Færsluflokkur: Lífstíll
Sunnudagur, 12. ágúst 2007
ÉG, NÆRRI DREPIN Í KÖBEN
Ég var að lesa að skotbardagi hafi brotist út í Kaupmannahöfn í nótt. Lögreglan telur að um hafi verið að ræða uppgjör milli glæpaflokka. Þessu trúi ég vel. Ég var nefnilega í beinni skotlínu, um hábjartan dag, í Köben fyrir 3 árum síðan. Ef ég hefði ekki lufsast til að beygja mig niður þegar löggan gargaði á mig, væri ég auðvitað ekki hér að segja frá þessu. Eða hvað, plebbarnir ykkar?
Ég var að koma úr Seven-eleven á horninu á Nörrebrogade og Elmgade (þar sem ég og húsbandið vorum með íbúð í fríinu). Eitthvað var ég að hugsa (gerist stundum, afar sjaldan þó) og þar sem ég er afskaplega utan við mig á slíkum stundum var ég ekkert að staldra við þó ég kæmi þar sem búið var að girða af með einhverju snæri. Ég var heldur ekkert að undra mig neitt sérstaklega á því að gatan var mannlaus fyrir utan lögregluþjóna í viðbragðsstöðu, svo langt sem augað eygði. Þar sem ég er að klofa yfir línuna, heyrist öskur, lögreglan gargar á mig að henda mér í jörðina, ég geri það og: Hviss Bang, kúlan þaut hjá.
Þegar ég síðan sá hvað hafði verið í gangi, í fréttunum um kvöldið, ja, hm, þá brá mér smá. En bara smá.
Hvað er það með karlmenn og byssur?
Bítsmí.
Úje
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Laugardagur, 11. ágúst 2007
TRÚESSUVARLA!
Ég er ekki töluglögg manneskja, hef aldrei verið og rétt skreið í stærðfræðinni á stúdentsprófi. Sænskir kennarar mínir sem voru afskaplega "pedagogiskt" þenkjandi, fóru í málið, og vildu komast til botns í því, af hverju nemandinn frá Íslandi sem brilleraði í því sem hún nennti að læra gat verið svona dúmm í hlutfallafræðunum.
Leitið og þér munuð finna. Einn snillingurinn fann rannsókn sem gerð hafði verið, þar sem stærðfræði ídíótar eins og ég voru viðfangið. Skýringin var að þeir sem eiga erfitt með að reikna, hafi ekki skriðið í æsku. Þau börn höfðu bara risið upp og hlaupið um allt í forherðingu sinni. Ég hentist á línuna til Íslands: "Mamma, skreið ég sem barn"? Mamma: "Nei Jenny mín þú fórst strax að ganga". Þú varst svo duglegt barn". Okokok, móðir góð, en var hún viss um að þetta hafi verið ég en ekki einhver af mínum sex systrum? Já, móðirin var algjör deddari á því. Skýring fundin. Það vantaði þarna stórt og merkilegt skref í þroskaferlið. Auðvitað mátti treysta því að barnið Jenny Anna hafi reynt að taka sérleiðina auðveldu, alveg eins og hin fullorðna nafna hennar átti eftir að gera, langt fram eftir aldri.
Mér var boðið á skriðnámskeið á Shalgrenska í Gautaborg og ég er ekki að grínast. A.m.k. hló ég ekki af tilhugsuninni um mig á fjórum fótum innan um sænska velúrnörda þegar tilboðið barst mér frá velviljuðum kennurum mínum.
Þegar hér var komið sögu, sættist ég við sjálfa mig, ákvað að fá fullt hús í skriðfrjálsu fögunum og SKRÍÐA í stærðfræðinni, sem ég og gerði.
Af hverju þessi upprifjum og afhjúpun á heimsku minni? Jú ég var að lesa að 50.000 manns hafi verið í bænum vegna gleðigöngunnar. Hm.. það eru þrjátíuþúsund kjaftfull Háskólabíó. Það er rosalegur hópur af fólki. Kemst þessi fjöldi allur í miðbæinn í einu?
Jahérnahér!
Bítsmíbötæmstjúpid.
Úje
![]() |
Mikil þátttaka í Hinsegin dögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
Laugardagur, 11. ágúst 2007
LOFORÐ EÐA HÓTUN!
Þeir segja að 50 cent hóti að hætta að gefa út sólóplötur ef næsta plata hans selst ekki meira en nýja plata rapparans Kanye West.
Hótun minn afturendi,
ég tek þessu sem loforði,
mikið skelfing væri gott að losna við þennan úr bransanum.
Úje - úje
![]() |
50 Cent hótar að hætta að gefa út fleiri sólóplötur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Laugardagur, 11. ágúst 2007
ÉG JÁTA, ÉG JÁTA..
..að hafa misst mig í einhverja bölvaða nostalgiu svona matarlega séð.
Í matinn hafði ég...
lambasmásteik,
kartöflur,
gulrætur og
sósu..
Sorrí veit að ég er plebbi. Það hefð verið meira kúl að hafa verið með flamberaða álft á netlubeði, með fíflasósu og og baldursbráasalati.
En lífið er stundum bara saltfiskur.
Allir gengu samt ánægðir frá borði,
Verði ykkur að góðu..
Újeeeee
Laugardagur, 11. ágúst 2007
BLOGGTILBOÐ
Ég hef fengið tilboð um að blogga á hinu nýja vefsvæði ofurbloggara, isshole.isss. Ég er búin að vera að velta því fyrir mér hvort ég eigi að þiggja þetta tilboð, en þar mun vera borgað á flettingu. Æi, ætti ég, ætti ég ekki? Ég gæti nottla farið þarna yfir á isshole og bloggað reglulega, svo gæti ég komið með færslu á moggablogg á nokkra daga fresti og minnt á að ég sé hætt að blogga hér. Bara til að fólk sakni mín kannski smá.
Nei ég verð hér áfram. Hér á ég heima.
Er farin að baka bananabrauð til að tjasla upp á mína brotnu sjálfsmynd.
Æmstjúpidænóitt!
Újee
P.s. Táknið hér fyrir ofan setti ég sérstaklega inn fyrir sjálfa mig, grínlaust, en það á að minna mig á að ég er krækiber í alheiminum, jafnvel bara sandkorn.
Skrifað á degi fjölbreytileikans og ég viðurkenni að ég er ófullkomin, hallærisleg, plebbi og moggabloggari.
Með öllu því sem það felur í sér.
Úje
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Laugardagur, 11. ágúst 2007
"LÁTTU HEIMINN VERA
..Búski". Þetta má ekki syngja, ef þú ætlar að gera það í gegnum fjarskiptafyrirtækið AT&T en þeir ritskoðuðu eitt laga Pearl Jam á útsendingu á tónleikum sveitarinnar gegnum netið. Þeir hafa nú viðurkennt að hafa gert mistök.
Ef ég má ekki syngja um Bush, hvað get ég þá sungið???
Rosaleg viðkvæmni er þetta. Hafa þeir aldrei hlustað á Rosie O´Donnell þessir dúddar hjá fyrirtækinu? Eða Zappa í denn?
Ég er alveg bit.
Svona geta frelsiselskandi menn verið viðkvæmir fyrir tilfinningum annarra.
Bítsmí
Úje
![]() |
Bannað að syngja um Bush |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 11. ágúst 2007
GLEÐIGANGAN
Skemmtilegast ganga í heimi er að hefjast fljótlega. Ef fólk vill lífsgleði og hamingju beint í æð, þá mætir það í gönguna að sjálfsögðu. Ég óska okkur öllum til hamingju með daginn.
Að þessu sinni sit ég heima en ég sendi fulltrúa minn á staðinn.
Jenny Una Eriksdóttir er lögð af stað ofaní bæ.
Foreldrarnir fengu að fylgja með.
Æloflæf.
Úje
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 11. ágúst 2007
ÞAÐ SEM ÉG Á EFTIR AÐ GERA..
..áður en ég yfirgef þessa jarðvist er ekki margt. Segi svona. Mér dettur þetta fyrst í hug:
1. Fara til Kína og Kúbu. Algjörlega efst á forgangslistanum, nenni ekki að fara þangað dauð.
2. Sjá barnabörnin mín komast á legg. Helst verða langamma.
3. Hætta að reykja (Ekki fara hátt með það en einhver sagði mér að ef maður losaði sig ekki við fíknir í jarðvistinni, tæki maður þær með sér yfir landamærin).
4. Klára lífsverkefnið sem liggur harðlæst ofan í skúffu og rykfellur.
5. Prófa fallhlífarstökk (Segi þetta til að ég líti út fyrir að vera ævintýragjörn).
6. Ná mér af köngulóarfóbíunni/innilokunarfóbíunni/víðáttufælninni/lofthræðslunni osfrv.
7. Predika í Dómkirkjunni.
8. Fara í spænsku upp í Háskóla.
10. Skrifa stíf fyrirmæli um mína eigin bálför. Þar á að vera fjör, dans og gaman. Væmni bönnuð. Engum bréfþurrkum útdeilt við innganginn. Vanir menn vönduð vinna. (Ég er EKKI morbid).
10. Hætta að velta mér upp úr stjörnuspám blaðanna sem ég hef hvort sem er enga trú á. En spá dagsins er þessi:
"Steingeit: Ekkert hefur verri áhrif á sálarheill þína en hlutar lífsins sem þú hefur ekki lifað. Farðu því yfir listann og reynda að setja eitthvað úr seinna-flokkinum í núna-flokkinn."
Samkvæmt stjörnuspá laugardagsins verð ég að fara að forgangsraða. Það skýrir ofannefndan lista.
Æmagonner.
Úje
P.s. Ef ég dytti svo niður dauð bara á næstunni munu allir segja: Greyið hún hefur fundið þetta á sér. Svo næm hún Jenny. Hæhó!
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 02:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Föstudagur, 10. ágúst 2007
TELJARI FRÁ HROSSINU
Er yfirkomin af hamingju, skussinn ég gat sett inn teljara á bloggið mitt. Ekki hvaða teljara sem er, heldur einn sem skráir tölu þeirra Íraka sem látist hafa vegna innrásarinnar í landið. Þennan teljara fékk ég hjá Hrossinu í haganum bloggvinkonu minni (www.hross.blog.is). Alveg er það skelfilegt að horfa á þessa tölu sem nú er komin vel yfir milljón látinna.
Þvílíkt virðingarleysi fyrir manneskjunni.
Föstudagur, 10. ágúst 2007
LÉLEGUR STÍLL...
..að láta sér detta í hug að blogga um Beckhamfólkið. Ég veit það en ég get ekki stillt mig. Þorrí. Er nokkuð meira aumkunarvert til í heiminum, en póstkortafólk sem sífellt býður sig fram til umfjöllunar, við öll möguleg og ómöguleg tækifæri? Æi ekki þegar dægurmál eru annars vegar a.m.k. Það er sama hversu lítið og ómerkilegt það er, í pressuna fer það.
Nú eru þau að verjast sólinni.
Hann: með áhyggur af hrukkum við augun...
hún: með áhyggjur af hrukkum við munnvikin.
Þetta er haft eftir HEIMILDAMANNI breska blaðsins Daily Express. Ætli heimildamanninum þyki þetta verðug vinna?
Ég þekki fullt af fólki með áhyggjur. Minni háttar áhyggjur. Fólk sem missir svefn út af heimsmálunum. Iss.
Mikið rosalega er ég mikill plebbi að blogga um þetta.
Þessi hjón eiga fastan undirflokk hjá mér, besta að fara að nota hann. Hann heitir "sjálfsdýrkun".
Æmbítreidandbevilderd!
Óje...
![]() |
Viktoría og Davíð verjast sólinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.9.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 2988569
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr