Færsluflokkur: Lífstíll
Mánudagur, 13. ágúst 2007
BLÁTT NEI, NEI, NEI
Ég neita því alfarið að hafa farið 237 sinnum í Kringluna. Næ rétt í hundraðið með besta vilja.
Ég tel auðvitað ekki skiptin sem ég heimsótti geðlækninn minn þangað. En hann hefur aðsetur á efstu hæðinni.
Ég keypti aldrei neitt þegar ég fór til doksa, nema smá heilbrigði auðvitað.
En 98 milljónir manna á tuttugu árum. Hm..
Róleg í kaupgleðinni, gott fólk.
Súmí
Úje
![]() |
98 milljónir gesta á tuttugu árum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 13. ágúst 2007
ÉG ÞOLI EKKI AÐ LESA..
..það sem ég kalla lyktarblogg. Blogg um viðrekstur, úldinn mat og aðrar lýsingar á alls konar rotnun. Ég er svo klígjugjörn.
Plís, merkið með viðvörun.
Ég get ekki verið að æla reglulega yfir daginn.
Og mér er sama þó viðkomandi frásagnir séu tryllingslega fyndnar.
Það er ekki hótinu betra að æla hlægjandi..
..það eykur líkurnar á köfnun.
Heyrirðu það Eva?
Skammastín..
Úje
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 13. ágúst 2007
AÐ VERA FASTUR Í EIGIN.. HM
Hjá sumum er lífið einfalt. Það snýst um eiginhagsmuni, eiginhagsmuni og eiginhagsmuni. Rakst á þessa frægu áskorun til bæjarstjórnar Akureyrar um afsögn, á blogginu og finnst hún einstaklega skemmtileg.
Hvernig ætli áskorun frá sama fólki væri að inntaki ef eitthvað verulega alvarlegt myndi gerast?
"Við undirrituð, skorum hér með á meirihluta bæjarstjórnar Akureyrar að sjá sóma sinn í því að segja af sér tafarlaust.
Þessi áskorum, sem við teljum að eigi fullan rétt á sér, er sett fram vegna mjög undarlegrar ákvörðunar meirihlutans í sambandi við nýliðna verslunarmannahelgi, þar sem fólki á aldrinum 18-23.ára var nánast meinaður aðgangur að hátíðinni Ein með öllu.
Við teljum að þetta bann hafið orðið til þess að veitingahús, verslanir og önnur fyrirtæki á Akureyri hafi orðið af verulegum tekjum og hagsmunum. Einnig er það svo að bæjarbúar á Akureyri eiga erfitt með að sætta sig við að ákveðnum þjóðfélagshópum sé bannað að heimsækja bæinn.
Í ljósi þessa teljum við fulla ástæðu til þess að bæjarstjórn Akureyrar segi af sér, þar sem við teljum hana ekki vandanum vaxinn.
Þá leggjum við til að varsla tjaldsvæða verði tekin úr höndum skátanna og boðin út með skilyrðum."
Það er ekki hægt að fara fram á minna en tafarlausa afsögn.
Sumir eru fastir...
Úje
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 13. ágúst 2007
OFBELDI Á BARNI - ENN Á NÝ
Í sumar hef ég forðast að blogga, hugsa og tala um ofbeldi á börnum og konum, þrátt fyrir að reglulega hafi birst fréttir af þeim endalausa viðbjóði og glæpaverkum sem framin eru úti í heimi og svo sannarlega hér landi líka. Til að gera langa sögu stutta þá er sumarfríinu í þeim efnum lokið hér með.
Í fyrradag var frétt um unga stúlku sem dó vegna umskurðar. Þó nokkrir hafa gert því skil hér á blogginu.
Nú var verið að handtaka þjálfara fimm ára gamals indversks maraþonhlaupara, eftir að drengurinn sakaði hann um pyntingar.
Þarna birtist lítil örmynd um örlög lítils drengs úti í heimi. Saga hans er óvenjuleg, aðeins vegna þess að hann skarar fram úr á íþróttasviðinu. Líf drengsins hefur verið eitt hvelvíti þessi fimm ár sem hann hefur lifað.
Þjálfari Budhia, keypti drenginn af móður hans fyrir 1500 kr. en hún seldi drenginn þegar faðir hans dó. Þjálfarinn mun hafa lokað hann matarlausan inni í herbergi og barið hann með heitri járnstöng.
Ein lítil örlagasaga sem á sér miljónir hliðstæðna.
Er ekki kominn tími til að vakna?
![]() |
Þjálfari maraþondrengs handtekinn fyrir pyntingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 13. ágúst 2007
GLÓÐHEITT FRÁ LONDRES
Amma-Brynja fór til London í gær að hitta Oliver (ok og Mayu og Robba líka, já, já). Olvier hitti ömmu í morgun þegar hann vaknaði og var ekki lítið glaður. Þessar myndir tók Brynja áðan og var ekki lengi að senda Granny-J.
Gjöriðisvovel:
Úje
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 12. ágúst 2007
SAVING ICELA.... GETUR ÞAÐ VERIÐ?
Vúpps, það er búið að koma upp mótmælendabúðum við Heathrow flugvöll, tveimur dögum fyrr en áætlað var. Búist er við þúsundum mótmælenda til að vekja athygli á veðurfarsbreytingum í heiminum. Það fyrsta sem mér datt í hug, var að Saving Iceland fólkið hafi flutt sig um set.
Vonandi fer ekki allt í havarí þarna í og við flugvöllinn.
Mótmælendur vilja með þessu varpa ljósi á tengslin milli flugs og hækkandi hitastigs á jörðinni.
Þetta vissi ég ekki, enda svo margt sem fer í þann flokk hjá mér.
Æmstjúpid
Úje
![]() |
Mótmælendabúðum slegið upp við Heathrow |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sunnudagur, 12. ágúst 2007
ERFINGJARNIR Í LONDON
Jæja, nú skelli ég inn myndum frá þeim merkisatburði að þætur mínar þrjár sameinuðust allar á einum og sama staðnum, og það gerist sko ekki á hverjum degi. Í þetta skipti voru bæði Sara og Helga ásam Jökkla, hjá Maysunni í Londres. Myndirnar eru auðvitað mislitar, þar sem Söru dóttur minn er margt betur gefið en að taka myndir. Hún kennir myndavélinni um.
Jökli og Maysa Gelgjan með frumburði (Helga) Mays og Sara svo sætar saman.
Fyrst fór Sara til Eddu vinkonu sinnar í Manchester til að hitta frumburðinn hennar hann Kjartan.
Sara og Kjartan Edda vinkona með bjútíið Sóley og Maysan en Sóley er í heimsókn núna
Þetta eru sum sé nýjustu flandursfréttir af dætrum mínum og þeirra kompaníi.
Gjörsvovel!
Úje
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Sunnudagur, 12. ágúst 2007
ÞEGAR ÖFUNDIN SLÓ MIG Í HAUSINN
Þegar ég var í níu ára bekk í Meló, réðst öfundin á mig og barði mig bókstaflega í hausinn. Stjörnur og allt. Það var dýrmæt lexía.
Söguskýring:
Japanska menntamálaráðuneytið efndi til teiknisamkeppni meðal níu ára barna í Reykjavík og þemað var "Móðir mín". Við teiknuðum öll. Svo leið og beið fram að skólaslitum. Gunní vinkona mín fékk koparpening og skrautskrifað verðlaunaskjal á japönsku. Ég varð öfundinni að bráð. Við gengum heim og ég færðist öll í aukana, í öfund minni og heift. Hún teiknaði illa, þeir vorkenndu henni bara þarna í Japan, verðlaunuðu hana svo hún færi ekki að grenja. Svo höfðu þeir skrifað Guðrún Karlspót á skjalið. Fíflalegt maður, en nei annars, þetta var örugglega einhver önnur Guðrún, sko Guðrún sem gat teiknað. Ömurleg mistök. Svo var peningurinn ljótur, þunnur og einskis virði. Hún gat bara hent honum þarna sem við vorum staddar á Víðimelnum. ENGINN maður með réttu ráði myndi ásælast þetta rusl.
Og mitt í heiftartölunni - BÚMM BANG-STJÖRNUR OG NIÐURHNIG TIL JARÐAR. Vissuð þið að það er ekki gott að skella með ennið á ljósastaur? Trúið mér, sælan lýsir algjörlega með fjarveru sinni.
Þegar ég kom heim og amma mín hafði fengið að heyra útskýringu á hvers vegna kúla á enni var eins og hrútshorn og glóðarauga blárra en blátt sagði gamla konan að þarna hefði öfundin ráðist á mig. Hún hitti mann alltaf sjálfan fyrir. Eins og allt sem maður framkvæmir í lífinu, bæði gott og slæmt.
Síðan var ég send út í Drífanda (kaupmaðurinn á horninu) og látin kaupa konfektkassa og gefa vinkonu minni. Eftir það hef ég reynt að hemja í mér þessa ljótu kennd. Það tekst bærilega, þökk fyrir, en auðvitað er það upp og niður eins og gengur.
Súmíbítmíbætmí!
Úje
Sunnudagur, 12. ágúst 2007
LAUMUFARÞEGAR Á SKAGANN OG AFMÆLISBARN DAGSINS
Í dag er Akranes í huga mér, það kemur til af því að ein af uppáhalds bloggvinkonum á afmæli. Þessi á myndinni sko. Hún Gurrí er fjörtíuogeitthvað í dag og svo á einhver kona sem er kölluð Maddonna, afmæli líka, en hún er ekki eins þekkt.
Þegar ég var 14 ára, var ég að þvælast niður í bæ ásamt æskuvinkonu minni henni Ragnheiði. Okkur leiddist og það var alltaf ávísun á vandræði, þegar við áttum í hlut. Við gengum fram hjá Akraborginni og fengum þá brilljant hugmynd, að skella okkur með sem laumufarþegar, kíkja á staðinn, því við vissum um a.m.k. tvo álitlega töffara þarna úti á landsbyggðinni.
Og við fórum á Skagann. Þvældumst upp í bæ, bjartsýnar á þessum rúma hálftíma sem við höfðum til umráða, og auðvitað misstum við af Boggunni. Ekki fleiri ferðir þann daginn og heima hjá mér varð allt vitlaust. Heima hjá vinkonunni líka. Það var ekki eins og það væri mikið um ferðir í bæinn á þessum tíma.
Í fyrsta sinn á ævinni hafði ég frelsi til að gera það sem mig langaði til. Foreldrarnir í öruggri fjarlægð. Það var farið í partý og "Mr. Tamborine man" var sunginn alla nóttina. Eitthvað var vangað og smá verið að kossaflangsast eins og gengur. Úff hvað það var gaman að lifa.
Einhver bauð í sunnudagsmat heima hjá foreldrunum. Almennilegir Skagamenn. Á bryggjunni í Reykjavík beið okkar hins vegar þungbúin móttökunefnd. Foreldrar mínir settu mig í vikustraff. Það þýddi, skóli, heimalærdómur, borða sofa og ekkert annað. Því var fylgt ötullega eftir. Ég brosti með sjálfri mér. Akranesferðin var vel þessi virði. Þó straffið hefði varað í mánuð, þá hefði ég samt haldið áfram að glotta út í annað.
Skipasaginn er því að elífu tengdur Tambórínumanninum og frelsinu, ekki endilega í þessari röð.
Læfisbjútifúl.
Til hamingju með daginn Gurrí mín og þú mátt alveg spila Mr. Tamborine man þegar tóm gefst til.
Úje
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sunnudagur, 12. ágúst 2007
ÓSMEKKLEGUR BRANDARI EÐA PJÚRA HEIMSKA?
"Perri á reiðhjóli
Ef einhver sér mann milli þrítugs og fertugs á reiðhjóli, með derhúfu og í bláum og rauðum jakka, þá vill lögreglan gjarnan hafa tal af honum. Ekki síst ef hann er að fróa sér á hjólinu. Þar er líklega kominn sá sem þrjár ungar stúlkur gengu framá á Sólvallagötu um klukkan hálf sjö í morgun. Þeim brá nokkuð í brún við að sjá þennan másandi mann. Svona lagað er náttúrlega bannað á almannafæri. "
Ég sá þessa frétt af visi.is inni hjá einhverjum bloggvini og trúði ekki mínum eigin augum. Annað hvort er um að ræða "fréttamann" með stórkostlega laskaðan húmor eða þá að viðkomandi ætti að snúa sér að öðru en fréttaskrifum og það hið snarasta. Sumum finnst þetta fyndið. Ég sé hins vegar ekkert broslegt við þessa frétt, af því mér verður hugsað til stúlknanna sem gengu fram á þennan mann og hafa orðið hræddar.
Bölvað ekkisens ruglið í fólki. Sko sumarliðum þessa heims. Fá sér nýja vinnu og það strax.
Arg.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.9.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 2988569
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr