en það getur ástand mitt ekki orðið, ég sver það. Hefur gerst einu sinni og ég reyndist vera í taugaáfalli.
Hvað ætli myndi gerast ef maður hringdi á skrifstofuna á mánudagsmorgni og segðist vera að drepast úr stressi og tilkynna forföll?
Ég veit hvað ég hefði hugsað fyrir nokkrum árum ef einhver hefði hringt í mig með svona afsökun fyrir fjarvistum. Ég hefði haldið að viðkomandi væri að grínast. Svo hefði ég sagt honum að haska sér í vinnuna og hætta þessu væli.
En ég er líka vond kona.
Cry me a river í boði hússins. Ljúft fyrir svefninn. Björk klikkar ekki.
![]() |
Fólk meðvitaðra um streitu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Föstudagur, 18. júlí 2008
Marínering dauðans
Það er ekki launungarmál að mér finnst gaman að versla. Fæ nærri því óeðlilega út úr því fyrirkomulagi. Já, ég leita mér hjálpa - seinna.
Og ég hélt í verslunarferð áðan með mínum heittelskaða sem sér um að skipta sér af ef honum finnst ég vera komin í annarlegt ástand. Ekki að það breyti neinu, ég sendi honum fokkmerki í huganum ef hann er eitthvað að tauta og veð einbeitt áfram með vagninn. Úje!
Ég veit ekki með ykkur en á sumrin er álíka erfitt og að ná í rjúpu fyrir jólin að ná sér í almennilegt kjöt sem ekki er búið að marínera í hallærislegum almúga grillvökva. Hunangs, barbíkjú, þurrkryddað og hvað þetta heitir allt saman, en liturinn á því er eins, sama hvað.
Ég æddi að kjötborðinu. Þar glitti ekki í eitt einasta heiðarlegt kótelettukvikindi sem ekki var búið að meðferða í helvítis maríneringu dauðans. Ég ætlaði að kaupa lærisneiðar í minn rétt og það lá við að það væri stofnaður leitarflokkur þarna í kjötborðinu til að finna naktar sneiðarnar undir öllu grillkjötsfjallinu. Starfsmaður í kjötborði dýfði sér hugrakkur undir fjallið og sjá; eftir mikinn barning bjargaði hann 4 eðlilegum lærisneiðum frá ógeðisfyrirkomulaginu.
Svo vantaði mig kúmen, mirjam og estragon. Halló Pottagaldrar lokið kofanum ef þið hafið ekki efni á glerbaukunum sem þið montuðuð ykkur með í upphafi. Þessar plastlufsur sem eru komnar í staðinn eru billegar í útliti og ég þori að hengja mig upp á að krydd geymist ekki vel í plasti. Eru allir á leið í meðalmennskuna bara? Pottagaldrar líka? Eins og þeir voru lengi promisssing. Jasvei.
Ef einhver kjötkaupmaður dettur hér inn plís muna að við erum ekki öll með sama meðaltalssmekkinn. Ef ég á annað borð grilla og marinera þá er það ég sem útbý það. Þetta nær ekki nokkurri átt að vera seldur undir grillsumarið mikla, sem btw verður stærra og stærra með hverju sumrinu sem líður og kjötfjallið ógurlega stækkar í fullu samræmi við það.
Oh það er svo erfitt að vera svona sérstakur eins og ég, but what can a woman do?
Þetta er friggings neytendahorn Jennýjar Önnu
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 2988496
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr