Færsluflokkur: Lífstíll
Þriðjudagur, 2. október 2007
Ekki full en aldrei edrú
Þegar ég sá þessa frétt og tilvitnuna í hana Valgerði Rúnarsdóttur, lækni, hugsaði ég; noh, ég bara uppi á töflu á ráðstefnunni hjá SÁÁ en samtökin eru þrjátíu ára um þessar mundir. En ég er auðvitað bara smásteinn á alkaströndinni.
Valgerður segir:
"Á sama tíma sjáum við breytingu sem felst í því að það hefur orðið tvöföldun á dagdrykkju hjá þeim sem eru að koma í meðferð," sagði Valgerður. "Það hefur ekki verið dæmigert fyrir Íslendinga að drekka þannig. Við höfum drukkið um helgar og farið á fyllirí, en þessi hópur er að sulla í áfengi flesta daga. Það er aldrei edrú, en kannski aldrei drukkið heldur. Þetta skapar mikil félagsleg vandamál. Fólk getur ekki keyrt, ekki passað barnabörnin og ýmislegt annað." Samkvæmt tölum frá SÁÁ hefur dagdrykkjufólki í sjúklingahópi Sjúkrahússins Vogs fjölgað hlutfallslega undanfarin ár. Árin 2005 og 2006 fór þetta hlutfall dagdrykkjufólks í sjúklingahópnum yfir 30% hvort ár um sig en tímabilið 1994-1996 var það rúm 15%.
Þarna er mér og mínum drykkjuvenjum lýst nákvæmlega. Auðvitað er ég í hópi fjölda fólks sem hefur haft sama drykkjumynstur og því er það svo algengt þegar hlustað er á fyrirlestrana á Vogi að fólki finnst eins og verið sé að skrifa það persónulega upp á töflu. Alkarnir alltaf samir við sig, halda að heimurinn snúist um þá og enga aðra. Hmmmm...
Ég var a.m.k. sjaldnast edrú og sjaldan full, bara þarna mitt á milli. Það segir sig sjálft að þegar drykkja er orðin að vandamáli, þá er hún ekki framin til þess að fara á fyllerí með gleðilátum upp á gamla mátann. Það er einfaldlega drukkið (dópað) til að deyfa tilfinningar og koma í veg fyrir að horfast í augu við lífið.
Á föstudaginn er ár liðið frá því að ég fór inn á Vog. Þar fékk ég lífið mitt til baka, svei mér þá. Mikið rosalega erum við Íslendingar heppnir að eiga aðgang að frábærum sérfræðingum hjá SÁÁ. Það er dýrmætara en margir eru meðvitaðir um. Við sem höfum notið þessarar þjónustu og þeir sem að okkur standa eru að sjálfsögðu óendalega þakklátir.
![]() |
Áfengisvandi breiðist út meðal eldra fólks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 1. október 2007
Ég er skjálfandi á beinunum..
..eftir að hafa séð Pétur Tyrfingsson, hella úr skálum reiði sinnar og lýsa yfir vanþóknun sinni á því sem hann nefnir kukl, í Kastljósinu í kvöld. Þar sem Pétur er heilbrigðisstarfsmaður sem vinnur eftir hinum "einu réttu" leikreglum hefði ég kosið að hann væri örlítið málefnalegri í gagnrýni sinni og minna háðskur.
Ég veit ekkert um þessa höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun, né margar af þeim óhefðbundnu aðferðum við lækningar sem í boði eru. Ég er að vissu leyti sammála Pétri um að fagaðili eigi ekki að vera að ástunda eitthvað sem engar sannanir eru fyrir að skili árangri. Samt skil ég vel að þeir sem eru vonlausir um bót meina sinna leiti sér aðstoðar út fyrir hinn hefðbundna ramma heilbrigðiskerfisins.
En það skiptir engu máli hér hvað mér finnst um óhefðbundnar lækningar. Þar er sjálfsagt bæði gott og slæmt að finna. Það skiptir mig heldur engu höfuðmáli að Pétur Tyrfingsson skuli vera að kafna úr reiði yfir þessari eða hinni aðferðinni úti í bæ. Það sem mér finnst óþolandi er þessi hrokafulla afstaða, að ekkert sé brúklegt nema það hafi verið kannað með þeim hætti sem hann telur til þess bæran.
Það er eins gott að til er leitandi fólk. Hvernig í ósköpunum ættu hlutirnir að þróast ef enginn spyrði spurninga og prófaði sig áfram?
En höfuðbeina- og spjaldhryggs vottever.
Ædónþeinksó.
Þar er ég sammála hinum bálilla manni.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Mánudagur, 1. október 2007
Hálf milljón manna
Það er að bresta á með fimmhundruðþúsundasta gestinum á síðunni minni. Hm.. auðvitað margir sem koma aftur og aftur, mér er sama, þetta er skolli há tala. Ég hugsa aldrei út í að það eru hinir og þessir sem eru inni á síðunni minni sem ég hef ekki hugmynd um hverjir eru, enda er ég alveg sátt við það. Stundum skilur fólk eftir kvitt í gestabók, en annars er það meira og minna sama fólkið sem ég sé í kommentakerfinu, þ.e. mínir elskuðu bloggvinir.
Nú, það væri gaman að fá kvitt í tilefni dagsins, ef fók nennir, ekki að það skipti máli.
Ég byrjaði að blogga 26. febrúar og manísk eins og ég er, þegar ég tek mér eitthvað fyrir hendur, þá hef ég bloggað upp á dag síðan.
En þetta er hálfmilludagur Jennýjar Önnu og ég óska mér hjartanlega til hamingju með það.
Lalalala
Mánudagur, 1. október 2007
Heyrið þið það, þarna fólk..
..sem eruð að láta skap ykkar bitna á blásaklausum nýjum Íslendingum, sem þjónusta okkur við kassann í stórmörkuðunum, að þið eigið ekki lögvarinn rétt til að versla á íslensku.
Annars er auðvitað sjálfsagt og rétt að gera nýjum Íslendingum kleyft að læra íslenskuna og þá ekki á eigin kostnað. Íslenskunámið á að vera sjálfsagður hluti af þeirri þjónustu sem boðið er upp á fyrir fólk sem er að aðlagast nýju þjóðfélagi.
Það er bara ekki við afgreiðslufólkið að sakast, gott fólk, það er launastefnunni í landinu að kenna, og eigendum verslananna, sem borga lúsarlaun fyrir þjónustustörfin.
Nú er bara að taka upp frasabækurnar á hinum ýmsu tungumálum og ræða Göthe og Plató við kassann.
Úje
![]() |
Neytendur eiga ekki lögvarinn rétt á að versla á íslensku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 30. september 2007
Íslandsvinur - GMG
Var að lesa á visi.is að "Íslandsvinurinn"Kiefer Sutherland gæti átt á hættu að lenda í fangelsi fyrir ölvunarakstur. Það truflar mig nákvæmlega ekkert, hvort karlinn fer í fangelsi eður ei, enda fjarlægur mér og öðrum vegfarendum á Íslandi. Þó óska ég þess að hann hætti þessum lífshættulega ávana. Þó ekki væri nema vegna mögulegra þolenda í umferðinni, þar sem hann er.
En er maðurinn einn af þeim fjölmörgu sem lent hafa í Keflavík og með því stofnað til sterkra og ævarandi vinuáttutengsla við íslensku þjóðina? Það vissi ég ekki. Hann hlýtur að hafa gert það áður en ég fór í meðferð því ég man andskotann ekkert áður en af mér rann.
Leiðinlegt að hafa ekki tékk á vinum móðurlandsins.
Jeræt!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 30. september 2007
Frá einum sjálfsdýrkanda til annars!
Elton John er sjálfsdýrkandi, um það er engum blöðum að fletta, þó segja megi að hann hafi látið fara minna fyrir sér undanfarin ár, enda maðurinn kominn á "aðlaðan" aldur tónlistarmanns. Áður en einhver missir sig þá er ég ekki að gagnrýna músíkina hans, sem mér þykir verulega vænt um.
Madonna er virkur sjálfsdýrkandi. Hún gengur langt til að fá athygli og henni finnst ekki leiðinlegt að láta tala um sig. Ég er ekki hrifin af músíkinni hennar, en ég dáist að mörgu í fari hennar samt. Hún er kventöffari og fer ekki troðnar slóðir. Henni fyrirgefst minna en Elton, þar sem hún er kona.
Nú hafa þau sæst, skötuhjúin Elton og Madonna. Þau munu jafnvel vinna saman í nánustu framtíð. Þetta er flott ókeypis auglýsing fyrir þessa tvo narsisista. Fyrst móðgar Elton hana (umtal), svo biðst hann afsökunar (umtal) og svo eiga þau mögulega eftir að vinna saman (umtal).
Omg er enginn endir á þessu?
En þau eru bæði voða kjút.
Ég vildi ekki vera í sama herbergi og þau tvö með einn spegil. Baráttan um spegilinn yrði blóðug.
Æpromiss!
Úje
![]() |
Bað Madonnu afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 29. september 2007
Erill efndi til hópæsingar..
..á Akureyri í gær, bölvaður mörðurinn. Ég var síst að skilja í hvað hefði orðið af honum, en ég hef ekki séð eitt orð í Mogganum í dag um að hann hafi verið á ferðinni í miðbæ Reykjavíkur. Erill er klárlega með hegðunarvandamál og það þarf að fara að stoppa karlinn af.
Erill efndi til múgæsingar í miðbæ Akureyrar í nótt, sem sagt, fyllti alla sem úti voru og rann mikið ölæði á fólk. Skömm að þessu.
Annars efndi ég til hópæsingar í Hagkaup í Kringlunni áðan og það varð mér dýrt spaug. Það var æsingur upp á sautjánþúsundsexhundruðogáttatíukrónur.
Aðilar að hópæsingu var undirrituð ásamt húsbandi, gamalli vinkonu og sárasaklausum eiginmanni hennar.
Dem, dem, ég hefði betur sett Eril í málið.
Úje
![]() |
Hópæsingur á Akureyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Föstudagur, 28. september 2007
Í krúttkasti
Afi Jennýjar og Olivers, sendi mér þessa krúttmynd af þeim í gær. Ég flippaði út. Mikið rosalega eru þau miklar dúllur þarna, svona lítil. Karakterinn leynir sér ekki en Oliver er bara krúsu beibí og Jenný Una er komin með einbeittan framkvæmdavilja. Hehe.
Svona líta krúttin mín út núna uþb tveimur árum síðar.
Góður Oliver, alltaf í stuði. Og Jennslan........
Allaf góð, alltaf glöð og alltaf að sk... ok,ok, eins og Jenný segir, það er ekki meira í boði.
Later!
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Föstudagur, 28. september 2007
Ojabjakk!
..að Michael Jackson, barnaperri sé laus og liðugur. Regulega er komið af stað orðrómi um að karlmennið MJ sé að fara að gifta sig, eigi vingott við þessa eða hina og blablabla, en svo er það jafnharðan borið til baka.
Michael Jackson hefur smekk fyrir smádrengjum. Ef hann giftir sig þá er það til að reyna að blekkja.
Og eins og Eva bloggvinkona mín segir; hver hefur áhuga?
Annars snýst heimur minn og annarra sem betur fer ekki í kringum þetta undarlega fólk í fréttunum. Þrátt fyrir að MJ hafi verið gripinn við iðju sína, oftar en einu sinni, þá helst honum það uppi, af því hann er frægur og hann var einu sinni alveg svakalega ríkur.
En hvern langar í smádreng, með afmyndað andlit af fegrunaraðgerðum?
Ekki konur, svo mikið er víst.
![]() |
Michael Jackson enn laus og liðugur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 28. september 2007
Íslenskur heimilisiðnaður í Hafnarfirði
Það var verið að framleiða áfengi í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði (er ekki sprengihætta af bruggi?). Löggann tók það og maðurinn játaði.
Hann var að brugga gambra og landa.
Ég spyr:
Hver er munurinn á þessu tvennu?
Ég hélt að landi væri gambri og að gambri væri landi?
Ég er svo léleg í allri heimaframleiðslu.
Súmíbítmíbætmí.
![]() |
Bruggari tekinn í Hafnarfirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.9.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 2988551
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 50
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr