Færsluflokkur: Lífstíll
Fimmtudagur, 15. mars 2007
SÍÐHVÖRF
OMG ég er í síðhvörfum. Síðhvörf eru seinni tíma fráhvörf hjá óvirkum ölkum. Þau geta komið löngu eftir að fólk er hætt að drekka. Ég er enginn sérfræðingur í fyrirbærinu og ekki datt mér í hug, fyrr en seint í gærkvöldi að það væri þetta sem væri að hrjá mig.
Hjá mér lýsir þetta sér þannig að ég er utan við mig. Ekki að það sé eitthvað nýtt í mínu tilfelli ég á það til að gera hina undarlegustu hluti þegar ég er annars hugar. En ég hef verið að stelast til að vaka lengur en ég á að gera. Ekki fengið mína átta tíma. Er búin að vera stressuð út af einu og öðru (eitur fyrir alka og reyndar mannkynið í heild). Hvað um það ég er einfaldlega ekki búin að fara eftir dagskrá sem ég verð að gera til að halda jafnvægi í sálu og sinni.
S.l. daga hef ég tam. "lent" í eftirfarandi.
Að læsa mig inni í þvottahúsi, húsbandið var heima og kom og náði í mig þegar hann var farið að lengja eftir konu. Ekki mjög háður mér, það leið klukkutími. Arg... (ef hann hefði ekki verið heima hefði ég væntanlega þurft að bíða öllu lengur).
Ég gat ekki kveikt á sjónvarpinu þannig að vel væri. Kann ekki á þessar aukagræjur og sollis sem kalla á þrjár fjarstýringar og alls konar seremóníur. Hafði með naumindum lært þetta en sjá.... ég var búin að gleyma aðferðinni.
Fór ca 10 sinnum úr stofu fram í eldhús til að ná í eitthvað sem mig bráðvantaði, þegar í eldhús var komið var ég í blakkáti, mundi ekki hvert erindið var algjörlega blanco.
Ég setti mjólkina inn í kústaskáp. Leitaði í ískápnum og allsstaðar (nema í kústaskáp að sjáfsögðu) að lífsvökvanum en án árangurs. Ný mjólk keypt og ég fann þá gömlu í morgun þegar ég átti erindi í kústaskáp. Viðkomandi kúasafi glennti sig framan í mig ósvífnislega og ég roðnaði.
Kaffi eykur steitu. Ég er hætt að drekka kaffi. Fór þó á kaffifyllerí í vikunni vegna tíðra heimsókna fólks á menningarheimilli mitt hér í borg (hehe). Legg það á lóðarskálar líka. Ég ælta að fá mér göngutúr á eftir og haga mér eins og nýskeindur básúnuengill mtt. heilbrigðs lífernis.
Þessi mynd lýsir ástandi mínu í vikunni afskaplega vel
Over and out.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 14. mars 2007
HEIMILISOFBELDI OG MORÐ
Enn eitt ofbeldismorðið og nú á Englandi. Maðurinn barði konu og þrjú ung börn sín til dauða. Hann iðrast ekki að hafa myrt konu sína, hafði komist að því að hún hélt fram hjá. Réttlætingar..réttlætingar. Því fyrr sem hulunni er svipt af kynbundnu ofbeldi því betra. Allar konur sem búa við andlegt-, líkamlegt- og kynferðislegt ofbeldi eiga að geta leitað sér aðstoðar án þess að þurfa að mæta fordómum frá samfélaginu.
Ég veit að viðhorfið í þjóðfélaginu hefur lagst töluvert á undanförnum árum en enn vantar mikið upp á. Leyndin, skömmin og óttinn ræður enn ríkjum og þolendur ofbeldisins reyna að fela ummerkin. Ég hef séð barn á fjórða ári reyna að fela marblettina sína.
Vildi bara benda á þessa frétt til að minna okkur á.
![]() |
Dæmdur í ferfalt lífstíðarfangelsi fyrir að myrða konu sína og börn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 01:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 13. mars 2007
OG SKÝIN HRANNAST UPP
Æskuvinkona mín Ragnheiður er dáin. Hún dó á föstudag en ég fékk að vita það í dag. Rosalega er vont þegar einhver hverfur svona sem hefur fylgt manni meira og minna frá því í bernsku. Það var töluverður tími síðan við töluðum saman og hún hafði verið veik. Þetta var engu að síður sviplegt fráfall. Úff..vont.
Ég hefði viljað segja henni svo margt, nýta tímann betur, vera betri vinkona en það er alltaf hægt að vera vitur eftir á. Það er svo merkilegt með okkur manneskjurnar hvað dauðinn er alltaf fjarlægur nema þegar hann heggur skarð í fjölskyldu- og vinahópinn.
Í dag hef ég verið þung, þetta er svo óvænt, ég átta mig ekki alveg á þessu ennþá. Það er smá léttir að setja þetta niður á blað, aðeins að blása.
Það er þó fjölskyldan hennar vinkonu minnar sem á um sárt að binda.
Ég sendi þessari æskuvinkonu sem aldrei hvarf úr lífi mínu, þakklæti mitt í huganum og bið almættið að vernda hana og hennar fólk.
Lífstíll | Breytt 14.3.2007 kl. 01:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 12. mars 2007
ATHUGASEMD BÍÐUR SAMÞYKKIS
Ég fór yfir á vísisblogg til að kíkja á síðu þar sem mér hafði verið bent á. Það er nú svo sem ekki í frásögur færandi nema hvað, ég með mína tjáningargleði varð að skrifa athugasemd. Eftirfarandi gerðist þegar ég sendi athugasemdina:
Vinsamlegast skráið nafn (krafist) - ók ég skráði fornafn. Síðan kom:
Vinsamlegast sláið inn netfangi - hvað ég og gerði. Þá birtist eftirfarandi
Athugasemd bíður samþykkis!!
Ég tek fram að ég er ekki að kvarta yfir því að þurfa gefa upp nafn og netfang, þó ekki væri. Ætli þetta fari fyrir fund þarna uppi á 365 áður en samþykki er gefið fyrir færslu? Við hvað er fólk hrætt?
Og ég sem hélt alltaf að það hafi verið erfitt að heimsækja bankastjóra hér í gamla daga. Að bíða eftir fund hjá stjóra og fá svar upp á gott og vont daginn eftir í besta falli. Þetta blogg átti vinsæll fjölmiðlamaður. Kannske eru bara þeirra blogg svona þarna hjá Vísi. Ég veit það ekki. Má ég þá heldur biðja um heimilislegt moggabloggið þar sem ég sé ekki að farið sé í manngreinarálit og fólk getur sett inn athugasemdir í beinni!
Æi kannski er þetta bara eðlilegt. Fjölmiðlungar eru séðir af mörgum sem Guðir nútímans, ekki að ég haldi að það sé skoðun þeirra sjálfra, allavega ekki þeirra fjölmiðlamanna sem halda úti vinsælustu bloggunum hér á moggabloggi og gera það algjörlega í trássi við að sótsvartur almúginn segi skoðun sína.
Ég held áfram á moggabloggi; ekki spurning.
Lífstíll | Breytt 18.4.2007 kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 12. mars 2007
KÆRLEIKSHEIMILIÐ VIÐ LAUGAVEGINN
Vegna mikillar umfjöllunar um næturlæti, ölvun, ofsaakstur og fleira skemmtilegt, birti ég ein af mína fyrstu færslum á blogginu í tilefni þess. Ég veit svo innilega hvernig fólki (eins og henni Önnu, bloggvinkonu www.anno.blog.is líður).
Fyrir ekki svo mörgum árum síðan tókum ég og húsbandið þá ákvörðun að við vildum búa í miðbænum. Ég vann á Laugaveginum og við þóttumst hafa himni höndum tekið þegar við komust yfir íbúð í sömu götu. Kva nú myndi ég ganga til vinnu og það gerði ég vissulega í þessi ár sem við héldum út þar.
Við vorum ekki með börn á skólaaldri og fannst æðislegt að geta búið og starfað í hringiðunni. Stutt að fara í alla skapaða hluti. Mikið rétt það gekk eftir. Íbúðin okkar var heljarstór "herrskapslägenhet", hátt til lofts með gegnheilu parketti á gólfum, rósettum og hvað það heitir allt saman. Það þurfti hins vegar að gera heilmikið fyrir íbúðina. Við komum okkur fyrir. Gamlir hippar og bóhemar voru alsæl með hýbýlin. Svo gaman hjá okkur. Liggaliggalá. Það átti eftir að breytast. Við fengum að kynnast einu og öðru miður skemmtilegu í húsinu. T.d.
..að fleiri en við sóttumst eftir að búa á Laugaveginum en áðstæðurnar fyrir því voru ekki alveg þær sömu, og okkar. Fyrstu árin var djammað stöðugt bæði á efri og neðri hæð hússins. Lögreglan hefði þurft að hafa lykil. Til að gera langa sögu stutta lagaðist ástandið á neðri hæð eftir ár eða tvö, stuðboltarnir í efra héldu uppteknum hætti en nú "bara" frá fimmtudögum til sunnudags.
..að pípulagnir og allskonar rör og rennur geta virst vera í lagi inni í íbúð hjá þér en þurfa alls ekki að vera það í öllu húsinu. Fyrsta Þorláksmessudag í herrskapsíbúðinni var ég að þvo gólf og skutlaði mér eftir eina sígópásu til að ná í gólftuskuna ofan í fötuna og skipta um vatn. Ómægodd! Það var rottuungi í fötunni. Ég brjálaðist alla leið. Það var hringt á meindýrabanann (viðkomandi rotta hafði þó þegar verið úrskurðuð látin) og hann hóf tryllta leit að fjölskyldu ógeðismeindýrsins. Fjöslkylda kvikindisins lýsti með fjarveru sinni. Gat fannst á bak við þvottavél og alla Þorláksmessunótt var steypt uppí gert og græjað. Ég svaf nánast ekkert í mánuð á eftir.
..að það getur beinlínis verið lífshættulegt að gleyma að loka útidyrahurðinni svo ég tali nú ekki um hurðinni að íbúðinni. Lærðum af biturri reynslu að menn með hnífa og önnur morðtæki og tól eiga ótrúlega oft erindi um Laugaveg að nóttu til og vilja komast inn í hlýjuna.. með góðu eða illu.
Eitt og annað gekk á í sjálfu húsinu sem á mælikvarða þess sem á undan er talið var tómur kökubiti (lesist peace of cake). Stíflaðir vaskar, stífluð sturta (einstaklega gleðilegt skemmtiatriði) vatn úr lofti frá íbúð í efra og fleira sollis smotterí.
Nú en það var voðalega gaman að búa við Laugaveginn um jólin, svakalega jólalegt fannst mér fyrstu tvær helgarnar í desember, fyrsta árið. Það var stemmari á Laugaveginum fyrir jólin, alveg sérstaklega um helgar. Lúðrasveitir, kórar, jólasveinar og allskyns atriði sem hafa eflaust hlýjað fólki í jólainnkaupum um hjartaræturnar þegar það átti leið fram hjá. Átti leið fram hjá skrifa ég. En þegar þú hefur atriðin beint undir glugganum þínum allan liðlangan daginn, föstudag, laugardag og sunnudag og á hverjum degi eftir að nær dregur jólum þá er maður orðin svona létt pirraður (orðinn morðóður brjálæðingur) arg.
Nú veit ég að íslenska þjóðarsálin er í kór. Ég veit það vegna þess að undir glugganum mínum voru blandaðir kórar um helgar, drukknir og metnaðarfullir söngvarar sungu fullum hálsi. Á sumrin og í góðum veðrum var tónleikahald líflegt frá mánudegi til sunnudags. Standby listahátið bara.
Ég varð sambands sérfræðingur. Fólk; ekki ræða út um málin fyrir utan "verkamannsins kofa" eða þannig! Ég var nauðug sett inn í ástarmál stórs hluta þeirra Reykvíkinga sem una glaðir úti um nætur. Brothljóð og skellir voru hluti af proppsinu þarna við Laugaveginn og elsku gangstéttin mín stundi yfir öllum ælulögunum sem höfðu komið sér fyrir beint fyrir utan útidyrnar hjá mér og görguðu á mig í öllum sínum dásamlega margbreytileika fleirihundruðogfimmtíu magainnihalda þegar ég kom út um morgna.
Ég ætla ekki að vera neikvæð (jeræt) en er bara að deila með mér reynslu minni af því að vera miðbæjarrotta (jæks). Auðvitað voru góðar hliðar á þessari búsetu. Stutt í allt og maður með í lífinu í orðins örgustu. En það er sniðugra að eiga heima annarsstaðar og kíkja í miðbæinn í heimsókn.
Eftir fjögur ár í sælunni játuðum við okkur sigruð og horfðumst í augu við það að við værum ekki bóhemar og hippar lengur heldur kvartgjarnir smáborgarar. Við fluttum upp fyrir snjólínu í Reykjavík og búum þar við fuglasöng og náttúru. Við köllum það happyhome. Hinsvegar má segja að heimsóknartíðnin hafi lækkað tölurvert og það þurfi að hafa meira fyrir öllum útréttingum. En svona er lífið alltaf verið að velja og hafna.
Lífstíll | Breytt 17.6.2007 kl. 17:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Laugardagur, 10. mars 2007
HÖRMUNGASAGA
![]() |
Ása Hjálmarsdóttir segist aldrei munu fyrirgefa, ekki heldur hinum megin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 10. mars 2007
HUGLEIÐINGAR UM HAMINGJU OFL.
Er að velta því fyrir mér svona á laugardegi hvað gerir mann hamingjusaman. Ekki það að við gleðjumst öll yfir sömu hlutunum heldur meira svona almennt. Ég "gúgglaði" á happy women og þá kom ma. upp þessi forláta innkaupapoki. Þar kom líka upp dollaramerkt innkaupakarfa. Ergo: Hamingjusöm er konan kaupandi. Jeræt! Þegar ég var að alast upp versluðu konur í matinn, keyptu föt á börnin, eiginmanninn og sjálfa sig, þá komu karlarnir ekki nálægt svoleiðis stússi enda kvenmannsdjobb. Maðurinn minn sem reyndar kaupir mikið inn til þessa örheimilis okkar, læddi því út úr sér um daginn að hann vildi heldur fara einn í matarinnkaup (sem hann kaupir samviskusamlega eftir miða skrifuðum af mér) þar sem það kæmi á mig einhver dreyminn hillusvipur þegar ég færi í stórmarkaði og það væri ekki séns að ná kontakt við mig og honum finnst ég fara hamförum í kryddeildinni. Arg....
Ég er hamingjusöm þegar ég les. Ég les mikið nánast undantekningalaust og hef gert frá því ég var barn. Þegar ég les er ekki hægt að ná kontakt við mig, ég er inni í veröld bókarinnar og kem þaðan ekki ótilneydd. Stelpurnar mínar voru iðnar við að nýta sér tækifærið í uppvexti sínum og báðu um allt sem þeim datt í hug og langaði í því ég var búin að forrita heilann með standardsvarinu "já, já" til að fá að vera í friði. Þeim fannst þetta afskaplega nytsamlegt áhugamál þetta með lesturinn.
Það sem gerir mig glaðasta "nuförtiden" er að vera með barnabörnin. Ég er orðin svo svakalega "dómestik" undanfarin ár. Börn eru svo gefandi, svo yndislega hrein og bein og svo eru þau með svo rosalega skemmtilegan húmor. Í dag ætlar Jenny að vera hjá ömmusín í nokkra tíma meðan mamma er að læra og pabbi að "minna". Það er eintóm hamingja.
Nóg um það
Systir mín hún Gösl (kölluð það af innvígðum) ætlar að halda upp á fimmtugsafmælið sitt í dag en hún "verður að heiman" á afmælisdaginn. Þær systur mínar munu örugglega drekka mörg köff og kannski eitthvað fleira í tilefni dagsins. Ég man ekki alveg hvort það var Greta systir eða Göslið sem lágu í glugganum á tveggjára afmæli sínu um miðja síðustu öld (Guð hvað ég er old, en mér líður eins og þrítugri konu) og beið eftir afmælinu. Afmælið var komið í fúll sving en afmælisbarnið hékk í glugganum og beið það var jú búið að segja henni að afmælið "kæmi" í dag. Ég man hins vegar mjög vel hvor þeirra það var (en ætla ekki að gefa það upp svo ég verði ekki sett út af sakramentinu) sem datt í það fjögurra ára, komst í bolla með påfengi þegar mamma og pabbi fengu konjak með kaffinu hjá Betu frænku, varð vel íðí og lamdi mig og hló tryllingslega alla leiðina frá Hafnarfirði til Reykjavíkur. En það var þá í þá gömlu góðu daga þegar börn drukku áfengi. Segisonna.
Gösl ef ég kemst ekki í dag þá kem ég alveg á næstunni elskan í einn kaffi eða mörg köff. Jafnvel þótt ég sé hætt í kaffinu. Til hamó með ammó darling.
Nú ætla ég að ganga frá (í) eldhúsinu og skutla mér í bað.
Sé ykkur krakkar
Um að gera að vera vel skóaður
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 10. mars 2007
1.8OO KLÁMHUNDAR...
... á dag, að jafnaði skoða dag hvern gróft barnaklám í Danmörku. Nú vilja ráðamenn stemma stigu við því. Kva.. netlögga??
Er ekki óhuganlegt til þess að vita að það skuli vera "venjulegt" fólk sem stundar þessa ógeðisiðju á hverjum degi. Átjánhundruð pedófílar á dag!!
Þeir eru alla vega að hugsa um einhverskonar netlöggu í Danmörku!! Getur fólk ekki verið sammála um að þegar svona tölur blasa við að þá verði að grípa til aðgerða?
Barnaklámsiðnaðurinn blómstrar sem aldrei fyrr. Það er auðvitað staðreynd sem ekki er hægt að horfa framhjá.
![]() |
Barnaklám af Netinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt 18.4.2007 kl. 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Mánudagur, 5. mars 2007
ÞUMALFINGURSREGLAN
Skelli hérna inn gamalli færslu um þumalfingursregluna fólki til fróðleiks.
Þumalfingursreglan "the rule of thumb"
Þar sem ég skrifaði um kynlægt ofbeldi í dag finnst mér tilvalið að láta þennan fróðsleikmola fylgja með.
Þumalfingursreglan svokallaða er talin eiga uppruna sinn á Englandi en þar finnst hún fyrst skjalfest árið 1692. Þumalfingursbreidd kaðals eða annars bareflis var talin leyfileg stærð fyrir eiginmenn sem vildu refsa konum sínum með barsmíðum.
Það mun hafa verið Sir Francis Buller sem fyrstur mun hafa kveðið á um þetta. Hann var því fyrir vikið kallaður Þumall dómari að því er sagnir herma.
Maður gekk um í mörg ár og talaði um þumalfingursregluna hingað og þangað án þess að hafa grænan grun um að þar lægu að baki kvenlegir harmar.
Lífstíll | Breytt 29.4.2007 kl. 01:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.8.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 2988129
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr