Færsluflokkur: Lífstíll
Miðvikudagur, 1. október 2008
Lít ég út fyrir að vera gula línan?
Hvernig er að vera kona, hugsaði ég áðan þegar ég fattaði að ég er ekki enn búin að ná því út á hvað það gengur og komin á rétt liðlega fimmtíuogeitthvað.
Já ég veit hvernig það er að vera líffræðilega kona. Var alveg viðstödd mitt líkamlega líf, ofast að minnsta kosti og ég er ekki algjör nóbreinier.
Það sagði einu sinni við mig maður að konur sæktust í þvegla, tuskur, skrúbba og bón.
Það væri þeim áskapað, genetískt og að sama skapi væru menn fæddir án þessa hreinlætisvörublætis.
Ég hef séð vinkonur mínar fá raðfullnægingar í hreinlætisvörudeildum stórmarkaðanna. Já ég gæti nefnt nöfn en ég geri það ekki. Nöfnin eru með lögfræðipróf og ekki gott að fá þau upp á móti sér.
Kona ein sem hefur gert heyrinkunnugt að henni finnist konur ekki eiga að vera á Alþingi eða í stjórnunarstörfum sagði að það væri vegna þess að konur hugsuðu í knipplingum, víravirki og annarri krúttvöru.
Bæði maðurinn með genetísku kenninguna og þessi kona eru ekki skoðanasystkini mín.
Þetta var ég nú að hugsa þar sem ég frussaðist áfram í andlegu blóði mínu og kvenleika með uppþvottabursta og ég brenndi á mér puttana. Heitt vatn er mjög heitt.
Hvað eru skýr merki um kvenleika?
Þegar ég var yngri þá var þetta nokkuð ljóst.
Kvenleiki var settur í samband við útroðna snyrtibuddu, falleg föt, háa hæla, bökunarhæfileika, eldunarfimi, handavinnu, barneignir, plástraálímingar, nefsnýtur, skeinerí, þvott, saumaklúbba (ég hef ekki alið aldur minn í slíkum samkundum bara svo það sé á hreinu), viðkvæmni, grátköst og sláturtökur og eilífa höfuðverki og túrablæðingar.
Hm.. hvar var ég, tók ekki þátt í þessu nema að mjög litlu leyti?
Þetta eru auðvitað mýtur, allar mínar vinkonur ásamt moi fóru á túr þetta 12 sinnum á ári (give or take). Sá sem lýgur stöðugum túrablæðingum upp á konuna sína er sjálfur með vandamál í neðra. Eitthvað lágt á honum risið. Æi dúllukrúttin.
Núna er þetta öðruvísi.
Hvernig öðruvísi spyrð þú og ég svara; lít ég út fyrir að vera gula línan?
Er það nema von að ég siti hérna og átti mig ekki á því hvort ég er að koma eða fara?
Ég er komin á byrjunarreit, ég veit ekkert hvern fjandann ég er að gera hérna sem kona.
Ég veit hvað ég er að gera sem manneskja.
Ég er komin til að bögga yður.
Farin út að hlaupa berfætt í Laugardalnum af því mér líður eins og ég sé í aðalhlutverki í tútappa auglýsingu.
UNAÐUR.
Djóhók.
Later, þegar ég er komin með svar og niðurstöðu.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Miðvikudagur, 1. október 2008
Nasdakk og Doddi Djóns
Það eru ákveðin forréttindi að vera bara jónajóns út í bæ.
Ég, til dæmis, er jónajóns út í bæ og hef þetta því frá fyrstu hendi.
Stundum hef ég velt því fyrir mér hvort það myndi ekki vera dásamlegt að eiga hauga af peningum og geta lifað áhyggjulaust í vellystingum.
Jú takk, vildi alveg prófa það ef einverjum björgúlfinum dytti í hug að gera á mér góðverk aldarinnar sem ég er ekki svo viss um að eigi eftir að gerast. En lengi er von á einum.
Og þá kem ég að forréttindum "litla fólksins" (aumkunarvert hugtak um venjulegt fólk af öllum stærðum og gerðum).
Þar er ég á heimavelli. Ég á ekki hlutabréf, ekki sparnað, ekki peninga á bókum sem bíða eftir því að verða notaðir í skelfilega merkilegum fjárfestingum, ó nei.
Eins og ég hef skrifað um áður þá var ég ekki í uppsveiflu né heldur finn ég neitt rosalega mikið fyrir niðursveiflunni, eða það hélt ég.
Umræðan er nefnilega farin að ná mér. Neikvæðniboðskapurinn um að allt sé að fara til helvítis síast inn í hausinn á okkur "litla fólkinu" og við verðum þunglynd, stressuð og svefnvana.
Ég vaknaði upp á mánudagsmorguninn sem vellríkur hluthafi í banka.
Mér skilst að ég sé búin að græða milljarða á þessum kaupum.
Líf mitt eins og ég þekki það er hins vegar óbreytt.
Ég reyni að láta peningana mína duga fyrir skuldum eins og ævinlega.
Það tekur daginn að tæma reikninga heimilisins og dreifa peningunum á rétta staði og svo heldur lífið áfram sinn vanagang. Afskaplega lítið dramatískt við bankaviðskipti kærleiksheimilisins. Eiginlega alveg hryllilega döll, því miður.
Nasdakk og Doddi Djóns eru ekki heimilisvinir hér. Veit ekki einu sinni hvernig þeir líta út félagarnir.
Svo held ég áfram að berjast við að sníða af mér skapgerðargallana sem eru nokkuð margir og svo áset ég mér að vera góð við þá sem mér þykir vænt um og þeir eru líka margir.
Þegar upp er staðið þá er niðurstaðan í raun klisjukennd.
Ég er heppin og ágætlega sett.
Mér líður bara nokkuð vel miðað við allt þetta fólk sem nú er að tapa sparnaðinum sínum. Venjulegt heiðarlegt fólk sem leggur fyrir hefur verið rænt með einu eða tveimur pennastrikum.
Mér finnst það sárt.
Fyrir nú utan það að mig langar ekkert til að eiga banka eða í banka.
Það á að vera fólk í því sem kann til verka.
Í dag einset ég mér að lesa ekki fleiri bömmerfréttir um fjármálaástandið.
Óke, ég get ekki staðið við það en ég ætla svo sannarlega að leggja mikið á mig til að láta þetta ekki ná mér enn frekar.
Farin út að reykja - í helvítis úlpunni.
![]() |
Sjóðir Glitnis opnaðir á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 09:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Þriðjudagur, 30. september 2008
Úlputerror
Brrrrrrrrrrrrr veturinn er kominn. Gaman samt, en það er búið að vera kalt í dag.
Varðandi kulda þá dettur mér í hug að úlpur eru góðar til að klæða sig í þegar kalt er.
Só?
Það er nefnilega þannig að þetta er úlpufærsla. Úlpur hafa verið örlagavaldur í lífi mínu og enn er ekki lát á.
Ég þoli ekki úlpur. Ég veit vart ljótari klæðnað nema ef vera skyldu bomsur og bleyjur fyrir fullorðna.
Þegar ég var ellefu fékk ég þessa forláta kuldaúlpu, þ.e. forráðamenn mínir voru svona líka glaðir með þetta bláa útblásna fyrirbæri sem gerði mig að litlu ellefu ára Michelinbarni.
Í úlpufjandann skyldi ég með góðu eða illu. Þarna gerðist eitthvað. Einhver aðkenning að gelgju og mér blæddi undan ofbeldinu sem beindist að líkama mínum en ég var hlýðin og klæddi mig í úlpuna. Þegar ég var komin að Meló klæddi ég mig úr henni og faldi undir steinahrúgu.
Og var svo að deyja úr kulda úti í frímó. Lúkkið var allt hjá litla Michelinbarninu.
Svo leið og beið. Úlpurnar voru komnar til að vera.
Konur í úlpum klæða af sér allan elegans. Já fáið þið kast, þetta er mín síða og ég segi það sem mér finnst.
Systur mínar eru líka úlpuhatarar eins og ég. Úlpurnar með skinnkantinum á hettunni, bæði síðar og stuttar voru skírðar bangsaúlpur af okkur og þróuðust síðan út í að vera kallaðar bomsuúlpur. Þær voru svo helvíti bomsu-eitthvað.
Ég man eftir því þegar maður sá flottar konur í þröngum pilsum um hné, stígvélum eða hælaskóm og í friggings mittisúlpunni við, að það gerði manni hluti.
Ekki var það minna sárt fyrir fegurðarskynið þegar maður sá flotta stráka í Klúbbnum og rakst síðan á þá fyrir utan í úlpufjandanum, það var törnoff sem entist ævina út.
Ég man líka eftir því lettdáni sem fólst í því að fara á ball með spariskóna í poka. Ekki að það sé ekki skiljanlegt vegna veðráttu en það er eitthvað svo lítið hipp og kúl að vera með skóna í poka.
Það er ekki hægt að vera með sannfærandi attjúd íklæddur í bomsur. Ekki frekar en þú sláir fólk sem fótnett og glæsileg í viðkomandi ógeðisskóm.
En það er útidúr. Ástæðan fyrir þessu úlpuflippi er sá að Sara dóttir mín var að gefa mér eina bosmamikla, hnésíða og með hettu.
Ég byrjaði á því að hugsa henni þegjandi þörfina en þakkaði fyrir með hundshaus.
Síðan hef ég farið í henni út að reykja, út að ganga, að vísu eftir myrkur og mér hefur aldrei verið svona hlýtt.
Ég lít út eins og fífl í flíkinni en það er í lagi, ég er hálfgert fífl hvort sem er.
Ég sé mig og Hljómsveitina í anda þegar við steðjum í leikhúsið í vetur.
Ég í dragtinni, hælaskónum og friggings úlpunni.
Hljómsveit með hauspoka en...
Þá má með sanni segja að ég sé loksins orðin fullorðin.
![]() |
Víða éljagangur og hálka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 30. september 2008
"Ekkert sérstakt"
Geir Haarde ræddi "ekkert sérstakt" við Björgúlf Thor á fundi í Stjórnarráðinu í gærkvöldi ásamt bankastjórum Landsbankans.
Davíð kom svo á ríkisstjórnarfund í morgun.
Sko, Geir notar gjarnan tækifærið og spjallar við Björgúlf Thor þegar hann er á landinu.
Og eins og við vitum þá hittir hann Davíð og strákana um helgar alveg reglulega og það eru ekki krísufundir.
Ég trúi Geir alveg gjörsamlega. Ekki vafi í mínum huga, maðurinn er að segja satt. Eins og hann á vanda til.
Munchausen karlinn, snædd þú hjarta og meððí bara.
Hmprmf
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Þriðjudagur, 30. september 2008
Afsakið á meðan ég garga af þækklæti
Sumir réttlæta ósannandi í alls kyns myndum. Það heita hvítar lygar, sem er auðvitað rangnefni, lygar eru subbulegar og meira út í brúnt.
Ég veit þetta, alkinn í neyslu lýgur þannig að það stendur útúr honum lygabunan.
Af hverju? Ég veit það ekki, sennilega vegna þess að hann er í stöðugri vörn, reynir að flikka upp á ruglástandið og kaupa sér fresti.
Er það réttlætanlegt? Nei, auðvitað ekki, þess vegna fer maður í að taka til í lygakompunni og loka henni síðan og henda lyklinum.
En það er ekki þess vegna sem ég skrifa þessa færslu.
Ég rakst á þetta blogg frá Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur, hvar hún réttlætir ósannindin í Lalla Logsuðu og Geir Haarde.
Ef þeir hefðu ekki logið blablabla þá hefði bankinn hrunið og sóandsó allt í tómu helvítis tjóni bara.
Ergó: Við ættum að þakka þeim fyrir þetta mönnunum að verja okkur fyrir oss sjálfum. Vér þurfum raunveruleikann í dropatali.
Afsakið á meðan ég garga af þakklæti.
Borgarfulltrúinn hefur kannski aldrei heyrt þessa gullvægu speki:
Þegar þú hefur ekkert að segja, þá er best að þegja?
Sennilega ekki.
Er það ekki dæmigert fyrir jakkafötin að geta ekki stillt sig um að blaðra í viðtölum og ljúga eins og alki í dauðateygjunum í staðinn fyrir að láta ekki taka við sig viðtöl fyrr en staðreyndirnar liggja á borðinu?
Og er það ekki líka dæmigert fyrir fólk sem er OFANÍ kjötkötlunum að réttlæta lygaþvæluna og færa fyrir henni rök?
Sveiattann.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þriðjudagur, 30. september 2008
Buisy, buisy day
Úff, framundan er bissí, bissí dei.
Ég kíkti á stjörnuspána og að vanda smellpassar hún við dagskrá þessa þriðjudags.

Lífstíll | Breytt s.d. kl. 09:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 29. september 2008
Ég sofnaði í lýðræðisríki
Ég sofnaði í lýðræðisríki
Svohljóðandi bréf frá Hallgrími Helgasyni fer eins og eldur um sinu um netheima:
Kæru viðtakendur.
Atburðir morgunsins segja manni að hér starfi hvorki þing né ríkisstjórn. Eitt stærsta fyrirtæki landsins er þjóðnýtt í nafni ríkisstjórnar Íslands en forsætisráðherra er ekki í aðalhlutverki heldur situr í farþegasætinu og fjármálaráðherra í aftursætinu ... Og Alþingi er einhverstaðar víðs fjarri. Bara hóað í nokkra þingmenn til að vera vitni að aðgerðinni.
Hver fer með æðsta vald á Íslandi?
Ein stærsta aðgerð okkar daga er framkvæmd án umræðu, án sýnilegrar aðildar annars ríkisstjórnarflokkanna. Hvar er Samfylkingin? Í Bandaríkjunum hefur umræða um svipaða aðgerð staðið látlaust í tíu daga. Fyrir opnum tjöldum. Hér er allt í leyni. Og svo er ákvörðun tekin af ... já, af hverjum? - á lokuðum fundi seint um nótt. Minnir óneitanlega á aðra stóra ákvörðun, sem tveir menn tóku fyrir nokkrum árum.
Til hvers vorum við að kjósa fyrir rúmu ári síðan?
Geir gufaði endanlega upp sem forsætisráðherra um helgina. Hér er hvorki starfandi þing né ríkisstjórn. Við erum bara með Seðlabankastjóra, sem ræður, og Silfur Egils, fyrir umræðuna.
Svo bætast við sögur um að Glitnir hefði beðið um aðstoð Seðlabanka í síðustu viku en DO neitað honum um það, nema hann fengi að yfirtaka bankann. Davíð yfirtekur banka Baugs ... Hversu traustvekjandi aðgerð er það? Ekki mjög, eftir að stjórnarformaður Glitnis talar í viðtali við Stöð 2 eins og bankanum hafi verið rænt af sér. Á meðan birtist viðskiptaráðherra dreyrrauður í viðtali við sömu stöð og talar eins og hlutlaus áhorfandi. Með þessu er ríkisstjórnin að sýna að hún lætur ekki banka fara í þrot. Hann hefði fremur átt að segja: Með þessu sjáum við að Samfylkingin hefur engin áhrif í ríkisstjórn sem að auki er í vasa Seðlabankastjóra.
Í hádegisfréttum RUV sagði svo Davíð: Seðlabankanum verður svo bætt þetta upp með ákvörðun Alþingis, væntanlega. Já, væntanlega. Hver ræður á Íslandi í dag?
Ég get ekki betur séð en að ríkisstjórnin sé ónýt. Seðlabankinn hefur eignast 75% hlut í henni.
Ég sofnaði í lýðræðisríki í gærkvöldi en vaknaði í konungsríki í morgun.
Með kveðju - HH
Mánudagur, 29. september 2008
Að elska sig á Fésbók
Ég er ekki á Fésbók. Ég hef ekki einu sinni skoðað umhverfið þar vegna þess að ég held að þetta sé meira fyrir ungt fólk, annars veit ég ekki afturenda um það.
Eitt er að minnsta kosti á hreinu, 100 milljónir manna eru með prófíl inni á bókinni.
Margar vinkonur mínar og dætur. Nánast hver einasti kjaftur sem maður þekkir.
En ég þekki enga sjálfsdýrkendur persónulega. Ekki svona alvöru að minnsta kosti.
Þekki reyndar fólk sem heldur reglulegar sjálfshátíðir en það er bara krúttlegt. Fólk sem tryllist úr gleði og hamingju þegar það hittir sjálft sig fyrir.
Sko einfaldasta leiðin til að þekkja úr sjálfsdýrkendurna fram að þessu hefur verið að fylgjast með þeim horfa í spegil. Þeir verða alltaf yfirkomnir af ást og aðdáun á eigin persónu og enda með því fara í heví sleik við sjálfan sig.
Jájá.
Hinir eiginlegu narsissistar eru hins vegar margir á Fésinu samkvæmt þessari rannsókn.
Þeir birta fjölda fegrandi mynda af sjálfum sér, smá kynferðislegar og svona.
Þeir eiga ógeðslega mikið af vinum og nú dettur mér í hug einn lögfræðingur, karlkyns sem er með óteljandi vini á bókinn. Svo er mér sagt og nei, ég nefni engin nöfn.
Í viðtengingu segir orðrétt:
"Rannsóknin var gerð við Háskólann í Georgíu. Í ljós kom, að auðvelt var að bera kennsl á sjálfsdýrkendur meðal félaga á Facebook. Það voru þeir sem töldu flesta vinina og birtu opinskáustu myndirnar (oft kynferðislegar).
Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar nota sjálfsdýrkendur samskiptavefi til að auka sjálfstraust sitt og hækka stöðu sína. Þeir þrífast best þegar öðrum fellur vel við þá strax við fyrstu kynni, og markmið þeirra er að virðast hafa leiðtogahæfileika, vera spennandi og kynferðislega aðlaðandi. Sjálfsdýrkendur telja sig einstaka."
Og:
"Almennt eru þeir lítið gefnir fyrir að mynda hlý, langvarandi og náin tengsl. Þeim er meira í mun að virðast svalir, vinsælir og dómínerandi, sagði Buffardi."
Nú verð ég eiginlega að skrá mig á bókina. Ég er nefnilega að drepast úr forvitni. Mig langar að máta liðið þarna inni við upptalninguna hér að ofan.
Úje, þetta er nú eitthvað bitastætt. Maður getur ekki velt sér upp úr fjármálafarsanum 24/7.
Þetta er svokölluð pása í fréttum dagsins. Ég er komin upp til að anda.
Ég kem að vörmu.
Er farin að pikka út sjálfsdýrkendur.
Ég - um mig - frá mér - til mín.
Narsissistinn.
![]() |
Sjálfsdýrkendur þrífast á Facebook |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 14:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Mánudagur, 29. september 2008
Nikótínafturbatapíka
Ég hef bloggað eins og líf mitt liggi við um reikingabönn heimsins. Ég vissi ekki hvert ég ætlaði þegar reykingarbannið á skemmtistöðum og kaffihúsum gekk í gegn í hitteðfyrra. Samt er ég á því að það venjist ágætlega að þurfa ekki að sitja í reykmekki þegar ég fer út á meðal fólks. En það er ekki alveg pointið er það?
Þegar bannið skall á þá heyrðist ekki píp úr frelsishorninu sem annars er fullskipað hægri mönnum sem hafa talað sig græna í framan fyrir súlustöðum og refsilausu vændi svo dæmi séu tekin.
Merkilegur andskoti, sumt er í lagi að banna.
Eftir að ég flutti fyrir rúmum hálfum mánuði hef ég minnkað reykingar um svona 80% og stelst ekki lengur til að reykja inni. Það má því með sanni segja að ég stefni hraðbyri í verða afskaplega ábyrgur nikótínfíkill sem er dedd á því að hætta að reykja.
Ég er því ekki með persónulegar áhyggjur af reykingamöguleikum framtíðar það er bara eitthvað sjúklega rangt við að ríkið skuli selja tóbak með annarri og ofsækja svo kaupendurnar með hinni.
Nú vilja læknar að tóbak verði afgreitt gegn framvísun lyfseðils, eftir 10 ár og í mínum bókum eru 10 ár hérna hinum megin við götuna nánast. Tíminn veður áfram.
Ríkið selur brennivín og hagnast á því. Það er vitað að fjöldi fólks misnotar áfengi og heilu fjölskyldurnar eru í sárum vegna þess er þá ekki lag að hafa sama háttinn á þar?
Þú færð lyfseðil á bjórinn.
Munurinn er nákvæmlega enginn. Bæði áfengi og tóbak eru stórir skaðvaldar í heilsufari manna í hinum vestræna heimi.
Ég er hætt í búsinu og ég stefni að því að verða nikótínafturbatapíka innan skamms. Þannig að ég hef ekki stórkostlegar áhyggjur af því hvaða form verður haft á dreifingu hinna löglegu fíkniefna í framtíðinni.
En ég spyr svona í framhaldi af þessu; hvað segja frelsispostularnir við þessum hugmyndum?
Ekkert ?
Ha?
![]() |
Tóbak verði aðeins afgreitt gegn lyfseðli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 08:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Sunnudagur, 28. september 2008
DD át kökuna mína!
Í gær var hér fullt af skemmtilegu fólki.
Það var mikið hlegið og svo voru sumir sem gúffuðu í sig innflutningsgjöfinni sem HÚN kom með fyrir okkur húsband. Hugsið ykkur móralinn. Alveg: Ég ætla að gefa vinkonu minni þessa girnilegu frönsku súkkulaðiköku af því mig langar ógeðslega í hana og hef ekkert borðað í allan dag.
Ég er ekki að spauga. Svona vini á ég. Hvað hef ég gert til að verðskulda þetta hvíta hyski? DJÓK, ég á bestu vini í heimi. Já þetta var hún DD.
Jabb.
Og hér var Jenný Una Eriksdóttir ásamt bróður sínum honum Hrafni Óla sem skríður um allt á maganum eins og ormur og ryksugar allt upp af gólfinu. Dúllubarn!
Jenný Una varð hér eftir og ætlaði að sofa hjá okkur en eftir kvöldmatinn tók hún skyndilega þá ákvörðun að sofa heima. Það var auðsótt mál og Hljómsveitin keyrði prinsessuna heim.
Þegar hún var á leið út kallaði sú þriggja ára yfir öxlina á sér:
Amma, villtu hringja í FORELDRANA mína og láta vita að ég kemur heim!
Halló, hvað ertu gömul barn guðs og lifandi?
Næst heldur hún ábyggilega fyrirlestur fyrir mig um nýjungar í skammtafræðinni.
Í gær var hún svo að bisa við að teikna eitthvað og hún var ekki ánægð með afraksturinn.
Ég get ekki gert´etta, þett´er VONLAUST!
Jájá við hér við hirðina verðum að vera gætin í tali þegar sumir eru viðstaddir.
Allir út að hlaupa á meðan ætla ég að reykja mér til vansa.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 19:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 2988477
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr