Færsluflokkur: Lífstíll
Fimmtudagur, 25. desember 2008
Oliver
Oliver óskar ykkur gleðilegra jóla.
http://www.facebook.com/video/video.php?v=58870145024
Og Oliver býður upp á eitt í viðbót.
http://www.facebook.com/home.php#/video/video.php?v=58869860024
Krúhúttkrampi.
Sjáumst á morgun.
Jólakram og kreist.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 23. desember 2008
Hefur konan aldrei séð gangandi barn?
Ég er ofboðslega upptekin.
Svo mikilvæg í hinu stóra samhengi alheimsins.
Jabb, ég veit það, ég er hógværðin holdi klædd.
Lítill drengur er eins árs í dag, hann heitir Hrafn Óli (a.k.a. Lilleman) og hann er yngsta barnabarnið mitt.
Hann er bróðir hennar Jennýjar Unu og þau systkinin eyða jólunum heima hjá farfar og farmor í Svíþjóð.
Hrafn Óli byrjaði að ganga í gær til að það væri hægt að færa það til bókar að hann hefði hafið gönguna FYRIR afmælið sitt.
Móðirin veinaði af aðdáun þegar barnið tók á rás og Lilleman horfði á hana undrunaraugum alveg svona:
"Hefur konan aldrei séð gangandi barn?"
Yngsta dóttir mín velur skemmtilega daga til barneigna.
Þorláksmessu og daginn fyrir gamlársdag!
Ef hún eignast hið þriðja þá kemur það væntanlega á aðfanga- eða jóladag.
En ég knúsa þessa litlu krúttsprengju í huganum.
Farin í búð.
Fyrir jól, fyrir jól, fyrir jól.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Mánudagur, 22. desember 2008
Fyrir jól, fyrir jól, fyrir jól
Á morgun er minn uppáhaldsdagur á árinu.
Mikið skemmtilegri dagur en jólin sjálf.
Það er svo hátíðlegt að hlusta á jólakveðjurnar á Gufunni.
En þessi dagur hefur undanfarin ár verið mengaður fyrir mér af skötuétandi nágrönnum með sjúklegan smekk á illa lyktandi kvikindinu sem gerir skötu hins almenna manns að unaðslegum lyktargjafa.
Þið getið reiknað út líðanina.
Nú er ég flutt og mér sýnist að mínir eðlu nágrannar séu venjulegt fólk sem ekki nefi vill illt.
Ég bíð spennt að sjá hvort þau standi undir væntingum.
Annars er ég búin að klára eiginlega allt sem ég þarf að gera fyrir jól, fyrir jól, fyrir jól.
Ég segi ykkur þetta til að þið spyrjið mig ekki þessarar spurningar sem mér er verulega illa við.
Á morgun ætla ungir jafnaðarmenn að bjóða upp á súpu til að vekja athygli á stöðu ungs fólks í kreppunni.
Takk ungir jafnaðarmenn fyrir að bjóða ungu fólki upp á mat en ekki hræ.
Fyrirgefið skötuelskandi Íslendingar en ég skil ykkur ekki og þarf heldur ekkert að gera það.
Ég er að dissa ykkur með þessu skötutali, ég veit það, en þetta er mín síða og ég er í baneitruðu jólaskapi.
Leik við hvern minn fingur og hjala eins og geðgóður vögguböggull.
Farin að reykja elskurnar.
Falalalalalala
![]() |
Súpa hjá jafnaðarmönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 22. desember 2008
They aim to please
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti og
Dorrit Moussaieff, forsetafrú buðu "skríl" í kaffi og ég sá að Dorrit var með útlimagleði á höfuðbúnað hjá einum gesta sinna.
Hvað um það.
They aim to please.
![]() |
Ólafur og Dorrit buðu mótmælendum upp á kaffi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Sunnudagur, 21. desember 2008
Mínir fjölmörgu eiginmenn
Ég var að tékka svona í hálfgerðu bríaríi á mest lesnu fréttunum á Mogganum.
"Gifta sig í janúar" sá ég að fyrirsögnin hét og ég hugsaði; Vá, þarna er einhver selbiti í útlöndum að gifta sig og hverjum er ekki sama?
Úbs hugsaði ég svo því mjög mörgum er greinilega ekki sama því hellingur af fólki veður inn á svona fréttir.
Það er þetta með fyrirsagnirnar. Þær selja.
Ég gat ekki stillt mig og ég kíkti. Fergie einhver tónlistarkona sem ég þekki hvorki haus né sporð á er að fara að gifta sig í janúar. Só?
Karl Lagerfeldt er að hanna á hana brúðarkjól og hann á að vera bæði dýr og dásamlegur því þau hjónaleysin hafa lýst því yfir að ætla bara að gifta sig einu sinni.
Halló, er ekki í lagi á heimilinu?
Hvaða nörd kemur með svona yfirlýsingar og það á fyrsta brúðkaupi?
Nú hef ég gift mig ótal sinnum og í hvert einasta skipti sem ég rauk upp að altarinu hugsaði ég; Þetta ætla ég að endurtaka eins fljótt og nokkur kostur er.
Og ég stóð við það.
Annars var ég að hugsa um að koma með jólabók á næsta ári.
Hún á að heita "Mínir fjölmörgu eiginmenn" hvar ég fer í saumana á því hvernig hægt er að giftast mörgum úrvalsmönnum og skipta reglulega yfir í nýjan þeim og mér til ómældrar gleði.
Hvaða konu dreymir ekki um að verða kvenlegur Kristmann Guðmundsson?
Ha?
Annars er ég góð bara.
Fór með Helgu minni í stórmarkaðsferð (við nefnum engin nöfn) og við höluðum inn birgðir fyrir jólahátíðina.
Fyrir jól, fyrir jól, fyrir jól.
![]() |
Gifta sig í janúar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 20. desember 2008
Með jólaljós í hárinu
Ég skrapp niður á Laugaveg áðan til að kaupa eina jólagjöf og það var frábær stemming þessa stuttu stund sem ég stoppaði þar.
Það var kannski vegna þess að ég var þar, ég er ein risastór stemmingsbredda þegar hér er komið sögu og ég var með blikkandi jólaseríu í hárinu.
Ekki lítið augnayndi.
Ég var í kaffiboði heima hjá frumburði í dag og þar á meðal góðra gesta var Jenný Una að taka upp einn jólapakka frá Heggufrænkusín og Jöklafrændasín af því þetta var kveðjuveisla fyrir fjölskylduna hennar, þau eru að fara til Svíþjóðar að halda jólin.
Ástæða þessa kjaftavaðals í mér sko er tilkominn vegna þess að þegar ég horfði á barnið reyna að slíta sig í gegnum pakkninguna á leikfanginu og sá að það var ekki vinnandi vegur að það tækist hjá henni á þessum jólum, fór ég að hugsa um hvaða illgjarni nörd það var sem hannaði leikfangapakkningarnar sem notaðar eru í nútímanum.
Hafið þið lent í að taka upp svona fígúrur eins og t.d. leikfangabíla svo ég tali ekki um svona guðsvolaðar Barbie dúkkur með milljón litlum fylgihlutum?
Ekki?
Látið þá eiga sig að kynnast þeirri ömurlegu lífsreynslu.
Maður þarf að græja sig upp af alvöru verkfærum þegar tekin eru upp leikföng.
Fyrst ber að nefna hið bráðnauðsynlega hnúajárn. Til að berja í gegnum þykkasta plastið. Það gengur stundum.
Ef ekki þá þarf að hafa duggulítinn steinskeril (ekki heyrt það orð nei) og þeir fást í Ellingsen. Þessir skerlar eru notaðir til að þrælast í gegnum tjöruborinn þakpappa og sníða til asfaltkanta og ég ráðlegg að varlega sé farið með þetta verkfæri og enginn nálægur í herbergi.
Svo þarf svona skæri eins og bændur nota til að klippa kindurnar sínar () til að freista þess að losa endalausar vefjur af nælonþræði sem er vafinn utan um hvern lítinn hlut (Barbie skór hefur tvær vefjur, eina á hæl og eina á tá).
Ef dúkka, bíll, smáfígúrur og annað slíkt hefur losnað án blóðsúthellinga og leikfang komist óskemmt úr pakkanum, má kalla á gjafaþegann sem gleðst örugglega þ.e. ef hann er ekki löngu sofnaður, vaxinn upp úr leikfanginu eða hreinlega fluttur að heiman og farinn til náms í útlöndum.
Hver er þessi manneskja sem hannaði pakkningarnar?
Ætli það sé sama fíflið og hannaði uppþvottavélar og ofna niður við gólf?
Eitthver álka sem veit ekki að það er vont að vinna niður fyrir sig og að smábörn ganga með innréttingum og geta brent sig á ofnum og slíku.
Alveg er ég viss um að þessir brjáluðu hönnuðir eru karlmenn. Engin kona gerir svona.
Rosalega væri ég til í að hitta svona fólk í fjöru.
Þetta er nú meiri andskotans verkunin.
En..
Annars bara góð
![]() |
Jólainnkaupin í miðbænum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 20. desember 2008
Krabbamein
Hvað er að mínum ástkæra Mogga?
Skelfing er það sjoppulegt að fara að ræða um sjúkdóm bankastýru Nýja Glitnis í sambandi við hlutabréfakaupin sem týndust.
Birna segist forðast að tengja veikindi sín þeirri handvömm sem varð við frágang hlutabréfakaupanna en það er akkúrat það sem hún gerir með því að láta taka við sig viðtal um málið þar sem hún tengir þetta tvennt svo saman.
Krabbamein er sá sjúkdómur sem fólk er hræddast við.
Við ráðumst ekki að veiku fólki, við sýnum því tillitsemi.
Ég óska Birnu til hamingju með að hafa sigrast á sínum sjúkdómi.
En bæði Mogginn og Birna hefðu átt að sleppa þessu samstarfsverkefni.
Þetta er svo rosalega gegnsætt.
Later.
![]() |
Stríddi við krabbamein frá sumri að aðalfundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 20. desember 2008
Tár í augum og ellefu mínútna þögn
Á morgun verða ellefu mínútna þögul mótmæli á Austurvelli kl. 15,00.
Síðan verður mótmælt kröftuglega strax þ. 27. janúar á sama stað.
Ég ætla að reyna að komast á morgun er í smá vanda hérna með tíma.
Annars er ég búin að vera jólin með afbrigðum.
Búin að baka fjóra marengsbotna.
Búa til lítra af ís.
Jájá.
Svo fékk ég skarpan og skemmtilegan mann í heimsókn og við húsband höfðum virkilega gaman af þessum hittingi í miðju jólastressi sem b.t.w. hrjáir mig ekki hinn eðla helming hér á kærleiks.
Fólk þarf að gefa sér tíma til að anda.
En þarna áttum við skemmtilega stund með miklum aufúsugesti.
Ég sat úti og reykti áðan og horfði á jólaljósin í húsunum í kring, hvít trén og rauðan himininn og ég fór í dálítinn jólafíling.
Það var gott að finna smá gleði í hjartanu, ekki veitir af.
Svo eru stelpurnar mínar svo yndislegar. Þær fá tár í augun yfir jólasnjónum. Þeim finnst hann svo fallegur.
Ég er á því að það sé töluvert mikið varið í dætur mínar.
Svo var ég að lesa yfir þessa færslu áður en hún fór í loftið og ég sá að hún var svo lítið ég í bökunarkaflanum eða þannig. Ég var að baka en ég er samt ekki svona döll bökunarkona. Ég rappa yfir bakstrinum fer í smók, reyti af mér brandara, ríf kjaft og sendi stjórnvöldum ljótar hugsanir (djók).
Einhvern tímann á meðan ég var í stríðinu gegn húsmóðurhlutverkinu hefði ég gargað af óþoli hefði ég lesið um einhverja bakandi kerlingu.
Svona er nú komið fyrir mér.
Gengin í björg.
Falalalalala
![]() |
Boða þögul mótmæli á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 19. desember 2008
Blekking undirritaðrar
Alveg frá því Bónus opnaði hef ég verið höll undir þá feðga Jón Ásgeir og Jóhannes.
Ég stóð með þeim í Baugsmálinu þrátt fyrir að skilja hvorki haus né sporð á því máli en það má virða mér það til vorkunnar að skilningsleysið var víðtækt bæði um landið og miðin.
Enn kveinka ég mér við að setja Jón Ásgeir í óvinahópinn, ég held að það sé vegna þess að það er erfitt að viðurkenna stundum að maður hafi haft alfarið á röngu að standa.
Nú eða vegna þess að draumurinn um heilsársjólasveina sem bera hagsmuni litla mannsins fyrir brjósti sé svona helvíti sterk.
En hvað um það ég er að vitkast enda löngu kominn tími til.
Samt vont að þurfa að horfast í augu við að nánast allt sem manni hefur fundist um margt í kringum sig sé á uppspuna og blekkingum byggt.
Verst er það varðandi stjórnvöld, ekki að ég hafi nokkurn tímann verið með glýju í augum varðandi stjórnmálamenn, vald og útdeilingu þess.
En ég hélt samt að við Íslendingar værum nokkuð framarlega í lýðræðislegum þankagangi og framkvæmd.
Silly fucking me.
Og svo var Elín í Landsbankanum að útdeila þremur milljónum af fé almennings, að vísu til góðs málefnis til tilbreytingar.
Hjálparstofnun kirkjunnar er góðra gjalda verð, það er bara ekki málið.
Veit konan ekki að Landsbankinn er búinn að skuldsetja okkur Íslendinga um aldur og eilífð?
Að Landsbankinn á ekkert með að gefa það fé sem við eigum, eða það litla sem eftir er að því.
Og af hverju í andskotanum er hún bankastjóri?
Hún tilheyrir gamla valdabatteríinu.
Hélt hún að maður félli í stafi?
![]() |
Jón Ásgeir: Ekki sama hver á í hlut |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (36)
Föstudagur, 19. desember 2008
Og hana nú
Það er sorglegt að þjóðfélagið skuli vera þannig að fólk skuli þurfa að sækja sér lífsnauðsynjar með því að standa í röð hjá góðgerðarstofnunum.
Enn sorglegra er hversu hratt þeim fjölgar sem þurfa á þessari aðstoð að halda.
Það hljóta að vera þung spor fyrir þá sem það þurfa að gera en flestir Íslendingar byggja sjálfsmynd sína á vinnunni enda vinnusöm þjóð.
Að standa svo frammi fyrir því að þurfa að biðja um ölmusu hlýtur að taka mikið á fólk.
Þessari auknu þörf fyrir aðstoð eru gerð góð skil í blöðunum og það er fínt mál, allir þurfa að vera meðvitaðir um hvernig kreppan er að hafa áhrif inn á heimilin í landinu.
En er það ekki einhver undarlegur skortur á innsæi og samkennd að taka myndir og birta af þeim sem eru að leita hjálparinnar?
Hvers lags sauðsháttur er það að smella myndum af fólki í þessari aðstöðu og klína í blöðin þar sem alþjóð getur rýnt í andlitin?
Skerpið ykkur Moggamenn. Það er nauðsynlegt að frétta af þessum hlutum en algjör óþarfi að bæta við vanlíðanina með þessum hætti.
Ekki misskilja mig, það er engin skömm fólgin í því að leita sér aðstoðar en fólk fer ekki og þiggur úthlutanir á mat eins og ekkert sé. Ég held að það taki verulega á að gera það.
Myndirnar sem teknar eru aftan á fólk eru líka hvimleiðar en skömminni skárri auðvitað.
Ég held ég verði hreinlega að segja við ljósmyndara blaðanna að nú megi þeir skammast sín og í leiðinni hvetja þá til að sýna aðgát í nærverunni.
Og hana nú.
![]() |
Sífellt fleiri leita aðstoðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.8.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr