Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Lífstíll

VERSLUNARMANNAHELGIN BROSTIN Á..

1

..og þegar ég vaknaði í morgun þá leist mér betur á að láta kjöldraga mig frekar en að æða í tjald úti á land. 

Tilhugsunin um ísbað, göngutúr á glóandi kolum og fallhlífarstökk virkaði sjarmerandi í samanburði við útivist úti í hinni fögru náttúru Íslands í veðri dagsins.  Hrollkuldi.

Halló, halló! Það er komið haust.

Súmí!


MÖMMUSTRÁKAR

1

Mömmustrákar eru allsstaðar til, á öllum aldri og þeir eru ekki ófáir sem hafa búið heima hjá mömmu langt fram á fullorðinsár og jafnvel þar til mamman eða drengur gefa upp öndina.  En á Ítalíu er þetta þjóðaríþrótt.  Að búa hjá mömmu fram að fertugu er algengt og það er til ítalskt orð yfir þessa öldruðu smádrengi en því miður er ég búin að gleyma því.

Ég er að velta fyrir mér hverju um sé að kenna.  Kannski er það "rúmsörvis" sem er svona svakalega 10-stjörnu.  Það þarf þó ekki að vera.

Er þetta ofmæðrun?

Eða vanfeðrun?

Ædóntnó. Einhver?

Úje

 


mbl.is Mömmustrákur á sjötugsaldri komst í klandur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EKKI TRAUSTSINS VERÐUR?

 

Þjóðhátíðarnefndin í Vestmannaeyjum, treystir Árna Johnsen ekki lengur til að vera kynnir á Brekkusviðinu.  Þeir segjast ekki treysta sér lengur til að bera ábyrgð á honum.

Hvernig stendur á því?  Meirihluti Sjálfstæðimanna í kjördæminu treystir manninum fullkomlega.  Eru það ekki meðmæli?

Ævonder!


mbl.is Segjast ekki hafa treyst sér lengur til að bera ábyrgð á Árna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BARA ILMKREM OG SNYRTIVÖRUR EÐA HVAÐ?

Flestar konur á aldur við mig muna örugglega eftir Avon ilmkremunum hérna í denn.  Tópas ilmkremið var flottast, þar var með gervitópassteini á loki dósarinnar og vá hvað lyktin var góð.  Ég átti annað líka sem hét því hástemmda nafni "Here´s my heart" og þessu makaði maður á sig, eftir að vera búin að meika sig með Innox-lituðu dagkremi, skella á sig eye-liner og maka "House-of Westmore" maskara á augnahárin á.  Síðan var bleikum eða hvítum sanséruðum varalit skellt á varirnar.  Guð hvað maður var fagur eða þannig.  Ójá.

Ég hef aldrei sett Avon í samband við góðgerðarstarfsemi.  En nú veit ég betur.  Reese Witherspoon, leikona er að gerast heiðursforseti Avon-stofnunarinnar sem styður konur og fjölskyldur þeirra.

Flott hjá Reese!

Úje


mbl.is Reese Witherspoon gerist Avon-sendiherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FLESTALLIR VIÐSKIPTAVINIR GOLDFINGERS....

 

...hafa, svei mér þá, velflestir, heimsótt kommentakerfið mitt vegna gleðifærslunnar hér fyrir neðan um að Goldfinger fái ekki endurnýjað leyfi fyrir nektardansi. 

Það hafa þeir gert til að fagna með okkur konum.

Eða....?

 


HÚRRA, HÚRRA OG HÚRRAAAAAA

 

Goldfinger hefur misst heimildina til nektarsýninga og það kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins, að ekki sé útlit fyrir að klúbburinn fái heimildina aftur.

Ég klíp mig.  Er mig að dreyma?  Þetta er stór sigur í baráttunni gegn klámi,  mansali og vændi.

Ætli það séu aðrir möguleikar fyrir hendi, innan lagarammans, að halda út svona starfsemi með einhverjum ráðum?

Ef svo er verður það ábyggilega reynt af einhverjum mannvininum.

Den tiden, den sorgen.

Í dag fögnum við.

Újejejeje


mbl.is Goldfinger missir leyfi til nektarsýninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SNÚRUBLOGG

50

Það er orðið ansi langt síðan ég hef "snúrað".  Ég er ennþá edrú, en ekki hvað?  Ég má hinsvegar ekki gleyma snúrubloggunum, þó auðvitað séu þau ekki eins tíð og fyrst eftir að ég varð edrú.  Ég á merkilegt snúruafmæli um helgina.  En þá er komið ár síðan ég hætti að drekka.  Þá hófst mín edrúmennska þrátt fyrir að það tæki mig rúman mánuð að koma mér á Vog því auðvitað ætlaði ég að afvatna mig af læknadópinu sjálf, prívat og persónulega og má þakka fyrir að ég drap mig ekki við þá áhugamennskuafvötnun.  Það var þá þegar sykursýkin var komin á fullt og ég hafði ekki hugmynd um það.  Það má drekka á sig sykursýki ó já og eflaust eitthvað fleira.  Magnað. 

Allavega þá endaði ég á Vogi þar sem ég var afvötnuð af fagfólki og ég tel edrúmennskuna mína frá þeim degi sem ég varð lyfjalaus.  20. október s.l. gekk ég um á eigin safa í fyrsta skipti í nokkuð mörg ár.  Það var dásamleg tilfinning og hún hefur bara batnað.  Lífsgleðin hefur aukist með hverjum deginum síðan og hörmungar og þunglyndi vikið eins og dögg fyrir sólu (eða þannig, hægt og bítandi).

En.. það er ár síðan ég hætti að drekka.  Nánar tiltekið á laugardaginn.  Þann dag ætla ég að þakka mínum æðri mætti og þeim sem hafa gert mér það kleyft að lifa edrú lífi, og senda þeim fallegar hugsanir. 

Ég ætla líka að hugsa til þeirra sem enn þjást úr þessum hroðalega sjúkdómi.

Ég fer edrú að sofa í kvöld.  Svo mikið veit ég.

Úje


ALLT Í VOLI OG VESENI...

1

.. hjá Bradda og Angie.  Það er mér ekki tilefnið til þessara skrifa heldur vil ég viðhalda minni forheimskun.  Segi svona. 

Hjónakornin rifust heiftarlega um frambjóðendur Demokrataflokksins.  Brad styður Obama en Angelina styður Edwards.

Af hverju í fjáranum styðja þau ekki Hillary Clinton?  Er fólk ekki að ná því að þarna gefst tækifæri til að skrifa söguna.  Kjósa fyrsta kvenforseta Bandaríkjanna?  Ég er svo bit.

Mér finnst mun merkilegra að koma konu að heldur en að vera að velta sér upp úr litasétteringum á karlkyns frambjóðendum.  Á ég að kjósa einn beislitaðan eða einn svartan? 

Bítsmíandsúmí!


mbl.is Brestir í sambandi Brads og Angelinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KOSSAÓÞOL OMG!

1

Samtök samkynhneigðra í Danmörku hafa skipulagt mótmæli fyrir utan ítalska sendiráðið í Köben til að mótmæla því að tveir ítalskir hommar voru handteknir fyrir að kyssast á almanna færi. 

Kossar verða rosalega áberandi fyrir utan sendiráðið í dag.  Aumingja sendiráðsstarfsmennirnir.  Blygðunarkennd þeirra verður særð.  Ó svo særð. 

Það hlakkar í mér. 

Bölvaður skinheilagleiki alltaf hreint. 

Þessi hugmynd að mótmælum er algjör snilld.  Veinandi snilld.

Úje

 


mbl.is Mótmælt með kossum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AÐFÖR AÐ ÞJÓÐARÍMYND

Ég las í Fréttablaðinu í dag að það hefði verið ráðist á Eið Smára um s.l. helgi, þar sem hann var að dúllast í bænum á leið úr afmæli.  Hvað er að fólki?

Á ekki bara að MÖLVA næst styttuna af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli?  Og..

DÚNDRA í rassinn á Fjallkonunni?  Ha..?

Ég get svarið það.  Ég er Íslendingur og ég mín þjóðarímynd hefur verið særð djúpu sári.

Getagrrip-getalæf!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.