Færsluflokkur: Lífstíll
Sunnudagur, 5. apríl 2009
Alkalegur metnaður
Í staðinn fyrir að blogga um hversu ósmekklegt mér finnst að mótmæla fyrir utan heimili manna (ekki sambærilegt og um daginn þegar einhverjir tóku göngutúr heim til dómsmálaráðherra og spjölluðu við hana), nú eða blogga um hvernig mér líður eftir að hafa fengið á kjaftinn með því að horfa á Silfrið, þá ætla ég að blogga um allt annan hlut og algjörlega fánýtan þar að auki.
Þetta er sjokkjöfnun.
Ég var að átta mig á því að ólíkt flestum, held ég, þá var ég aldrei ákveðin í að verða eitthvað ákveðið þegar ég yrði stór.
Man ekki eftir að hafa ætlað að verða rík, fræg, ferðalangur, læknir eða hjúkka.
Ég held að ég hafi siglt í gegnum æskuna lesandi annaðhvort bókmenntir eða námsefni.
Algjörlega metnaðarlaus krakki.
Svo rofaði til og ég var að pæla í að verða svona kona sem fer um heiminn og hjálpar börnum.
Annað komst líka á hreint, maður kemst ekki spönn frá rassi án æðri menntunar.
Ég átti nú eftir að taka góða pásu frá skólanum vegna anna en það er svo önnur og merkilegri saga sem má lesa um í mínum endurminningum sem koma út um jólin (jeræt).
En..
Þegar ég byrjaði að djamma hrundu framtíðarmarkmiðin fyrir lítið.
Í staðinn fékk ég mér nýtt markmið og það aðeins eitt og það var að verða nógu gömul til að ráða sjálf hvað ég væri lengi úti á nóttunni.
Rosalega metnaðarfullur krakkaandskoti þarna á ferð eða hitt þá heldur.
Ég lét mig dreyma um óheftan útivistartíma til að geta djammað og hangið með vinkonunum og lent í ævintýrum með sætum strákum.
Sko, þegar ég var að hugsa um þetta áðan þá brá mér smá.
Þetta er nefnilega svo rosalega alkalegur metnaður.
Kannski ekki skrýtið að ég hafi svo endað í meðferð löngu síðar.
Æi, ég dauðvorkenni þessari stelpuskömm sem var að kafna úr lífsþorsta.
Meiri verkunin og fyrirkomulagið.
![]() |
Mótmælendur enn í haldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 19:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Föstudagur, 3. apríl 2009
Sjálf stjórnarskrá íslenska lýðveldisins - dæs
Ég er hérna krakkar mínir.
Ykkar maður á málþófsvaktinni. Jájá, bregst ekki frekar en fyrri daginn.
Eftirfarandi er í gangi á hinu háa og mjög svo virðulega Alþingi:
"Það er vanvirðing við þjóðina, að þessi, hinn og þessi séu ekki viðstaddir umræður okkar Sjálfstæðismanna um stjórnarskrána".
"Það er vanvirðing við Sjálfstæðismenn að þessi, hinn og þessi séu ekki viðstaddir umræður okkar Sjálfstæðismanna um .stjórnarskrána".
"Það er vanvirðing við Alþingi, hið háa Alþingi að þessi, hinn og þessi séu ekki viðstaddir umræður okkar Sjálfstæðismanna um stjórnarskrána".
"Það er vanvirðing við FRAMSÓKNARFLOKKINN að þessi, hinn og þessi séu ekki viðstaddir umræður okkar Sjálfstæðismanna um stjórnarskrána".
"Það er vanvirðing við STJÓRNARSKRÁNA að þessi, hinn og þessi séu ekki viðstaddir umræður okkar Sjálfstæðismanna um stjórnarskrána".
"Það er verið að ræða stjórnarskrána".
"Það er verið að ræða sjálfa stjórnarskrána".
"Það er verið að ræða sjálfa stjórnarskrá íslenska lýðveldisins".
Hvern þessara frasa má nota allt upp í þetta þrjátíu sinnum og það er í hnotskurn það sem Sjálfstæðisflokkurinn er að gera á Alþingi í kvöld.
En núna talar flokkaferðamaðurinn Jón Magnússon, og eftir eru 25 á mælendaskrá.
Ekki misskilja mig stjórnarskráin er merkilegt plagg.
En fólkið er merkilegra.
Ég vil að plaggið sé til fyrir fólkið.
Ekki fólkið fyirir plaggið.
Yfir og út frá Alþingi Íslendingar þar sem fjörið er.
![]() |
26 sjálfstæðismenn á mælendaskrá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 00:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Miðvikudagur, 1. apríl 2009
Röppum, blúsum og bræðum
Hér er veikburða tilraun til aprílgabbs í Bretlandi.
Að Kerry Katona muni syngja fyrir landsleikinn í kvöld og muni breyta íslenska þjóðsöngnum.
Betur ef satt væri.
Ég get endalaust pirrað mig yfir þjóðsöngnum sem enginn getur sungið nema lærðir söngvarar og kórar.
Annars finnst mér að þjóðsöngvar eigi að vera skemmtilegir.
Það á að skipta þeim út á fjögurra ára fresti.
Þeir eiga að endurspegla þá músík sem er í gangi hverju sinni.
Spaugstofan hefur sungið þjóðsönginn skemmtilega.
Ég hef reynt að rappa hann.
(Dóttir mín lærði nánast öll ljóð Steins Steinarrs með því að rappa þau, kjörið til lærdóms, rappið Íslandsöguna mín vegna. Ekki að ég sé hrifin af rappi).
Ég er trylltur blúsaðdáandi svo maður tali ekki um rokk.
Komasho, hífopp.
Kannski er ég svona andþjóðleg en ég fæ alltaf óttatilfinningu þegar þjóðernisklámið verður of mikið.
Nema kannski í silfurhamaganginum eftir Ólympíuleikana síðast liðið sumar.
En hvað um það..
Skiptum út söngnum, fáum eitthvað hressandi danslag í staðinn.
Það geta þá allir dansað sér til skemmtunar í staðinn fyrir að standa og drjúpa höfði vælandi og eða hátíðlegir í andliti eins og uppskafningar.
Og hvaða tilfinningakúgun var í gangi þegar manni var bannað að slökkva á Guðsvors?
Hér í denn varð maður að stökkva til og slökkva á sjónvarpinu á sunnudagskvöldum áður en hann byrjaði nú eða bíða ella eftir að honum lyki.
Halló?
![]() |
Katona breytir íslenska þjóðsöngnum! |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 1. apríl 2009
Fyrirfram aðvaraður, fyrirfram vopnaður?
Ég dauðvorkenni þeim sem þurfa að finna upp aprílgabbið í ár.
Kommon, raunveruleikinn sem við höfum lifað og hrærst í síðan í október er lygasögu líkastur.
Í mínum villtustu martröðum hefði ég ekki náð upp í það sem við erum að upplifa Íslendingar á hverjum degi.
Ég gef mér að þessi "frétt" eigi að vera aprílgabb.
Amk. trúi ég ekki á ævintýraleg tilboð lengur.
Reyndar hef ég aldrei látið blekkjast af "kjötútsölunum" sem boðað hefur verið til á nánast hverju ári undanfarið hvar ljósmyndarar bíða á vettvangi til að taka mynd af þeim sem hafa stokkið af stað.
Ég veit ekki með ykkur en ég er orðinn hryllilega tortryggin yfir höfuð.
Tek öllu með fyrirvara núorðið.
Þessi kreppa og allar lygarnar og leikþættirnir í kringum hana hafa tekið frá mér þetta sem ég átti þó eftir af barnslegri einfeldni eða trúgirni.
Er ekki sagt einhvers staðar; fyrirfram aðvaraður, fyrirfram vopnaður?
Ég er að minnsta kosti brennd.
En þeir sem eiga að fá okkur til að trúa platfréttum í dag eiga alla mína samúð.
Því bókstaflega ekkert er nógu geggjað til að það toppi raunveruleika Íslands í nútímanum.
Ónei.
![]() |
Selja húsbúnað úr gömlu bönkunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 31. mars 2009
Svar óskast
Talandi um hvalafriðunarsvæði fyrir þá sem skoða dýrin.
Hvernig ganga veiðarnar?
Er ekki búið að ráða í þessi þrjúhundruð störf sem áttu að detta í hús þegar veiðarnar hæfust?
Og hvernig gengur að selja?
Miðað við fullyrðingarnar á þinginu þegar veiðarnar voru leyfðar þá hlýtur að vera rífandi sala í hvalkjöti.
Nú hef ég áhyggjur af því hvort þeir anni eftirspurn á bátunum.
Einhver?
Svar óskast.
![]() |
Svæði afmörkuð fyrir hvalaskoðun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 31. mars 2009
Varúð - ég gæti sprungið hvenær sem er
Konur eru hormónamaskínur.
Konur eru aðallega samansettar af móðurlífi, brjóstum og svo er uppfyllingarefni þar á milli. Ofaná sköpunarverkinu trónir svo örlítið heilakvikindi sem hefur lágmarks fúnksjón.
Konur fæða börn, gefa brjóst, fara á túr og eyða eins og brjálæðingar tíu dögum fyrir blæðingar.
Við erum tifandi lífefnafræðilegar sprengjur, getum sprungið hvenær sem er.
Við verslum af hormónskum hvötum ef einhver er nú að velkjast í vafa um hvatir sem að baki liggja.
Silly me, ég sem hélt að ég tæki upplýsta ákvörðun um að eyða peningum.
Ég hélt líka að ég hefði tekið fleiri upplýstar ákvarðanir í lífinu.
Eins og að gifta mig, skilja og að eiga börn.
Nú sé ég að ég hef sennilega verið í miðjum hormónahring þegar ég gifti mig, egglos í gangi og bíólógíska klukkan hefur gargað, ríða, ríða, ríða!
Svo hef ég verið með fyrirtíðaspennu þau skipti sem ég skildi við mína fjölmörgu eiginmenn.
Skrýtið, maður lifir í fimmtíuogeitthvað ár (förum ekki nánar út í það) og heldur að maður sé að framkvæma yfirvegaðar ákvarðanir sínar.
Ó ekkí, það er hinn kemíski mekkanaismi sem er að verki.
Ég vildi að ég væri karlmaður og fengi að ráða mér sjálf.
Fífl.
![]() |
Kaupæði tengist fyrirtíðaspennu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þriðjudagur, 31. mars 2009
Selebbablogg
Þær eru orðnar þunnar í roðinu selebb (selbita) fréttirnar í blöðunum.
Ég veit ekki hvað fræga fólkið er að gera í kreppunni.
Mér finnst þó líklegt að það sé að kaupa sér skó nú eða ættleiða börn.
Madonna er að ná sér í eitt í viðbót í fátæka landinu Malaví.
Kjútíkjút og svona en ég er á því að þetta sé tískufyrirbæri hjá frægu stelpunum.
Einu sinni voru það pelsar, bílar og hundar og fimmtán hús í ýmsum löndum.
Nú eru það börn.
Nýjustu fylgihlutirnir, hva, allt hægt ef þú átt deneros í buddu.
En þessi 19 ára Hayden Panettiere ætlar að eignast fjögur börn.
Aumingja stúlkan, ætli hún geri sér grein fyrir að tilvitnanirnar í hana eru komnar til að vera?
Koma til með að elta hana uppi þegar það sem hún á eftir ólifað?
Eins og það sem hún segir um smekk sinn á mönnum, sem er eitthvað á þá leið að hún sé ekki hrifin af jafnöldrum sínum?
Halló, jafnaldrar þessarar stúlku eru að missa mjólkurtennurnar og vart komnir með spangir get ég sagt ykkur.
Ég þakka mínum sæla fyrir að ekki kjaftur á jörð með aðgang að blaði eða fjölmiðli, hafði áhuga á mér 19 ára gamalli.
Steypan sem valt út úr mér á þeim tíma var þannig að ég hefði ekki kært mig um að láta minna mig á hana í dag. Bara alls ekki.
En þetta er annað selbitabloggið mitt á árinu.
Ef þessu fer fram sem horfir þá verð ég nýr Perez Hilton, ég sverða og legg ekki meira á ykkur.
Annars var hann að fara á límingunum yfir klæðaburði Bjarkar í New York um helgina.
Mér finnst hún frumleg hún Björk en Perez sér ekki til sólar yfir klæðunum hennar.
Úff, búin á því.
Það er svo erfitt að selbitablogga.
![]() |
Vill fjögur börn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 30. mars 2009
Kærleiksheimilið
Ég er með pest.
Ég sverða, síðan um áramót hef ég dregið að mér hverja einustu pest sem hægt er að verða sér úti um.
Ég er ekki frá því að ég hafi aðdráttarafl á flensur í öðrum löndum líka, svei mér þá.
Hvað um það, læknirinn minn er með eitt svar við öllum mínum vandamálum, hvort sem um er að ræða kláða í auga, flensu eða verki í maga.
Hættu að reykja Jenný, segir hann. Þess vegna er ég ekkert að bögga manninn.
Rólegur á áróðrinum segi ég.
Hvað um það.
Mér er óglatt.
Ég þarf að borða, allir þurfa þess og við á kærleiks erum þar ekki undanskilin. (Pirrrrrrrrrrrrrrrrrrr).
Ég velti fyrir mér hvað ég ætti að hafa í matinn.
Súpu kannski, æi nei of mikið vesen. Tekur of langan tíma (engar pakkasúpur hér).
Kjúkling, hann er góður í veikindum, æi nei, of mikið moj þar líka.
Hvað eigum við að borða; spurði ég húsband, frekar vongóð?
Mér er alveg sama (honum leist ekki á þrumusvipinn), eitthvað snarl er það ekki bara?
Ég: Hvað þýðir það (og ég sver að þetta var orðið málefni að svipaðri stærð og BANKAHRUNIÐ í huga mér þegar hér var komið sögu)?
Hann: Hvað sem er, við getum soðið egg og svona.
Ég: Við? Eigum VIÐ að sjóða egg? Þú meinar að ég skuli gera það?
Hann: Nei, nei, ég get alveg gert það.
Þarna var ég komin á flug og ég átti svo bágt að einhver hefði átt að gera mig að mannúðarverkefni.
Ég: Þú þarft þess ekki, auðvitað geri ég það. Aldrei frí, aldrei, og ég er fárveik.
Hann: Á ég að kaupa eitthvað elskan?
Ég:
Nei annars ég ætla ekki að tíunda frekar áhrif flensu númer tuttugogörgugglegaeitthvað á skapferli mitt.
Það ber mér ekki fagurt vitni.
Ætli maður svelti ekki á kærleiks í kvöld?
Maður spyr sig.
Stundum er ljúfsárt að vera fórnarlamb.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Mánudagur, 30. mars 2009
Kjaftæði
Æi, það er nánast krúttlegt allt þetta tal um nýja kynslóð í Sjálfstæðisflokknum.
Nýr formaður hamrar á þessu og ég er viss um að þetta verður marg endurtekið í kosningabaráttunni.
Nýja fólkið.
Nýja kynslóðin.
Bjarni er afleggjari af Birni Bjarnasyni.
(Ég hjó sérstaklega eftir því í fréttum í gær að hann sá ekkert athugavert við ræðu DO, fannst hún fínt innlegg í umræðuna. Hélt einhver að tímar "göngum hreint til verks" væru upp runnir í Sjálfstæðisflokknum. Þar eru menn sammála, nánast alltaf).
Þorgerður Katrín (þó ágæt sé) er ekkert ný. Halló, hún var með alla leið í fyrri ríkisstjórn.
Svo segir hann að sjálfstæðismenn hafi svarað kalli um breytingar.
Og jaríjaríjarí.
Kjaftæði.
![]() |
Nýrri kynslóð treyst til verks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sunnudagur, 29. mars 2009
Alkinn ég
Ég vaknaði í morgun og sjá, það hafði snjóað.
Ég verð að játa að ég er orðin ansi þreytt á þessu hvíta dufti út um allt.
Hvar er vorið?
Jájá, ætla ekki að blogga um veður. Veðrið er eins og það er og þar til vísindin koma með veðurstillingatæki þar sem maður getur valið vetur, sumar, vor og haust, þá situr kona í súpu.
Ég er að fara í fermingarveislu.
Hm.. ég hef nú bloggað um fermingarveislur áður og það ekki allt fallegt.
En það geri ég bara í fokki og fíflaskap, þær eru ágætar.
Sko, í minni fjölskyldu þar er fólk frekar skemmtilegt.
En hei, vissuð þið að ég er alki?
Ég er það sko, ég spyr vegna þess að ein systir mín var að auglýsa eftir alkabloggi, það væri svo langt síðan og svo væru stjórnmálin að kæfa allt á þessari síðu minni.
Ég alveg tilbúin til þjónustu: Ég blogga um alkan mig bara í bítið í fyrramálið, ekki málið krúsa mín.
Og hér kemur það.
Ég er alki, á þriðja ári edrú.
Drakk bjór og vin, át pillur og blandaði öllu saman þangað til að ég nærri dó.
Ég mæli ekki með þessum lífstíl.
Leiðinlegri sjúkdóm (eða hobbí allt eftir því hvar fólk skilgreinir sig) er ekki hægt að koma sér upp börnin góð.
Síðan ég varð edrú hefur líf mitt verið eintóm hamingja.
Hm. reynum aftur.
Síðan ég varð edrú hefur líf mitt gjörbreyst til batnaðar.
Ég á slæma og góða daga.
Á hverju kvöldi fer ég að sofa nokkuð sátt í sál og sinni.
Edrú í boðinu. Ekki spurning.
Farin að taka mig til.
Þetta er snúrublogg börnin mín sæl og samstæð.
![]() |
Óveður á Súgandarfjarðarvegi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.8.): 6
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 2988385
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr