Færsluflokkur: Lífstíll
Miðvikudagur, 26. ágúst 2009
Íslenska leiðin - "the en-word"
Þegar íslenskir stjórnmálamenn eru króaðir út í horn eins og SER þá er viðkvæðið alltaf það sama.
Ég gerði mistök... EN (eins og núna, ég neytti víns EN fann ekki á mér. Leim).
Væri ekki hægt að klippa "enið" aftanaf og segja: Ég gerði mistök. Punktur Basta.
Bankarnir hrundu, guð blessi Ísland, við gerðum smá mistök EN það var heimskreppa.
En, en, en. Þvílík ábyrgðarfælni í gangi á þessu landi hjá stjórnvöldum.
Mér finnast mistökin hans Sigmundar Ernis ekkert stórkostlega alvarleg varðandi rauðvínsþambið, að minnsta kosti ekkert til að setja neyðarlög út af.
Í besta falli eru þau hallærislegt dómgreindarleysi.
Það er hins vegar erfiðara að horfa fram hjá því að maðurinn var að borða og drekka með MP-banka.
Þar er hann kominn á hálan ís.
En í leiðinni fýsir mig að vita hvort alþingsmenn séu í því svona almennt og yfirleitt að væna og dæna með bönkum og öðrum fjármálastofnunum?
Mér dettur ekki í hug að það sé bara SER sem það hefur gert.
Og í Þórs nafni leynifélagsfrömuðir og ofstækismenn.
Farið nú ekki í að alkahólistavæða þingmanninn af ykkar alkunna spekingsskap og "sérfræðikunnáttu" og veina; meðferð, meðferð.
Fólk drekkur aktjúallí stundum á röngum stað og stund án þess að vera í þörf fyrir slopp.
Þetta segi ég sem útúrmeðferðuð með þriggja ára edrúmennsku á mínu fagra baki.
Á eigin vegum með stuðningi fólks sem svipað er ástatt um en engu helvítis heilagleika kjaftæði með innblöndun guðs, Billa og Bobs.
Ég hef heldur enga löngun til að breyta neinum öðrum en sjálfri mér og ætla að vera fullkomlega ábyrg á lífi mínu jafnt á góðum tímum og slæmum.
Enda það i och för sig ærið verkefni að vasast í eigin breyskleika.
Þar kem ég sko ekki að tómum kofanum, börnin mín södd og sæl.
Næsta mál á dagskrá takk.
Jamm.
Fékk sér léttvín með mat | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Miðvikudagur, 26. ágúst 2009
og þar kom að því að ég bloggaði um fótbolta
Ég hata úlpur og fótbolta.
Skömm að þessu, en mér gæti ekki verið meira sama um gengi stelpnanna "ykkar" þó auðvitað hugsi ég hlýlega til þessara valkyrja.
En að kenna dómara um þegar illa gengur er ekki stórkvenlegt og mikið þroskamerki.
Hvað þá að lýsa eftir ákveðnum líkamspörtum á milli fóta dómarans sem þá væntanlega gefur honum aukið vægi í djobbinu.
Dómarahæfnina er þá að finna í tittlingnum eða hvað?
"Ég vil fá dómara með typpi!", sagði bálreið íslensk landsliðskona eftir leikinn í gær þar sem þær töpuðu fyrir Frakklandi.
Málið er að kvennaíþróttir hafa ætíð verið settar skör lægra en karla þó nú sé sem betur fer að verða breyting þar á.
Það er því í hæsta máta ósmekklegt með tilliti til þessa að kyn dómarans sé gert að umtalsefni.
Ég hef húmor í allan fjandann.
En þarna er bullandi kvenfyrirlitning í gangi hjá kvennaliðinu.
Og mér stekkur ekki bros.
Í guðanna bænum segið ekki að þetta sé skiljanlegt í hita leiksins og blablabla.
Ég gef ekki aur fyrir svoleiðis röksemdafærslu.
Og þar kom að því að ég bloggaði um fótbolta.
EM: Ég vil dómara með typpi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 09:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Þriðjudagur, 25. ágúst 2009
Bestasta forsetafrúin
Ég var laumuaðdáandi Dorritar.
Þangað til á Olimpíuleikunum í fyrra að ég gerðist öflugur og yfirlýstur aðdáandi hennar, þ.e. ég kom út úr skartgripahvelfingunni og bloggaði um hana aftur og aftur í öflugu krúttkasti.
Hún var svo mikið krútt með fánann í Kína.
Hún borgaði líka fyrir sig sjálf og það hefðu margir, eins og eiginmaður menntamálaráðherrans fyrrverandi mátt gera, þá var nefnilega útrásin enn í fullu gildi (héldum við) og hann hjá Kaupþingi.
Svo sagði hún að Ísland væri stórasta land í heimi.
Þá kolféll ég fyrir þessari konu.
Viðurkenni reyndar að þegar hjónin rifust í blaðaviðtali fór ég aðeins niður fyrir frostmark í hrifningunni en áttaði mig svo á því að Dorrit lagði sitt lóð á vogarskálarnar gagnvart minni genetísku óbeit á konungum og forsetum en ég tel svoleiðis fyrirkomulög vera smáborgaralega tímaskekkju.
Viðtalið skoraði nefnilega hátt á aulahrollsskalanum. Manni langaði alveg til að það væru engin forsetahjón á skerinu á því mómenti.
En Dorrit er vel tengd. Það er ekki kjaftur sem er eitthvað í peninga- og listaheiminum sem hún þekkir ekki.
Fólk skal ekki vanmeta framlag þessarar konu gagnvart Íslendingum.
Ég meina allt þetta þekkta lið hleður á sig skartgripum þar er Dorrit á heimavelli og hún hefur komið mörgum listamanninum til aðstoðar.
Ég er á því að leggja niður forsetaembættið enda er það bölvaður ekkisens hégómi og svo má ráða Dorrit til PR-starfa og almennra reddinga.
Og hér er ég ekki að grínast. Þessi kona hefur verið okkur betri en enginn.
Dorrit er bestasta forsetafrúin sem við höfum átt til þessa.
Það má viðurkennast hvað sem fólki annars finnst um eiginmanninn víðförla.
Áfram Dorrit.
Meiningin var annars að blogga um ökklann eða eyrað í viðhorfi fólks til Dorritar áður en ég missti mig í mæringarnar.
Hvar er hin hófsama lína fólks í skoðunum á fólki eins og Dorrit?
Konan sem talað er við í fréttinni missir sig af hrifningu og þakklæti.
Aðrir fá nánast hjartastopp af neikvæðni bara við að heyra nafni hennar hvíslað.
Halló - höldum okkur í hófsemdinni (jájá, ég hef nefnlilega svo mikið efni á að prédika þar).
Úje.
Dorrit fékk Kate Winslet | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 18:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þriðjudagur, 25. ágúst 2009
Jeimíólíveravæðingin er að drepa mig -hjálp!
Svei mér þá það er aldrei hægt að halda neinu á krúttstiginu til langframa.
Þegar Jamie Oliver var með þættina sína "The naked chef" elskaði ég að horfa á þennan krúttmola sem eldaði í eigin eldhúsi og var létt manískur við eldavélina.
Sagði "wicked" og "beautiful" í öðru hvoru orði, hryllilega þmámæltur og bauð hersingum af vinum í mat og manni leið eins og einum boðsgestanna.
Svo var maðurinn fjölþjóðnýttur og núna er hann stofnun.
Nú má ekki setja kartöflu í pott í Bretaveldi öðruvísi en að fá Jamie til að koma að elduninni.
Þú getur ekki keypt þér ausu í búsáhaldabúðinni án þess að því sé logið að þér að Jamie hafi einmitt notað svona og að ausukvikindið sé "wicked".
Krúttelimentið er löngu farið veg allrar veraldar.
Þetta er svona svipað og með íslenska leikara.
Einkum gamanleikara.
Ef þeir slá í gegn þá eru þeir notaðir í allt árum saman þar til ekki er orðið líft fyrir þeim. Framboðið algjört og eftirspurnin engin.
Þeir eru notaðir í auglýsingar, í hvert einasta hlutverk sem kemur á fjalir, í sjónvarp eða hvar sem er þangað til að manni verður óglatt við að heyra nafnið þeirra hvað þá meira.
Alltaf verið að veðja á "the sure thing".
Dæmi á hraðbergi máli mínu til stuðnings:
Aldraða ofurbarnið Sveppi sem leikur barn fyrir hádegi og krúttlegan stríðnispúka með rafbyssur í öðrum þætti á kvöldin. Halló, algjör sveppavæðing hefur átt sér stað. Ég fæ útbrot í orðsins örugstu.
Jón Gnarr endalaust allsstaðar. Mér finnst hann alveg góður af og til en hefur einhverjum dottið í hug að framleiða auglýsingu án hans? Viss um að hún myndi vekja alveg súperathygli vegna fjarveru mannsins.
Sama með nætur- dag- og kvöldvaktina (eða hvað það nú heitir).
Einn var góður þá er gerð andskotans þáttaröð sem mun örugglega teygja sig út öldina.
Þetta lið ætti að taka Ladda til fyrirmyndar. Hann lætur sig hverfa reglulega til að hlaða batteríin.
Ég nenni ekki að telja upp fleiri dæmi um ofnotkun á sama fólkinu.
Gæti nefnt Hilmi Snæ sem mér fannst ótrúlega góður í fyrstu milljón skiptin í ÖLLUM íslenskum bíómyndum og ÖLLUM verkum í leikhúsum til sjávar og sveita en ég sleppi því. Urrrrrr!
Að tala um að ofgera. Ómægodd og ésú á fjallinu.
Við sem eigum svo mikið af hæfileikafólki.
Það er bókstaflega búið að jeimíólivera alla stéttina.
Arg.
Þessi færsla er í boði Icesave. Allur pirringur mun héðan í frá skrifast á þann ófögnuð nema einstaka sinnum á Hannes Hólmstein sem er næst mest annoying fyrirbæri sem ég man eftir í bráð.
Jamie Oliver færir út kvíarnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Mánudagur, 24. ágúst 2009
"Hvað eruð þið að fara með mig spikfeita á ball"?
Það er auðvitað snarklikkað að brosa út í annað við lestur þessarar "fréttar".
Sérsök sæti hafa verið sett upp í neðanjarðarkerfi Sao Paulo í Brasilíu fyrir offitusjúklinga.
Auðvitað er ekkert fyndið við þetta heilsufarsvandamál en ég fór bara að hugsa um allan fitumóralinn sem hefur verið landlægur hjá mér, systrum mínum og vinkonum í gegnum tíðina oftast án minnstu ástæðu.
2 kg. yfir og konur leggjast í þunglyndi. Skilaboðin hafa náð okkur. Konan skal vera grindhoruð.
Svo fór ég að hugsa um alla orkuna sem hefur farið í fitubömmera.
Ég tók þetta ansi langt, átröskun og allan pakkann.
Mjóslegin átti ég til að ráðast að systrum mínum þegar við vorum á leið í Klúbbinn í denn og hrópa ásakandi röddu:
"Hvað eruð þið að fara með mig spikfeita á ball"!
Eða allar pælingarnar hjá okkur stelpunum; er ég feit í þessu? Er rassinn á mér ógeðslega stór?
Er ég feitari en sóandsó? Svarið var alltaf nei. Þá braust út móðursýki: Ég er víst feit þú villt bara ekki segja mér það og áfram og áfram og endalausar fitupælingar.
Þetta gekk síðan yfir til dætra okkar.
Ein dóttir kom heim úr skóla og spurði systur sína sakleysislega hvort kexið væri búið.
Hún fékk örvæntingaróp til svars og var spurð hvort það væri verið að gefa í skyn hvort hún væri feit!
Þegar við skoðum síðan myndirnar af okkur aftur í tímann sjáum við okkur til mikillar furðu að ef eitthvað var þá vorum við í grennra laginu.
Innrætingin skelfileg.
En af hverju blogga ég um þetta?
Jú ég get svarið það að á þessum árum hefði ég tekið það algjörlega til mín ef offitusjúklingasæti hefðu verið sett upp í strætó svo ég taki dæmi.
Ég hefði verið þess fullviss að sætin væru framleidd með mig í huga.
Djísúss.
Blá sæti fyrir feita | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 23. ágúst 2009
Á pari með Mússólíni eða Móður Theresu?
Ég er búin að horfa á innanhússmyndband Kaupþings aftur og aftur.
Það er hér fyrir neðan en það hefur farið eins og eldur í sinu um netheima og víða um heim.
Sem er auðvitað ekkert undarlegt þegar bandið er skoðað.
Þetta myndband fyllir mig óhug.
Ég veit að það er kannski ekki pólitískt rétt að segja upphátt það sem mér finnst en af því ég er á skjön og ská þá læt ég það fjúka.
Þetta myndband er uppbyggt eins og áróður í mynd frá Hitlers-Þýskalandi eða frá Ítalíu Mússólínis.
Guðakomplexinn og mikilmennskubrjálæðið nær nýjum hæðum.
Boðskapurinn augljós:
Kaupþing getur allt.
"Kaupthinking" er að hugsa öðru vísi og hærra, við getum allt.
Kennedy, Martin Luther King og móðir Theresa eru sum af þeim stómennum sem sýnd eru í myndbandinu.
Ergó: Kaupþingsfólkið er á pari með mikilmennum sögunnar.
Mér finnst hins vegar þeir vera á pari við þekktustu oflætissjúklinga mannkyns.
Er það nema von að illa hafi farið og að íslenska þjóðin sitji nú uppi með afleiðingar geðveikinnar og oflætisins.
Eftir því sem ég horfi oftar á þetta sönnunargagn vitfirrts mikilmennskubrjálæðis og græðgi þá fyllist ég æ meiri óhug.
Því þetta getur allt endurtekið sig.
Sú staðreynd að hvorki eftirlitsstofnanir eða stjórnvöld stöðvuðu geðveikina gerir mig skelfingu lostna.
Aldrei aftur.
Vona ég.
Gamalt Kaupþingsmyndskeið vekur athygli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Sunnudagur, 23. ágúst 2009
Eins gott að vera bara fullur
Erill var uppstrílaður á djamminu á menningarnótt.
Sem verður að ómenningarnótt um miðnættið eins og allir vita.
Mér finnst reyndar dálítið kómískt og sorglegt hversu auðvelt það er að fylla bæinn á menningarnótt og Gay Pride og, og, og, en algjörlega vonlaust að draga kjaft út úr húsi til að mótmæla öllu því ranglæti sem við höfum verið beitt síðan allt hrundi.
Ég ætla ekkert að vera neikvæð, fólk má alveg hafa gaman.
Nema Erill sjálfur auðvitað enda á hann fyrir löngu að vera farinn í meðferð helvítið á honum.
En að öðru máli, eða myndbandi sem gengur nú ljósum logum um netheima og hefur með mögulegt "fyllerí" að gera en það er myndbandið af Sigmundi Erni Rúnarssyni í ræðustól Alþingis þarna á fimmtudagskvöldið þegar ríkisábyrgðin var rædd út í hörgul.
Sko, ég drekk ekki áfengi og er ekki í Samfylkingunni þannig að ég hef engra hagsmuna að gæta, en ef maðurinn var búinn að fá sér neðan í því og þurfti svo óforvarendis að fara í ræðustól, er það þá svona skelfilegt?
Auðvitað á fólk ekki að drekka í vinnunni en það er ekki eins og það hafi ekki gerst áður að menn séu slompaðir á þinginu.
Og á fundum í borginni og svona.
Frusssssssssssssssssssssss
Við nefnum engin nöfn.
En í alvöru þá hef ég lúmskt gaman af sumum bloggurum sem ná ekki upp í nefið á sér af hneykslun.
Hvað má þá segja um allt þetta lið sem er EDRÚ í ræðustól þessa dagana, röflar út í eitt og talar fyrir þingtíðindi af því það heldur að það sé að skrifa sig inn í Íslandsöguna með kjaftæðinu í sér?
Svei mér þá það kæmi betur út fyrir þetta lið að vera á felgunni.
Til að geta sagt seinna: Úps, rosalega er ég þvælinn og leiðinlegur (þingmaður sko) með víni.
Eins gott að ég var bara fullur.
100 þúsund í miðborginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Laugardagur, 22. ágúst 2009
Lofttónleikar í þá tíð
Það er eitthvað svo ótrúlega plebblalegt, aumkunarvert nánast og í leiðinni ótrúlega fyndið að sjá fullorðið fólk spila á þykjustunni hljóðfæri.
Svo ég tali nú ekki um að keppa í greininni.
Aulahrollur alla leið niður í tær hjá undirritaðri en samt smá krúttlegt.
Ég man eftir böllum í Glaumbæ, Tjarnarbúð og víðar þegar strákarnir "dönsuðu" við stelpur en þær voru eiginlega leikmunir því þeir stóðu alveg intúitt á miðju gólfi í eigin heimi og með lokuð augun og spiluðu á luftgítar.
Sumir trommuðu, með tunguna út í annað munnvikið og vönduðu sig svakalega.
Þetta kostaði geðveikisleg hlátursköst hjá okkur vinkonunum.
Einu sinni sællar minningar var ég í minni elskuðu Tjarnarbúð og þar var heilt "band" á gólfinu með lofthljóðfæri.
Þeir voru svo ábúðarfullir að ég hef þá enn grunaða um að hafa æft og allt eins og í alvöru hljómsveit.
Við vinkonurnar görguðum úr hlátri en á þessum árum hlógum við eins og mótorbátar, hikstuðum, skríktum og æptum og vorum algjörlega óþolandi.
Hljóðið sem við frömdum hafði ekkert með lofthljóð að gera því píkuskrækirnir smugu inn í merg og bein.
Hvað um það, eftir að hafa dregið loftbandið sundur og saman í háði, af því við héldum að það væri svo hipp og kúl þá biðu þessir lofttónlistarmenn eða vonnabís í skjóli nætur og hentu okkur í Tjörnina þegar við komum út.
Ofbeldi segi ég og ég ætla ekki að lýsa fyrir ykkur útlitinu á uppstrílaðri mér þegar ég kom í "land" með tægjur í hárinu, sefgras og annan gróður.
Ég mæli ekki með að ganga of langt í fíflagangi og stríðni.
Því sumir hafa einfaldlega engan húmor fyrir sjálfum sér.
En þaðan sem ég sit núna og horfi til baka þá get ég allt að því skilið þessa strákfjanda.
En bara allt að því.
Leikinn með luftgítar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 22. ágúst 2009
Helvítis fokking fokk og áfram kennari!
Þeim þætti í mér sem hefur gaman að fólki sem setur sig á þverveginn við einu og öðru og steinþegir ekki yfir skoðunum sínum, tekur alveg ofan fyrir þessum kennara sem er í uppreisn gegn menntatráði borgarinnar og því sem hann kallar verksmiðjuvæðingu skólastarfsins.
Það kom nefnilega hópur af stimpilklukkufólki til að kenna á eitt stykki svoleiðis.
Kennaranum finnst þetta tímaeyðsla og niðurlægjandi skilaboð til kennara, að það sé stórmál fyrir þá að læra að halda utan um tímann sinn.
Ég er í raun algjörlega sammála manninum.
Rebellinn í mér skríkir líka af kátínu yfir að maðurinn skuli segja fokk jú við ráðið á heimasíðu sinni.
En..
Ég er líka mamma og amma og veit ekki alveg hvað mér finnst um fokkjúið frá þeim sjónarhóli séð.
Hef alltaf haft ákveðnar hugmyndir um kennara og hvernig þeir eigi að haga máli sínu.
Ég vann reyndar sem kennari (réttindalaus offkors) bæði með námi í Svíþjóð og svo tók ég sænskukennslu að mér í tveimur skólum í denn vegna skorts á kennurum í faginu.
Ég lofaði sjálfum mér og börnunum að þetta skyldi ég aldrei gera aftur, það er ekki nóg að kunna fagið sem kenna á, maður verður að vita eitthvað um kennslu.
Og ykkur að segja sökkaði ég sem kennari. Sagði mér samstundis upp í huganum um miðjan vetur og lofaði guði að koma aldrei nálægt uppfræðslu barna aftur.
Ég held ég sé svolítið gamaldags í viðhorfi mínu til kennara.
Þeir voru reyndar guðir (eða djöflar) í mínu ungdæmi. Ósnertanlegar verur sem töluðu við okkur að ofan.
Ég er nú bara að hugsa upphátt hérna og ætlaði að fara að segja að kennarar ættu ekkert að fokkjúast í máli, myndum eða á prenti, en á meðan ég skrifaði þá rann það upp fyrir mér að mér finnst bara ekkert að því svo fremi sem þeir tali ekki svona við nemendurna.
Íslendingar hafa nefnilega góðar og gildar ástæður fyrir að segja (öskra) fokk, helvítis fokking fokk!
Og ég skil þennan kennara vel að verða pirraður þegar einhverjir pólitíkusar í menntaráði koma og halda að þeir hafi fundið upp hjólið (klukkuna) og ætla að fara að kenna fólki að haga sér. Fólki sem hefur getað gert hlutina hjálparlaust hingað til.
Helvítis fokking fokk og áfram kennari.
Uppreisn gegn stimpilklukku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 22. ágúst 2009
Hva - audda reddast etta
Össur Skarpi segir að fyrirvararnir við Icesave-samninginn hljóti að halda.
Hljóti? Halló!
Fólk hefur lagst til svefns með þá trú að það hljóti að vakna daginn eftir.
Við vitum nú hversu haldlítil sú trú er í mörgum tilfellum.
Við Íslendingar höfum haft að einkunnarorðum í gegnum árin að þetta muni reddast.
Í þetta skiptið verðum við að hafna þeirri trú enda hefur það sýnst sig að það reddast ekkert af því bara.
Skotheldir fyrirvarar eru algjört lágmark.
Ég held að ég fari og fái mér sígarettu.
Okei, það mun ekki klikka nema að ég detti dauð niður á leiðinni út í smók.
Fyrirvararnir hljóta að halda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr