Færsluflokkur: Lífstíll
Þriðjudagur, 6. janúar 2009
Hreppaflutningar
Ég var ákveðin í að hrista deyfðina af mér og okkur hér á kærleiks og reyna að vera skemmtileg.
Er farin að hafa áhyggjur af því hversu allt fer beint í hjartað á mér á þessum síðustu og verstu og reiðin er hvítglóandi.
Ekki segja mér að reiði sé óholl. Ég kæri mig ekki um það. Það er andlega lamað fólk sem ekki finnur til reiði þessa dagana.
Mér tókst ekki, eins og sjá má, að hrista af mér reiðina og depurðina. Enda yfir litlu að gleðjast.
Svo sá ég frétt af nauðaflutningunum á gamla fólkinu fyrir norðan.
Það er verið að taka það frá heimilum sínum (dvalarstað) og nauðungarflytja það á Kristneshæli þar sem það þarf að deila herbergi með öðrum.
Fyrir mörgum árum sá ég breska sjónvarpsmynd sem sýndi hvernig hjón þurftu að skiljast að þegar kom að því að fara á elliheimili. Það var ekki í boði að búa saman.
Mér fannst það eins og í skáldsögu og hugsaði með mér að svona yrði það aldrei hér. Jeræt.
Langamma mín hún Helga Óladóttir var látin til vandalausra ásamt öllum systkinum sínum þegar pabbi hennar dó úr lungnabólgu og hún var notuð sem þræll og á henni níðst allan hennar uppvöxt.
En það var fyrir svo löngu síðan.
Svo sé ég gamla fólkið tekið nauðugt og húrrað niður þar sem það kostar minna að GEYMA það.
Af því Gulli heilbrigðis er að spara.
Ég á ekki næganlega sterk orð til að lýsa tilfinningum mínum vegna þessa gjörnings.
Hreppaflutningur á öldruðum Íslendingum ætti ekki að vera inni í myndinni.
Ekki vera efst á listanum.
En þeir eru ekki hugrakkir í ríkisstjórninni og ekki við miklu að búast.
Þeir byrja á sjúklingum, börnum og gömlu fólki.
Fólki sem ekki er í aðstöðu til að bera hönd fyrir höfuð sér.
Ég skil ekki hvernig ráðherra þessa málaflokks getur horft í spegil.
Ég skil ekki hvernig ráðamenn á þessu landi geta sofnað á kvöldin.
En það er svo sem í lagi, ég þarf ekki að skilja það enda ekki í pólitík og svo sannarlega ekki á leiðinni í hana heldur.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Þriðjudagur, 6. janúar 2009
...og ég skammast mín
Ég held að forystumenn Sjálfstæðisflokksins ættu að gera örlítið hlé á sjálfshátíðarhöldunum og fara inn á erlenda miðla og skoða með eigin augum það sem er að gerast á Gaza.
Sjá með eigin augum morðin á börnunum og öðru blásaklausu fólki.
Þorgerður Katrín sér ekki að það sé hægt að skilja á milli Ísraelshers á Gaza og framferði Hamas samtakanna.
Það er nefnilega það!
Ég er ekki að mæla aðgerðum Hamas bót, bara svo þið hafið það á hreinu þið sem viljið veg Ísraelsríkis sem mestan og víðfeðmastan.
Hér er um að ræða þvílíkan aðstöðumun að það er ekki hægt að nefna morðmaskínu Ísraelshers með stuðningi Bandaríkjanna annars vegar og innikróaða, svelta og mannréttindasvipta Palestínumenn hins vegar, í sömu andránni.
Ég hef gert óteljandi mistök á minni ævi. Sum dýrkeyptari en önnur, ég lifi með því.
En ég hef aldrei kosið Sjálfstæðisflokkinn, ekki einu sinni þegar ég var ung og minna gáfuð en ég er núna.
Fyrir það verð ég þakklátari með hverjum deginum sem líður.
Og nú segi ég það og meina fullum fetum.
Ég skammast mín fyrir að vera Íslendingur.
![]() |
Fordæma Hamas og Ísraelsher |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 6. janúar 2009
Þú skallt trúa einhverju manneskja!
Mér hefur alltaf fundist Guðmundur Steingrímsson krútt og svo held ég að hann sé ærlegur maður.
Töff hjá honum að fara formlega úr Samfylkingunni á sama degi og síðasti jólasveinninn fer til fjalla.
En það sem hrífur mig hins vegar ekki er þessi flokkahugsun fólks í pólitík.
Ef flokkurinn minn er ekki að mínu skapi, hugsar fólk, þá verð ég að finna mér annan.
Svona svipað og í denn þegar ég var hippi, ég vildi ekki vera í þjóðkirkjunni þá varð ég að fara í annað trúfélag.
Möguleikinn á að vera utan trúflokka var ekki fyrir hendi.
Þú skalt fjandinn hafi það trúa einhverju manneskja!
Og Guðmundur fór í Framsókn. Heim í heiðardalinn.
Mig langar til að benda Guðmundi á að það er að verða bylting í hugsunarhætti fólks varðandi flokkafyrirkomulagið.
Inntakið er; Vertu á eigin vegum, taktu málefnalega afstöðu með verkum hvers og eins og láttu flokkamaskínuna lönd og leið.
Það er hægt að ganga úr flokki út í bölvaða óvissuna. Engin stefnuskrá til að segja þér hvað þér á að finnast um hvað eina - bæði stórt og smátt.
Alveg satt, þetta er hægt.
En..
Síðasti jólasveinninn er á hraðleið til fjalla.
En eftir sitja heilsársjólasveinarnir með lögheimili í ýmsum löndum meira að segja og fara hvergi.
Hvorki af þingi, af stólum í fyrirtækjum né á annan máta.
Sumir hanga í dyragættinni og þar mun finnast að minnsta kosti einn sem þegar hefur keypt sér aðgöngumiða inn á lokabrennuútsöluna.
Suma er bara ekki hægt að losna við.
Eða hvað?
Við munum halda áfram að reyna.
![]() |
Guðmundur í Framsóknarflokk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 5. janúar 2009
Ekki fleiri fjölmiðlasorgir í bili - takk
Allir á fjóra fætur, enni í gólf og snúið rassinum að Mekka, nú eða Jerúsalem.
Bjarni Ármannsson borgaði 370 milljónir, sem eru sirka bát dropi í hafið af þeim auðæfum sem hann hefur sankað að sér í gróðærinu með réttu eða röngu.
Millunum er slengt á borðið og svo hendir hann með smá sjálfsgagnrýni, segist vera reiður út í sjálfa sig og sér algjörlega hvar þeim strákunum varð á - SVONA EFTIR Á AÐ HYGGJA!
En útrásarvíkingunum var ekki borgað fyrir að vera vitrir eftirá er það?
Plís kæru Íslendingar. Ekki falla í trans í hrifningarvímu yfir nýjasta útspili Bjarna Ármannssonar.
Vitiði að ég var kominn með þennan dreng á arinhilluna (ók, hefði verið það væri ég með arinn), ég féll gjörsamlega fyrir sveitaklippingunni, feimnislega brosinu og bláu augunum.
Þetta var góður maður, hann var kominn til að sýna okkur að markaðurinn væri góður og gerði góða hluti fyrir almannaheill, listalífið, menntunarkerfið (ég keypti þetta reyndar aldrei en hann var samt sannfærandi) og allt.
Minnug alls þessa þá forhertist ég þar sem ég sat og beið Kastljóssins, ég varði mig með töfraþulum og jurtatei og bað Óðinn, Þór og Valgeir frænda um að halda mér á jörðinni.
Ég bað um að ég myndi ekki gleyma skuldunum sem þessir milljarðaræningjar eru búnir að koma íslensku þjóðinni í.
Sko, það er þetta með barnabörnin mín:
Hann Jökul sem er 14 ára, Oliver 3ja, Jenný Una 4ra og Hrafn Óli sem er eins árs eru skuldum vafinn langt fram í tímann. Kannski börnin þeirra líka. Hvað vitum við hvað á eftir að koma upp á yfirborðið?
Ég er ekki sátt.
Ég er ekki tilbúin til að láta Bjarna Ármannsson og hina karlana liggja á milli hluta.
Fyrir hönd barnabarnanna minna er ég andskotann ekki tilbúin að fyrirgefa.
Borgið milljarðana sem þið hafið sankað að ykkur í gróðærinu.
Allir sem einn.
Og þá getum við talað saman.
Svei mér þá hvað Kastljósið er orðið helvíti gott.
Haldið því áfram, ég afber ekki fleiri fjölmiðlasorgir í bili.
Sú mí tú ðe fokking bón.
![]() |
Endurgreiddi 370 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 5. janúar 2009
Frasamaskínur og djúpar pælingar - nú eða hitt þó heldur
Ég vil koma því á framfæri að það var ekki ég sem var að stela kjöti á Hellu um helgina.
Ég er nefnilega ekki með bílpróf OG hætt í víninu. Annars...
En..
Ég var að rökræða við konu áðan um kreppuna og fleira.
Hún svaraði mér á þá leið í miðri samræðu að sú staðreynd að undantekningin sannaði regluna gerði það að verkum að hún hefði rétt fyrir sér. Einhvern veginn þannig.
En þegar einhver leggur á borð fyrir mig rökleysuna "undantekningin sannar regluna" þá hætti ég að hlusta.
Hvaða fyllibytta kom með þessa röksemd undir morgun þegar heilinn á honum var kominn í áfengisóþol og hættur að virka?
Er ekki staðreyndin frekar hið gangstæða? Ég hebbði haldið það.
Arg.
Og þessi hérna: "Þeir sem guðirnir elska deyja ungir".
Þetta var stundum sagt við okkur í fjölskyldunni þegar við misstum barn. Vel meint og allt það en fór algjörlega öfugt ofaní mig.
Er þá guð (ef hann er til) beinlínis eigingjarn?
Finnst honum hundleiðinlegt að fá bara gamalmenni í himnaríki?
Vill hann yngja upp á heilögum lendum sínum?
Eða er þetta tómt kjaftæði og innantóm skyndibitaspeki?
Ædóntnó en ég vildi að fólk talaði meira frá hjartanu og minna eins og sjálfshjálparbók eða frasamaskínur.
En...
Ég hugsa of mikið. Ég er að reyna að koma mér í gang. Horfast í augu við lífið á þessum mánudegi eftir jól.
Þarf að gera margt og dagurinn flýgur áfram.
Ég ætla að leggja heilanum á meðan ég geri eitthvað að viti.
Ég geri ekkert hugsandi eins og fífl.
Það er bara svoleiðis.
![]() |
Með fulla bíla af kjöti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 5. janúar 2009
Hálf hljómsveit í heimsókn og Össur; éttann sjálfur
Ég tók á það ráð í gærkvöldi að fara út að ganga til að ná úr mér reiðinni og hryggðinni vegna atburðanna á Gasa.
Það tókst upp að því marki að ég náði smá ró í hugann.
Svo kom hálf hljómsveit í heimsókn á kærleiks.
Það var gaman og hér var töluvert hlegið yfir kaffibollum.
Nú blasir við verkefni dagsins, vikunnar, mánaðarins og ársins og áfram til eilífðar.
Sem er að stoppa í fjármálagat kærleiksheimilisins en möskvarnir á öryggisnetinu hafa stækkað óeðlilega mikið síðan í október og lítið má út af bera til að við húsband húrrum í gegnum hripleka öryggisvörnina og beint í gímaldið fyrir neðan.
En varðandi leiðarann í Mogganum í morgun, varnarræðuna vegna lokunar á bloggmöguleika við fréttir af hegðun kærleiksbræðranna Ólafs og Guðmundar Klemenzsona.
Þeir segja orðbragðið hafa verið of gróft og það hafi skort á tilhlýðilega virðingu og tillitssemi.
Hugs, hugs. Ég er sek. Ég skrifaði eitthvað á þá leið að ég vildi ekki vera sjúklingur á bekk með svæfingalækninn Guðmund sem verkstjóra á mínu meðvitundarleysi. Að mig langaði að lifa lengur.
Ég held að ég hafi líka kallað þá bræður brúnstakka og ofbeldismenn.
Ég er enn sama sinnis. Það er varla ærumeiðandi fyrir svæfingalækninn að fólk vilji ekki hafa hann við höfuðgaflinn þegar það er veikt, er það?
Ekki beinlínis traustvekjandi mynd af lækni sem birtist með fréttini fannst mér.
Hafa þessir bræður ekki sjálfir séð sér um að skrifa þessa viðbót í ferilskrána sína?
Ég held nú það.
Svo er vitnað í Össur sem skrifaði forpokaðan árásarpistil á blogg- og netsamfélagið.
Mikið skelfing skil ég Össur og alla hina í ríkisstjórninni vel - það er hundfúlt að hafa þennan háværa skríl segjandi skoðun sína alls staðar og virðingarleysi hans við stjórnvöld er í sögulegu lágmarki og tjáningin er hávær.
Oft á kjarngóðri íslensku, oft langt yfir markið.
Málið er að sú aðstaða sem íslenskur almenningur er kominn í er tilefni til upphrópana - og hver tjáir sig með sínu nefi.
Það er nottla ógissla pirrandi eins og sumir segja.
Ég sendi Össuri, félögum hans í ríkisstjórn, eftirlitsstofnunum ríkisins, útrásar- og sjálftökuliðinu og öllum hinum höfundum kreppunnar, illskeyttar áramótakveðjur og með þeirri einu ósk að þeir pilli sig frá völdum og gefi landsmönnum tækifæri til að segja skoðun sína í kosningum.
En hálfa hljómsveitin bjargaði móralnum á kærleiks þannig að það er ekki allt sorglegt í heiminum.
Best að drífa sig í að fremja huglæga kviðristu á sjálfri mér vegna ömurlegs ástands heimilisbókhaldsins á nýju ári.
Horfur og framhald er mér hulið vegna þess að stjórnvöld eru í feluleik.
Vér bíðum spennt.
![]() |
Umræðuhættir á netinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Sunnudagur, 4. janúar 2009
Af flugfreyju, trylltum barnahóp og samtölum án krepputals
Ég fór í barnaafmæli þar sem ég hitti fullt af skemmtilegu fólki á öllum aldri.
Við töluðum ekki um kreppuna aldrei þessu vant enda allt fullt af börnum sem stukku um stofur í mögnuðum leikjum og það heyrðist í þeim.
Þess vegna brostum við eiginlega bara til hvors annars enda ekki hægt að heyra mannsins mál fyrir alls kyns spennandi leikhljóðum.
Á leið heim frá Stokkhólmi í gær horfði Jenný Una lengi á flugfreyjuna, alvarleg og hugsandi á svip.
Svo sagði hún:
Flugfreyja, þú ert mjög falleg kona.
Takk, sagði flugfreyjan og brosti fallega.
Jenný Una: Og svo ertu líka svo mjög fín.
Flugfreyjan: Takk elskan, þú ert líka fín.
Jenný Una (alveg; hvað er að konunni er hún blind?): Nei, érekki fín ér í gallabuxum.
En á morgun verð ég fín heima há mér.
Og það gekk eftir. Afmælisbarnið sem hélt sína síðbúnu afmælisveislu með litlabróður (23. des. og 30. des), var í prinsessukjól og prinsessuskóm og á bakinu skartaði hún álfavængjum.
Amman bakaði hvíta prinsessuköku með silfurkúlum og kerti.
Hamingja barnsins var fullkomin.
Og þar með ömmunar líka.
Litli bróðir sem er alltaf glaður og ánægður breytti ekki út af vananum og skemmti sér konunglega enda orðinn eins árs.
Honum fannst skemmtilegast að leika sér með pappírinn utan af gjöfunum sem þau systkini fengu, innihaldið fékk að bíða betri tíma.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sunnudagur, 4. janúar 2009
Svartsýni - bjart mál
Íslendingar hafa aldrei verið svartsýnni. Það segir Gallupkönnun sem var gerð fyrir lok síðasta árs.
Ég vona að ég verði ekki skotin á færi en ég segi gott mál - bjart mál, til hamingju Íslendingar.
Þar kom að því að þessari spurningu var svarað af raunsæi og þjóðin virðist áttuð á ástandi mála.
Við höfum nefnilega ærna ástæðu til svartsýni og það er bara gott að púlsinn skuli endurspegla það.
Við erum ekki og höfum ekki verið hamingjusamasta þjóð í heimi, enda engin ástæða til og allt tal þar um hefur verið út í tómið, meiningarlaus óskhyggja.
Nú ég var að velta því fyrir mér að það er varla til fjölmiðill sem hægt er að treysta nú orðið.
DV reið á vaðið og varð uppvíst að ritskoðun eins og frægt var orðið. Reynir Traustason sýndi fram á það.
Svo var það Fréttablaðið og Stöð 2 með Sigmund Erni í broddi fylkingar sem sagði ósatt í fréttum um tjónaupphæð og tekjutap, slys á starfsmönnum og hlakkandi þáttastjórnanda á RÚV eftir Kryddsíldarævintýrið.
Nýjasta dæmið er svo Mogginn. Minn elskulegi heimafjölmiðill sem lét sig hafa að verja geirnaglann Ólaf Klemenzson ofbeldismann og hagfræðing hjá Seðlabanka ásamt bróður sínum Guðmundi, svæfingalækni og mannvini.
Þeir tóku út allar bloggfærslur við fréttir af þessum mönnum með Mússólínitaktana og lokuðu á möguleika um að fólk gæti sagt álit sitt á þessum heiðursmönnum.
Svo gefa þeir upp sem ástæðu að notað hafi verið orðbragð sem þeir gátu ekki sætt sig við.
Sko, ef ég hefði tíma, þarf að fara í barnaafmæli, þá myndi ég taka saman úr kommentakerfum og bloggfærslum, orðbragð sem myndi fá þann ljóta sjálfan til að hlaupa í felur.
Tökum Ástþór Magnússon friðarpostula sem dæmi og færslurnar hans um forsetann og vígbúnað barna.
En ó hvernig læt ég, þeir elska ekki ÓRG á Mogganum svo þeim er evt ekki jafn sárt um orðfærið þegar hann á hlut og þeir Klemenzssynir.
En nánari upplýsingar um ástand mála er að finna hjá henni Heiðu.
Á meðan - verið góð og falleg í tali.
Ekki blóta, ekki frussa, né slá ykkur á lær.
Ég kem sterk inn að vörmu.
![]() |
Íslendingar aldrei verið svartsýnni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Laugardagur, 3. janúar 2009
Börn og mótmæli
Ég gerði samning við sjálfa mig um áramótin og bloggaði um það. Ég ætla að segja það sem mér finnst líka þegar það er óþægilegt.
Ég sá átta ára telpu í sjónvarpinu áðan flytja ræðu.
Ákaflega krúttlegt og sætt, barnið greinilega þroskað og meðvitað.
En hún er átta ára og ég spyr; hvernig dettur fundahöldurum í hug að beita fyrir sig barni?
Það heitir það þegar maður tekur þátt í að leyfa svona.
Ég hef lesið um það hér á blogginu að pabbi stúlkunnar (hálfpabbi) segir að þetta hafi verið að hennar frumkvæði, hún hafi fundið þetta upp hjá sjálfri sér. Ég efast ekkert um það, en það er bara ekki málið.
Fullorðið fólk hefur það hlutverk að leiðbeina og vernda börnin sín.
Fyrir jól vorum við Sara dóttir mín að tala saman og ég ég nefndi orðið mótmæli.
Jenný Una sem var að leika sér í næsta herbergi hrópaði; Ékann að mótbæla. Davíð burt, Davíð burt!
Okkur setti hljóða mér og mömmunni. Hvorug okkar kannast við að hafa talað á þennan hátt nálægt barninu.
Málið er að börn eru eins og svampar. Þau eru líka afskaplega næm fyrir umhverfi sínu og það er okkar að vernda þau og hafa vit fyrir þeim á meðan þau geta það ekki sjálf.
Átta ára gamalt barn hefur ekkert að gera sem ræðuhaldari á útifundi.
Svo ekki sé talað um við þessar aðstæður þegar ólgan er svona mikil og allt getur gerst eins og komið hefur í ljós t.d. á gamlársdagsmótmælunum.
Ef það er eitthvað sem getur gert mig reiða í þessum heimi þá er það svona skiningsleysi fullorðins fólks á hlutverki sínu gagnvart börnum.
Þegar barn vill gera hluti sem við vitum að eru þeim ekki til góðs þá einfaldlega segjum við nei.
Hér átti klárlega að segja nei.
Börnum er beitt í misjöfnum tilgangi um allan heim.
Ég vil ekki taka þátt í því svo vinsamlegast endurtakið þetta ekki kæru félagar.
Ég veit að við hefðum ekki hoppað hæð okkar við mótmælendur hefðu stjórnvöld notað barn í sínu áróðursstríði.
Eða hvað?
Urrrrr
![]() |
Mótmælt á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 19:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (142)
Laugardagur, 3. janúar 2009
Hæfir skel kjafti
Bloggheimar loga vegna myndbandsins af brúnstökkunum hans Davíðs.
Klemenssynirnir báðir og annar vinnur í Svörtu loftum sem hagfræðingur við hirðina.
Það má segja að þar hæfi skel kjafti.
Svo segir Ólafur Klemensson að sér hafi verið ógnað, að hann hafi verið að verja sig.
Þá er ljóst að Ólafur Klemensson er ekki bara ofbeldismaður og mjög ógnandi sem slíkur heldur er hann líka bölvaður lygari.
Það er hlaupin harka í spræka íhaldsmenn.
Baldur Hermannsson sem bloggar núna á Mogganum vill sjá hvítliða í baráttunni gegn mótmælendum.
Varðandi hinn Klemenssoninn Ólaf svæfingarlækni þá vil ég færa það til bókar, verandi kommúnistadrullusokkur samkvæmt skilgreiningu allra últra hægri manna á fólki sem ekki er hundrað prósent flokkshollt íhaldinu, að hvað sem fyrir mig kemur þá vil ég ALDREI liggja aumur sjúklingur á bakinu með þennan mann með mitt vökustig í sínum höndum.
Mig langar nefnilega að lifa lengur.
Svo bíð ég eftir að þessir opinberu starfsmenn sem eru í vinnu hjá skrílnum fái uppsagnarbréf á mánudaginn.
Ég gef mér nefnilega að þeir hafi brotið sínar starfsreglur sem hljóma einhvern veginn á þá leið að opinberir starfsmenn skuli ávallt sýna af sér prúðmennsku ásamt hellingi af öðrum framkomufyrirkomulögum sem mér sýnast í fljótu bragði ekki vera til staðar hérna.
En eitthvað er ég vondauf.
Skíthælar eru vel séðir í sumum stofnunum hins opinbera.
![]() |
Mótmælendum ógnað á gamlársdag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 01:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (36)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.8.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr