Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Lífstíll

Of breysk fyrir þennan heim fullkomnunar

flirting 

Kannski er svo fyrir okkur komið að við verðum að fá skammtinn okkar af krúttfréttum í öllu þessu kraðaki af neikvæðni.

Bara gaman. 

Ég þekki hins vegar mann sem fór að heiman með seðlaveskið sitt og kom heim með nýja konu og ekkert veski.

Konan hans, sú sem fyrir sat á bekk og beið hans þakkaði sínum sæla fyrir að vandamálið með karlasnann leystist svona líka þægilega og áreynslulaust og sendi þeirri sem tók við jólagjafir í mörg ár á eftir.

Alveg þangað til að sú fékk fyrir sig afleysingu til langframa.

Já, ég þekki stórbilað fólk en það er best að taka það fram að þessi maður var útlendingur í útlöndum því svona ógeðsframkomu stunda íslenskir karlmenn ekki.  Það vitum við vel.

En þetta snýst um að fara að heiman með eitthvað og skipta því síðan út eða bæta við.

Fara út með hundinn og koma heim með önd.

Sem ég myndi auðvitað matreiða á stundinni enda endur og annar gargfénaður ekki til nýtni hæfur nema á diski með grænmeti, kartöflum og dassi af sósu.

Hér á kærleiks förum (fórum) við reglulega að heiman með tómar kókflöskur úr plasti offkors.

Og komum heim flöskulaus með peninga.

En ég er ekki nógu græn verandi VG því allt þetta ár eftir að kreppa hófst greip mig kæruleysisbrjálæði og nú hendi ég öllu flísefni í flöskuformi beint í ruslið og ég stend í forherðingu minni og það hreinlega rignir upp í nefið á mér.

Og af því ég veit að það er alls ekkert hipp og kúl að haga mér eins og hvítt hyski í umhverfismálum, þá fæ ég einhverra hluta vegna rosalegt kikk út úr þessari losunarathöfn á flísefni í fjárhagslega herptum heimi.

Alveg: Jei, hvað það er gaman að gera hluti sem sökka biggtæm og sussusussu má ekki.

Svona er fyrir mér komið.

Það er af sem áður var, þegar ég hefði gefið alla útlimi fyrir að vera pólískt rétthugsandi.

Þetta er síðgelgja ég sver það.

Fyrirgefðu umhverfisráðherra.

Hvað get ég sagt?

Ætli ég sé ekki of breysk fyrir þennan heim algjörrar fullkomnunar?

Hmprf...

En hér má sjá ágætis húsráð fyrir þá sem vilja ganga skrefinu lengra í verndun jarðar.

Sápa fer ógeðslega illa með náttúruna.


mbl.is Út að viðra hundinn og kom heim með önd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram stelpur!

Kona sem skarar fram úr á ótrúlegan hátt í íþróttum getur auðvitað ekki verið kona í alvörunni.

Hún bara hlýtur að vera karlmaður í dulargerfi.

En karlmenn eru hæfara kynið samkvæmt sumum sem hafa fáfræðina og fordómana að leiðarljósi og lifa samkvæmt þessum eiginleikum.

Þeir segja að íþróttakonan Caster sé svo karlmannleg.

Halló, hafa þeir ekki séð fimleikamenn og aðra karlmenn sem stunda fínlegri íþróttir?

Þeir eru engar testesterónhetjur dragandi karlmennskuna eftir sér í druslum.

Á fólk nú að fara að rífa niður um sig fyrir framan dómarana?

Skemmtilegt eða hitt þó heldur.

Hvað með þennan náugna sem hleypur hraðar en hljóðið, þessi sem heimurinn stendur á öndinni yfir þessa dagana?

Er hann ekki bara dama í dulargerfi?

Caster, gó görl.


mbl.is Fordæmir rannsóknir á kynferði hlaupakonu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætla ekki að baka mér refsiábyrgð

Í Kastljósi kvöldsins fengum við innsýn í mikilmennskubrjálæði og siðblindu bankadólgana.

Þarna sat Hreiðar Már Sigurðsson og hafði ekki gert nokkurn skapaðan hlut af sér.

Ó, best að hafa þetta rétt, eitthvað smáræði hafði honum orðið á, en það var svo lítið að hann dvaldi ekki við það.

Svo var hann stórlyndur.  Hann bað hluthafa og starfsfólk bankans afsökunar.

Hann sá ekki að hann skuldaði íslensku þjóðinni afsökunarbeiðni.

Enda kannski eins gott - ég myndi ekki vilja sjá hana.

En hann var svo vinsamlegur þessi snillingur að ráðleggja vegna skuldavanda heimilana.  Takk.

Síðan ég horfði á viðtalið hef ég upplifað allan neikvæðari helming tilfinningaskalans.

Ekki hefði ég getað verið í sporum Sigmars - ég útskýri það ekki nánar.

Ætla ekki að baka mér refsiábyrgð það er á hreinu.

Getur þessi tegund atgervis ekki búið til stóran SPEKILEKA til bjargar íslensku þjóðinni?

Heimurinn bíður.

Við höfum fengið nóg.

Eða hvað?

Ég sá að einhver var að fabúlera um tjöru og fiður.

Neh, hvorutveggja allt of dýrt í kreppunni.


mbl.is Annarra að biðjast afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varúð - ekki fyrir viðkvæma!

 Þessir menn eru ekki 50 centa virði.

Mig langar ekkert til að garga mig hása hérna!

Nei, nei.


Viskuþurrð og vitflótti

Það þarf svo sem enga rannsókn til að segja okkur að orðstír Íslands sé í frjálsu falli.  Það sér hvert barn.

Ég held að það líði laangur tími þar til íslenska þjóðarsálin getur leyft sér að horfa stolt framan í heiminn.

Ekki að við almenningur höfum eitthvað til saka unnið, síður en svo en bankadólgarnir og stjórnvöld lögðu landið og fólkið undir í græðgi sinni og oflæti.

Svo er það þetta með fólksflóttann.

Spekilekann margumtalaða.

Ég þoli ekki þetta orð "spekileki" þó það megi að sjálfsögðu nota það í rapp og rím.

Speki er ágætt íslenskt orð.

Spekingur er flott.  Ég t.d. er spekingur mikill en það vita bara allt of fáir að því. Mig vantar almannatengil.

Leki er orð sem á ekki upp á mitt pallborð (pallborð?  Hvað er að?).

Það er nefnilega þannig á Íslandi í dag að leki í meiningunni að koma nauðsynlegum upplýsingum út til fólks er farið að fá á sig leiðinda blæ.

Reyndar ættu persónur og lekendur að fá fálkaorðuna þá fyrst yrði hún þó einhvers virði.

Leki stendur líka fyrir að blotna í fæturna í mínum haus.

Vatnsleiki er vondur.

Manni verður kalt og þarf að byrja að ausa.

Hvað get ég gert að því þó orð fái svona merkingar í hausnum á mér?

Nei, ég reyki ekki kannabis, er svona klikkuð á eigin safa.

Hafiði aldrei orðið fyrir því að íbúðin er farin á flot og parketið festist við lappirnar á ykkur þegar þig stígið alsaklaus fram úr rúminu á morgnana?

Ekki?  Þá hafið þið ekki lifað.

Þess vegna vil ég skipta út spekilekanum og nota í staðinn viskuþurrð eða vitflótta.

Út með spekilekann.

Svo er heldur alls ekkert víst að viskubrunnarnir fari úr landi.

Kannski bara hvítflibbaglæpamenn.

Bjartsýn?

Jább, ég heldi nú það börnin mín á galeiðunni.

Og í dag er haustið formlegt á þessari síðu.

Blogga á morgun um frábæru Sveppabókina sem var að koma út.

Allir út að týna.


mbl.is Vörumerkið Ísland stórskaddað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar voru allir?

 bæn

Ég tengi algjörlega við Katy Perry hérna.

Hún lá á bæn þegar hún var barn og grátbað guð um að gefa sér stór brjóst.

Ég var að vísu að biðja um aðra hluti þegar ég var lítil (minni).

Í fyrsta lagi bað ég heitt og innilega um að guð myndi láta einhvern vilja giftast mér en ég var alveg viss um að enginn maður vildi þekkjast mig út af freknunum.

Vá hvað guð svaraði og svaraði og svaraði.  Vona að hann sé hættur að bænheyra.  Ég kæri mig ekki um fleiri eiginmenn.

Þess vegna segi ég, "be careful what you wish for" guð gæti verið í stuði.

En svona í framhaldi af því þá fékk ég bakþanka eftir að hafa talað við guð um eiginmannsvandræði framtíðarinnar.

Af því ég var níu ára og vissi að hjón sváfu í sama herbergi þá stóð ég frammi fyrir ógnarstóru vandamáli.

Hvernig átti ég að skjótast úr fötum í náttföt?

Maðurinn myndi örugglega vera á sama tíma í herbergi og gera mér það ókleyft.

Vá, hvað þetta vafðist fyrir mér.

Ég henti mér því á bæn aftur og bað hann um stórt baðherbergi sem ég gæti skotist inn í.

Ég var alveg búin að teikna þetta í höfðinu á mér. 

En það sorglega er að ég hafi verið svona uppfull af innrætingu strax í barnæsku.

Það hvarflaði ekki að mér eitt augnablik að það væri hægt að lifa lífinu án eiginmanns.

Ha?

Ég var sorglegt barn.

Hvar voru allir sem áttu að kenna mér að hugsa?

Hmrpf....


mbl.is Bað Guð um stærri brjóst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spekileki hvað?

Það er bara rífandi gangur hjá Embætti sérstaks saksóknara.

16 sérfræðingar á fullu og nú er flutt í nýtt og stærra húsnæði.

En samt þá hef ég þá tilfinningu að það þurfi gott betur en stórt húsnæði.

Ég held að það þurfi heilt þorp gott ef ekki borg til að ná utan um glæpina.

Svo margir og stórir eru þeir.  Enda ekki smámál að blóðmjólka heila þjóð þó fámenn sé.

Svo er Gulli Þórðar tuðandi í ræðustól.

Með áhyggjur af að það fáist ekki hæft fólk ef launin fara ekki yfir milljón á mánuði.

Halló, enn er þetta fólk ekki búið að ná því að tími ofurlaunanna er liðinn.

Enn er trúin á græðgina í fullu gildi hjá sumum.

Spekileki hvern andskotann?

Ef liðið með spekina er allt að kafna úr græðgi þá getur það bara farið.

Ég trúi að það sé fullt af ærlegum manneskjum á Íslandi sem er ekki með græðgislefuna lekandi út úr munnvikunum.

Allsstaðar í þjóðfélaginu.


mbl.is Saksóknari í nýjum húsakynnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf bílpróf á Doddabíla?

 

Pabbi vinkonu minnar átti Trabant.

Við fórum út úr bænum í berjamó og svona á krúttmolanum.

Vitið þið að það var sagt um Trabantinn að ef hann beyglaðist þá þyrfti bara að setja heitt straujárn á viðkomandi beyglu og vola, allt komið í lag aftur.

Ég hef svona nostalgíuást á Trabbanum.

Samt þótti lúðalegt að eiga Trabant í æsku minni þó það væri alls ekki algengt að fólk ætti heimilisbíl.

Strákarnir í Verkó görguðu úr hlátri yfir plastbílnum. Alveg: Hí á Trabantinn.  Drusla, drusla!  Helvítin á þeim, ég vona að þeir hafi allir misst bílprófið.

Afi minn átti sko alvöru bíl, rauðan Skoda Oktavíu.

Hann (afi) var stórhættulegur í umferðinni var alveg: Lalalala ég er einn í heiminum, frá, frá, Fúsa (Guðmundi) liggur á.

Við hlið hans sat frú Jenný Andrea amma mín og gargaði úr hræðslu.

Ómæ, það voru ljúfir tímar.

Ég er eiginlega dedd á því að fá mér rafknúinn Trabba.

Ætli maður þurfi nokkuð að hafa bílpróf á svona Doddabíl?

Umferðarlögregla: Here I come.


mbl.is Næsti Trabbi verður rafbíll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maria Greta í máli og myndum og smá auglýsing

Fyrir 31 ári fékk ég þessa örmannesku í hendurnar.

ammó1

Hún heitir María Greta Einarsdóttir og er miðstelpan mín.

Við fórum á stofu með hana í ljósmyndun til að festa kraftaverkið á filmu.

ammó

Núna býr hún í London og við söknum hennar sárt einkum á þessum degi.

Elsku Maya okkar, innilega til hamingju með daginn þinn frá okkur á kærleiks.

ammó3

Svo verð ég að setja inn þessa mynd sem lýsir henni dóttur minni betur en nokkur orð geta gert.  Hér er mynd af henni sem tekin var núna í júlí en eins og sjá má eru gemsarnir tveir.  Busy, busy woman.  Krúttkast.

ammó2

Og af því ég er komin á persónulegu nóturnar þá vantar Steinunni Ólínu vinkonu minni barnapíu til L.A.

Steinunn Ólína leitar eftir barngóðri heilbrigðri manneskju/au pair til að passa börn í San Diego frá 1. september til 1.des. 2009 ca.40-45 stundir á viku. Laun samkv.Au Pair samningum, sér herbergi, yndæl börn, góður matur og frábært veður í boði.
Þarf að kunna á bíl og hafa gaman af því að vera á róló!

áhugasamir sendi fyrirspurnir á steinunnolina@mac.com

Eru ekki allar heilbrigðar barnelskar manneskjur æstar í að komast í sólina og lífi í San Diego?

Njótið dagsins krakkar mínir.

Við sjáumst að vörmu.

Krúttkveðjur frá mér.


Niður með skeifuna

einmana hjörtu

Vei, nú getur allt þráhyggjuliðið sem neitar að horfast í augu við að það er búið að dömpa því glaðst ógurlega.

Allir þekkja ábyggilega einhvern sem getur ekki sætt sig við að sambandið sé búið.

Æi, þið vitið, eins og vinkonan sem hringir í þig á laugardagskvöldum og hefur gert síðast liðinn 15 ár eða svo til að velta sér upp úr því af hverju eiginmaðurinn fór frá henni.

Notar sömu dramatíkina, upphrópanirnar og ekkasogin sem hún var með þegar það gerðist.

Hún sefur enn með speedo-sundskýluna hans undir kinninni sem er glæpur út af fyrir sig enda þær löngu komnar úr tísku.

Hún grætur ósiðina sem hún hataði þegar þau voru saman.  Hana verkjar eftir fatahrúgunum, brauðmylsnunni á gólfinu og opnum tannkremstúbum til að trampa á þegar hún kemur fram á morgnana með stírurnar í augunum.

Hún hefur engu gleymt.

Og þú, sem ert með þá skoðun að vinkonan ætti enn að vera að halda upp á að hafa losnað við helvítið, með blöðrum, kampavíni, rellum og fánum getur gargað úr leiðindum en hlustar samt vegna þess að þú elskar hana þrátt fyrir helvítis þráhyggjuna.

Þetta dæmi um að geta ekki sleppt hörmungunum í lífinu, að halda þeim á lífi, vökva og vernda þær til að geta haldið áfram að þjást:

Það getur drepið mig.

Ég hef svo sem verið þarna en ég tek það fram að allt svona hefur gengið hratt yfir hjá mér enda nóg annað að skoða og lífið er svo skemmtilegt.

Svo er auðvitað sá möguleiki fyrir hendi að ég sé tilfinningalaus og ekkert bíti á mig.  Jamm. 

Auðvitað ætla ég ekkert nánar út í það að fara að gefa færi á eigin heimsku þannig að hér tölum við í staðinn um annarra manna vitleysisgang sem er mun skemmtilegra offkors.

Núna er hægt að fara inn á vefsíðu og þar geturðu lært að vinna hjarta þíns fyrrverandi aftur.

Er ég að blogga um þetta?

Langar mig til að gubba og rífa af mér hárið svona beisíklí núna?

Það lítur út fyrir það.  Mikið rosalega er ég skemmd en fallega skemmd eins og mér var tjáð um daginn.

Jæja, ég ætla að opna vefsíðu.

Fyrir þá sem nenna ekki að vera stöðugt með skeifuna uppi.

Meira um það á morgun.

Úje og súmítúðebón.


mbl.is Fróðleg heimasíða: Að vinna hjarta þíns fyrrverandi aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband