Færsluflokkur: Lífstíll
Sunnudagur, 5. ágúst 2007
TALANDI UM FITU OG MEGRANIR..
..þá mundi ég eftir einni auglýsingu frá Mjólkursamsölunni, frá því nítíu- og eitthvað, sem stuðaði mig all svakalega, vegna vafasamra skilaboða sem hún fól í sér.
Ung stúlka, vel í holdum stóð og horfði á tágranna spegilmynd sína. Fyrir ofan höfuð stúlkunnar stóð: "Meira af þér, minna af mér".
Ég er ekki enn búin að ná því af hverju enginn gerði athugasemd við auglýsinguna. Allavega minnist ég þess ekki.
Af hverju gerði ég ekki eitthvað?
Þýðir ekki að velta sér upp úr því núna en þetta datt mér í hug áðan eftir fitufærsluna.
Súmí.
Sunnudagur, 5. ágúst 2007
ÁFALL - SMÁFALL
Þetta er stjörnuspáin:
"Steingeit: Þú ert að breiða úr þér í einkalífinu sem þýðir alls kona viðbætur. Vertu því einstaklega varkár, vandfýsinn og athugull."
ER MOGGINN AÐ SEGJA AÐ ÉG SÉ FEIT????????? (og að ég eigi að gæta vel að því hvað ég læt ofaní mig, nottla)!
Ég,
niðurbrotin á leiðinni á Reykjalund.
Úje
Sunnudagur, 5. ágúst 2007
BITRIR BLOGGARAR
Hér er á ferðinni uppsafnaður pirringur, hjá mér sko, vegna bitru bloggaranna. Ég reyni nú yfirleitt að blogga um eitthvað annað en aðra bloggara nema auðvitað þegar ég linka á einhvern af mínum æðislegu uppáhalds, en þeir eru margir.
Það er alveg sama hvar mig ber niður þegar ég les blogg hjá fólki. Það skilar mér nánast alltaf einhverju. Það þarf ekki að vera merkilegt. Stundum eru það myndir úr hversdagslífinu, stundum um sérhæfð efni, pólítík, fjölmiðla og nánast hvað sem er. Ég er hæstánægð.
Bitru bloggararnir(ekki margir en andskotans nógu áberandi) eru farnir að fara ólýsanlega mikið í taugarnar á mér. Þeir eiga það sameiginlegt að blogga um hvað aðrir bloggarar blogga ömurlega, of oft, fréttablogga, blogga um ekki neitt og yfirleitt eru allar bloggaðferðir ómögulegar nema þeirra eigin. Þeir eru menningarlegri, meira rétthugsandi og betur skrifandi en aðrir, að eigin mati. Þeir eiga það oft sameiginlegt líka, að hætta að blogga og koma aftur, hóta því að hætta og þá vegna þess að þeir telja sig ekki í nægjanlega fínum félagsskap.
Eina ráðið til að losna við boðskap þeirra bitru er að sneiða fram hjá þeim.
Það ætla ég að gera og nú er ég hætt að vera pirruð.
Lovejúgæs!
Sunnudagur, 5. ágúst 2007
Í FYRSTA OG SÍÐASTA SINNI..
..blogga ég um veður. Haustið kom í gærkvöldi. Það var svo dimmt að ég varð að kveikja allsstaðar, það hvein í öllu og það varð ískallt allsstaðar. Meira að segja teppin voru tekin fram.
Ég er ekki sormædd yfir þessu.
Bara hissa.
Jenny Una Erriksdóttirr vaknaði fyrir allar aldir. Setti hvert einasta tuskudýr sem hún á í rúmið hjá ömmunni, hoppaði smá á okkur, "klikkaði" bakið á mér og á endanum sagði hún: Amma koddu frrram.
Núna er hún að horfa á stubbana, vafin inn í teppi.
Amman er hinsvegar að blogga og að drepast úr kulda.
Úje.
|
Spáð hlýju veðri sunnanlands |
| Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt | |
Sunnudagur, 5. ágúst 2007
ÉG ER....VANILLUSTÖNG
Í dag hef ég verið með bragðofskynjanir. Ekki spyrja mig hvers vegna því ég veit það, árinn sjálfur, ekki. Allt sem ég hef látið upp í mig í dag, þar með talið vatn, kók og ávextir, hafa bragðast eins og vanilla. Ég er að bilast. Hafið þið borðað svínalundir með vanillubragði? Ég hélt ekki. Ég myndi ekki ráðleggja neinum að prufa það.
Nú fer ég bráðum að lúlla. Ég get ekki beðið eftir að tannbursta mig. Ég er einhvernvegin svo deddsjúr á að tannkremið muni reynast vera með vanillubragði.
Ég er með einhvern flókinn og stórkostlegan sjúkdóm.
Vanillusjúkdóm.
Ég er viss um það.
Alveg viss um það.
Ójá
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Laugardagur, 4. ágúst 2007
LJÓTAN AÐ GANGA
Ef ég væri ekki svona íðilfögur frá náttúrunnar hendi, mætti beinlínis segja að í dag væri ég með ljótuna. Hárið á mér lítur út eins og ég hafi hrært í því með handþeytaranum og ég er náföl í framan (af skelfingu yfir hárinu sko). Svo er ég í bleik-slettóttum bómullarnáttbuxum, þar sem rúma má tvo stæðilega karlmenn til viðbótar hinni aumu mér og hippamussan eiturgræna kórónar svo sköpunarverkið.
Það er alveg í lagi að vera með ljótuna heima hjá sér. Jenny Una gerir engar athugasemdir þó amman sé eins og splæstur vindill í útliti en ég fór að hugsa um hvað ég myndi gera ef einhver hringdi á bjöllunni. T.d. einhver að safna flöskum fyrir íþróttafélag. Það gerist ósjaldan. Eða ef einhverjum vinum eða vandamönnum dytti í hug að kíkja í heimsókn. Meira að segja mínir nánustu ættingjar eins systur mínar og foreldrar eru ekki nægjanlega skyld mér til að ég leggi þetta á þau, reyndar er enginn nema húsbandið og Jenny Una sem fá að bera dýrðina mig augum þegar svona stendur á. Að þessu sögðu getið þið ímyndað ykkur hvernig ókunnugu fólki gæti orðið við.
Ég er farin í "extreme makeover" og það á stundinni.
Rís upp eins og fuglinn Fönix að því verki loknu.
Kaffi og kökur í boði á kærleiksheimilinu eftir nákvæmlega fjóra klukkutíma.
Ójammogjá!
Laugardagur, 4. ágúst 2007
KIM WILDE EKKI DOTTIN UPPFYRIR!
Ég er alveg steinhissa hvað sumir listamenn (eiginlega í gæsalöppum en þó ekki alveg) hanga lengi í bransanum. Ég man eftir Kim Wilde þegar hún sló í gegn í Svíþjóð þegar ég bjó þar, með lagi sem heitir "Kids in America". Það var ekki hægt að kveikja svo á útvarpi að eyrunum á mér væri ekki ofboðið með fröken Wilde. Nú var hún hér í nótt og er á leiðinni til Færeyja. Gott hjá henni. Kannski er hún bara flott, og ég kann ekki gott að meta. Fínt ef þeir í Færeyjum hafa gaman að stelpunni.
Á sama tíma var Svíþjóð líka hertekin af bláklæddum Nolan-systrum sem gerðu Kim Wilde að Maríu Callas poppsins. Þær voru sum sé hroðalegar.
Bara datt þetta í hug og fór á nostalgíuhorror.
Ójá
|
Óvænt Íslandsferð Kim Wilde |
| Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt | |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 19:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Laugardagur, 4. ágúst 2007
TÖFF KERLA HÚN SAHLIN
Mona Shalin, nýlega kjörin leiðtogi sænskra Jafnaðarmannaflokksins, lét sig ekki muna um að lesa upp hótunarbréf og nafngreina höfundana í beinni útsendingu í sænska útvarpinu í gær.
Svona á í raun að gera þetta. Gefa þeim til baka sem svona gera. Auðvitað er hún í hættu hvort sem er. Þetta stöðvar kannski fíflin. Allavega þá sem skrifa undir viðbjóðinn.
Með fréttinni er "linkað" á sýnishorn af bréfunum.
Heja Mona.
|
Sahlin las úr hótunarbréfum í útvarpsþætti |
| Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt | |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Laugardagur, 4. ágúst 2007
HEIMILDARMAÐUR RÁÐINN AÐ ÞESSUM FJÖLMIÐLI
Heimildarmaður úr hringiðunni hefur verið ráðinn að þessum fjölmiðli. Á ritstjórnarfundi í morgun, þar sem sátu, ég, ég, ég og köttur nágrannans, var samþykkt einróma að ráða hringiðumanninn í hlutastarf. Hér er mynd af kauða.
Hann mun færa okkur fréttir úr hringiðunni, aðallega héðan úr Borg Óttans, en vegna vinnu sinnar í næturlífinu hefur hann á takteininum innherjaupplýsingar fyrir okkur hin. Ég mun hinsvegar sem ritstjóri, áskilja mér rétt til að breyta, bæta, falsa og staðfæra á minn opna, frjálsa og utanáliggjandi hátt.
Litla Frjálsa, éttu úr þér hjartað (sjáið, það eru íslenskudagar á þessum fjölmiðli).
Ójá!
Laugardagur, 4. ágúst 2007
AÐÞYKJASTEKKIVILJAVERAFRÆGURHEILKENNIÐ
Arg, hvað ég þoli þetta varðhundafyrirbæri illa. Nú hafa hundar í eigu leikarans Ving Rhames (sem setti niður sína síðustu kartöflu í mínum garði með því að leika Kojak), ráðist á og drepið mann sem vann hjá leikaranum.
Hafið þið pælt í einu? Er ekki merkilegt að allt þetta fræga fólk, sem hefur ekki unað sér hvíldar við að slá í gegn, verða frægt, koma sér á framfæri, verður ógisla pirrað á frægðinni um leið og þeir eru búnir að meika það? Alveg furðulegur andskoti. Svo kvartar þetta lið yfir átroðningi og lætur eins og það sé einrænt og algjörlega laust við athyglissýki á háu stigi. Það verður auðvitað ekki bæði haldið og sleppt.
Bítsmí.
|
Hundar Ving Rhames taldir hafa drepið mann |
| Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt | |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.9.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 2988573
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr















