Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Lífstíll

ERILL Í BORGINNI

1

Ég hef það frá fyrstu hendi, að ekki var að sjá í nótt, að þeir veisluglöðu hefðu yfirgefið borgina.  Nú staðfestir Mogginn það.  Heimildarmaður þessa fjölmiðils, sem vinnur í hringiðunni sagði mér að í fyrsta skipti í mörg ár, væri miðbærinn ekki eins og dauður bær um þessa helgi.

Allt var sum sé við það sama.  Ég er farin að trúa því að einhver breyting sé að eiga sér stað, því Mogginn segir líka frá því að rólegt hafi verið bæði í Vestmannaeyjum og á Akureyri.

Flott og ég vona að helgin verði slysalaus og allir komist heilir heim.

Þið á djamminu í borginni, slakið á í hátíðarhöldunum.  Hinsegin dagar eru næstu helgi og helgina þar á eftir er menningarnótt.  Algjör óþarfi að láta eins og það sé að skella á áfengisbann eftir helgi.

Hagið ykkur og skammist ykkar elskurnar mínar.

Rokkið og rólið í stuði með Guði.

Úje.


mbl.is Erill í miðborginni í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

TÉKKLISTI

 1
1.  Goldfinger tekinn (tékk,tékk)
2.  Strawberries líka (tékk,tékk)

Eftir standa:

Bóhem

Óðal

Kampavínsklúbburinn og

Vegas.

Baráttan hefur skilað árangri.  Nú bíðum við meðan fjarar undan þeim klúbbum sem eftir eru.

Mér segir svo hugur um að biðin verði ekki löng að þessu sinni.

Læfisbjútífúl!

Úje

 


mbl.is Nektarsýningar liðin tíð?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

DÆTUR MÍNAR ALLAR ÞRÁR Á FERÐI OG FLUGI

Það eru allir einhvers staðar.  Sara fór til Englands í dag, fyrst til Manchester að hitta Eddu vinkonu sína og sjá glænýja barnið hennar hann Kjartan.  Helga frumburður og Jöklinn minn eru í París og fara til Maysu og Robba í Londres á laugardaginn.  Maysan fer að vinna á einhverri tískuviku í Belgiu akkúrat þegar Helga er á leiðinni en þær hittast auðvitað strax eftir helgi ásamt Söru.  Loksins hittast dætur mínar allar saman.

Errrik Quick pabbi hennar Jennyjarrr Unu Erriksdótturrr er að spila úti á landi með henni Ragnheiði Gröndal og húsbandið er að vinna.  Jenny er hjá afa sínum í Keflavík og kemur til ömmunnar á morgun.  Ég er sko alein og algjört fórnarlamb.  Er það ekki dæmigert að allir skuli þeytast í allar áttir á sama tíma?  Ég vil hafa alla á réttum stað.  Segi svona. 

Ég hlakka samt svakalega til þegar haustar að, kertaljósasísonið byrjar og allir eru hættir á flandrinu mikla.

Svei mér þá hvað það verður notalegt.

Súmígörls!


KIPPIR GREINILEGA Í KYNIÐ

 

25 ára sonur Idi Amin, fyrrverandi einræðisherra í Úganda hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir aðild að árás gengis á 18 ára mann, sem lét lífið.

Amin var harðstjóri og bölvaður óþveri sem lét taka fólk af lífi hægri vinstri.

Er strákurinn að taka föðurinn til fyrirmyndar?

Karlinn átti um 50 börn.  Vonandi eru þau líkari mæðrum sínum en föður.

Æhópsó!

 


mbl.is Sonur Idi Amin dæmdur í fangelsi í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞORLÁKSMESSUBRJÁLÆÐI

1

Ég fékk vægt áfall áðan þegar ég fór í Hagkaup að versla til heimilisins.  Þar var Þorláksmessa hinn fyrri í verslunarbransanum.  Ég komst varla áfram með vagninn og rakst stöðugt á fólk.  Allir voru einbeittir í framan.  Nú átti að versla og það á mettíma.  Skrýtið en það var einmitt það sem ég var sjálf að hugsa.  Ég held að ég hafi beðið a.m.k. 300 sinnum afsökunar þegar ég skellibjallaðist með vagninn utan í fólk á öllum aldri, utan í hillur og á veggi.  Það fór lítið fyrir hinum dreymna hillusvip að þessu sinni, örvæntingarsvipurinn var allsráðandi.  Listinn sem ég útbjó áður en ég lagði í hann og ég gaf mér dauða og djöful upp á að hann skyldi ég verka, var langur, svakalega langur.  Mér tókst það, en rétt með naumindum.

Árangur:

Marðir leggir.

Vægt taugaáfall.

Verkir í handleggjum (svei mér þá ef þeir eru ekki lengri en áður).

Höfuðverkur dauðans.

Troðfullur ískápur af mat fyrir heila herdeild.

Niðurstaða:

Mér væri nær að muna að gera stórinnkaup á mánudögum fyrir hádegi.  En ég veit að þegar kemur að næstu innkaupaferð þá verð ég búin að gleyma raunum mínum.

Mín eina von er að húsbandið muni hremmingarnar.

Síjú!

 


GRAFIN LIFANDI...

 

..eða þannig, er það sem ég hef alltaf óttast svo skelfilega.  Hef fengið um það martraðir að vera útskurðuð látin, sett í kistu, hún negld aftur og mér gúffað ofaní jörðina og mokað yfir.  Hægfara dauðdagi.  Þess vegna mun ég láta kveikja í mér.  Það er á hreinu.

Kornabarn og eldri maður fundist lifandi í líkhúsum í Argentínu.  Úff eru þeir með sérstaklega hraðar hendur í úrskurðardeildinni í Argentínu?  Eins gott að þau voru ekki grafin sem sama.

Nú fæ ég martröð í nótt. Það er best að vaka.

Úje


mbl.is Fundust lifandi í líkhúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÉG ÆRI HÉR MEÐ ÓSTÖÐUGA..

1

..enda veit  ég að það er ekki vinsælt að blogga um lokanir á nektardansstöðum.  Það er ekki heldur vænlegt til visælda að vera á móti tilvist þeirra, né heldur að vera á móti klámi, vændi og mansali. En samt þetta:

Lögreglan hefur lokað klúbbnum "Strawberries" í Lækjargötu í Reykjavík.  Starfsemin samrýmdist ekki starfsleyfinu.

"Grunur mun hafa leikið á að nektarsýningar færu fram á staðnum, sem aðeins hafði kráarleyfi. Samkvæmt nýjum lögum eru nektarsýningar bannaðar nema sérstakt leyfi sé fyrir hendi"

Það viðrar vel í baráttunni þessa dagana.

Já og ég er feministi.

Bætmíandsúmí!


mbl.is Lögregla lokaði skemmtistað í Lækjargötu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

OG ENN ER DANSAÐ Á GOLDFINGER

 

Ég reyndist hafa rétt fyrir mér í gleðifærslunni minni í gær varðandi það að Goldfinger fær ekki leyfi til að sýna nektardans.  Ég velti fyrir mér hvort það yrði ekki fundið leið til að komast fram hjá því.  Það er auðvitað búið að redda málunum þar á bæ í bili, a.m.k.

Í Fréttablaðinu í morgun segir vertinn að það sé áfram dansað á Goldfinger.  Það sé bara ekki nektardans sem er dansaður.

Hvað ætli hann láti þessar vesalings stúlkur klæðast í?

Laufblaði?

Geiri gerir í því að senda íslenskum yfirvöldum og almenningi, fokkmerkið.

Ðatsðetrúðh.


STRÍÐSFRÉTTIR FRÁ EYJUM

 

Það er eins og að lesa fréttir frá vígvelli að lesa hana þessa.  Eins og það sé eðlilegasti hlutur í heimi að:

"Fangageymslur lögreglunnar voru fullar í nótt. Mikil ölvun var í bænum og aðstoðaði lögregla marga við að komast heim eða í fangageymslur. Engin alvarleg slys eða ofbeldi átti sér stað að sögn lögreglunnar."

Sem sagt enginn alvarlega slasaður þrátt fyrir að fólk sé búið að drekka á sig óþrif.

Er þetta normal ástand eða hvað?  Ég á ekki krónu.  Spurningin er hvernig þessu vindur fram ef ástandið er orðið svona ÁÐUR en þjóðhátíðin er sett.

OMG

Súmí.


mbl.is Engin alvarleg slys eða skemmdir í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ALLIR SEM HÉR KOMA..

..vita að ég tjái mig aldrei um drauma.  Af því þeir eru tilfinning, fyrir nú utan að vera hundleiðinlegir að hlusta á. T.d. Ég var á gangi á Laugaveginum en það var samt ekki Laugavegurinn og ég var með systur minni en hún var samt Erla vinkona og við fórum til New York en vorum samt á Íslandi. Ok sófar?

Þess vegna ætla ég ekki að segja ykkur hvað mig dreymdi í morgun, þegar ég lagði mig aðeins aftur, eftir að hafa vaknað á óguðlegum tíma.  Draumurinn innhélt:

Rán á veskinu mínu, óliðlegan leigubílstjóra, Hrönn bloggvinkonu, og mig með attitjúd við lögguna.  Ég sagði löggunni að hún skyldi passa sig að vera ekki með stæla því annars myndi ég blogga um hana!

Ég held að sú staðreynd að ég sé í tekjublaði Mannlífs (með mínar auðmjúku tekjur að sjálfsögðu) hafi hreinlega stigið mér til höfuðs. 

Að hugsa sér!  Ég með kjaft og hótanir við lögguna.

Vottisðevorldkommingtú?

Úje...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.9.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 2988573

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.