Færsluflokkur: Menning og listir
Sunnudagur, 3. febrúar 2008
Ég ætla að gerast námskeiðishaldari
Hafið þið tekið eftir öllum þessum fyrrverandi eitthvað, sem hafa haft að atvinnu að hafa t.d. verið í fjölmiðlum, leiklist, kennslu og allskonar, og eru að meika það bigg í námskeiðahaldi?
Ég hef ákveðið að verða sollis kona. Námskeiðshaldarakona.
Ég kann helling.
Matarnámskeið í hefðbundinni matargerð í 107 Reykjavík upp úr miðri síðustu öld.
Hvernig tala má mikið og halda athygli fólks, jafnvel gegn vilja þess.
Að vera hvatvís og tala alltaf áður en maður hugsar. Hver segir að hugsun sé til alls fyrst?
Að rata á Þingvöllum.
Að sækja um vinnu, veit ekki hvort ég hef svo framhaldsnámskeið í hvernig á að fá vinnuna. Tveir ólíkir þættir sko.
Hvernig hægt er að mála sig með júgursmyrsli og skósvertu að vopni.
Hvernig má leggja veisluborð með ósamstæðum diskum og glösum og látið það líta út fyrir að skreytingarmeistari hafi verið fenginn til verksins. Æi snobb gerir fólk blint og smekklaust.
Æi svo er það hvernig má skilja í góðu, meðalgóðu og illilegu ástandi.
Úff, ég kann svo margt.
Þetta er að hala inn hellingspeninga hjá fjölda manns.
Mannauðstjórnun hvað? Það geta ekki allir verið í því.
Hugmyndir, einhver?
Sláum til.
Á morgun kemur nýr dagur og þá sjáumst við elskurnar mínar.
Jennslubarnið sefur svo fallega í litla rúminu sínu. Er farin inn að horfa á hana.
Nóttina.
Úje
Later.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 01:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Laugardagur, 2. febrúar 2008
Símhringing á Laugardagsmorgni
Kl. er níu, ég sef dásamlega, eins og allir sem eru með samvisku í sama lit og hvíta stöffið sem liggur hér um allar götur, og mig er að dreyma yndislega. Ég ákvað í gærkvöldi að sofa amk. til hádegis.
Ring - ring - ring- ring- (ég alveg: þetta hlýtur að hætta, en Guð það gæti verið eitthvað að hjá stelpunum mínum, hendist á ógnarhraða í síma)
Ég: (á innsoginu) Halló!!!
Fífl úr ónefndri bókabúð sem ég skipti við: Góðan daginn, er þetta ekki Jenný Anna?
Ég: Jú, nokkuð líklegt, minn sími og sonna.
Fífl: Heyrðu, þú gleymdir bókinni sóandó, þegar þú varst hérna í vikunni.
Ég (opna búðir kl. 9 á laugardagsmorgnum, nebb getur ekki verið): Já ég veit það, var búin að láta vita að ég kæmi eftir henni þegar ég ætti leið hjá.
Fífl: Æi það er bara svo mikið af bókum hérna (er í lagi, allt löðrandi í bókum í BÓKABÚÐ) og ég myndi gjarnan vilja að þú næðir í hana sem fyrst, hún gæti týnst
Ég: Eruð dálítið í að týna bókum í bókabúðinni hjá ykkur (ísköld í röddinni)
Fífl: (Æsist öll upp). Já þú ættir að vita um skipulagsleysið hérna, hver bókin innan um aðra og þær bækur sem ekki fara upp í hillur eins og þín (fyrirgefðu að ég skuli drusla út fyrirtækið) liggja hér hver um aðra þvera og ég þoli ekki svona drasl í kringum kassann.
Ég: Ég er ekki sálfræðingur, en ég held að þú þurfir hjálp, en þar sem ég er búin að borga bókina, geturðu ekki fundið henni öruggan stað, bara í nokkra daga þar til ég er á ferðinni?
Fífl: (Brjálast) Nokkra daga, þetta er ekki hlutageymsla, þetta er bókabúð, ég vil að þú komir í dag og náir í hana áður en hún týnist. Er það ekki möguleiki að þú gefir þér smá tíma í þetta mál? (Kuldaleg og full fyrirlitngar í málróm)
Ég: Orðlaus
Fífl: (jólaglöð í röddinni) Svo vorum við að fá inn nýja sendingu af erlendum, ofsalega gott og mikið úrval, þú villt örugglega kíkja á það.
Ég: Hvenær opnar búðin?
Fífl.: 11
Ég Heyrðu þú vaktir mig, ég ætla að halda áfram að sofa, þú mátt eiga bókina og líma hana á hnakkann á þér, mér er svo sama. Ekki hringja aftur.
Fífl: (Móðguð og stórlega misboðið). Þorrí, ég er nú bara að hafa eftirlit með mínum kúnnum, svo þeir verði ekki fyrir veseni með bækurnar sínar og það varst ÞÚ sem skildir bókina eftir hérna, ekki ég (full ásökunar). Farðu endilega að sofa, fyrirgefðu að ég skyldi voga mér að reyna að vera liðleg.
Ég: Ég nærri því hata þig.
Pang.
Nei ég er ekki að ljúga. Þetta gerðist sirka svona. Hefur þessi búð sem stofnuð var á fyrri part síðustu aldar eða eitthvað, ekkert lært?
En nú er ég vöknuð og óggissla hress og það eina sem ég veit að ég ætla ekki að gera er að fara til fröken þjónustulundar.is og ná í mína eðalbók.
ARG við eldhúsborðið.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Föstudagur, 1. febrúar 2008
Einhver verður að bera þann kross..
..að vera vinsælasti fjölmiðlamaður landsins og nú dæmist það á Loga Bergmann, hann er ábyggilega ágætlega að krossinum kominn og auðvitað óskar þessi fjölmiðill honum til hamingju.
Annars vorkenni ég Loga út af öllu þessu kyn-tali. Hlýtur að vera vandræðalegt að láta tala um persónu sína út frá einhverjum kyntöfrum sem sumum finnst fólk hafa til að bera. Svona svipuð tilfinning og konur upplifa þegar þær eru dæmdar á svona hæpnum forsendum. Þarna hlýtur Logi að komast í tengsl við konuna í sér.
Mér finnst þátturinn hans hafa stórbatnað, játa það hér með að mér dauðleiddist hann í byrjun, en núna er hann fínt afþreyingarefni mínus Gilzenegger. Mér finnst alltaf að þar sem Gilzenegger er, eigi að fylgja spegill og hárgel, án þess vanti eitthvað upp á hann. Kannski vantar bara yfirleitt upp á hann.
Svo vil ég sjá þennan vinsældarlista. Hverjir eru að meika það í fjölmiðlum skv. þjóðarsálinni. Egill Helga er víst í fjórða sæti og karlmenn hans helstu aðdáendur. Ég hissa? vá, hann sem er svo inni hjá okkur femmunum.
Annars ristir þetta ekki djúpt með Egil, hann er svolítið gamall í viðhorfum, en það er engin dauðasynd. Góðir þættir hjá honum stundum.
Nú vinsældarlistarnir hrannast upp, hver er klárastur, flottastur sætastur, bestur á blogginu og sonna.
Gamanaðesstu.
Újess
Fimmtudagur, 31. janúar 2008
Stundum er best að steinhalda júnó
Ég er varla búin að senda út í cypertómið færslu til dýrðar sjálfri mér, almættinu og edrúmennskunni minni en að flugmaðurinn hjá Air Canada fær taugaáfall og var færður í böndum, í hrókasamræðum við Guð, inn á spítala, eftir að vélinni hafði verið lent á Írlandi af akútástæðum.
Ég er ekki að gera grín að manninum, né neinu tengdu þessu máli. Kapíss? Ókei, þá held ég áfram mínum uppúrveltingi.
Í öll árin sem ég þjáðist af flughræðslu, var ég alltaf að berjast við þá löngun að fara og tékka á hvort flugmennirnir væru edrú, ekki þunnir og vel útsofnir. Ég reyndi það ekki, enda hefði mér þá verið vísað samstundis frá borði. OMG.
Í staðinn engdist ég í minni alkahólvímu og velti mér upp úr þessu, upp úr andlegu ástandi flugumferðarmanna, hvort þeir myndu ekki örgla halda öllum vélum í hæfilegri fjarlægð frá hvorri annarri og svoleiðis.
En nú gerist þetta. Það fór smá um mig, en núna þegar ég er búin að skrifa um þetta, þá held ég að ég haldi bara áfram að vera kúl og edrú í flugvélum sem og annarsstaðar og vona að aumingja maðurinn nái skjótum bata. Litli dúllurassinn.
Úje
Flæmítúðemún.
![]() |
Flugmaður fékk taugaáfall í flugi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 30. janúar 2008
Bara einn klefi - hvar er hin alræmda óhlýðni??
Ég er svolítið hissa á að bara einn bar skuli ganga í berhögg við hið illræmda og ósveigjanlega reykingabann. Hélt satt best að segja að það yrðu amk. nokkrir sem létu ekki segja sér að láta gestina sína standa úti í blöðrubólguaðgerðum, en svona geta hlutirnir komið manni á óvart´
Ekki að ég sé að mæla með lagabrotum hérna, en reykingarbannið á opinberum stöðum og þá er ég aðallega að tala um kaffihús og skemmtistaði, er gerræði og illa ígrundað. Við búum fjandinn hafi það vart á byggðu bóli, veðurfarslega séð.
Heilbrigðisráðherra, þessi sem stendur dedd með því að fíkniefnið alkahól verði selt í búðunum, var eitthvað búinn að ýja að því að þetta yrði endurskoðað með reykingarnar ef ekki gengi nógu vel.
En það þarf vart að endurskoða neitt þegar allir hlýða, allt gengur eins og smurt og lungnabólgur og blöðrubólga, flensur og bronkítis eru meðhöndluð hjá sama heilbrigðiskerfi og enginn segir neitt.
Ég verð að játa að ég dáist pínu að þeim á Barnum við Laugaveg sem eru með reykklefa og ætla að láta reyna á hver útkoman verður.
Ég stend með þeim.
Það sem gerir mig hissa er hversu hlýðnir hinir skemmtistaðirnir eru, því mér hafa alltaf þótt íslenska þjóðarsálin óþekk í eðli sínu.
Ekki að þetta skipti máli fyrir mig. Fer ekki á bari, fór stundum á kaffihús fyrir bann, en ætti ekki annað eftir nú þegar ég má ekki fá mér eins og eina síu með kaffinu. Ekkert liff í því.
Komasho Barinn.
![]() |
Borgin ráðalaus vegna reykklefa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 27. janúar 2008
Saurstofan hættuleg heilsu fólks
Og mér er að blæða út.
Húmorinn er farinn, það er einfalt mál. Ég var að horfa á Spaugstofuna á netinu og mér stökk ekki bros. Fyrir nú utan hvað mér finnst lélegt að gera grín að mögulegum veikindum borgarstjórans, þó ekki sé ég hrifin af honum. Hversu lágt er hægt að leggjast?
Ég legg nú eiginlega til við toppana hjá RÚV og þá karla sem ráða dagskránni að Randvera allan hópinn. Svo löngu tímabært. Mikið djö... sem þetta er orðið leiðinlegt.
Kvöldið er ónýtt, ég er farin að sofa, hágrátandi.
Síðasta vika hefur verið gósentíð fyrir háðfugla. Afrakstur kvöldsins; ekki félagheimilistækur, þar sem dagskrá er sett fram í flýti af heimamönnum.
Bömmer, en ekki bara núna,heldur á hverjum laugardegi í vetur.
Svo kemst ég ekki yfir þennan kvikindisskap með borgarstjórann, í Lansabúningum, hann sýndur geðveikur að því best verður séð.
Andskoti langt seilst.
Ojbara og sveiattann.
Laugardagur, 26. janúar 2008
Um almanaksástir
Er ekki bóndagur í dag? Eða var hann í gær? Mér gæti reyndar ekki verið meira sama. Ef það er eitthvað sem eyðileggur í mér rómansinn þá er það almanaksrómans. Dæmi: Nú er konudagurinn, best að setjast niður og bíða eftir blómum og skartgripum. Svo kemur bandið og réttir mér viðkomandi og ég alveg ferlega hissa (þó ég hafi verið að ryksuga í mínum eigin heimi og elda kjötbollur bara, alveg með á hreinu hvað biði) og ég hendi mér upp um hálsinn á honum og garga; ástin mín, hvernig datt þér þetta í hug, guð þú ert svo rómó, á ég afmæli? Hann: Nei elsku dúllurassinn minn, það er konudagur í dag. Okei, takk elskan, komdu að borða, kjötbollur í brúnni sósu. Rómó - jeræt.
Almanak hins íslenska þjóðvinafélags hefur mikið á samviskunni. Ég þoli ekki almanaksástaraðgerðir.
Rómans hefur ekkert með dagatöl að gera. Fyrirframákveðna daga, skipanir að ofan. Rómans er spontan og sjaldnast í pökkum, amk. ekki sá rómans sem ég elska mest. Rómans er augnaráð, kertaljós, að ganga hönd í hönd, að hlusta á músík, að rifja upp fyrstu kynnin og svoleiðis stöff. Það gerir mig alla heita að innan og ástfangna upp á nýtt.
Kallt mat: Eins og þetta horfir við mér hefur þessi siður með konu- bónda- mæðra- og feðradaga, gengið í endurnýjun lífdaga af völdum blómabúða, gjafaverslana og veitingahúsaeigenda.
Ég skil vel að sumum finnist þetta skemmtilegt. Sérstaklega ungu fólki, eins og á Valentínusardaginn. Fínt að fá tækifæri til að færast nær hvort öðru.
En þessi kona, vill ekkert almanak til að segja sér: Nú er rómans, allir í stellingar fyrirkomulag.
Fyrir mér er það algjört törnoff og gæti endað með skilnaði ef það gerðist oftar en einu sinni.
Takmörk fyrir því hvað maður þolir.
P.s. Áttum 10 ára brúðkaupsafmæli í desember. Gleymdum því þangað til daginn eftir. Sá dagur var alveg yndislegur en fjandinn fjarri mér að ég ætli að fara að blogga eitthvað um það.
Píslofandpappíness.
Föstudagur, 25. janúar 2008
Ég er á kafi í hvítu stöffi..
..sem enginn vill taka ábyrgð á og taka í burtu svo ég komist leiðar minnar.
Á að vera mætt í myndatöku núna eftir nokkrar mínútur bara. Sko til læknis ekki fyrir Mannlíf eða eitthvað sollis, bara svo það sé á hreinu.
Bensinn er hulinn þessum hvíta mjúka salla og ég er dauðhrædd um að ef bandið fer út að moka, að hann moki/skafi rangan bíl. Sniðugt ef hann hamaðist við að moka og moka, og gera bílinn keyrsluhæfan, þá kæmi nágranninn út, sem á eins farartæki og keyrði í burtu á kvikindinu.
Alveg er ég viss um að við erum að upplifa versta eða einn af verstu janúarmánuðum ever! (Sigurður!).
Hvað um það ég er svo hress hérna að það er í raun ekkert nema ósvífni.
Nú hefst tími viðurstyggilegrar matarinntöku landans.
Hvað er að, þetta var matur sem var búin til í torfkofunum og geymdur á þann eina hátt sem mögulegur var í denn. Ef ekki súrsað, þá kæst eða hangið.
Ég get ennþá ælt þegar ég minnist hvítu titrandi súrhvalsbitanna (er það ekki bara spik?)
Eða blóðmör, ég meina hvers lags villimennska er þetta, taka blóð og fylla það af fituklumpum,sauma saman í einhverja kúkapoka og sjóða. Hver borðar svona ótilneyddur,nú til dags?
Eigum við að fara út í hrútspungana? Ædóntþeinksó.
Nú er ég bara að pirra ykkur elskurnar, ykkur sem borðið þorramat. Það truflar mig ekkert,er bara að gera smá grín hérna. Enda kemur þessi viðbjóður ekki inn fyrir dyr hjá mér.
Ég borða svið (brosandi kjammar eru æði), rófustöppu og harðfisk. Er sum sé ekkert skárri.
En ég held, að fyrir þá sem hella í sig áfengi með þessum mis rotna mat, geti átt á ættu að setja af stað FERLI í boddíinu á sér, sem ekki sér fyrir endann á.
Annars er náttúrlega bara best að gera eins og ég, að sleppa áfengi algjörlega. Þið trúið því ekki hvað íslenskt blávatn er dásamlegt með mat.
Edrú í morgunsárið og alltaf einn dag í einu.
Það er ég elskurnar mínar.
Súmíkikkmíbætmí.
Úje.
![]() |
Þorrinn er genginn í garð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 23. janúar 2008
Já,já, sæl..... má bregða sér af bæ
Án þess að vondir menn STELI völdunum í borginni?
Án þessi að allir gleymi manni og maður HRYNJI niður vinsældarlistann?
Án þess að Bobby Fisher kveðji þennan heim?
Og ég gæti haldið áfram og áfram, en það kemur seinna.
Akkúrat núna er ég að pæla í hvað hefur orðið að..
..getu minni til að lifa án barnabarnsins míns hans Olivers sem býr í Londres og er skemmtilegastur.
..minni landsfrægu flughræðslu
..trú minni á mannkyninu (skiljist pólitíkusum með valdafíkn á háu stigi)
..þeirri vissu minni að ég ætli ekki að hætta að reykja
..vissu minni um að fólk sé í eðli sínu normal
En þessu og fleiru verður svarað í dag og næstu daga.
Nú er ég að stimpla mig inn á bloggið ódámarnir ykkar svo þið hafið eitthvað að lesa eftir mig.
Ég hef ógissla margt að segja ykkur.
Ég hef lönd að verja.
Hugmyndafræði að búa til.
Byltingu að skipuleggja.
Já,já og gleymdi ég að segja ykkur hversu hógvær ég er?
Hélt ekki og geri það hér með.
Ríalitíbæts.
Úje
Sunnudagur, 20. janúar 2008
Á ég að gráta - Búhú?
Það er best að byrja á að gera ykkur græn úr öfund. Í gær þegar ég var á röltinu í miðborg London, fór á dásamlega leiksýningu, verslaði eitt og annað og sat úti á kaffihúsum og reykti mínar síur, þá var 12 siga hiti. Já 12 stig takk fyrir!
En nú á ég afmæli, er 56 ára (uss ekki segja) og það er smá rigning og 7 stiga hiti. Ég óska mér til hamingju til daginn og öllum sem að mér koma.
Í gærkvöldi borðuðum við indverskan og horfðum á sjónkann, það eru takmörk fyrir úthaldi hérna.
Planið í dag er þvælingur um borg og út að borða og ég veit ekki hvað og hvað.
Þetta verður allt tíundað fyrir ykkur þegar ég kem heim, ef ég kem heim, segi sonna.
Ástlæðan fyrir þessum stuttfærslun er í fyrsta lagi sú að þessi maskína hans Robba er mér framandi og í öðru lagi þá hef ég betri hluti að gera. Eins og t.d. dúlla í bjútíunu honum Oliver.
Hann er bæði fallegur og góður get ég sagt ykkur.
Með kveðju frá heimsveldinu (fyrrverandI)
Afmælisbarnið
Úje
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.8.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 2988405
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr