Færsluflokkur: Lífstíll
Laugardagur, 10. janúar 2009
Hvað segirðu gott?
Tvisvar sinnum í dag hef ég verið spurð að því hvað ég segi gott.
Ég veit ekki með ykkur en mér finnst alltaf að ég þurfi að svara þessu sannleikanum samkvæmt, jafnvel þó ég viti að þetta er bara kurteisiskveðja.
Gæti allt eins verið, varstu að týna skeljar? Eða vaknaðirðu í morgun?
Oftast bít ég í tunguna á mér, brosi hressilega og segi allt fínt en þú?
En í dag þá nennti ég því ekki.
Ég svarði eins og satt var að ég hefði það skítt og væri búin að vera í bullandi tilvistarkreppu frá áramótum nokkurn veginn.
Annar spyrjandi sagði, svona eins og sumir þáttastjórnendur hjá RÚV sem kunna ekki að hlusta, Ji, en æðislegt.
Ég brosti til baka og sagði "sjáumst" en hugsaði "megirðu detta á hausinn þú mannlega frystikista".
Hin manneskjan varð alveg miður sín, spurði hvað væri að og hvort hún gæti aðstoðað mig í þessum þrengingum.
Ég sagði nei takk, ég nenni ekki að tala um hvað er að, af því allt er að, nema það sem er fínt sko, sem er ekki margt en er samt þó nokkuð, en þetta sökkar, mér líður illa. kapíss?
Sko málið er að ég nenni ekkert að vera að blogga um hvernig mér líður upp úr og niður úr.
En stundum er maður að springa.
Og þið sem hittið mig og eruð tímabundin.
Plís ekki spyrja mig hvað ég segi gott.
Því ég segi andskotann ekkert gott og gæti viljað deila því með ykkur í smáatriðum.
Amk. í dag.
Annars fín bara.
Föstudagur, 9. janúar 2009
Tryggvi - éttu innmat - og áríðandi skilaboð
Eftir að allt hrundi til grunna í haust og við fórum á höfuðið og stöndum þar enn, líður mér eins og mér sé haldið ofan í vatni. Einstaka sinnum fæ ég að koma upp og anda og er rétt að byrja að fylla lungun af lofti þegar ég er keyrð á bólakaf aftur.
Það er gott að græðgis- og spillingarverkin séu að koma upp á yfirborðið - auðvitað - en hvern hefði órað fyrir hversu mikill andskotans óþverri þreifst (og þrífst enn) á bak við hin glæstu Pótemkintjöld gróðærisfurstanna?
Ekki mér og var ég þó aldrei með glýju í augum yfir "el þotots del jeppos und þyrlupallos and gleymum helvítis heiminn í einum bitavæðingunni".
Í kvöld urðu mér á þau leiðu mistök að detta út yfir Stöðvar 2 fréttunum og vakna við að hafa sofið af mér fréttatímann MINN á RÚV og Kastljósið.
Það er nú ekki mikill skaði skeður svo sem þar sem ég horfi á hvorutveggja á netinu en gat verið að einn friggings fréttatími gæti liðið án þess að upp kæmist um enn eina lygina, siðleysið og klíkuskapinn í bankamálunum? Nei, nei, nei.
Er það nema von að almenningur treysti engu lengur?
Er skrýtið að við treystum ekki stjórnvöldum sem ítrekað hafa lofað nýjum tímum, nýju fólki og nýjum vinnubrögðum? Hvar er siðbótin? Svara.
Það eru sömu jakkaföt í bönkunum og þeir ljúga sig bláa í framan. Jakkarnir hafa í besta falli skipt um penna og bindi og víxlað skrifborðum. Aular.
Hvar er bankamálaráðherrann? Mun hann segja af sér vegna stórkostlegs klúðurs og handabakavinnu í eftirleik hrunsins? Nei.
Mun bankastjóri Landsbankans vera látinn fara og allir hinir úr innsta hring gamla bankans? Nei.
Mun Árni Matt segja af sér vegna brots á stjórnsýslulögum þegar hann réð Þorstein Davíðsson minna hæfan er þrjá aðra umsækjendur? Neibb.
Mun einhver segja af sér vegna stærsta klúðurs Íslandssögunnar sem mun færa okkur aftur um áratug og skerða lífskjör okkar allra? Nei, nei, nei.
Mun einhver axla alvöru ábyrgð?
Ég ætla ekki einu sinni að svara þessu.
Tryggvi - éttu innmat og þið sem látið þetta viðgangast....
Stundum er best að þegja.
Jájá.
ÁRÍÐANDI SKILABOÐ FRÁ LÁRU HÖNNU
![]() |
Tryggvi hafði bein afskipti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt 10.1.2009 kl. 03:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Föstudagur, 9. janúar 2009
"The "en" word"
Best að skella inn einni EN-færslu, langt síðan síðast sjáið þið til.
Betra að skrifa um það heldur en að einhenda sér í uppvaskið sem bíður mín, en ég var með forsetahjónin af Búrúndí í heimsókn.
Ókei, þau eru frá Köben.
Það er þetta með orðið "en". Ég blogga reglulega um fullyrðingarnar hjá fólki (stundum mér sjálfri líka) sem setur svo "en" fyrir aftan og segir hið gagnstæða.
Dæmi:
Þú ert alls ekkert feit EN þú mátt missa nokkur kíló.
Þú ert ekki þreytuleg, nei, nei EN þú ættir að hvíla þig betur.
Ég er ekki rasisti EN ég vill ekki sóansó frá sóandsó inn í landið.
Þú ert birtingarmynd fullkomnunar í þessum kjól EN þú ættir að fara í hinn kjólinn. Hann klæðir þig betur.
Kapíss? No?
Ég var nefnilega að hugsa um yfirlýsingarnar frá ríkisstjórninni, fjölmargar sem hljóma á einn máta en þýða hið gagnstæða.
Kannist þið við þessar?
Það verður að fá allt upp á borðið, velta við hverjum steini EN það á alls ekki að leita að sökudólgum (hvað þá persónugera vandann), heldur skrifa leynilegar skýrslur og ráða ráðum í reykfylltum bakherbergjum.
Árni Mathiesen, fjármálaráðherra hefur brotið stjórnsýslulög sem er alvarlegt mál EN ég treysti honum til allra góðra verka.
Við munum aldrei láta kúga okkur til að greiða Icesave peningana EN við ætlum ekki að fara í mál við Bretana, bara borga og brosa.
Málið er allt að verða vitlaust í kringum mann. Breytingarnar snöggar, umskiptin svo stór og sífellt bætast fleiri hneyksli í sarpinn.
Ég er hætt að geta meðtekið allt sem ég les, hvað þá orðað tilfinningar mínar gagnvart því.
Ég skil svo vel af hverju "helvítis fokking fokk" hefur slegið í gegn í samfélaginu eftir Áramótaskaupið.
Fólk er í vandræðum með að lýsa líðan sinni, sárindum, reiði og hneykslan.
Þess vegna grípur það til HFF þrátt fyrir að það sé ekki beinlínis fagurt orðasalat.
Nú hefur Eimreiðin birt skipurit "Nýja" Glitnis sem er auðvitað sami grautur í sömu skál eins og hjá Landsbanka sem birt er þar í gær.
Kíkið á skipuritið og sannfærist um að það er ekki verið að breyta neinu frá því sem var. A.m.k. ekki neinu sem orð er á gerandi.
Það er einna helst bankastjóri Kaupþings sem virðist vera ærlegur í því að taka bankann inn í nýja tíma.
Enda fékk hann verðlaun frá aðgerðarsinnum í morgun, hið s.k. Ljós í myrkrinu.
Ég er farin í uppþvott EN ætla ekki að þvo upp fyrr en á mánudaginn.
En hvað?
![]() |
Eiríkur Tómasson: Blekktu eigendur bankanna starfsfólk sitt? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Föstudagur, 9. janúar 2009
..og þeir halda áfram að myrða
Það er sagt að allt í lífinu fari í hringi.
Ég er farin að hallast að því að það sé satt.
Gyðingaofsóknirnar og skipulögð útrýming á þjóðinni í seinni heimsstyrjöld er nú endurtekin af þeim sjálfum með nútímaformerkjum á Gasa.
Nýjasta afrekið, skv. Sameinuðu Þjóðunum er að þeir hafi neytt 110 Palestínumenn inn í hús í Gasaborg og sprengt það síðan í loft upp sólarhring seinna. Þrjátíu manns létu þar lífið.
Þegar útrýmingin á Gyðingunum áttu sér stað horfði heimurinn aðgerðarlaus á.
Þegar heimsstyrjöldinni lauk afsökuðu sig allir með því að hafa ekkert vitað, sem er ekki satt, sagan hefur fyrir löngu leitt það í ljós.
Aftur situr heimurinn hjá. Það er eitthvað verið að vinna að drögum og ályktunum en enginn sér ástæðu til að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael.
Enginn vill móðga guðs útvöldu þjóð.
Og þeir vita þetta Ísraelarnir. Þeir eru búnir að spila á vonda samvisku þjóða heims og þeir vita sem er að þeir komast upp með þetta, eins og vanalega.
Fyrirgefið ríkisstjórnir og þá sérstaklega sú sem hér situr;
Hvað eruð þið að hugsa, hvernig getið þið setið hjá vitandi af skelfilegum morðunum á Gasa.
Á meðan vinna ísralskir hermenn í akkorði við að drepa saklausa borgara.
Hvað er að, fær fólk stein í hjartastað sem kemst til valda?
![]() |
Sprengdu hús fullt af fólki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 8. janúar 2009
Útrýming á þjóð
Utanríkisráðherrar vestrænna ríkja og arabalanda hafa náð samkomulagi um drög að ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem þess er krafist að komið verði tafarlaust á vopnahléi á Gaza-svæðinu.
Duglegir. Búnir að berja saman drög.
Hvað ætli mörg börn verði myrt á meðan þeir komast frá drögum yfir lokaplaggið?
En annars var Brynja vinkona mín að senda mér þessa mynd.
Hún segir allt sem segja þarf.
(Smellið til að stækka).
Hér má sjá útrýmingu á Palestínu og það er ekki hægt að ásaka Ísraela um kurteisi í landtökunni eða hvað?
Ég veit ekki með ykkur en ég er með kökkinn í hálsinum yfir morðunum á Gaza.
Einkum og sér í lagi nýjustu fréttir um börnin fjögur sem hímdu yfir líkum mæðra sinna og höfðu gert í fjóra sólarhringa.
Hvers lags djöfulsins barbarí er þessi heimur?
Og íslenskum stjórnvöldum finnst ekki ástæða til að slíta stjórnmálasambandi við barnamorðingjana.
Skömm er að.
P.s. Ég tek eiginlega aldrei þátt í söfnunarátökum á síðunni minni. Það væri að æra óstöðugan ef ég ætlaði að gera það.
En núna geri ég undantekningu og geri það með gleði.
Hvet alla að greiða inn á þennan neyðarreikning til kaupa á lyfjum og öðrum vörum til sjúkrahúsa í Palestínu.
Bankanr.: 0542-26-6990,kt.520188-1349, merkt "PHR-Gaza
![]() |
Samið um ályktunardrög |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt 9.1.2009 kl. 00:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Fimmtudagur, 8. janúar 2009
Kreppusaga af kærleiks þar sem úllendúllendoff spilar stóra rullu
Kreppan hefur teygt krumlur sínar hér inn á kærleiks á fleiri en einn máta.
Í dag gerðust þau stórtíðindi að símanum mínum var lokað.
Það hefur ekki gerst í ár og daga.
Eftir að hafa úllendúllað reikningana á menningarheimili voru hér á Teigunum lenti símareikningurinn vitlausu megin við úllenið.
Ég var hins vegar með þann einbeitta ásetning að borga á mánudaginn en svona gleymdi að láta fyrirtækið vita.
Þannig að ég gat ekki hringt. Sem er slæmt.
Ég hringdi samt úr gemsanum í fyrirtækið. Sem er dýrt.
Bar mig aumlega, baðst afsökunar, hélt hálftímaræðu um bágindalegt ástand heimilisfjármálanna.
Hún hlustaði og var betri en nokkur sálfræðingur sem kostar hvítuna úr augum vorum.
Ég bauðst til að taka uppvaskið í mötuneytinu og jafnvel fara út með ruslið.
Það varð þó ekki úr í þetta skiptið.
Hún opnaði samstundis og ég hefði getað sparað mér fyrirlesturinn.
En ég mun borga síma og aðrar útistandandi eftir úllenið í rauðabýtið á mánudaginn.
Og þegar ég les þetta hefði ég alveg getað gert þetta mun dramatískara en ég hef gert hér.
En ég geri það ekki.
Ég á nefnilega ekki vitund bágt...
nema ef vera skyldi fyrir að vera búandi á Nýslandi.
Og fá ekki að kjósa...
En ég elska ykkur öll..
eða nánast.
Okei, farin.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fimmtudagur, 8. janúar 2009
..eins og iðnaðarmaður á sterum
Ég skil vel þá skoðun Jóns Bjarnasonar þingsmanns VG á að heilbrigðisráðherra eigi að segja af sér en það er mun líklegra að Jón Ásgeir kaupi sér íbúð í verkó.
Óskhyggja kæri Jón.
Ég hef reyndar aldrei séð neina glóru í að láta frjálshyggjumann í þetta embætti.
En mergurinn málsins er þessi;
Guðlaugur Þór er að sinna hugðarefni sínu kæru Íslendingar.
Sem er auðvitað að þjösnast á heilbrigðisþjónustunni, minnka aðkomu ríkisins að henni og færa stóra hluta hennar til einkaaðila.
Nú er kjörið tækifæri fyrir Guðlaug Þór að láta til skarar skríða. Það er komin kreppa, príma kjörlendi fyrir niðurskurð þar sem síst skyldi.
Spara, spara, spara og skera niður. Það hvín í niðurskurðaröxinni. Hviss og bang.
Það má þó segja þessum ástmanni frjálshyggjunnar til hróss að hann er að vinna vinnuna sína, blóðugur upp að öxlum að vísu en iðinn sem iðnaðarmaður á sterum.
Sem er meira en hægt er að segja um stóran hluta ríkisstjórnar.
Hefur einhver séð Björgvin G nýlega? Mér datt það svona í hug af því að hann er ráðherra bankamála og hér hafa bankar farið á hausinn og allt er í upplausn í þjóðfélaginu.
Ó, kannski hann hafi gleymt því, nú eða einhver ekki látið hann vita.
Eða þeir hinir sem hvorki sjást né heyrast á þessum örlagadögum.
Enn í jólafríi?
Maður spyr sig.
Og þið kæru kjósendur Sjálfstæðisflokksins sem örkuðuð röggsamlega inn í kjörklefann í hitteðfyrra og settuð X við D.
Þið ættuð að hafa verið meðvituð um að íhaldið hefur aldrei lagt sig fram um að standa vörð um heilbrigðis- og félagsmálageirann.
Þið getið vart verið í alvörunni hissa og sár - ha?
Maður á ekki að segja svona en af því ég er komin með upp í kok af öllum sofandahætti landsmanna minna, til dæmis þeim sem sitja og býsnast og hneyklast yfir klæðaburði mótmælenda þá segi ég við ykkur.;
I frigging told you so!
![]() |
Ráðherra segi af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 14:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fimmtudagur, 8. janúar 2009
Helvítis fokking fokk
Það má svo sem yppa öxlum eins og utanríkisráðherra gerði í Kastljósi í gær og halda því fram að stjórnmálasambandsslit skili engu.
Þá er ég að tala um stjórnmálaslit við morðingjamaskínuna Ísrael.
Utanríkisráðherra talaði um að það gegndi öðru máli ef alþjóðasamfélagið gripi til slíkra aðgerða.
Ég er að sjálfsögðu ekki sammála. Finnst þetta léleg afsökun til að gera ekki neitt.
Það vekur alltaf gífurlega athygli þegar þjóð slítur stjórnmálasambandi við aðra.
Auðvitað vegna þess að það úrræði er bara nýtt sem algjör þrautarlending.
Ef fjöldamorð á börnum og almennum borgurum gefur okkur ekki ástæðu til að grípa til sterkra viðbragða, þá veit ég ekki hvað gæti orðið ástæða til stjórnmálasambandsslita.
Mér finnst hver einasta þjóð sem horfir á útrýmingu á Palestínumönnum án þess að gera nokkuð vera sek um alvarlegt siðleysi.
En Íslendingum er ekki oft nóg boðið í alþjóðasamhengi.
Ekki þó á okkur séu sett hryðjuverkalög og við sett á lista með Al Queda og öðrum glæpamönnum.
Ég eins og fleiri á orðið ekki lýsingarorð til að koma til skila líðan minni á svo mörgu sem fer fram á hinu svo kallaða "Nýja Íslandi" sem utanríkisráðherra vill meina að sé ekki enn orðið til. Reyndar er ég sammála henni, það hillir ekki einu sinni undir það.
Ég tala vart við nokkurn mann þessa dagana sem lýsir ástandinu öðruvísi með hinum fleygu orðum áramótaskaupsins:
HELVÍTIS FOKKING FOKK!
Meira að segja Bingi skrifar færslu með þessari fyrirsögn.
Það er þá best að ég safnist í hópinn.
Helvítis fokking fokk.
![]() |
Ísrael svarar skeytum Líbana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 09:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Miðvikudagur, 7. janúar 2009
Útlendingar - gat verið
Gat nú verið, útlendingar að slást.
Mér brá bara fyrst, hélt að Íslendingar væru farnir að slást, bræður að berjast.
En sjúkkit sem betur fer ekki enda íslenskir íbúar Hlíðanna til fyrirmyndar eins og allir vita.
Dettur hvorki af né drýpur.
En af hverju fáum við ekki að vita hverrar þjóðar þessir útlendingar voru?
Mér finnst þetta alls ekki nógu góðar upplýsingar.
Voru þetta Pólverjar, Danir, Færeyingar eða Grænhöfðingjar?
Kannski Mexíkóar?
Þetta er aktjúallí grundvallaratriði offkors.
Koma svo lögregla, láta vita um upprunaland, kennitölu, skóstærð og húðlit.
Jeræt. Svei mér þá í hvaða kúkúlandi er ég stödd?
![]() |
Hópslagsmál í Lönguhlíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Miðvikudagur, 7. janúar 2009
Þú blöggar ekki um þetta!
Ég var að tala í símann, við konu, sko vinkonu mína eða frænku skulum við segja og hún er utan að landi. Ekki von á góðu þar af leiðandi.
Við vorum að ræða landbúnaðarmál.
Ég hef ekki afturenda vit á þeim en tók samt þátt. Alltaf til í að hafa skoðanir.
Hún var að kafna úr reiði vegna fordóma minna á bændastéttinni og ég viðurkenni að ég var svolítið í því að ganga fram af henni.
Hún: Þú ert ótrúleg. Hvernig hefur þú komið þér upp öllum þessum hleypidónum?
Ég: Ha, hleypidónum? Hvað er það?
Hún: Nú, nú, hætt að skilja íslensku, sko hleypidónar, formdómar. Hefurðu aldrei heyrt orðið?
Ég: Er ég hleypidóni?
Hún: Já og það sem meira er þú hefur ekki hundsvit á landbúnaðarmálum.
Ég: Hehemm, meinarðu að ég sé haldin hleypidómum?
Hún: Já auðvitað, ég sagði það.
Svo hvæsti hún út á milli samanbitinna vara
Jenný Anna; ef þú blöggar um þetta þá drep ég þig.
Ég var svo aldeilis yfir mig hneyksluð og spurði hana hvort hún væri eitthvað verri. Að fara með bjánaskapinn í fólki sem ÉG þekki á blöggið, aldrei.
Ég ætti ekki annað eftir.
Annars fín.
P.s. Bara svo það sé á hreinu þá þekki ég konu þessa aaaaaaaðeins lauslega bara. Eiginlega ekki neitt.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 14:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.8.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 47
- Frá upphafi: 2988399
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr