Færsluflokkur: Lífstíll
Föstudagur, 28. september 2007
Ofbeldisfullur skíthæll!
OJ Simpson er ofbeldisfullur skíthæll án tillits til þess hvernig hann er á litinn. Hann er að líkindum morðingi og hann er sannanlega ofbeldismaður, margsinnis kærður meira að segja.
Þess vegna finnst mér merkilegt að kynþáttur skuli marka afstöðu fólks til sektar eða sakleysis mannsins. Auðvitað er ég enginn sérfræðingur um bandarískt þjóðfélag, en þeir sem fylgdust með réttarhöldunum 1994 og 1995, eru flest allir jafn hissa á að hann skuli hafa sloppið þá.
Ég hef ekkert álit á ofbeldismönnum og mér er alveg sérstaklega í nöp við menn sem beita heimilisofbeldi. Það litar kannski afstöðu mína, til nýjasta útspils OJ.
Ég veit hverju ég hefði svarað, hefði ég verið spurð. Ég hefði sagt sekur og það án þess að hika.
Svona getur maður nú verið "litblindur".
![]() |
Kynþáttur markar afstöðu fólks til O.J. Simpson |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 27. september 2007
Rauður bolur á morgun!!
Nú berast tölvupóstar eins og eldur í sinu, víða um heim, þar sem fólk er beðið að klæðast rauðum bolum á morgun, til að sýna stuðning við frelsisbaráttuna á Myanmar. Níu manns hafa látist í mótmælunum undanfarna daga.
Ég hvet alla sem koma hér inn að lesa, að láta þetta berast og klæðast rauðu á morgun.
Sýnum samstöðu.
Komasho.
![]() |
Fólk hvatt til að mæta í rauðum bolum á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 27. september 2007
Athugasemdir - frábær blogg
Þegar ég byrjaði að blogga, vissi ég lítið út í hvaða heim ég var að hella mér, en mikið skelfing er ég ánægð að hafa gert það. Það hefur bara verið skemmtilegt. Mis skemmtilegt auðvitað, en aldrei leiðinlegt.
Hvað um það, hér á Moggabloggi eru athugasemdirnar heil veröld út af fyrir sig. Þar er heill heimur af allskyns umræðum sem skapast við færslurnar og oftast víkka þær út umræðuna, dýpka hana og þær eru, að mínu mati, nauðsynlegt uppbót við pistlana sem ég les. Stundum skapast svo skemmtileg stemming við færslurnar að ég ligg í hláturskasti yfir hugmyndaauðgi þeirra sem þar eru á ferðinni. Hlátur er svo heilandi krakkar mínir.
Þeir sem banna athugasemdir hjá sér, eru svolítið sér á báti, ég persónulega nenni ekki að lesa þá, en þeir trufla mig ekki lengur. Ég lét þetta fara skelfilega í taugarnar á mér á tímabili, en svo sleppti ég því og nú er blóðþrýstingurinn ekki lengur í hættu (segi sonna).
Svo eru það nafnlausu athugasemdirnar og nafnlausu bloggin. Í flestum tilfellum er það bara í góðu lagi ef fólk kýs að blogga nafnlaust og það geta verið margar og skiljanlegar ástæður fyrir því. Það sem mér finnst ólíðandi eru dónarnir og hugleysingjarnir sem eru með dónaskap og árásir á fólk, í athugasemdakerfunum, og fela sig á bak við fölsk nöfn eða nafnleysi. Það er samt ótrúlega sjaldgæft á mínu bloggi, að ég hafi þurft að taka út færslur og/eða loka á ip-tölur, þó það hafi að sjálfsögðu komið fyrir.
Ég hvet amk. alla að kíkja í kommentakerfið (sem ég er viss um reyndar, að flestir gera), því þar er hin eiginlega umræða í gangi, oft á tíðum. Skemmtileg, fróðleg, gagnrýnin og allskonar. Það er bara skemmtilegt.
Ég lofa.
Later.
Fimmtudagur, 27. september 2007
Við í dágóðum félagsskap - Grímulaus Bush
Hana þar höfum við það svart á hvítu. Búski í eigin safa. Samkvæmt útskrft af fundi sem Bush átti með Jose Maria Aznar, þáverandi forsætisráðherra Spánar árið 2003, þá vissi forsetinn af vilja Saddam Hussein til að fara í útlegð að uppfylltum skilyrðum.
Egyptar eiga í viðræðum við Saddam Hussein. "Hann virðist hafa gefið í skyn að hann sé tilbúinn til að fara í útlegð fái hann að taka með sér milljarð dollara og allar þær upplýsingar um gereyðingarvopn sem hann kýs að taka með sér, sagði Bush. Það yrði líka besta lausnin fyrir okkur og myndi auk þess spara okkur fimmtíu milljarða dala.
Við vitum hvernig fór. Við vitum líka hversu mörgum mannslífum saklausra borgara hefur verið fórnað í Írak frá innrásinni.
Við megum ekki gleyma að þarna erum við þátttakendur. Eða kannski ekki lengur? Mér skilst að það sé búið að taka okkur út af lista viljugu þjóðanna og það án þess að við höfum beðið um það.
Það væri kannski lag að fara að tékka á því hvort við séum með eða ekki. Íslensk stjórnvöld vita það ekki, kannski veit Búski það.
Later.
![]() |
Bush vissi af vilja Saddams til að fara í útlegð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 26. september 2007
Við kassann í Hagkaupum ...
..verður maður að geta rætt um örlög kvenpersóna í Íslendingasögunum. Kveðist á við kassastarfsmanninn, rædd ýmsar flóknar uppskriftir á blóðmör og sýrustig regns í Amazon. Ef þessar samræður og aðrar álíka geta ekki farið fram við kassann á meðan maður bíður eftir að matvaran renni í gegn, þá er það bara helvíti léleg þjónusta og ekki nokkrum Íslending bjóðandi.
Það er munur núna og fyrir svona fimm árum síðan, þegar maður gat átt djúpar samræður við kassastarfsmennina. Íslendingar á kössum stórmakaða voru allir sem einn alveg stórkostlega ræðnir og þjónustulundaðir, enda lágmark að þeir séu það, miðað við launin sem tíðkast fyrir þessa vinnu.
Hvað þarf að vera í lagi þannig að maður geti keypt lífsnauðsynjar.
1. Varan þarf að vera til.
2. Þú þarft að eiga fyrir henni.
2. Þú þarft að skilja tölustafina sem koma upp á kassanum og vita hvað TOTAL þýðir.
3. Þú þarft að geta brosað og boðið góðan daginn og þakkað kassadömunni/herranum fyrir þjónustuna.
4. Allt umfram það er bara bónus og með það geta allir verið glaðir.
Halló, hvað er að. Er ekki með góðum vilja hægt að horfa framhjá því að fólkið á kössunum er ekki fullnuma í íslenskri tungu? Er ekki hægt að vera þakklátur fyrir að fólk vill vinna þessa illa launuðu vinnu og Guð skal vita að VR þarf að fara hysja upp um sig í þessum geira.
Svei mér þá ef góður hluti íslenskrar þjóðar er ekki með rasistatendensa.
Eða??
Miðvikudagur, 26. september 2007
Loksins dómur við hæfi?
Svona miðað við dóma í kynferðisafbrotamálum þá held ég að dómurinn yfir Róberti Árna Hreiðarssyni, sé viðunandi, svona miðað við allt og allt. Ekki að hann sé svo sem eitthvað til að hrópa húrra fyrir, en m.t.t. þess að refsiramminn er fjögur ár, þá er þetta skaplegt. Ekki það að mér finnst nóg að gert.
Fyrir utan þann skelfilega glæp, að misnota sér aðstæður ungra stúlkna, til kynferðislegrar misnotkunar, er maðurinn í þeirri aðstöðu að sitja við yfirheyrslur á fórnarlömbum kynferðisofbeldis og auðvitað ætti honum að vera ljós, alvarleiki þeirra mála, fyrir nú utan siðleysið sem felst í því að vera inni í Barnahúsi svona yfirleitt.
Nú hefur Róbert Árni verið sviptur réttindum sínum sem héraðsdómslögmaður og það er gott. Svo er spurning hvort hann áfrýjar til Hæstaréttar og hvað þar gerist svo.
Mikið skelfing mun ég fylgjast vel með því ef af verður.
Mér þætti gaman að vita hvers vegna ekki er hægt að tengja á þessa frétt í Mogganum. Það er ekki eins og einhver hafi látist af slysförum. Eru þeir hræddir um að við brjálaðir dómarar götunnar Lúkasiserum málið?
Hvað veit ég.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 20:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 26. september 2007
Halló Renée
Hæ gamla,
Þar sem ég efast ekki eitt andartak um að þú ert dyggur lesandi Moggabloggs, þá vil ég láta þig vita að ég er til, finnst þú ógisla góð leikkona og ferlega sæt. Ég vona líka að þú krækir í bítilinn Pál og bara allt gangi upp hjá þér sem þú tekur þér fyrir hendur.
Ég er haldinn sjúkdómi. Hann heitir Imöldumarkossyndromikus og gerir það að verkum að ég er brjáluð í skó. Vegna bágra efna hef ég þurft að hlaupa um nánast BERFÆTT í sumar og ef einhver reynir að segja þér að ég eigi fleiri TUGI skópara, þá er sá hinn sami að ljúga.
Ég var að velta því fyrir mér hvort þú gætir ekki komið með mér í skódeildina í Saks og gefið mér nokkur pör af háhælum fyrir veturinn. Ég get ekki verið þekkt fyrir að skarta hvítu tréklossunum, með netamynstrinu, sem ég keypti í Gautaborg anno 1984, þegar jólin ganga í garð.
Ég myndi alveg gera mig ánægða með tvenn til þrenn pör.
Hvað segirðu um það vúman?
Láttu þitt fólk tala við sóandsó sem mun þá tala við mína sóandsó.
Yours sincerely,
Imalda II
![]() |
Skóálfurinn Renée Zellweger |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 25. september 2007
Danskir dagar hjá mér..
..í mínu "eigins" eldhúsi. Ég lét plata mig út í hakkeböff með lauk, spældu eggi, sósu og kartöflum. Mikil nostalgia skapaðist.
Afleiðingar:
3 pönnur á eldavél, 2 pottar, fullur vaskur, full ruslatunna og fullir magar.
Já, já, á morgun verða brottflognir fuglar, teiknaðar kartöflur og naglasósa.
Ég er nú hrædd um það.
Verði mér að góðu.
Jamm.
Þriðjudagur, 25. september 2007
Skilorðsbundinn
Enn einn skilorðsbundinn dómur fyrir ofbeldi, hefur fallið og nú gegn fjórum lögreglumönnum. Tveimur á Grenivík og tveimur í Stykkishólmi.
Þessi rauf skilorð eins og annar ofbeldismaðurinn í dómnum sem leit dagsins ljós í gær.
Ég einsetti mér að blogga um skilorðsbundna ofbeldisdóma og mér sýnist á öllu að ég fái nóg að gera.
Ójá.
![]() |
Sex mánaða skilorðsbundinn dómur fyrir ofbeldi gagnvart lögreglu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þriðjudagur, 25. september 2007
Flott og nauðsynlegt framtak.
"Veitum þeim vernd" er yfirskrift norræns átaks sem ætlað er að vekja athygli á stöðu hælisleitenda á Norðurlöndum. Þetta er hvatning til stjórnvalda á Norðurlöndunum til að taka á móti fólki sem býr við ofbeldi og stríð.
Ég persónulega, tel að við Íslendingar getum gert öllu betur en við gerum nú. Fram að þessu höfum við ekki verið hálfdrættingar í þessum málum, miðað við nágrannaþjóðirnar.
Í fréttatilkynningunni stendur:
Fólk sem flýr innanlandsátök, vargöld og gróf mannréttindabrot þarfnast aðstoðar alþjóðasamfélagsins. Í dag er staðan sú að þetta fólk fær ekki þá vernd sem það sækist eftir. Stundum er vístað til þess að ofbeldið sé ekki nægjanlega grimmilegt til að teljast til ofsókna eða þá að fólki tekst ekki að sýna fram á að ofbeldið hafi beinst að þeim persónulega. Það er hlutverk flóttamannastofnunarinnar að aðstoða flóttafólk og við vonum heilshugar að það fólk sem flýr ofsóknir og vargöld fái þá vernd sem það þarfnast, og ber, á Norðurlöndum segir Erica Feller, Aðstoðarflóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna.
Þetta tek ég heilshugar undir. Það er kominn tími til að við hysjum upp um okkur, varðandi móttöku á fólki, sem hefur þurft að flýja skelfilegar aðstæður í heimalöndunum.
Ég vek athygli á "linknum" hérna fyrir neðan og hvet ykkur gott fólk til að fara inn á hann og skrifa undir. Munum samtakamáttinn.
Og komasho!
![]() |
Athygli vakin á stöðu hælisleitenda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.9.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 2988553
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 52
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr