Færsluflokkur: Lífstíll
Þriðjudagur, 20. mars 2007
LOK, LOK OG LÆS..
Eins og fólk sennilega veit þá á að loka iðjuþjálfun geðdeildar Landspítala. Merkilegt að hjá svona "ríkri" þjóð skuli ekki vera hægt að halda þeim fáu úrræðum úti sem bjóðast geðsjúkum. Í gær sá ég viðtal við konu sem hafði verið mjög veik af geðhvörfum þar sem þunglyndi var aðalmeinið. Hún lýsti veikindum sínum þannig að manni rann kallt vatn milli skinns og hörunds. Rosalegt að fólk skuli þurfa að þjást svona og úrræðin skuli vera svona fá. Þessi kona sagði að iðjuþjálfun hafi bjargað lífi sínu. Hún varð til þess að endurheimta færni hennar á vinnumarkaði og er konan nú í sínu fyrra starfi en hún er kennari.
En nú á að loka. Ég næ ekki upp í nefið á mér. Ég er líka hissa á hversu lítið er bloggað um þetta. Það eru enn miklir fordómar gagnvart geðsjúkum ætli þögnin skýrist af því? Það er hagur hvers samfélags að koma veikum til bata á ný, gera þá virka í þjóðfélaginu, styðja þá á allan hátt til sjálfshjálpar. En við lokum deildum. Það er mál að linni.
Mikið rosalega hlakka ég til að geta kosið í vor og vonandi lagt mitt lóð á vogarskálarnar þannig að núverandi ríkisstjórn verði minni eitt. Slæm minnig að vísu en ekki raunveruleiki.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 20. mars 2007
SELSKAPSDÖMUR - LISTAMENN
Ég var að sjá í fréttunum áðan að "Strawberry Club" (sem ég vissi ekki einu sinni að væri til) hafi sótt um 30 kennitölur nýlega fyrir jafnmargar konur frá Rúmeníu sem eru selskapsdömur í klúbbnum og selja kampavín. Þetta hlýtur að vera vandasamt verk. Stórkostlegur innflutningur á vinnuafli í kampavínsbransanum. Allt listamenn frá Balkanlöndum.
Í fréttinni kemur fram að þær koma inn á undnþágu sem listamenn. Eigendur klúbbsins halda því fram að það séu þær eimitt. Þær selji kampavín, spjalli við gestina, dansi fyrir þá en fækki ekki fötum (utan á Jarðaberjaklúbbnum eru mjög fáklæddar konur), engin súla er á staðnum (það breytir öllu) og þegar gestir kaupa kampavín þá fara þær með þeim afsíðis að spjalla!
Þetta er vændi undir rós, leyfi ég mér að fullyrða. Á þetta að vera hægt? Ef þetta er svona saklaust hví konur frá Balkanlöndum, er ekki nóg af íslenskum konum sem vilja vinna þessa selskapsvinnu, sem reyndar er ólaunuð að sögn eins eiganda klúbbsins.
Konurnar hafa ekki leyfi til að vinna hér á landi þar sem þær eru á undanþágu sem listamenn en hvenær hefur það að hella í glas og fara afsíðis með fólki haft eitthvað með vinnu að gera?
Stundum skammast ég mín niður í hrúgu fyrir að vera íslendingur.
Lögreglan er að rannsaka málið en með hin nýsamþykktu lög um vændi er það þá nokkur vinnandi vegur að uppræta þetta?
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 20:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þriðjudagur, 20. mars 2007
FERMINGAR OMG
Það er brostið á með fermingum.... og í kjölfarið fermingarveislum. Ég hef farið í ótal slíkar á liðnum árum og engin ein stendur upp úr nema ef vera kynni fermingarveisla þeirrar einu dóttur minnar af þremur sem ákvað að undirgangsat manndómsvígsluna. Allar þessar fermingarveislur sem hlaupa á tugum ef ekki hundruð renna saman í einn hrærigraut. Gæti ekki munað hver var hvað þó líf mitt lægi við.
Mér finnast þessar veislur lítið skemmtilegar. Samkomur í hátimbraðri vorsól sunnudagsstemmingar og gluggaveðurs. Úff ekki minn uppáhalds tebolli. Af þessu mætti álykta að ég væri antisósíal, að ég nyti mín ekki á mannamótum en svo er ekki. Þessar veislur eru svo hefðbundnar og fyrirsjáanlegar að það er ekki grín að gerandi. Halló-halló hvernig væra að gæða þessar veislur frumleika, að halda öðruvísi fermingarveislur, hafa músík tam.?
Fljótlega upp úr áramótum, ár hvert tékka ég á hversu margir hausar verði fermdir í fjölskyldunni það árið og í ár (eftir því sem ég kemst næst) nada. Ég slepp fyrir horn. Ef að þessu viðhorfi mínu fréttist þá verður mér sennilega ekki boðið í framtíðinni eða ég beðin að vera með skemmtiatriði í næstu veislu, sem væri rétt mátulegt á mig fyrir neikvæðnina.
Til hamingju fermingarbörn til sjávar og sveita.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 19. mars 2007
HVERSU BLÁEYGÐUR GETUR MAÐUR VERIÐ??
Í dag hef ég fengið tvö svona email. Frá sama manni en sitthvor dauðaorsök á meintum eigenda peninganna. Birti þetta ef einhver á blogginu hefur ekki heyrt um þessi þjófnaðarmál en ég hef frétt af nokkrum sem hafa sent peninga í svona fyrirkomulag. ARG
From: "peter amed" peter_ali_amed36@hotmail.com
Date: Sun, 18 Mar 2007 08:51:24 +0000
>FROM: MR PETER AMED.
>AUDITTING AND ACCOUNTING MANAGER,
>BANK OF AFRICAN (BOA)
>OUAGADOUGOU-BURKINA FASO,
>WEST AFRICA.
>
> TOP SECRET
>
>DEAR FRIEND,
>
>I AM MR.PETER AMED,THE AUDITTING MANAGER OF BANK OF AFRICAN (BOA)
>BURKINA FASO IN WEST AFRICAN CONTINENT. DURING MY INVESTIGATION AND
>AUDITTING IN THIS BANK,I CAME ACROSS A VERY HUGE SUM OF MONEY
>BELONGING TO A DECEASED PERSON WHO DIED ON 31ST OCTOBER 1999 IN A
>PLANE CRASH WITH HIS WIFE: VIEW THE SITE :
>(http://www.zenpageweavers.com/malikahti/journal/flight.htm) AND CNN
>NEWS:
>(http://www.cnn.com/US/9910/31/egyptair.families.02/)
>
>BANK OF AFRICA GOT INFORMATION AFTER HIS DEATH THAT HIS TWO CHILDREN
>WHICH THEIR NAMES DID NOT MENTIONED IN THE ABOVE SITE WERE AMONG THE
>VICTIMS.THE BANKING LAW AND GUIDLING HERE STIPULATES THAT IF SUCH
>FUND REMAINED UNCLAIMED AFTER TEN YEARS IT WILL BE TRANSFERED INTO
>THE BANK TREASURY AS UNCLAIMED FUND
>
>AND THE FUND HAS BEEN DORMANT IN HIS ACCOUNT WITH THIS BANK WITHOUT
>ANY CLAIM OF THE FUND IN OUR CUSTODY EITHER FROM HIS FAMILY OR
>RELATION BEFORE MY DISCOVERY TO THIS ISSUE.THE SAID AMOUNT WAS
>US$13.7M (THIRTEEN MILLON SEVEN HUNDRED THOUSAND UNITED STATES
>DOLLARS).
>
>MEANWHILE THE TRANSFER OF THIS FUND WILL REQUIRE A SECOND PARTY OR
>FELLOW WHO WILL FORWARD CLAIM AS THE NEXT OF KIN OR BUSINESS PARTNER
>OF THE DECEASED TO THE BANK OF AFRICA,AND ALSO PRESENT A FOREIGN
>ACCOUNT WHERE THE FUND WILLBE RE-TRANSFERRED AFTER PAYMENT APPROVAL
>IS GRANTED.SO,THE REQUEST OF FOREIGNER AS NEXT OF KIN OR BUSINESS
>PARTNER ON THIS TRANSACTION IS
>OCCASSIONED BY THE FACT THAT THE CUSTOMER WAS A FOREIGNER AND I, AS
>A BURKINABE CANNOT STAND AS NEXT OF KIN TO THE DECEASED.
>
>MOREOVER,I WILL NOT FAIL TO INFORM YOU THAT THIS TRANSACTION IS 100%
>RISK FREE. AND ON SMOOTH CONCLUSION OF THIS TRANSACTION,YOU WILL BE
>ENTITLED TO 40% OF THE TOTAL SUM AS GRATIFICATION, WHILE 10% WILL BE
>SET ASIDE TO TAKE CARE OF EXPENSES THAT MAY ARISE DURING THE TIME OF
>TRANSFER AND ALSO TELEPHONE BILLS, WHILE 50% WILL BE FOR ME. DUE TO
>THE ACCOUNT HAS BEEN DORMANT FOR MANY YEARS AFTER THE DEATH OF THE
>OWNER,YOU SHOULD KNOW THAT AN UPFRONT EXPENSES WILL BE INVOLVE ON
>THIS TRANSACTION BEFORE THE FUND
>WILL BE TRANSFERRED INTO ANY OF YOUR ACCOUNT BY THE BANK OF AFRICA.
>AND IT'S BOTH OF US THAT WILL PAY AN UPFRONT EXPENSES WHICH WILL BE
>INVOLVED ON THIS TRANSACTION IN ORDER TO ENSURE A SMOOTH
>ANDSUCCESSFUL TRANSFER OF THE FUND TO YOUR ACCOUNT.
>
>I WILL BE HERE IN THE BANK OF AFRICA AND MONITOR THE WHOLE
>TRANSACTION WITH YOUR ASSISTANCE UNTIL YOU CONFIRM THE TOTAL FUND IN
>YOUR ACCOUNT PEACEFULLY.ONCE YOU CONFIRMED THE TOTAL FUND IN YOUR
>ACCOUNT SUCCESSFULLY, I WILL COME OVER TO YOUR COUNTRY FOR MY OWN
>SHARE OF THE FUND.UPON RECIEPT OF A POSITIVE RESPONSE FROM YOU,I
>WILL GIVE YOU MORE DETAILS ABOUT THE
>TRANSACTION AND APPLICATION FORM YOU SHOULD SUBMIT TO THE BANK AS
>THE BENEFICIARY OF THE FUND.
>
>PLEASE CONTACT ME IMMEDIATELY VIA MY E-MAIL ADDRESS
>
>I WILL BE EXPECTING YOUR URGENT REPLY.
>
>THANKS IN ADVANCE FOR YOUR CO-OPERATION.
>
>YOURS FAITHFULLY,
>MR.PETER AMED.
>
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 19. mars 2007
UM AÐ KENNA EÐA FYRIR AÐ ÞAKKA?
Ég hef verið að lesa víðsvegar á blogginu í dag um að það sé VG að kenna að ekki náðist í gegn lagabreyting sem heimilar sölu á léttvíni og bjór í matvöruverslunum.
Ææ, voðalegir skemmileggjarar þessi vinstrihreyfing grænt framboð. Að þeir skuli hafa vogað sér að fara fram á almennilega umræðu um þetta þjóðþrifamál (jeræt)l
Ég hef nú eiginlega ekki eldheita skoðun á þessu. Þeir sem kaupa áfengi kaupa það hvort sem er og það breytir sjálfsagt engu hvar það er selt og hvernig.
Mér skilst að það hafi verið skiptar skoðanir í öllum flokkum um þetta mál. Ég tel ef eigi að breyta núverandi fyrirkomulagi þurfi að ræða það almennilega í þinginu áður en það fer í gegn. Það er einfaldlega þörf á. Ég vil t.d. geta kynnt mér málið áður en flöskurnar fara að detta í hausinn á mér í Hagkaup þegar ég rúlla þar um með minn dreymandi hillusvip.
Öll spjót standa á VG. Allt er týnt til. Það virðist ekkert bitastæðara að finna sem ástæðu fyrir árásunum. Ég er svo viss um að þegar stjórnmálahreyfingar eru að gera eitthvað af viti, ná samhljómi við venjulegt fólk þá er full ástæða fyrir hið rykfallna vald að fara að sperra upp augun og óttast aðeins um öryggi sitt og tilvist. Það er nú einu sinni almúginn sem gengur að kjörborðinu þ. 12. maí í vor.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Mánudagur, 19. mars 2007
HVAÐA MÁLI SKIPTIR....
...hvort hinn grunaði er íslendingur eða ekki? Maðurinn mun vera íslenskur ríkisborgari. Ég skil ekki þessa tilkynningaskyldu fjölmiðla um uppruna fólks. Mér finnst það ýta undir kynþáttafordóma. Nauðgun er alvarlegur glæpur, hver sem hann fremur. Mér er nokk sama hvort maðurinn er að norðan eða sunnan frá Evrópu eða Ameríku. Glæpurinn var framinn hér og er jafn alvarlegur án tillits til hverrar þjóðar maðurinn upprunalega er.
![]() |
Vísbendingar í kjölfar auglýsinga leiddu til handtöku meints nauðgara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 19. mars 2007
BÍLARAUNIR
Ég var að taka til í gömlum pappírum í gær og rakst þá á ökuskírteinið mitt. Hvað var það að gera í gömlum pappírum? Jú það er ekki notað. Teinið er í gildi en ég keyri ekki. Það hefur aldrei passað vel við þá ímynd mína að ég sé töffari, sjálfstæð kona sem sé sjálfri mér nóg um flesta hluti að bera þetta ökuleysi mikið á borð. Skekkir dæmið.
Ég var um þrítugt þegar ég tólk bílpróf. Hafði ekki séð ástæðu til að vera með ökuleyfi fyrr. Mér var ýtt út í þetta af umhverfinu á þessum tíma. Allir sögðu að kona yrði að hafa bílpróf, annars gæti hún ekki verið sjálfstæð. Margir sjá nefnilega ekki allt það frjálsræði sem felst í því að vera ekki á bíl. En meira um það síðar.
Ég keyrði í fimm daga eftir bílpróf. Nákvæmlega fimm daga síðan ekki söguna meir. Þegar ég var komin með skírteinið upp á vasann var sænsk vinkona í heimsókn hjá okkur. Ég fór með hana út Norræna Hús á yndisfallegum sumardegi. Hið flennistóra bílastæði var nánast autt. Ég valdi mér stað og.... var um 20 mínútur að leggja í stæði. Bílinn lét ekki að stjórn og var í raun í tveimur stæðum þegar ég var búin að hamast í allan þennan tíma við að ná helv... réttu. Þegar við vinkonurnar stigum út úr bílnum var klappað og veinað. Á þaki Norræna Hússins voru menn að gera við, þeir ýmist lágu eða stóðu og héldu um maga, veinandi af hlátri og þeir klöppuðu hátt.
Daginn eftir á föstudegi var ég ásamt vinkonu og tveimur dætrum mínum í leið í Hagkaup í Skeifunni. Til móts við Kringluna þegar ég var að keyra upp brekkuna þar sem bensínstöðin er gerðist eitthvað. Þetta eitthvað var annað framhjólið sem losnaði undan bílnum og einhvern veginn lenti ég þó út í kanti eftir mikið sjónarspil eldglæringa og hávaða frá bílasnanum þegar hjólið hvarf á braut í einkaerindum. Dætur mínar öskruðu, vinkonan var snjóhvít í framan. Ég sagði við hana að ég hefði þó brugðist rétt við og farið út í kantinn. Hún tók af mér æruna með því að halda blákallt fram að ég hefði tekið höndum fyrir augun og HÚN hefði stýrt okkur út að vegarkanti.
Ég gafst alla leiðina upp og held að það hafi verið rétt ákvörðun. Það er hálf leiðinlegt að vera að leggja svona inn í mýtubankann um konur og bíla, en það er það mesta fordómakjaftaði sem til er. Konur eru nefnilega ábyrgir bílstjórar. Þessi kona kom, sá og sigraði ekki undir stýri og er laus við allar þær raunir sem fylgja því að vera á bíl. Ég læt keyra mig, húsband ofl. ef ég ætla eitthvað. Ég tek leigubíla og strætó. Strætó er æðislegur til að hugsa í.
Ég lagði ökuskírteinið aftur í gömlu pappírana og tók þá ákvörðun að ég ætlaði ekki að endurnýja það. Kannski í fjarlægri framtíð, þegar ég hætti að verða hissa á að bíll fari í gang eða þegar ég er farin að þekkja tegundir fleiri bíla en Strætó og Benz reyni ég aftur. En það liggur ekki þungt á mér. Alls ekki.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Sunnudagur, 18. mars 2007
SAGAN AÐ ENDURTAKA SIG?
í dag er búist við fjölmennum mótmælum í NY gegn Íraksstríðinu. Mér finnst eins og sagan sé að endurtaka sig. Mótmæli bandaríska borgara höfðu úrslitaáhrif um að USA kölluðu herinn heim í Vietnam stríðinu.
Nú er bara að bíða og vona. Því fyrr sem þessu blóðbaði lýkur, því betra. 750 þúsund manns hafa látið lífið í Íraksstríðinu. Það er því miður óumbreytanlegt.
Íslendingar eiga að taka sig af lista hinna "staðföstu", mikill meirihluti þjóðarinnar vill ekki vera aðili að stríði.
![]() |
Búist við fjölmennum mótmælum gegn Íraksstríði í New York |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 17. mars 2007
FRÆGRA MANNA TÓMSTUNDADUND
Ég er mikil Kastljósskona, einlægur aðdáandi en auðvitað er ég misánægð með afþreyingarefni þáttarins. Annað væri óeðlilegt. Ég hef hins vegar ekki sterkar skoðanir á afþreyingarefni sem slíku og gott eða slæmt vekur það ekki svo heitar tilfinngar hjá mér að ég nenni að blogga um það. Í Kastljósi gærkvöldsins var ég þó alveg gáttuð. Er nóg að vera frægur til að geta fengið inni með einhverja ekkifréttatómstundir í einum vinsælasta fréttaþætti á landinu? Spyr sá sem ekki veit. Annars ætla ég ekki að leggja dóm á hvað selur og hvað ekki. Það vita aðrir betur en ég.
Ég eins og flestir landsmenn vita nú að Karl Ágúst Úlfsson spilar therapautiskt á trommur í tómstundum sínum. Gott hjá honum. Ég veit að hann ætlar að fá gesti og gangandi í Kringlunni í dag til að taka þátt. Gott mál, ekki veitir af samstillingu landans á þessum stresstímum þar sem hver höndin er upp á móti annari.
Karl Ágúst mætti í Kastljósið vígreifur til trommuspils ásamt flokk af fólki. Þau spiluðu takta. Mér fannst þetta í rauninni alveg bráðdrepandi fyndið og hallærislegt. Ekki heima í stofu hjá manninum en í beinni inn á hvert heimili í landinu. Fín auglýsing fyrir Kalla og drepleiðinlegt fyrir mig og minn heittelskaða. Það brást á fjöldaflótti tveggja sálna frá sjónvarpinu.
KÁÚ þú átt heima í Spaugstofunni sem btw er minn uppáhalds.
Ég á vinkonu sem safnar fílum í tómstundum, ég á frænda sem safnar dúkkulísum og servéttum, ég á vin sem safnar smjörlíkisumbúðum heimsins og annan sem safnar tvinnakeflum og hefur gert í ein 30 ár, er með reynslu í tvinnakeflunum, hefur heilmiklu að miðla um eðli, útlit, lögun og tilgang þeirra í hinu stóra samhengi lífsins. Ég vil hann í Kastljós og það ekki seinna en strax. Hann hefur tjáð mér að tvinnakefli hafi therapautiskan tilgang, að það rói hugann að handleika þau. Ég trúi honum. Hann heitir að vísu Jón Jón Jónsson og byr að Égmanekkihvaðamannvitsbrekku 0 en hann hefur heilmikið til málnanna að leggja um....tvinnakefli.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fimmtudagur, 15. mars 2007
AÐ VERA PÓLITÍSKT SEXÝ
Ég var að velta fyrir mér pólitísku sexappíli. Hvaða pólitíkusar hafi þessa útgeislun í íslenskri pólitík. Ég vona að ég verði ekki ásökuð um karladýrkun það er fjarri lagi að svo sé. Kalla konur bara ekki sexý. Ég skrifa jákvæðan pistil bráðlega um pólitíska útgeislun kvenna í íslenskri pólitík. Pólitískur kynþokki og útgeislun er í raun sami hluturinn en hvað um það.
Ég tek einn úr hverjum flokki.
Steingrímur J. er efstur á blaði hjá mér. Úff hvað maðurinn talar fallega. Hann er rökfastur, hann er beinlínis að springa af sannfæringu og það skilar sér þegar hann talar. Það hlýtur að virka á fleiri en mig sem er flokkssystir hans, því vi. grænir eru á uppleið, hærra..hærra...hærra og auðvitað er það vegna hans og allra hinna í forystu flokksins bæði manna og kvenna sem höfða einfaldlega til fólks vegna mannúðlegrar stefnu sinnar þam yfirlýsts feminisma. Steingrímur J. prýðir fyrsta sætið hjá mér, ekki spurning. Er ég hlutdræg eða er ég hlutdræg? Neh Steingrímur er einfaldlega kyntröll íslenskra stjórnmála. Um það eru ekki áhöld.
Eftir háværar kvartanir frá kynþokkanefnd er gerð eftirfarandi breyting:
Össur Skarphéðinsson er "hönk" í pólitískum skilningi. Hann er dúlla. Fer mikinn er að kafna úr ástríðu. Hleypur á sig og viðurkennir það. Ógisla sexý. Konu langar að knúsa hann þegar hann hleypur á sig. Klár karl og sérfræðingur í kynlífi silunga. Að tala um að vera óhefðbundinn. Úje! Guðmundur Steingrímsson deilir fyrsta sætinu með Össuri. Guðmundur er pólitískt sexý. Húmanisti og vænn maður. Ætti að vera í VG.
Illugi Gunnarsson er eini sjálfstæðismaðurinn sem hrífur mig mig með pólitískum þokka. Hann hlýtur því útnefningu dagsins dagsins fyrir sinn flokk. Afskaplega geðugur og málefnalegur maður. Ef hann væri í réttum flokki væri þetta eintóm hamingja. Illugi get ready to go.
Sverrir Hermannsson sem er ekki einu sinni meðlimur Frjálslyndra lengur verður að sitja uppi með þessa útnefningu. Maðurinn er bjútífúl og með eindæmum skemmtilegur pólitíkus. Það er enginn í Frjálslynda sem hefur beinlínis heillandi áhrif á mig enda forpokaður karlaflokkur sem kemur illa fram við konur. Ég er alls ekki sátt við flokkinn eftir útreiðina sem Margrét Sverrisdóttir fékk. Ekki mikill pólitískur þokki þar á ferð hjá körlunum, hvað ég fæ best séð en það má vera að ég sé snúin út í þessa miðstöð karlveldis á Alþingi enda upphlaup Jóns Magnússonar um sérstaka hópa útlendinga og annað blaður hans um innflytjendamál, algjört törnoff. Hafði ekki beinlínis jákvæð áhrif á hugarfar konu. JM er ekki jólalegur maður. Vont að forystan bæri ekki gæfu til að sjá það.
Hm...he er allt í einu slegin minnisleysi. Er ekki einhver flokkur á Alþingi sem heitir þarna... Framsókn eitthvað? Ég man ekki hverjir eru í þeim flokki eða að þar eru svo mörg hormónatröll að ég verð viti mínu fjær. Úpps ég verð að taka til á lóðinni, gefa fuglunum og bora í vegg. Má ekki vera að langri upptalningu. Niðurstaða: Hinn almenni bóndi hlýtur útnefninguna.
Nú fer ég og þríf loftin (jeræt). Bráðum skrifa ég um hinn syngjandi kökuhníf.
Sjáumst
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.8.): 7
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 2988128
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr