Færsluflokkur: Lífstíll
Þriðjudagur, 30. desember 2008
Í tilefni dagsins..
Þessi litla stúlka, hún Jenný Una Eriksdóttir er fjögurra ára í dag.
Hennar er sárt saknað hér á kærleiks en afmælisbarnið er að heiman ásamt foreldrum sínum og bróður hjá farfar og farmor í Sverige.
Jenný hefur beðið lengi eftir afmælinu sínu, tíminn getur ekki liðið nógu fljótt þegar allir eru að eiga afmæli í kringum mann.
Jenný Una átti afskaplega erfitt með að sjá réttlætið í því að litli bróðir sem varð eins árs á Þorláksmessu ætti afmæli á undan henni sem er miklu eldri en hann.
Nú er beðið í ofvæni eftir 3. janúar á þessu heimili þegar ferðalangarnir koma heim og við fáum að knúsa þau.
Tengdamóðir mín elskuleg hún Gógó er áttræð í dag þannig að það er merkisdagur í tvennum skilningi hér á bæ.
Oliver fór til heim til London í gær og amman er frekar leið yfir þessum eilífu ferðalögum á fólki.
Að heilsast og kveðjast...
Jájá..
En til hamingju með daginn þinn ömmustelpan okkar.
Mánudagur, 29. desember 2008
Grönn í kreppu
Ég var lengi sérfræðingur í negrunum. Ég kynnti mér þær allar, prufaði margar og nú heldur þú sem lest að ég hafi verið spikbolti.
Ónei, hef reyndar einu sinni verið feit en það var þegar ég var full og andstyggileg og troðfull af róandi til að bíta höfuðið af skömminni. Það þarf vart að taka fram að þá var ég ekki að pæla í megrunaraðferðum.
Það er nú yfirleitt þannig að við vestrænar konur erum með kíló á heilanum frá því í snemmbernsku.
Við erum mataðar á standardlúkkinu hvert sem við snúum okkur.
Þess vegna er mér til að mynda frekar kalt til Barbídúkknanna sem kenna stelpunum okkar að svona eigi konur að líta út og í leiðinni kennum við þeim að næra kaupgleðina með fötunum á þetta gervikvendi og öllum fylgihlutnum og fyrirkomulögunum sem hún þarf að eiga.
Burtséð frá því þá held ég að megrunarkúrar séu flestir gagnslausir. Amk. þeir sem útiloka ákveðnar fæðutegundir.
Mér líður aldrei betur en þegar ég borða allan mat (nei, ekki slátur, unnar kjötvörur og úldinn fisk).
Hver man ekki eftir kókósbollumegruninni, hvítvíns- og eggjakúrnum, Scarsdale, Danska, Prins og Kók dæminu og áfram skal talið.
Ég gekk svo langt í mesta brjálæðinu að fá Mirapront (spítt) hjá heilsugæslulækni í Keflavík þegar ég var tuttuguogeitthvað. Ég sagði við manninn þar sem hann sat á móti mér og horfði á mig;
Dr. Feelgood, ég er alltof feit, mig vantar megrunarpillur (ég var tíu kílóum undir kjörþyngd á þessum tímapunkti).
Hann (annars hugar): Ókei en þú mátt ekki taka fleiri en stendur á pakkningunni.
Ég: Nei, nei (á innsoginu). Jeræt. (Ég hef ALLTAF tekið meira en stendur á pakkningunni og því skyldi ég breyta út af vananum. Þetta sagði ég auðvitað ekki upphátt).
Ég var því ósofin í vinnunni, nagandi á mér kinnarnar og skyldi ekkert í hvað mér leið illa.
Ergó: Borða í hófi, allan mat og hætta að láta eins og kjánar gott fólk.
Þá eru allir þokkalega grannir í kreppunni.
Adjö!
Hey, hver fjandinn er að bloggforsíðunni? Hún liggur bara niðri vegna bilana. Ég kann alls ekki við þetta og hananú.
![]() |
Etum, drekkum og verum glöð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Mánudagur, 29. desember 2008
Ég kem til dyranna eins og ég er klædd
Þegar ég má ekki eða get ekki gert hluti, eins og að þrífa, fara í matvörubúð og svoleiðis leiðindasýslur er ég að kafna úr andlegri framkvæmdasemi. Mér finnst ég VERÐA að þurrka af, ryksuga, þvo stórþvott og elda rétti sem hæfa konungbornum.
Þannig er því farið með mig núna.
Ég er svo andlega ofvirk að það er að drepa mig einkum og sér í lagi vegna þess að ég er með bullandi hita og beinverki.
Þannig að hér sit ég og líð.
Hárið á mér er eins og það hafi lent í tætara Kaupþings, Landsbanka og Glitnis.
Ergó: Um hárið lít ég út eins og kona sem hefur fengið raflost.
Ég er í svörtum alltof stórum kjól, eldgömlum og í suðabeisuðum forljótum ullarsokkum.
Augun eru sokkin.
Ég leit ekki svona illa út einu sinni þegar ég var alltaf full.
Og af hverju er ég að blogga um ógeðislúkkið á mér á þessum degi?
Jú ég skal segja ykkur hvers vegna.
Ég lá í múnderingunni og var að lesa Skaparann, þá frábæru bók eftir Guðrúnu Evu, á sófanum eins og aumingi.
Dingdong, dingdong, dyrabjallan hljómaði.
Ok, Katrín vinkona mín komin í kaffi, hugsaði ég og hentist á fætur og stökk að útidyrunum og opnaði þær og gargaði með minni kynhlöðnu röddu; Dújúvonnadansátinðemúlæt um leið og ég tók viltan tribal á þröskuldinum.
Úti stóð ógeðslega huggulegur maður, held ég sko, því ég skoðaði hann ekki mjög náið heldur skellti hurðinni í andlitið á honum.
Hann hringdi ekki aftur.
Ég held að hann sé í jafn miklu sjokki og ég, hann er að minnsta kosti farinn.
Ég veit ekki afturenda hvað hann vildi mér, hann bara fór maðurinn.
Var hann frá Rafmagninu? Neibb, á ekki von á lokunarmönnum. Múha.
Var hann frá happdrætti Háskólans? Varla á ekki miða og hef þar af leiðandi ekki unnið neitt.
Kannski var þetta friggings Votti eða Mormóni. Fruss.. gott á hann.
Eða var þetta sjálfur keisarinn af Búrúndí?
Ég hallast á þá skoðun.
Að minnsta kosti get ég sagt í dag að ég komi til dyranna eins og ég er klædd og verið að segja satt.
Jibbí og hóst.
Og dansa..... Úje
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 14:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Mánudagur, 29. desember 2008
Út með allt helvítis pakkið
Krúttlegur þessi krakki í S-Kóreu sem misþyrmir Hey Jude þannig að eyrun á manni verkja.
Hvað um það, mér er sama, fólk má syngja og gera allt sem það vill á meðan það er ekki að abbast upp á mig.
En ég er með berkju- og lugnabólgu, jájá fékk það úrskurðað af alvöru lækni en ekki ræstitækni. Ég var nefnilega farin að ímynda mér að það allir væru farinir að ganga í allt í heilbrigðiskerfinu svo kreppulegt. Mætti ekki einum skúrandi lækni í ferð minni á vit vísindanna.
Ég stíg því aðeins upp af mínum sjúkrabeði til að minna ykkur á svolítið, svolítið sem skiptir máli.
Jólin eru búin. Við erum búin að opna pakka gleðja börnin og gússígússast út af afmæli Jesúbarnsins.
Nú tekur alvaran við.
Kreppan bíður með ískaldar loppurnar úti í myrkrinu.
Ekkert hefur breyst.
Ég reikna með að nú sé engum borgara þessa lands neitt að vanbúnaði.
Allir út á götu, á bloggið og hvar sem drepið er niður fæti, til að mótmæla.
Burt með ríkisstjórn, fjármálaeftirlitsvanhæfispakkið, Seðlabankastjórn, skilanefndir og alla sem taka þátt í að breiða yfir sannleikann.
Út með allan helvítis pakkann.
Um leið og ég er orðin hitalaus þá hefst mín bylting.
Ég lofa ykkur því.
Mikið andskoti er ég annars lasin.
![]() |
Heimsfrægð á netinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 00:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Sunnudagur, 28. desember 2008
Villingarnir mínir
Það er þetta með að skila gjöfum. Ekki mín sterkasta hlið.
Nú nema að ég fái fleiri en eina af sama hlutnum. Þá stekk ég til og skipti.
Jólagjafir eru hins vegar viðkvæmt mál hjá mér, mér þykir svo vænt um þær vegna gefendanna.
Mér finnst eins og ég sé að vanþakklátt kvikindi ef ég fer og skila einhverju af því mér líkar ekki litur, áferð, tegund eða yfirhöfuð smekkur viðkomandi.
Þá er ég að segja; Rosalega ertu með auman smekk kæri gefandi. Þú átt ekki að gefa hluti, þú átt að gefa gjafabréf.
En það er öðruvísi með bækur, þeim má skila. Enda gaf ég eintómar bækur í ár svo allir gætu gert það sem þeir vildu með pakkana án þess að finnast þeir móðga mig.
Ég á einn náinn ættingja sem ég ætla ekki að skilgreina frekar og þegar ég hringdi í viðkomandi að morgni jóladags og var búin að þakka fyrir mig, spjalla um veðrið, jólamatinn, pólitík, ættingja á austur- og suðurlandi, möguleika bílaiðnaðarins í kreppunni, gæði jólahangikjötsins, líkur á vatnsþurrð á komandi árþúsundum, mögulegar kosningar á árinu, gæði ákveðinna kaffibauna og ljósleiðaralögn héðan og til Galapagoseyja gat ég ekki beðið lengur og spurði viðkomandi hvað honum hafi fundist um bókina sem hann fékk frá mér.
Ættingi: Ég hef engan áhuga á að lesa bók eftir þennan höfund. Hann er á stöðugri sjálfshátíð og alltaf að segja frá sömu hlutunum og í leið hversu æðislegur hann er.
En hvernig fannst þér bókin sem ég gaf maka þínum?
Ættingi: Ekki skárri, hún fer beint í Eymundsson hvar henni verður skipt. Okkur líst ekkert á hana.
Þessi ættingi minn hlýtur krúttverðlaun ársins. Þvílík sannleiksdúlla og gleðigjafi. Ég sagði honum það og það krimti í honum, alveg: Hehehe þú spurðir.
En í ár fékk ég bara hluti sem mig langaði í.
Jakka, sjal, tvennar peysur, maskara, handklæði, ullarsokka alveg þrælflotta og fleira sem upp verður talið seinna.
Falalalalala og nú er úti ævintýri.
Hangið góð á jólunum villingarnir ykkar ég er að blogga til að halda ykkur gangandi.
Ég er fokkings móðir Theresa bloggheima, égsverða.
![]() |
Jólagjöfum skilað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 27. desember 2008
Árið alveg að líða - jösses á jólunum
Árið er að verða búið. Ég var að átta mig á því áðan og það ekki á skemmtilegan máta.
Hinar hefðbundnu fyrirfram sprengingar eru hafnar. Ég gæti gargað en geri það ekki. Ótýndir götustrákar að taka forskot á sæluna.
Ég fæ ekki kikk út úr flugeldum en af því að ég ber ótakmarkaða virðingu fyrir hjálparsveitunum okkar þá finnst mér að það ætti enginn að versla þessa "nauðsynjavöru" annars staðar.
Annars á að reka hjálparsveitirnar af samneyslunni, það er ekki öðruvísi. Þessi þjónusta bjargar mannslífum.
Ekki versla við dílerinn á horninu sem er að fjármagna eigin neyslu. Jabb, ég er að tala um flugelda ekki dóp.
En jólin rúlla hjá með látum. Það er að segja hraðar en hönd á festir.
Áður en ég sný mér við verður "Nú árið er liðið í aldanna skaut" sungið í útvarpinu. Þá er stutt í að árið sé horfið - búið og bless.
Þessu ári gleymi ég seint ef nokkurn tímann.
Í ár var ég vakin upp með þokulúðri beint í eyrað þar sem ég svaf værum afneitunarsvefni haldandi að ég tilheyrði súperþjóð. Ok, ok, ok, ég hélt alls ekkert að Íslendingar væru klárari en aðrir en það var ekki laust við að ég væri farin að hallast aðeins á þá síðuna eftir heilaþvottinn í fjölmiðlum, í forsetanum og ríkisstjórninni um ofurmennsku smáþjóðarinnar.
Halló Jenný, var veinað í hlustirnar á mér, nú skaltu vakna og sjá á hvaða andskotans ormagryfju þú hefur komið þér fyrir á með öllu þínu hyski.
Jabb, ekkert verður samt aftur og kannski sem betur fer.
Það dásamlega við kreppuna er að hugarnir fara að starfa aftur. Einkaþoturnar og jeppahelvítin verða símból fyrir hyskni og óheiðarleika og úr rústunum mun rísa fallegt fólk að innan og í algjörum stíl við náttúruna sem getur drepið mann með fegurðarfyrirkomulagi sínu.
Birtan er bjútífúl eins og sjá mátti í frábærri mynd gærkvöldsins, Brúðgumanum.
Þvílík fegurð á þessari eyju.
Haskið ykkur á lappir hér er verk að vinna.
Burt með gamla Ísland inn með nýja siði og nýja vendi.
Hér þarf að sópa úr öllum hornum.
Æmgonnasúðemoðerfokkers.
![]() |
Bankamenn sprengdir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 27. desember 2008
Morðingjar
Í dag myrtu Ísrealar að minnsta kosti 195 Palestínumenn og særðu yfir 300 með þróuðum morðtólum sínum sem þeim er látið í té af Bandaríkjamönnum.
Bölvaðir morðingjar segi ég og ég meina það.
Þeir ætla að fara að kjósa í Ísreal og þá er þetta vinsælt stönt að uppræta Hamassamtökin en drepa saklaust fólk í hundraða tali.
Ég reikna með að íslensk stjórnvöld standi upp frá jólaborðinu og mótmæli kröftuglega.
Eða er þetta morðæði Ísraelsmanna í sömu kategóríu og morðin í Írak?
Í stríðinu sem við erum þátttakendur í?
Svona allt í lagi gjörningur af því Bandaríkjamenn hafa velþóknun á?
![]() |
195 látnir, yfir 300 særðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 27. desember 2008
Með mann í hjartanu
Sara yngsta dóttir mín er með fjölskyldunni sinni hjá tengdaforeldrum í Svíþjóð eins og ég hef sagt frá hér á síðunni.
Fyrir jól spurði Jenný Una mömmu sína um Jesú. En dætur mínar hafa lítið verið að troða trúarbrögðum í börnin sín og látið nægja að kenna þeim að vera góðar manneskjur.
Jenný: Mamma hver er Jesús?
Sara: Hann er sonur Guðs og Guð er allt sem er gott í heiminum. Jesú á afmæli á jólunum.
Jenný: Ekki 30. desember eins og ég. Hvar á Jesú heima?
Sara: Jesús er ekki alvöru maður en sumir segja að hann hafi einu sinni verið til og sé núna í hjartanu á fólki. (Sara í töluverðum erfiðleikum með að útskýra goðsögnina fyrir barninu).
Jenný: Ég vil ekkert hafa Jesús inni í hjartanu mínu, það er lítið og hann getur alveg verið heima hjá pabbasín bara.
Sara: (Eyðir hjartaumræðunni); Jesús á afmæli á jólunum og þess vegna fá allir gjafir.
Jenný Una (sáttfús): Jesús má vera í hjartanu mínu á afmælinu sínu en svo á hann að fara heim til sín, pabbi hans getir keypt rúm´handonum.
Guð minn góður, hvernig er hægt að ætlast til þess að börn læri hvað er raunverulegt og hvað ekki?
Hvað er andlegt og hvað er áþreifanlegt?
Í morgun sagði sú sem gerði Jesú brottrækan úr eigin líffæri við mig í símanum að hún "elskar mig och saknar mig jättemycket".
Sko.. when in Rome
Jabb í Sverige bregður maður fyrir sig tungumáli innfæddra, það er ekkert flóknara en það.
Ef börn eru ekki á við heilan Ésús þá er ég illa svikin.
Sjáumst.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 14:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 26. desember 2008
Dauðinn á annan í jólum
Hér á kærleiks hafa umræðuefnin aldrei verið eftir bókinni.
Þá á ég við að við ræðum ekki um Jesú á jólunum, Júdas á páskunum og Guð í öllum tilfellum.
Við ræðum allan fjandann á hátíðum jafnt sem rúmhelgum.
Í morgun breyttum við auðvitað ekki út af vananum.
Við sátum við morgunverðarborðið þegar minn heittelskaði spurði varfærnislega en samt með ákveðnum "það er ekki seinna vænna" undirtón, hvort ég væri hrædd við dauðann.
Ég setti mig í stellingar og ætlaði að koma með mitt venjulega búllsjitt um að ég væri ekki hrædd við dauðann og ladídadída af því það er svo þroskað en ákvað að bregða út af vananum í dauðadeildinni og segja satt og rétt frá.
Ég: Já, lafandi hrædd og það er vegna þess að ég veit ekkert hvort ég meiði mig, hvort ég verð skelfingu lostin eða bara kúl á því af því ég sé himnafeðga eða aðrar guðlegar verur við rúmgaflinn.
Hann: Af hverju gefur þú þér að þú deyir í rúminu?
Ég: Af því ég á það skilið að deyja rólega, ég er alveg búin með minn skammt af bömmerum (fórnarlambið) og ég vil fá að deyja máluð um augun með flottar strípur og langar neglur.
Hann: Hvað ætlar þú að láta gera við afganginn? Ég ætla að láta brenna mig, fara beint til Valhallar og hafa fönn með guðunum.
Ég: Ég veit það ekki. Sko ef það er ekkert eftir dauðann þá er mér slétt sama hvort ég verð brennd eða grafin en ef ég veit af mér og verð komin í hvítan kufl með vængi þá vil ég örugglega ekki horfa á sjálfri mér inn í líkbrennsluofninn.
Hann: Af hverju? Ég meina er hvorutveggja ekki gjörsamlega óásættanlegt? Er dauðinn ekki fullkomlega óásættanlegur. Hvern er maður að blekkja? Hver vill deyja? Ha?
Ég: Æi hættu að tala maður. Þú ert í þann mund að eyðileggja fyrir mér daginn.
Spurningamerkið sem ég giftist fór sáttur í vinnuna. Búinn að tala bömmerinn yfir á mig.
Urr á jólunum.
Rosalega er maður hræddur við dauðann.
Ég held að í mínu tilfelli sé það af því ég er kontrólfrík.
Er miðill eða eitthvað á lausu?
Einhver?
Föstudagur, 26. desember 2008
Fallegar manneskjur og minna fagurt njósnafyrirkomulag
Ég man þegar ég las bókina 1984 eftir George Orwell.
Mér fannst allt að því hlægilega absúrd þessi framtíðarsýn höfundar, hvar stóri bróðir fylgist með hverri okkar hreyfingu og einkalíf er ekki til.
Nú er bók Orwells eins og barnaævintýri sem engan á að geta hrætt því raunveruleikinn er mikið lygilegri en Orwell karlinum gat dreymt um.
Ég man þá tíma þegar fólk tókst í hendur og innsiglaði samninga.
Nú hafnar Persónuvernd beiðni fyrirtækisins Lánstraust um að kortleggja greiðsluhegðun (þvílíkt orð) Íslendinga.
Borgar þú rafmagnsreikninginn á gjalddaga eða eindaga? Eða ertu einn af þeim forstokkuðu sem greiðir mánuði of seint? Þetta vill Lánstraust vita og selja til sinna kúnna.
Ég vil ekki að það sé hægt að njósna um mig og selja upplýsingarnar til væntanlegra fyrirtækja sem ég skipti við og nei það hefur ekkert að gera með svarta samvisku mína, mér líður ágætlega þar nú um stundir, þetta hefur með pjúra mannréttindi að gera og friðhelgi einkalífsins.
En...
Mikið skelfing var myndin um Kjötborg falleg. Hún endurvakti trú mína á mannkynið sem hefur beðið mikinn hnekki undanfarið.
Ég ólst upp á þessum slóðum, reyndar aðeins vestar og mínar búðir voru hlið við hlið á Bræðraborgarstíg. Reynisbúð, SS, Mjólkurbúðin og Kron.
Svo á Ásvallagötu var Steini fisksali, kjötbúð og Magga brauð. Magga barnahatari sem ég hef sagt ykkur frá en sú kerlingarálft seldi fánakúlur sem voru hryllilega góðar.
Konurnar lyftu símanum og svo kom sendillinn með vöruna.
Allt á persónulegu nótunum.
Maður gat ekki stolist til að kaupa sér einn haltukjaftibrjóstsykur því kaupmaðurinn þekkti mann og spurði hvort amma hefði gefið leyfi. Ekki laug maður að kaupmanninum.
Hm...
Ég sakna þessara tíma, held að þeir hafi verið mun manneskjulegri en þeir sem við lifum núna.
Ég vil ekkert dvelja í fortíðinni en þrátt fyrir allt þá fékk maður að vera manneskja á þessum árum en ekki einber helvítis kennitala.
En bræðurnir í Kjötborg fá mann til að brosa hringinn. Þeir eru svo fallegar manneskjur.
Later.
![]() |
Lánstrausti hafnað í þriðja sinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.8.): 5
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 2988404
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr