Færsluflokkur: Lífstíll
Þriðjudagur, 3. júlí 2007
NÚ ER ÉG VISS, SÖNNUN Í SJÓNMÁLI
..nú veit ég að Sigurrós er í alvörunni til. Hún les bloggið mitt og sýður svo saman stjörnuspá steingeitarinnar í stíl við það. Um daginn var hún með nærbuxnabrandara en hún hefur sennilega lesið færsluna um hversu kynferðislega hömluð ég er í eðli mínu, eftir að hafa vaðið í myrkri fáfræðinnar öll mín uppvaxtarár.
Nú í dag hef ég svolítið verið að blogga móteitursblogg eins og ég kalla þau, en ég fer ekki nánar út í hvað það þýðir. Ef þið lesendur mínir eruð með greindarvísitölu ofar stofuhita þá finnið þið það út. Stjörnuspá sólarhringsins er:
"Steingeit: Þú ert frakkur og fyndinn. En ekki gera lítið úr hlutum sem skipta fólk miklu. Vertu varkár og taktu tillit, en vertu klikkaður um leið!"
Þetta skýrir sig sjálft, ég veit það.
Dem, Sigurrós, hættessuaddna.
Farin að móteitursblogga.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 2. júlí 2007
NÚ MYNDI ÉG TJÁ MIG...
..um þessa frétt af yfirvofandi fjölgun í bresku konungsfjölskyldunni ef ég væri ekki hugleysingi. En ég þori ekki, er svo hrædd um að fá alla konungssinnana á hálsinn.
Prinsessan Sophie er allavega "alive and kicking".
Hver á aftur Játvarð prins? Er það Betan sjálf?
Smjúts.
![]() |
Fjölgar brátt í bresku konungsfjölskyldunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 2. júlí 2007
SMÁ BÚHÚ BLOGG
Það er smá mánudagsblámi í mér í dag. Hann kemur og fer reyndar og sem betur fer á ég ekki marga svona daga. Annars hef ég átt góð móment eins og þegar við Edda Agnars, æsku- og bloggvinkona kjöftuðum frá okkur allt vit í símanum. Þá leiddist mér ekki.
Ég er að fríka út á blóðsykrinum og insúlíninu. Þarf eitthvað að láta leiðrétta sprautuskammtana en er búin að fara í tvö föll síðast liðinn sólarhring. OMG ég geng um með þrúgusykur um hálsinn. Búhú.
Annars er þetta með blámann og búhúið undarlegasta fyrirkomulag. Þegar depurðin sest á axlirnar og maður verður samstundis svo kvalinn, misskilinn og fráskilinn. Það er ekki eðlilegur andskoti að geta átt svona bágt án þess að eiga nokkurn skapaðan, hræranlegan, lifandi hlut bágt. En þarna er sá svarti rakki mættur og hann vill trúa að hann sé kominn til að vera. Ég er búin að reka kvikindið út og það fer alveg að bresta á með brosi.
Las fréttina um lífstíðarfangelsi yfir manninum sem nauðgaði og myrti 2ja ára telpuna í Englandi fyrr á árinu og það kallar fram í mér vægast sagt óæskilegar tilfinningar. Það er ekki einu sinni hægt að skrifa um þennan viðbjóð og mannhatur.
Annars skín sólin úti og inni og það er best að reyna að kreista fram bros.
Blue, blue monday!
Mánudagur, 2. júlí 2007
FORVARNIR Á ÁSTRALSKAN MÁTA
Nú verður höfðað til ábyrgðarkenndar ungra ökumanna í nýjum íslenskum forvarnarauglýsingum, sem eiga sér hliðstæðu í áströlsku auglýsingaherferðinni þar sem gefið er í skyn að þeir sem aka hratt séu litlir menn.
Þetta eru neðanmittisforvarnir, það nýjasta í auglýsingaheiminum.
Myndbandið er tengt fréttinni. Dæmið sjálf.
![]() |
Hraðinn drepur - getuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 2. júlí 2007
JAFNLEIÐINLEGASTA FRÉTT ÁRSINS..
..og jafnframt ein af þeim mest lesnu á Moggablogginu þessa dagana. Tjara og grjót skemmdu bíla og það voru "blæðingar" inni í myndinni.
Ég fékk líka einu sinni einhverjar þær mestu blæðingar sem ég hef upplifað en það var ekki vegna tjöru og grjóts og það kom ekki í Mogganum.
Hver skrifaði eiginlega fréttina?
![]() |
Með verstu blæðingum sem ég hef upplifað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 2. júlí 2007
AF KÓNGAFÓLKI AÐ GEFNU TILEFNI
Ég hef persónulega ekkert á móti kóngafólki en mér finnst mónarkí vera tímaskekkja. Já jafnvel opíum fyrir fólkið. Það verður einhver múgæsing og fjöldafullnæging sem fer af stað þegar þetta blessað fólk er annars vegar. Samt er saga konungdæma ekki falleg, alveg sama hvar borið er niður.
Þegar ég skrifaði um Díönu prinsessu var ég að skrifa út frá persónudýrkuninni sem oft fer í gang þegar manneskjur eins og hún deyja. Sérstaklega ef þær deyja ungar, voru óhamingjusamar og í gylltu búri. Það þýðir ekki að ég sé að dissa konuna, svo langt frá því en samt brann kommentakerfið mitt nánast yfir. Tilfinningahitinn mikill og ef ég hefði fengið eins og 1/10 af þeirri orku og eldi sem ég fékk vegna þeirrar færslu, þegar ég hef skrifað um heimilisofbeldi, nauðganir og aðrar misþyrmingar sem sífellt eiga sér stað, hefði ég verið nokkuð lukkuleg með viðbrögðin. Það eru mál sem þarf að ræða. Ekkert breytist með því að sitja og bíða. Sagan segir okkur það.
Það er ekki að vera neikvæður þegar við tölum um hlutina sem betur geta farið. Heldur ekki þegar ég t.d. bendi á að þarna er einhver fjöldahýstería þegar einhver hefur skoðun á þessari blindu aðdáun á venjulegri manneskju. Ég hef ekkert á móti því að tónleikar í minningu konunnar séu haldnir, og eins og ein af mínum uppáhalds bloggvinkonum hún Anna (www.anno.blog.is) bendir á eru öll tilfelli til að halda konserta af hinu góða og ekki er verra ef ágóðinn af þeim rennur til líknarmála.
Í nútímanum vitum við að allar manneskjur eru fæddar jafnar. Aðstæðurnar sem fólk fæðist í eru það hins vegar ekki. En að hefja fólk til skýjana, eins og tam bresku konungsfjölskylduna sem hefur fæðst inn í blóði drifin auðæfi og hefur það hlutverk að vera ósnertanlegur fulltrúi almúgans á myndum og í opinberum heimsóknum er bara ekki að kalla á mína aðdáun. Og það er allt í lagi að vera ekki sáttur við skort á jafnrétti þegar fólk er annars vegar. Ef við létum okkur vel líka og gagnrýndum aldrei, væri þá nokkur von til að hlutirnir myndu færast til betri vegar?
Hvernig komst svo breska konungsfjölskyldan til valda? Með lýðræðislegri kosningu? I don´t think so.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 1. júlí 2007
HEILÖG DÍANA
Nú standa yfir minningartónleikar um Díönu prinsessu á Wembley. Það er búið að gera vængjaðan engil úr konunni fyrir löngu og ég skil ekki þessa þörf fólks til að hefja venjulegar manneskjur til guðdóms og dýrðar. Persónudýrkunin er algjör.
Ef við tökum Móður Theresu, sem helgaði líf sitt fátækum er það rétt sem haldið er fram að verk hennar hafi ekki vakið jafn mikla athygli og ef Díana snéri sér við. Auðvitað er það sorglegt þegar ungar manneskjur deyja af hroðalegum slysförum, en mér finnst eitthvað morbid við þessa tilbeiðslu.
Þorrí
![]() |
Elton John hóf minningartónleika um Díönu prinsessu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 1. júlí 2007
SVO RÓMÓ
Þegar bónorð hafa ratað mína leið í lífinu hefur það verið frekar óspennandi. Eigum við ekki að giftast? Ég meina barn á leiðinni og svona. Eða við getum alveg eins gift okkur, það er hagkvæmara. Í núverandi hjónabandi fórum við hins var bæði á hnén og erum þar enn.
Þrátt fyrir skort á rómantík í boðorðadeildinni utan í þetta eina skipti þá vogaði enginn þeirra sér að biðja mín þegar ég þreif klósettfjandann. Enda hefði það verið ávísun á vandræði. Alvarleg vandræði.
Þetta segir mér bara eitt. Tony Blair er meistari lélegra tímasetninga.
Þetta fór undir spil og leikir og ekki orð um það meir.
![]() |
Blair bað Cherie á meðan hún var að þrífa klósettið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 18:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Sunnudagur, 1. júlí 2007
GRILLÍGRILLÍGRILL
Nú er það grillveisla og það á línuna. Er að verða vitlaus úr eirðarleysi og leti, hlýt bara að vera lasin, svei mér þá. Hef varla nennt að hreyfa mig og ætti með réttu að hanga á einhverjum fjallstoppi núna, rjóð í kinnum, dinglandi löppunum til og frá (stolið úr Emmu)og úðandi í mig próteini, eða hvað sem það nú heitir sem svona fjallafólk setur í sig.
Nú skal sum sé grilla. Jenny Una Errriksdóttirrr situr í öndvegi ásamt mömmusín auðvitað og svo koma skátvibbarnir mínir Einsi og Stebbi. Maysan í Londres auðvitað, Helga í Róm og Ástrós er að vinna uppi í sveit og pabbi hennar Jenny að spila jazz úti á landi. En við látum það ekki á okkur fá og drífum okkur í joggingallana og út á svalir. Einn í einu af því þær eru svo litlar, segi sonna.
Ég snarféll fyrir þessu grilli á myndinni. Svo kvenlegt og krúttlegt. Ég er einmitt með svona blómaker á mínum svölum, alveg tilvalið fyrir kolagrill. Ég er ekki að djóka, ég sver það. Ætli ég geti notað annað eða bæði? Ég var að pæla í því að hætta að nota það sem öskubakka og planta blómum í það en sá þá fyrir mér að það væri bara til að laða að stórar og ljótar flugur með illt í huga.
Ef þið sjáið reykjarmökk stíga fagurlega upp úr Seljahverfinu seinni partinn, þá er það þessi húsmóðir að fjölnýta blómakerið.
Síjúgæs!
Sunnudagur, 1. júlí 2007
VOÐA, VOÐA VINSÆL
Ríkisstjórnin nýtur mikils stuðnings þjóðarinnar en 83% sögðust styðja stjórnina skv. mælingu sem gerð var í júní af Capacent Gallup.
Ekki ætla ég að draga það í efa, en er við öðru að búast? Stjórnin er í fríi og sólin hefur skinið nánast látlaust. Þetta heita hveitibrauðsdagar og hver talar illa um brúðhjónin ÁÐUR en þau koma heim úr brúðkaupsferðinni?
Ekki ég, svo mikið er víst
![]() |
Mikill meirihluti styður ríkisstjórnina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.9.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 2988587
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr