Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Menning og listir

Æi dúllan....

..hann Björgólfur Guðmundsson,  en hann ætlar að gefa öllum innilggjandi sjúklingum hjá SÁÁ, eintak af bók Einars Más, Rimlar hugans, í jólagjöf.

Þetta finnst mér sætt.  Þessi alki hérna útnefnir því hér með, Björgólf Guðmundsson sem krúttsprengju vikunnar.Wizard 

Ég ætla heldur betur að sjá til þess að fá þessa bók undir jólatréð, enda mér málið skylt.´

Bíbí er út, komin í eigu frumbuðar þannig að þið öll sem eruð að velta fyrir ykkur jólagjöfinni minni, ekki kaupa Bíbí handa mér.  Og ekki Harðskafa, hún er líka dottin í hús.

Það er eins gott að fólk sé með húmorinn í lagi hérna, ég kaupi nefnilega mínar bækur sjálf.

Falalalalalala

 


Vinkonubók

 

Áfram heldur bókabloggið.

Ég var búin að lofa ykkur bloggvinir og aðrir gestir að blogga um nýju bókina hennar Jónínu Leós,  "Talað út um lífið og tilveruna".  Ég lofaði því í nóvember, en kva, smá seinkun.

Jónína skrifar á skemmtilegan hátt um ýmsar hliðar mannlegra samskipta. Bókin skiptist í 46 sjálfstæða kafla og meðal þess sem Jónína veltir fyrir sér er máttur hugans, tímaþjófar, kúnstin að þiggja, kukl og blygðunarlausi aldurinn.

Ég skemmti mér konunglega yfir lestrinum.  Í hverjum einasta kafla fann ég sjálfa mig í aðstæðunum, hafði velt fyrir mér þema kaflans á einhverju stigi máls og svo gat ég ekki stillt mig um að skella upp úr með reglulegu millibili.  Jónína hefur nefnilega húmor fyrir sjálfri sér og á þessum síðustu og verstu virðist það ekki svo algengur eiginleiki, þannig að ég held því svo sannarlega til haga þegar ég rekst á fyrirbrigðið.

Svo er bókin lítil og handhæg, fer meira að segja ágætlega í veski (veit það, tók hana með mér á biðstofu læknis).

Ég ætla að hafa þessa bók í huga þegar ég set í pakka fyrir vinkonurnar.  Ekki spurning.´

Falalalalala


Þetta átti að verða blogg um jólaseríur..

 

..en þær verða lítill hluti færslunnar, en ég verð, beinlínis verð að hreykja mér af afrekum mínum í seríudeildinni í dag.

Á hverju ári hendi ég jólaseríunum í eina bendu ofan í kassa.  Hef ekki þolinmæði til að rekja þær saman og rúlla upp á einhverjar fargings rúllur, eins og margar Meyjur gera.  Á hverju ári enda ég með að fleygja seríunum sem eru í feitum hnút og kaupa nýjar.  Jabb, veit það, algjört bruðl, skammastín og ég geri það.  En hér var skreytt jólatré og þar sem ég er svo bláedrú og stöðug á tauginni, þá rakti ég jólaseríurnar á tréð eins og stálmaðurinn sjálfur, blikkaði ekki auga, hreyfði ekki taug.  Ég lagði mikið til endurnýtingarmálanna í kvöld.

Jólatréð í stofu stendur lalalalalal!

En..

Ég veit ekki hvað er í gangi, það er allt að hrynja í kringum mig.  Sko hlutir, ekki fóllk.  Sjúkkitt.

Bílinn bilar annan hvorn dag.  Það er maður á bakvakt út af Benzanum, það er eitthvað í loftinu, ég sverða.

Tölvan krassaði.

Jólaljósið í stofuglugganum bilaði.

Hrærivélin brenndi úr sér og ég kveikti í pottalepp, okokok hann sviðnaði.  Kappíss?

Sennilega bilaði aldrei neitt hjá mér vegna þess að ég notaði ekkert af mínu stöffi.  Var of upptekin við annað.Whistling  Ætli það geti verið ástæðan?

Ætli það sé beinlínis ópraktískt að nota græjurnar sem maður safnar að sér?

Ég á tvö eggasjasuðutæki sem er cabout sá mest ónauðsynlegi hlutur sem ég hef enn rekist á, að gufugæjanum undanskildum.  Sorrí stelpur, þið takið þetta til ykkar sem eigið.Devil

Lausnin er að láta lítið fyrir sér fara og nú er ég farin að njóta jólatrésins áður en það verður lostið náttúruhamför.

Falalalala


Fín afþreying

 

Það er mikið spjallað um bækur í athugasemdakerfinu hér á síðunni minni og ég var búin að lofa því að blogga um bækurnar sem ég er að lesa.  Er búin að vera að lesa Jónínu Leós (blogga um það á morgun) og svo eyddi ég helginni í þykka og góða afrþreyingarbók.  Sú heitir "Undir yfirborðinu" og er eftir bandaíska metsöluhöfundinn Noru Roberts.  Roberts hefur skrifað grilljón skáldsögur eða eitthvað, en allar fara bækurnar hennar á toppinn.

Bókin er það sem hún er sögð vera, fín afrþreyingarbók sem inniheldur, morð, rán, ástir og dramatík.  Bókin bjargaði lífi mínu um helgina þar sem hér ríkti mikil spenna vegna mögulegrar fæðingar bróðurs Jennýjar Unu, sem síðan ákvað að kanselera hingaðkomunni um smá tíma.  Dæs.

Mæli með þessari bók með jólakonfektinu.

Falalalalala


Grimmt stríð um börn

 2

Ég á svo erfitt með að þola þessi útlensku nöfn á barnaleikfangamarkaðnum.  Fólk er líka eins og amerískir suðurríkjabúar þegar þeir rúlla nöfnunum "Djösstfohhkiddds" eða Tojsarrröss" á tungunni og ég krullast upp. Fyrirgefið á meðan ég fæ grænar um allan líkamann.

Má ég þá heldur biðja um krúttlega hreiminn hennar Bjarkar Guðmundsdóttur, þegar hún talar ensku stundum.

Fólk er eitthvað svo into it þegar það ber nöfnin fram.  Alveg; vanir menn vönduð vinna. Eins og allir íslendingar séu fæddir og uppaldir í Ameríku inni í mollinu ofan í dótakassa, svei mér þá.

Nú burtséð frá þessu sem ég leyfi mér að láta fara í mínar nettu taugar þá er að fara af stað grimmur bardagi um börnin, eða réttara sagt pyngju foreldranna, milli leikfangarisanna.

Annars hélt ég að markaðurinn væri mettaður eftir æðið sem brast á þegar "Tojsarrröss" opnaði í haust, þegar búðin var tæmd á einni helgi.  En líklega "vantar" íslenskum börnum bráðnauðsynlega fleiri leikföng til að geta verið hamingjusöm.

En ég er heppin, mig vantar gjöfina hans Olivers míns og Jennýjar og auðvitað tek ég mér hlaupastöðu, set húsbandið í eina búðina og mig í hina, gemsann á loft og svo hringjumst við á og berum saman verð og hlaupum og kaupum, rífum og slítum.

Ædóntþeinksó. Ég rölti þetta í hægðum mínum og kaupi í rólegheitunum, það er ekki verið að selja rjúpur þarna eða ekkað.

Falalalalalala


mbl.is Boðar verðstríð á leikfangamarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofmæli mánaðarins, vikunnar og dagsins

 

Ég er í kasti, stundum verða ótrúlegustu hlutir manni að gleði.  Ég fer að halda að það þurfi ekki mikið til að kæta mig, enda afskaplega einföld sál, þegar grannt er skoðað (jeræt).

Í uppvextinum man ég ekki eftir þeirri sunnudagssteik sem ekki var borin fram með Orabaunum og/eða blönduðu grænmeti frá þeim.  "Blandaða" grænmetið samanstóð af grænum og gulrótum.  Fjandanum bragðlausara auðvitað. 

Matreiðsluaðferðin er einföld.  Annaðhvort hellirðu vatninu af baununum og skellir þeim í skál og svo á borð eða að þú hitar viðkomandi baunaráðstefnu í litlum potti og setur síðan á borð.  Ekkert flóknara en það.

Ég elska Orabaunir vegna þess að þær hafa fylgt mér svo lengi, traddinn er tekinn fram yfir bragð.  Það væri hægt að kaupa ferskar ertur sem eru nú öllu hollari og bragðbetri afurð ef ást á baunum væri að drífa mig áfram hérna.

En nei, Orabaunir eru mér jafn nauðsynlegar og jólahangikjöt, jólakveðjur í útvarpi og aðrir lífsnauðsynlegir jólastemmningsgjafar.  Þess vegna eru ekki jól án Ora.

En.. og þetta er stór en!

Ora auglýsa grimmt fyrir þessi jól, um að þeir hafi fylgt íslenskum hátíðamat í 50 ár og ladídadída og svo toppa þeir sig algjörlega með þessari hógværu fullyrðingu:

ORA - ÁSTRÍÐA Í MATARGERÐ

Ég er í öflugu krúttkasti hérna.

Jamie Oliver snædd þú hjarta, ástríðan er öll í Ora.

Falalalalala

 


Eins og fótanuddtækið

Ég er viss um að áður en jólin ganga í garð hefur hver einasti kjaftur á Íslandi, sem getur haldið á peningaveski, keypt sinnum einn eða tveir af Harðskafa hans Arnaldar Indriðasonar.  Bókin er að ná þrjátíu þúsund eintökum.

Ég keypti þessa bók í gær og gaf hana dóttur minni sem átti afmæli.  Ætli ég eigi ekki eftir að kaupa hana einu sinni enn áður en yfir líkur?

Íslendingar eru brjálaðir í sakamálasögur nú um stundir og þeir sem geta skrifað meira en nafnið sitt fara nú jafnvel að setjast við skriftir og sjóða saman eina bók ala Arnaldur í sumarbústaðnum í sumar.  Muhahahaha

Arnaldur er flottur.  Svo er Ragnhildur Sverrisdóttir, bloggvinkona, með eina raunveruleika glæpasögu, þ.e. Pólstjörnuna.  Rammtatatamm.

Bíbí, mín óskabók, er komin í annað sæti.

Fjör er farið að færast í leikinn.  Hver selur mest í ár?

Hvað er búið að kaupa af bókum krakkar?

Ég spyr, ég spyr.

Falalalala


mbl.is Allt stefnir í Íslandsmetssölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stelpupartý og fleira skemmtilegt

Nú ég fór í stelpupartýið og mikið rosalega var það skemmtilegt.  Við töluðum hvor upp í aðra um klarlmenn og hversu ömurlega ógeðslegir þeir geta verið.

Reynum aftur; stelpupartýið var æðislegt og við töluðum um allt milli himins og jarðar, hlógum en grétum ekki.  Kolgríma bauð upp á æðislegar veitingar og Edda Agnars bakaði smákökur ofaní okkur. Niðurstaða: Operation: Björgum heiminum hefur verið sett í gang.  Meira um það síðar.

Svo fórum við Sara ásamt Jennýju Unu Eriksdóttur í Bónus að kaupa hangikjöt á tilboði.  Frusssssssssssssss.  Það sem kona getur verið sparin fyrir jólin, en það borgaði sig um ca. 2000 kall.

Lítil stelpa hafði stokkið frá móður sinni og við gengum fram á hana þar sem hún gekk um ganga í versluninni, pínulítið að gráta og kallaði á mömmuna sína.  Við redduðum málinu og Jenný Una sagði: " Amma, stúlkan hefur hlaupist á brott", halló þú tæplega þriggja ára barn, hvenær á að taka hrumaprófið í íslensku? 

Svo var borðaður góður matur, þrifið og svona á meðan Einar og Jenný Una lituðu eins og þau ættu lífið að leysa og fóru í gegnum jóladót.

Jenný Una kom fram og kvartaði yfir teiknihæfileikum Einars og hún sagði; amma, hann Einar á að teikna jólasvein en hann gerir alltaf grísW00t.

Nú eru þær mæðgur farnar að ná í pabbann, sem að sögn barns "er allta a spila trommurnar sínar í vinnunni".

Og áfram jólumst við..

Later

Falalalala


Af súlum, brúðkaupi og reyktjaldi

1

Búin í brúðkaupi, það var gaman, allir hressir, brúðhjónin flott, brúðurin reyndar unaðslega bjútífúl, enda systir mín.  Allir skemmtu sér vel, maturinn var góður, kaffi með ólíkindum gott og þeir sem drekka áfengi kvörtuðu ekki vegna bragðs eða styrkleika.  Persónulega get ég vottað að sódavatnið var hreinlega unaðslegt.

Það grét enginn.  Allir bara happí.

Ég skil ekki með súluna hennar Yoko, þ.e. af hverju hún er ekki látin loga a.m.k. fram á Þrettándann.  Ég meina að úti er sótsvart skammdegið og það verður til þess að stundum verður myrkur í sálinni hjá fólki og þá þarf að lýsa upp eins og mögulegt er.  Algjörlega svekkjandi. Láta loga bara, fram á vor.

  Svo strandaði Súlan á Suðurnesjum og ég er að pæla í hversu súludansstaðir hafa skemmt fyrir mér þetta ágæta orð sem "súla" er.  Ég verð alveg pirruð ef minnst er á súlu.  Sé allaf Geira Gold fyrir mér og það er vakandi martröð get ég sagt ykkur.

Á hótelinu þar sem veisla dagsins var, þurftum við svörtu sauðirnir í reykingaminnihlutanum að fara út að reykja og þar stóðum við og smókuðum í tjaldi.  Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað það er erfitt að halda kúlinu þegar maður stendur og norpar með síuna frosnar við varirnar, skjálfandi og nötrandi.

Þó ég segi sjálf frá þá var ég dropp dedd gjorgíus þegar ég hélt til veislu, í svörtum kjól og geggjuðum háhælum, máluð eins og múmía og "tjaldaði" til minni fegurstu framkomu.  Eftir tvær sígópásur var ég komin með bláar varir, króníska kjúklingahúð á lappirnar, og ég skjögraði um eins og flogaveikur flóðhestur um veislusalina.  Djö... sem það getur verið fargings kalt.

Annars bara góð..

later..

Falalalalala 

 


mbl.is Fjölmenni í Viðey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í hár saman?

Steingrímur Sævarr, fréttastjóri Stöðvar 2 er vægast sagt ekki hrifin af uppátækjasemi Vífils Atlasonar og félaga hans, varðandi mætingu "vitlauss" manns í fréttirnar hjá þeim.

Hann er samt ekki reiður út í Vífil og co. sem frömdu hrekkinn heldur er hann er hann bálillur út í Kastljósið fyrir að krefjast þess að viðmælendur  þeirra mæti ekki í báða fréttamiðlana.   

Auðvitað er ekki fallegt að villa á sér heimildir og koma í viðtöl undir fölsku flaggi.  Ég held að allir geti verið sammála um það, en ég sé ekki að það sé Kastljóssmönnum að kenna, að strákarnir hafi komist upp með svikin.

Þórhallur Gunnarsson segir það ekki sitt vandamál að Stöð 2 kanni ekki bakgrunn þeirra sem þeir taka viðtal við.  Rétt, amk er það ekki RÚV að kenna hlutirnir klikka hjá Steingrími og co.  Það er svo annað mál og leiðinlegra ef það þarf að fara að biðja fólk um kennitölu og skónúmer í hvert sinn sem hinn almenni maður ratar í sjónvarp.

Alla vega þá finnst mér að Steingrímur megi alveg láta þennan pirring þangað sem hann á heima, þ.e. á krakkavillingana sem frömdu skemmtiatriðið.  Vífill og vinur hans eru engin fórnarlömb RÚV, og hafa örugglega nógu breitt bak til að taka ábyrgð á hrekknum.

Ég er nú svo dúmm að þegar ég lá í hláturskasti yfir uppátækjasemi strákanna þá var ég að hlægja með þeim og alls ekki að Stöð 2 og vinnubrögðum þar á bæ.  Þannig held ég að hafi verið um flesta.

Allt tal um að vegið hafi verið að starfsheiðri þess manns sem tók viðtalið við vin Vífils, finnst mér nú bara dramatík og taugaveiklun.  Er fólk alveg búið að týna húmornum?

Sröð 2 týnið prímadonnuduttlungunum og setjið upp jólabrosið.

Hér má lesa nánar um þetta mál.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.