Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Menning og listir

Skoðanakönnun um áhorf í sjónvarpi

Ég var að lesa á visi.is að ný skoðanakönnun um áhorf í sjónvarpi væri að líta dagsins ljós og að RÚV bæri höfuð og herðar yfir hinar stöðvarnar í áhorfi.  Til hamingju með það RÚV.  Annars horfi ég svo lítið á sjónvarp, hætt að nenna Kiljunni og Silfrinu nema á netinu, þar sem ég get spólað yfir það sem er leiðinlegt.  Þetta er kannski sinnisstemmingin hjá mér og hefur ekkert með gæði þáttanna að gera. Tek  þetta til baka, það er alltaf verið að tala við sama uppskrúfaða liðið.  Ég missi ekki af Fréttum og Kastljósi, né heldur Fréttum á Stöð 2, horfi á Loga, amk. með öðru og svona.

Allar stöðvarnar eru ánægðar með sína útkomu.  Eins og vera ber.  Könnunin er gerð með einhverju tæki sem mér skilst að fólk hafi hangandi á sér meðan það horfir.  Jösses.

En það sem ég get ekki skilið er að Laugardagslögin skuli vera vinsælasti þátturinn.  Mér finnst hann svo leiðinlegur að ég myndi frelar horfa á flatkökugerð undir rótum trjáa í Hallormsstaðarskógi að vetralagi, heldur en það fyrirbæri.  Reyndar bíð ég eftir að hann komi á netið og horfi á Jón Gnarr og Sigurjón.  En ekki segja neinum, það hangir ekkert um hálsinn á mér.

 Skár 1 hvað? Horfi ekki einu sinni á House, hvað þá heldur annað.  Læt mér nægja þessar tvær stærstu, en Sjónvarpið er að gera góða hluti ásamt ömurlegum í bland, sama gildir um Stöð 2.

 

Svo eru þær báðar hundleiðinlegar annars slagið en sem betur fer yfirleitt ekki á sama tíma.

Leiðinlegt með hann Egil, Eftir að ég fór að lesa bloggið hans þá stendur það mér fyrir þrifum að horfa á þáttinn hans.

En lífið er bölvuð tík.

Og svo er leiðinlegt með hana Jóhönnu ef hún sér sig knúna til að hætta vegna umfjöllunar um pabba sinn.  Þar hafið þið þopsmenningu smálandsins í hnotskurn.

Dem, dem, dem.

Annars bara góð.

Úje


Litir, merkilegt fyrirbrigði

 

Ég var að spá í litum, og aldrei þessu vant, ekki í sambandi við föt, heldur mat.

Ég sat hér með sjálfri mér og var að hugsa um hvað margt er fyrirsjáanlegt í lífinu, nærri því óubreytanlegt og í beinu sambandi af því fór ég að hugsa um að ég og fleiri væru þrælar vanans.

Ekki skrýtið þó maður pæli í litum á degi Valentínusar þegar allt er rautt, rautt og rautt.

Hvernig litist ykkur á að fá í sunnudagsmatinn eftirfarandi mat:

Himinbláan hrygg með rauðum doppum.

Eiturgrænar kartöflur

Bleikar baunir

og kolsvarta kornstöngla...

sósan væri dökkgrá eins og skipamálning.

Í alvöru, hefðuð þið lyst?

Eða ljósbleikt kók, gult súkkulaði og fjólubláan lakkrís.

Ég myndi hætta að borða.

Hvað segja bændur, hefur hefðbundinn litur á því sem við látum ofan í okkur eitthvað að segja?

Langar að vita.

Komasho

Gjarnan fleiri hugmyndir af ógeðsmat vel þegnar...

Úje


Monty Python mínir menn í bransanum

Þeir eru í fyrsta lagi svo mikil krútt, að ég gæti étið þá, klipið og knúsað,

Hver elskar ekki The live of Brian?  Þekki ekki kjaft sem getur ekki horft á hana aftur og aftur.

Og mér fannst A fish called Wanda líka frábær, þó ég sé ekki viss um að þeir hafi allir verið með þar.

Og svo í denn þegar John Gleese var með gamanþættina Fawlty Towers í sjónvarpinu?

Omg, allgjörir gleðipinnar.

Nú er ég stolt af mínum mönnum, þeir hafa skipt Britneyju út fyrir Victoríu Beckham,  í söngleiknum Monty Python Pamelot, vegna þess að þeir vilja ekki hlægja á kostnað fólks sem á undir högg að sækja.  Það er sætt af þeim.

En..

Mér finnst vesaling Victoria líka eiga undir högg að sækja, án þess að ég ætli að fara að dissa hana hér.

Svo kemur hér eitt skemmtilegasta myndbrot sem ég hef séð hingað til og ætti að geta fengið alla til að fara hlægjandi inn í daginn:

Bright side of live


mbl.is Monty Python gerir ekki grín að Spears
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og þarna er Maysan mín líka

 

Á tískuvikunni í Köben hlaut ungur íslenskur fatahönnuður verðlaun fyrir sína hönnun.  Til hamingju með það Laufey.

En aðalmálið er auðvitað að þarna er hún Maysa mín í nýju stöðunni sinni hjá Arrogant Cat.

Nú verur mín á ferð og flugi bara og kannski fær maður nánari upplýsingar um lýsingu á nýja djobbinu með vorinu.  Só bissí þessar stelpur.

Annars get ég upplýst í leiðinni að ég gargaði af græðgi þegar ég skoðaði eina af búðina þeirra. AC sum sé.  Þvílík föt, þvílík hönnun og þvílíkir prísar.  Fékk þó einn kjól í ammó frá Maysu.

Ég er greinilega alveg hryllilegt fatasnobb og yfirborðskennd með afbrigðum.  En ég skammast mín ekki neitt, ég á litasjónvarp, ekki tréklossa, enga lopapeysu, finnst Nallinn hundleiðinlegur, nenni ekki að flokka rusl, nota ekki endurunninn klósettpappír eða kaffipoka.  Þannig að ég er kannski ekki hin týpíski græni vinstrimaður,sem tel mig þó vera.

Ég er á því að maður verði að eiga lesti.

Ég hef t.d. engan áhuga á húseignum, vill bara eitthvað sætt með veggjum og þaki.

Húsgögn eru úr sitt hvorri áttinni.

Ég kann ekki að falda, eða sauma og laga nokkuð sem þarfnast nál og tvinna.

Ég á ekki sög eða mæliband.

Ég hendi miskunnarlaust úr ísskápnum, til að rýma fyrir nýju.

Mig langar bara að vera sæl innan í mér með mínu fólki og vinum og það er ég oftast.

EN

Ég er snaróður femínisti og vinstri græn þar að auki.

Haldið þið að ég sé eitthvað að misskilja?

Úje

 


mbl.is Verðlaun fyrir fatahönnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samkvæmt beiðni og almennri viðkvæðmni..

bloggvina minna, þá skrifa ég nýja færslu hérna svo þessi blóðuga hér fyrir neðan, taki fólk ekki á taugum þegar það kemur blásaklaust inn á síðuna mína, til að lesa um blómarækt, matargerð, leirpottagerð, skotapilsasaum og kryddjurtaræktun.

Ég bið afsökunar á ljótu færslunni en ég varð að skrifa hana.  Morð er morð,  Ég vildi sýna fram á það með þessu ullabjakki.

Annars er ég í þokkalegu formi bara, miðað við veður og almennt ástand vega á landinu.

Amma-Brynja keypti fyrir mig Stellu MaCartney ilmvatnið, þannig að ég kem til með að anga eins og pabbi hennar á næstunni.

Við Brynja fengum smá sjokk í kvöld.  María Greta sem gegnir flottri stöðu hjá Arrogant Cat fyrirtækinu og þegar Brynja hringdi í kvöld og ætlaði að tala við hana, þá var hún búin að skipta um stöðu innan fyrirtækisins og var stödd í Köben á fundi.  Halló, láta vita hérna.  En gangi þér vel krúsa mín og skamm smá.

Nú þetta var gleðifærslan fyrir nóttina.  Á morgun verður haldið áfram með horðbjóðinn.

Djók.


Að horfa á dvd í blakkáti er ekki alveg ónýtt

72375293

Þegar ég var í áfenginu og pillunum, leigðum við okkur oft myndir á kvöldin, stundum fyrir okkur bæði og stundum fyrir mig eina.  Og ég drakk og horfði og skemmti mér konunglega stundum, grét stundum og engdist af sorg, allt eftir efn myndarinnar.

Svo rann af mér fyrir 16 mánuðum síðan og oftar en ekki hefur komið mynd í sjónvarpinu sem mig hefur langað til að sjá.  Húsband: Já en við/þú ert búin að sjá hana, manstu, hún er um sóandsó og sóandsó, og endar einhvernvegin sóandsó.

Ég tóm í framan:  Er það, kannast ekki við hana, ætla að kíkja og þá man ég strax hvort ég hef séð hana eða ekki.

Í flestum tilfellum hef ég ekki nokkurt minni af myndinni, ekki einu sinni bergmál, og horfi glöð í sinni.  Bandið alltaf jafn hissa.  Manstu virkilega ekki eftir þessu atriði.  Þú flippaðir út?  Ég nei, alveg á hreinu, alveg nýtt fyrir mér.

Í kvöld var svona mynd. Minn heittelskaði svoleiðis með það á hreinu að ég myndi amk. gloppur úr  henni.

Fyrir mér var myndin ný ógissla spennandi frá upphafi til enda, ég komst ekki einu sinni til að pissa og band spurði legulega; manstu í alvörurunni ekki eftir þessu.  ÞÚ GETUR EKII HAFA TAPAÐ ÞESSU MAGNAÐA ATRIÐI ÚR HÖFÐINU Á ÞÉR.

Ég:  (orðin all svakalega pirruð. Á efir skal ég flytja fyrir þig fyrirlestur um hvaða áhrif það hefur á heilan, að blanda saman áfengi og svefnpillum í töluvert miklu magni. 

Ég er eiginlega fegin að þetta er bara spurning um bíómyndir hjá mér, hugsið ykkur ef ég væri ofbeldishneigð.

Þannig að ég hef nóg að horfa á næstu 10 árin eða svo.  Að vísu í annað sinn en það fyrra er týnt í fyllerísbankanum og á ekki þaðan afturkvæmt..

Það er ljúft að vera edrú.

Farin að lúlla allsgáð.

Úje


Bilun að bloga um Wino en ég geri það samt

Amy Wino er farin úr meðferð (hva, þær virðast ekki haldast þar inni stelpurnar í frægðarbransanum) var í viku eða eitthvað. ´

Hún ætlar að flytja inn á Osborne fjölskylduna.  Mér finnst það svona álíka gáfulegt að koma út af Vogi og fá að sofa á Kaffi Stíg.  Ef ekki verra.  Það er svona sirkabát stórbilaðasta familía sem um getur.  En þar heldur Amy að  hún geti haldið við edrúmennskunni, sem vart er til staðar eftir viku afvötnun.  Ég veit ekki einu sinni af hverju ég er að blogga um þetta, ég er bara svo gáttuð.

Amy er ein af mínum uppáhaldssöngkonum og mér hefur þótt sárt að sjá hana í heimspressunni fárveika, allt að dauða komna.  Hún hefur troðið í nefið á sér fyrir framan ljósmyndara, á sviðinu og hvar sem er, öll sjálfstjórn horfin.   Heróín í spilinu, verra verður það varla.  Það er kistan næsta.

Burtséð frá því að hún ætlar að dvelja hjá hinni raunverulegu Adamsfamily, þá neita kanar henni um vegabréfsáritun.  En stelpan er tilnefnd 5 eða 6 Grammyverðlauna.

Ég alveg: Ætli þeir haldi að hún sé hryðjuverkamaður, eða neita þeir fólki um vegabréfsáritun til heilaga landsins, vegna lélegra mannasiða?  Kannski kæmi mér ekki á óvart.  En ástæðan er sú að Amy var með gras á sér í Noregi.  Hvern fjandann kemur Bandaríkjunum við hvað fólk gerir í Noregi?

Burtséð frá því þá er það nánast þjóðaríþrótt í USA að reykja gras.

Ég er ekki að draga úr alvarleika kannabis  Veit að það er stórhættulegt dóp, eins og öll hin, en þetta er svo leim.  Hún er að koma fram á tónlistarhátíð og fer beinustu leið til Ossie og Sharon eftir þá uppákomu (GMG).

Hvað um það Amy er með betri söngkonum nútímans en ef ekki fer að rofa til í neyslumálunum, þá verður hún bara það, ung söngkona með ótrúlega hæfileika.

Ég skelli henni á bænalistann hjá mér í kvöld.

Hér er titillagið af plötunni hennar Back to Back og vá hvað hún syngur stelpan.


Það er út úr kortinu að auglýsa Bítlatónleika - er þetta hoppandi ábreiðulið með mikilmennskubrjálæði?

 

Ég elska Bítlana, þeir eru jafn stór hluti af æsku minni og ég sjálf, svei mér þá.  Þeir ásamt fleiri tónslistarmönnum mörkuðu ný spor í unglingamenninguna, breyttu lífi unglinga víða um heim. en því miður, þá eru tveir þeirra látnir.

Ég fékk stingi í hjartað þegar ég sá þessa frétt á mbl.is. "Miðasala hefst á Bítlatónleika í Höllinni".  Nú er ég ekki svo vitlaus að mér hafi dottið í hug að Lennon og Harrison, hafi stigið af himnum ofan til að koma saman með hinum eftirlifandi Bítlum, mér fannst þetta bara óþægilegt.

Svo krullaðist ég upp.  Tina Turner sjó, Queen sjó, Abba, Elvis og Frank Sinatra.  Allt gert af eftirhermum, og stundum svo illa að maður fær kjánahroll.

Mér skilst að svona sýningar séu vinsælar á Broadway á árshátíðum og sollis, þar sem margir eru í glasi og þolþröskuldur fólks fer niður úr öllu valdi.

Jón Ólafsson, píanóbóndi stendur fyrir þessum "bítlatónleikum" um klúbb hinna einmana hjarta.

Það er ekki lítið í lagt, Simfó, Rokkhljómsveit Jóns Ólafssonar ásamt fremstu söngvurum landsins (sem eru hverjir?).

þetta er brilljant auglýsing því fréttin byrjar á hvernig hægt er að ná sér í miða með afslætti og í lokin stendur

"Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 20 og lýkur um kl. 22.30. Húsið verður opnar kl. 19. Eitt hlé er á tónleikunum. Áfengisveitingar frá Vífilfelli verða í hléi."

Þetta eru sem sagt ábreiðutónleikar í stærri kantinum og Kók býður upp á búsið.

Ég er yfirleitt ekki hrifin af ábreiðum, nema til að draga þær yfir mig og það ætla ég að gera í þessu tilfelli.

Hver verður næsta fórnarlamb. THE ROLLING STONES?

Djö býð ég spenn eftir hver "af fremstu söngurum landsins" verður látinn taka Jagger?

Það má kalla mig neikvæða og ég er það svo sannarlega þegar svona eftirhermusjó eru anars vegar, amk. hér á Íslandi.  Hef séð eitt og það dugði mér fyrir lífstíð, svo hefur maður fengið brotum úr þessum hroðbjóði skellt yfir sig úr sjónvarpinu líka, hjálp mér Óðinn.

Mér finnst eins og það sé verið að ná sér í auðfengna peninga með svona aðgerðum.  Leyfi mér að halda því fram.

Svo á Mogginn ekki að auglýsa dulið í formi frétta.

Arg

Æl í bjóðinu.

Úje


mbl.is Miðasala hefst á Bítlatónleika í Höllinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að geta lokað og hent lyklinum, allt búið -bless

Ég hef þekkt nokkrar konur (og menn) um ævina sem hafa lent í því að eiginmaðurinn hefur farið frá þeim vegna annarrar konu.  Slík er eins og allir vita ekki óalgengt.  Þetta er sár lífsreynsla og ábyggilega alveg skelfilega mikið niðurbrot á sjálfsmynd, fyrir nú utan að allt í einu er eins og einhver sem maður hefur deilt lífi sínu með, jafnvel til fjölda ára, treyst og trúað, að sýna af sér hegðun sem kemur konunni (ég er bara að skrifa um konur hérna) í opna skjöldu.

Það hlýtur að taka langan tíma að vinna sig út úr svona reynslu og þá sérstaklega ef ung börn eru til staðar í hjónabandinu sem er í molum.

En..

Það kemur að þeim tímapunkti að manneskjan veður að setja punkt.  Horfast í augu við hlutina og byrja að lifa lífinu fyrir sjálfan sig.  Það er náttúrlega fáránlegt að láta mann sem er bara happí úti í brjóta niður líf sitt, tilgangsleysið í því er algjört.

Sumar þeirra kvenna sem ég þekki og lent hafa í þessu hafa verið tiltölulega fljótar að stíga á fætur,og hafa sig af stað út í nýja lífið.  Oft hafa þær sagt að þetta hafi verið  það besta sem fyrir þær hefur komið, þær finna nýjan styrk, nýjar hliðar á sjálfum sér og þær fara að njóta lífsins í jafnvel meira mæli en áður.

En svo þekki ég nokkrar sem hafa valið að gerast atvinnufórnarlömb.  Hinar sviknu og forsmáðu.  Þær fara í stríð út af umgengnisrétt, þær eyða hellings orku í að hata nýju konuna, og engjast af stöðugri afbrýðisemi og eftirsjá og allt lífið heldur áfram að snúast um fyrrverandi.  Árin líða og þær róast en líf þeirra stendur óbreytt.  Þær eru bara í hlutverki hinnar yfirgefnu konu. ARG. Sumar eru leynt og ljóst að bíða eftir karlrassgatinu sem yfirgaf þær, vó hvað það er dapurlegt.

Þetta datt mér í hug þegar ég las um blúsinn hennar Jennifer Aniston, sem ku vera þjökuð af eftirsjá og trega, vegna mögulegrar óléttu Brangelínu.  Hún hefur skv. því verið að bíða eftir Braddanum.

Æi hvað ég vona að hún verði ekki atvinnuyfirgefinogsmáðkona.  Þessi flotta og hæfileikaríka leikkona.

Valið er hvers og eins.

Um að gera að velja að standa með sjálfum sér.

Enginn fyrirverandi maki er svo æðislegur að það borgi sig að eyðileggja líf sitt fyrir hann.

Súmí.

Úje


mbl.is Aniston sögð þjökuð af eftirsjá og trega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af innanhúserjum á kærleiksheimilunu

 

Komið þið sæl,

Hehe, langaði að hljóma eins og Siggi Sig. heitinn, gamli íþróttaútvarpsmaðurinn.

Í gær fékk ég ágætis ástæðu til að fara í feita fýlu hér heima hjá mér.  Já á þessu kærleiksheimili, fer andrúmsloftið í smá vetrarhörkur einstaka sinnum og í gærkvöldi var einstaklega napurt í þeim skilningi hér á mínu menningarheimili.  Þið sem eruð að drepast úr forvitni, róleg, þetta er ekkert merkilegt.  Höfuðinntak voru rökræður um hvort heilvita konur eigi að borga hátt í 20 þúsund krónur fyrir klippingu og strípur.  Ég var alfarið á móti því.  Karlmaðurinn á heimilinu hinsvegar æstur í að rífa upp budduna og taka veð í eignunum fyrir herlegheitunum.

Ók, það var víst ég sem var með háu verðlagi en hann á móti. 

Þetta voru sem sé venjulegar rökræður sem urðu til þess að ég fór í fýlu, hótaði a skerða aldrei hár mitt né skegg og fara til fjalla og klæðast sauðagæru til dauðadags, þannig að ekki þyrfti að rífast yfir leppunum sem ég kaupi mér (hm).  Í stuttu máli, ákvað að gera stórmál úr viðkomandi umræðum.  Var í stemmara fyrir fýlu og ekki einu sinni Jesús Jósepsson sjálfur, hefði getað snúið mér, ég var ákveðin og með það fór ég að sofa.

Vaknaði eftir vondan svefn, enda ekki gott að sofa í brjáluðu skapi, upplifandi sig sem fórnarlamb og frumkonu. En ég hef úthald, þegar ég einset mér eitthvað og mér var bent á það af mínum heittelskaða, við litlar vinsældir mínar, að nýta mér viðkomandi sjálfsaga til góðra verka.  Jeræt, að ég hafi hlustað.

Og svona leið dagurinn.  Húsband gerði ýmsar tilraunir sem allar voru blásnar af í fæðingu.

En hann er naut og þar að auki friðsemdarmaður, svona oftast, og þar sem ég sat hér með hnút í maganum og hamaðist á lyklaborðinu, kom hann grafalvarlegur með Gretchinn (gítar þið sem ekkert vitið) og söng serenöður eins og hann hefði unnið við sollis músik til margra ára og leið fram hjá mér eins og af einskærri tilviljun, mjög einbeittur í framan.  Svona gekk þetta lengi vel, ég frosin í framan,  en að  drepast úr hlátri inni í mér, en það sem gerði það að verkum að ég sprakk, var þegar hann tók  "þú villt ganga þinn veg" sungið í gengum nefið og spilað í mjög víbrandi útfærslu á gítarinn og með tilheyrandi líkamshreyfingum.

Þá allt í einu mundi ég að ég elska þennan mann og síðan ég er búin að vera brosandi frá eyra til eyra.

Verð á strípum og klippingu hvað?  Á hvort sem er tíma hjá Toný and gay n.k. þriðjudag.

Þetta var sýnishorn í heimilislíf Jennýjar Önnu og Einars Vilberg.

Lífið er ekki alltaf dans á rósum þegar vandamálin eru af þessari stærðargráðu.  Úff, ætili við þurfum að leita til hjónabandsráðgjafa.

Úje


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband