Færsluflokkur: Lífstíll
Sunnudagur, 1. júlí 2007
FYRIR MÉR ERTU DAUÐ!
Áttræð kona á Englandi fékk neitun þegar hún ætlaði að taka út af reikningnum sínum, því samkvæmt gögnum bankans var hún látin.
Ég kannast við þetta vandamál. Bankinn minn hefur umgengist mig eins og lík, nokkuð lengi.
Hm...
![]() |
Bankinn sagði áttræðri konu að hún væri látin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Sunnudagur, 1. júlí 2007
ENN EIN PILLULAUSNIN...
..í baráttunni við offituna. Rosalega eru þeir iðnir við kolann þessir vísindamenn sem liggja árum saman yfir patentlausnum við þessum neyslusjúkdóm. Fólk étur á sig óþrif og svo á að taka inn pillu og redda málunum. Þessi pilla tútnar út í maganum og gerir það að verkum að fólk upplifir sig satt. Segir að því líði eins og eftir einn spaghettidisk. Ó je.
Hvernig væri að leggja lóð á vogarskálarnar til varnar sultardauða víða um heim? Við hin getum breytt mataræðinu og slakað á í græðginni.
![]() |
Megrunarpilla sem tútnar út í maganum er á tilraunastigi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 1. júlí 2007
SUNNUDAGSMORGUN HJÁ JENNY UNU
Hún Jenny Una Errriksdóttirrr er hjá ömmu og Einarrrri. Hún unir sér afskaplega vel, eins og reyndar alltaf og er hamingjusöm og glöð. Í morgun er hún búin að gera ýmislegt eins og að borða morgunmat, borða pez og horfa á barnaefni. Þegar ég var að ganga frá í eldhúsinu, með töluverðu glamri, ímynda ég mér, sagði sú stutta: Heyrrrrðu góða! Hvað errrr í gangi? Ekki svona læti amma. Úps, amman alveg skammaðist sín.
En það er ekki allt heilög hamingja hjá henni Jenny þessa dagana. Hann pabbi hennar er að spila úti á landi á trommurnar og Jenny hefur séð hann einu sinni á heilli viku. Það fer ekki vel með lítið hjarta og mitt í allri gleðinni yfir lífinu, færist sorg yfir litla andlitið, af og til og hún spyr:
"Amma hvarrr pabbi minn?"
"Hann er að spila á trommurnar svolítið langt í burtu"
"Pabbi minn ekki vera meir í "minnunni" koma heim til Jennysín"
"Pabbi kemur bráðum elskan"
"Jenny aleg þrrreytt að bíða, pabbi ekki trrromma meir koma heim og knúsa hana Jenny"
Svo man Jenny eftir því á ný, hvað lífið er skemmtilegt og skellir sér út í að lifa því af öllum krafti. En svo stingur aftur í litla hjartað og hún spyr eftir pabba sínum. Svona getur lífið verið erfitt stundum fyrir tveggja ára snót.
Erik geturðu ekki flogið heim í klukkutíma eða svo til að gleðja hana Jenny?
Amman í smá rusli.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 1. júlí 2007
PJÚRA OFSÓKNIR
Hér er ég búin að vera í bloggpásu í kvöld og var að sinna fjölskyldunni og þegar ég skutla mér glaðbeitt á bloggið og ætla að fara að skrifa enn eina ódauðlega færsluna þá sé ég þetta:
"Steingeit: Njóttu allra þeirra samstilltu merkja sem lífið er að gefa þér. Ókunnugt fólk brosir til þín. Bílastæði losnar bara fyrir þig. Þú finnur aftur bestu nærbuxurnar."
Nú er ég hætt að hlægja. Þessu er beint gegn mér persónulega, þetta er óvild. "Þú finnur aftur bestu nærbuxurnar"! þetta er pjúra dónaskapur og algjör viðbjóður. Bílastæði losna. Jeræt það væri flott ef ég væri á bíl svo ég tali nú ekki um á leiðinni eitthvað.
Þetta mun vera nótt alla þeirra samstilltu merkja sem lífið er að gefa þér. Ég sé eitt merki út úr þessu í nótt. Og það er fokkmerkið sem Sigurrós var að senda mér.
Fokk jú tú vúman.
P.s. Hér kemur stjörnuspá Sigurrósar en hún er í illvirkinu.
Njóttu hverrar mínútu eins og hún sé hin síðasta. Þú ert uþb að verða atvinnulaus, peningalaus og á leiðinni í sumarskóla. Að læra stafsetningu.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 01:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 30. júní 2007
KONA AÐ MÍNU SKAPI
Þessi fréttaþulur er með forgangsröðunina á hreinu. Hún neitaði að lesa frétt af París Hilton á undan fréttum af Íraksstríðinu og Bandaríkjaforseta.
Hún endaði með að setja fréttina í tætarann.
Ég held að hún sé ekki ein um að finnast þessi geggjun með stelpuna komin út yfir allan þjófabálk. Myndbandið tengt Moggafrétt.
Njótið.
![]() |
Fréttaþulur neitaði að byrja á frétt um París Hilton |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Laugardagur, 30. júní 2007
SMÁ FJÖLSKYLDUFRÉTTIR
Í dag er síðasti vinnudagurinn hjá Maysunni í London fyrir Arrogant Cat. Úje. Loksins fær stelpan mín smá andrúm og tíma fyrir Oliverinn og auðvitað Robba líka. Mikið skelfing er ég glöð. Maysa er búin að vinna alveg rosalega mikið lengi og lítið séð af prinsinum sínum, en nú eru sem sagt fallegir og bjartir dagar framundan.
Eftir helgi fara Maysa og Robbi til Spánar en amma-Brynja og Gunnur stórafrænka verða á Oliversvaktinni í heimsborginni. Knús til þín Brynja mín og við heyrumst á sunnudaginn.
Gleðilegt ofursumar litla Londonfjölskylda.
Maysan fer svo í skólann í haust.
Ain´t life beautiful? Ég held það svei mér þá!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 30. júní 2007
SKIPTIR ÖLLU MÁLI
Nú þegar það er komið á hreint að Lisa Nowak, sem var ákærð fyrir mannrástilraun og líkamsárás, segist ekki hafa verið með bleygju þegar hún ók frá Texas til Orlando með konuna sem hún rændi, horfir málið öðruvísi við.
Þeir hljóta að láta konuna lausa sem fyrst.
![]() |
Segist ekki hafa verið með bleyju í ökuferðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 30. júní 2007
NÝTT TIL FULLS
Allar fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru nýttar til fulls í nótt. Hvað er í gangi? Það er eins og það sé æskilegt að fangaklefarnir séu fullir út úr dyrum. Að þeir hafi verið byggðir með aðsóknartölur í huga. Svona eins og leikhúsin. Ég á ekki krónu.
Gott þegar vel gengur.
![]() |
Gengið yfir bíla og fleiri eignaspjöll unnin; mikill erill hjá lögreglu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 30. júní 2007
VEÐURJÖFNUN
..er þetta ekki "veðurjöfnun"? Aðeins að síga smá á sólina kannski? Skelfing hefði ég ekki á móti smá tækifæri til að innipúkast. Slakið á veðrið verður fínt. Hafgola og víða léttskýjað.
Segi sonna
Góðan daginn annars ég er á bloggvaktinni en það eru ekki fréttir. Kannski ætti ég að blogga minna í dag. Ég gæti "bloggjafnað". Hm.. nei elska það að bögga bloggvinkonur mínar og halda þeim við efnið.
"Bloggvinkonujöfnun"? Segi aftur sonna.
![]() |
Þokubakkar við norður- og austurströndina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 30. júní 2007
ER HÆGT AÐ SKIPTA UM AFMÆLISDAG?
Satt best að segja er ég farin að verða dálítið nojuð varðandi stjörnuspána mína á Mogganum. Fyrst fannst mér hún dálítið sniðug, svo var hún arfavitlaus þýdd og full af stafsetningarvillum og ég var farin að hafa gaman að því að hafa sumarstarfsmanninn Sigurrósu í gjörgæslu. Nú er mér alveg hætt að lítast á blikuna. Mín stjörnuspá er alltaf óskiljanleg, innihaldslaus og rugluð (sem er merkilegt þegar svona spár eiga í hlut, hm). Ég held að Sigurrós sitji róleg inni á skrifstofu, lesi bloggið mitt og alla gagnrýnina á sjálfa sig og greiði mér fyrir með spá eins og þessari:
"Steingeit: Félagslífið stendur í miklum blóma, sem þýðir að þú þarft að standa við gefin loforð. Hefurðu gefið of mörg? Jæja, þú lærir af því fyrir næstu vinsældabylgju."
Samkvæmt þessu verð ég að lifa með eftirfarandi:
1. Af því ég mun stunda grimmt félagslíf verð ég að uppfylla loforð. Halló; hvenær er samasemmerki á milli djammsins og loforða, hefur það ekki oft verið eimitt á hinn veginn? Á hún við að ég sé búin að vera lofa einhverju misjöfnu og hún spyr mig hvort ég hafi gefið of mörg. Er hún að segja að ég sé einhver drusla? Eða finnst henni ég feit og er að setja það í dulmál? Ég er í víðtæku fári og veit ekkert hvernig ég á að snúa mér.
2. Ég mun læra að lofa ekki svona upp í ermi áður en NÆSTA vinsældabylgja skellur á. Hvað þýðir nú þetta? Er Sigurrós að segja að ég sé óvinsæl nú um stundir, að ég muni hrapa á vinsældarlista Moggabloggs?
Veit einhver símann hjá bölvaðri kvensniftinni?
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.9.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr