Færsluflokkur: Samgöngur
Laugardagur, 12. september 2009
Bygging hrokabrúar gengur vel
Þingmannaþríeyki borgarahreyfingarinnar leggur nú nótt við dag við að byggja hina stórmerkilegu hrokabrú frá þjóðinni á þing með aðstoð nokkurra stuðningsmanna sinna.
Hrokabrúin mun gera þeim fært að vinna í friði frá þreytandi grasrót sem kann ekkert að meta alla þá vinnu og elju sem leggja þarf í almenn þingstörf í þessu landi og vill sífellt hafa skoðanir á því hvað þessir mætu þingmenn eru að bralla.
Skiptir þá einu hvort um er að ræða sjúkdómavæðingu á fólki sem ekki er þremmeningunum sammála eða tittlingaskítsröfl um smáatriði eins og atkvæðagreiðslur um málefni.
Hér má sjá einn aðal brúarhönnuðinn viða að sér byggingarefni í mannvirkið.
Eins og sjá má er yfrið nóg af hrokavið um allt í kreppunni.
Læra af mistökunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 13:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Þriðjudagur, 7. júlí 2009
Martröð framundan!
Sumir hlutir, hversu vitlausir sem þeir virðast vera þegar maður heyrir þá fyrst, hafa tilhneigingu til að verða það sem kallað er eðlilegir ef þeir fá að grassera nógu lengi.
Ég man að það var ekki bara ég sem fór á samskeytunum þegar það var fyrst bannað að reykja í millilandaflugi.
Ég sem var á þeim tíma orðin skíthrædd við að fljúga hélt að ég yrði ekki eldri.
Og það var ekki bara ég sem var stórhneyksluð á þessu mannréttindabroti. Ónei.
Ég man að ég sat stíf og beið eftir að fá að kveikja mér í strax eftir flugtak.
Hékk á rettunni á milli landa algjörlega viss um að ég myndi húrra niður í sjóinn þá og þegar.
Harðákveðin í að deyja reykjandi og vel í glasi.
Eftir að stelpurnar mínar fæddust og ég varð eldri því hræddari varð ég að fljúga.
Hrædd um að gera börnin mín móðurlaus.
Ég tók gífurleg dramaköst þegar ég þurfti að bregða mér af bæ (lesist í flugvél sem kom nokkuð oft fyrir vegna þeirra starfa sem ég hafði með höndum) og í hvert skipti hágrét ég, faðmaði þær, skrifaði erfðarskrá, líftryggði mig og fór að heiman með ekka, lét þær lofa mér að verða góðar stúlkur og mömmu sinni til sóma og gekk frá því við föður þeirra að giftast konu sem elskaði börn. Mín börn. (okokok, einhvern veginn svona).
Þegar sígóið var svo rifið af mér ofan á yfirvofandi dauðdaga minn sem ég hafði ásamkað mér sjálfviljug með því að fara í flugferðalag þá hrundi taugakerfið gjörsamlega.
Ég hellti í mig á barnum en það þýddi ekkert ég var ómótækileg fyrir deyfingu.
Skelfingu lostin og þurr í munni hríslaðist ég upp í vindlahylkið sem svo geystist upp í háloftin.
Hvernig var svipurinn á flugfreyjunum?
Voru þær áhyggjufullar, var þetta skelfingarhrukka á milli augnanna á þessari stóru og vígalegu?
Um hvað voru þær að tala sín á milli? Var bros þeirra frá eyra til eyra uppgerðin ein og á bak við atvinnuandlitið var kona að tryllast úr ótta vegna yfirvofandi hraps?
Og ég fabúleraði og tryllti sjálfa mig út í hreinustu geðveiki.
Á yfirborðinu var ég kúl. Svo kúl að ég haggaðist ekki. Las bók í þykjustunni nú eða fjandans flugblaðið.
Af því að nú er yfirvofandi önnur geðveiki í flugheiminum þá skuluð þið taka vel eftir standandi konu í millilandafluginu þegar það verður orðið hipp, kúl og eðlilegt að selja í stæði.
Hún kemur til með að standa í dragtinnim, á sínum háu hælum að því er virðist algjörlega áhyggjulaus, upp á endann í vélinni.
Lesandi bækling um flugöryggi.
Verið góð við hana.
Hún er nefnilega að tryllast úr hræðslu.
Ajö.
Ókeypis flug fyrir standandi farþega? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 7. júní 2009
Ást úr fjarlægð
Esjan hefur verið hluti af umhverfi mínu sem ég get endalaust dáðst að og jafnvel fengið kökk í hálsinn yfir.
Ég elska hana úr ákveðinni fjarlægð.
Eins og Bítlana, tunglið og sólina.
Mér hefur aldrei dottið í hug að vaða upp í hlíðar Esju til að kynnast henni nánar, ekki frekar ég hef áhuga á að kynnast Bítlunum persónulega (enda betri helmingur þeirra dauður), hvað þá heldur að mig langi á sólina og tunglið.
Ákveðin tegund ástar er best úr fjarlægð.
Það reynir á hrifinguna ef skotmark kærleikans kemur of nálægt, það getur hreinlega tekið gredduna úr málinu.
Hver kannast ekki við að hafa orðið fyrir vonbrigðum með viðfangið þegar það ropar, klórar sér í rassinum eða hlær eins og hýena?
En undanfarin eitt til tvö ár hitti ég ekki kjaft sem er ekki rétt ókominn af Esjunni eða á leiðinni þangað í töluðum orðum.
Esjukreisið er alls ráðandi.
Ekki að það sé mér ekki að meinalausu, gott mál ef fólk vill klifra.
Reyndar er þetta ódýrara kreis en t.d. jeppa- einkaþotu- og sumarhallakreisið.
Bót í máli það.
Hvað um það, ég hef klifið tvö fjöll og það var í skólaferðalagi.
Litli Dímon og Helgafell eru í minni ferilskrá.
Og ég man að ég var að niðurlotum komin í bæði skiptin.
Eftir Dímon lagði ég hugmyndinni um príl á fjöll.
Það er svo mikið ekki ég.
Það var þegar ég var tólf.
Mikið árans þroskuð sem ég var - og er.
Jabb.
Fólk í villu á Esju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 09:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 5. maí 2009
Hver hélt framhjá mér?
Ég elska heimskulegar kannanir.
Þær hafa oft og iðulega bjargað hjá mér heilu dögunum.
Eins og þessi; krakkarnir (lesist ökumenn af báðum kynjum, jájá) á lúxusbílunum eru líklegri til að halda framhjá en þeir á venjulegu rennireiðunum.
Fletti, fletti, flett í heilabúi. Nebb, ég slepp með mína kærasta og fjölmörgu eiginmenn. Allt lúserer í bílalegum skilningi.
Öðlingar í öðrum skilningi.
Sjúkkkkkitt.
Ekki að það skipti máli svona eftir á. Það sem er búið er búið og þeir mættu hafa átt tugi kvenna í takinu mín vegna meðan ég var hamingjusamlega ómeðvituð um það.
Svona eftirá sko, ekki á meðan ég var með þeim, þá hefðu höfuð einfaldlega fokið.
En nú vantar nýja rannsókn á strætófólkið.
Er fólk sem ferðast með strætó líklegra til að halda framhjá en reiðhjólafólkið?
Eru reiðhjólmenn alltaf skimandi upp í strætógluggana í leit að að hankí pankí bölvaðir?
Þetta er spurning sem heimurinn stendur frammi fyrir núna og bara verður að fá svar við.
Svo er það fólk eins og ég, sem þorir ekki að keyra bifreiðar og er því yfirleitt með einhvern sem gerir það fyrir mig í fylgdarliði sínu.
Er fólk í minni stöðu líklegra til framhjáhalds?
Úff, ég gæti sagt ykkur sögur.
En ég ætla ekki að gera það.
Þið getið lesið um það í endurminningum mínum sem koma í bókabúðir innan tíðar.
Jeræt, það sem þið eruð forvitin börnin mín á galeiðunni.
Súmí.
Líklegastir til þess að halda framhjá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 4. janúar 2009
Þið eruð ekki mín stjórnvöld
Ég veit ekki hvað ég á að segja lengur hvað varðar vinnubrögð íslenskra stjórnvalda frá hinu smæsta til hins stærsta.
Það er sama hvar borið er niður, þau eru máttlaus, það lekur af þeim aðgerðar- og bitleysið.
Það er verið að myrða konur og börn, saklausa borgara í stærstu fangabúðum heims. Gasa.
Ingibjörg Sólrún, utanríkisráðherra fordæmir innrás Ísraelshers á Gasaströndina.
ISG það bjargar engum mannslífum að fordæma hér uppi á Íslandi.
Stjórnmálasambandsslit eru lágmarksaðgerðir gagnvart þessari villimennsku.
Því erum við Íslendingar stöðugt í vondum félagsskap með þjóðum sem engu eira gagnvart minnimáttar minnug þess þegar við fórum í stríð við Írak?
Núna eru morðingjarnir í Ísrael að ganga til bols og höfuðs á fólki sem þegar hefur verið svipt mannréttindum og er innilokað eins og dýr í búri á Gasa.
Sveiattann.
Þvílíkt máttleysi aumingjaskapur og handvömm.
Ég fordæmi þessa linkind og segi mig úr lögum við íslensk stjórnvöld.
Og nú hermi ég orð utanríkisráðherra upp á hana og segi;
Þið eruð ekki mín stjórnvöld.
Svo langt því frá.
Fordæmir innrás á Gasa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 21:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Laugardagur, 22. nóvember 2008
Jepparnir eru þagnaðir
Munið þið eftir leikritinu Jeppi á Fjalli? Ekki? Ok.ok, skítsama, það var sýnt við miklar vinsældir í bernsku minni.
Við tökum meiri jeppa á eftir.
Hvernig ætli þetta ár verði í minningunni, árið 2008?
Það gerðist margt fínt á þessu ári hjá mér persónulega en ég er eiginlega nú þegar búin að gleyma því.
Sko, ef þú ferð í partí og það er ógeðslega gaman og svo fara tveir kærir vinir að slást, segjum útúrdrukknir, þá verður samkoman ekki skemmtileg í minningunni. Það sem eftir mun standa er þegar Palli og Gummi brutu friggings mávastellið hennar Lóu og Raggi datt á hausinn og það þurfti að sauma tvö spor í heimskan hausinn á honum.
Ergó: 90% af veislunni var frábær, restin sökkaði og hún stendur eftir.
Þannig held ég að það verði með árið 2008. Fólk mun taka um magann, rúlla augunum og horfa til himins og segja: Ésús minn, það guðsvolaða ár.
(En það reddaðist sem betur fer því við settum ríkisstjórnina af og kusum um vorið, nema hvað).
En aftur að þessu með jeppana.
Ég held að árið 2008 verði ár hinna heimóttalegu jeppaeigenda.
Flestir jeppar eru ekkert notaðir uppi um fjöll og firnindi, ekki margir sem þurfa að ryðjast yfir jökulinn á leið í vinnuna. Fara yfir ÁR til að mæta á skrifstofuna. Nei,nei.
Ég held nefnilega að þeir sem eiga jeppa aksjúallí bara út af því að þótti flott í gróðærinu, séu doldið svona vandræðalegir þegar þeir þurfa að skjótast í Bónus eða eitthvað eftir bjúgum í kvöldmatinn.
Alveg: Sjitt hvað ég vildi vera á Fiat Uno.
Árið er 2008 og jepparnir eru þagnaðir.
Föstudagur, 7. nóvember 2008
Símtólið tek
Furðulegt hvað ég er stundum liggjandi í símanum.
Ég er reyndar orðin frekar afhuga símtólum eftir að hafa verið með himinháa símareikninga til margra ára.
Lengi vel var ég í afneitun á eigin sök í málinu.
Þegar stelpurnar mínar voru enn heima var ég handviss um að þeim væri um að kenna. Þær lágu í símanum ég hins vegar var örsnögg og hringdi sjaldan. Já ég trúði því. Afneitun er dásamlegt aðferð til að hanga í ósiðunum.
Stundum hélt ég að sími nágrannans væri tengdur inn á minn og ég væri að borga fyrir alla hans símaþjónustu og líka fyrir hans leiðinlegu fjölskyldu. Mér var ekki skemmt.
Ég var jafnvel tilbúin að trúa því að það væri starfsmaður á gamla Landsímanum sem væri að ofsækja mig. Ég var í alvöru að velta því fyrir mér, reikningar voru óskiljanlega háir.
Við fyrrverandi áttum mörg, innihaldsrík og gefandi rifrildi vegna símareikninga.
Maðurinn var með tómar andskotans ásakanir í minn garð. Ég var helsærð vegna mannvonsku hans.
Svo fóru dæturnar að heiman en símareikningurinn fitnaði samt eins og púkinn á fjósbitanum.
Það var samt ekki mér að kenna. Ég skildi ekkert í þessu.
En nú orðið er ég orðin pen. Reikningarnir eru vel ásættanlegir og allir eru glaðir.
Ég fór líka yfir í nýtt símafyrirtæki þar sem það kostar ekki hvítuna úr augum mér að lyfta upp tóli.
En vípsívú um leið og ég var komin með ódýra símaþjónustu þá hætti ég að nenna að halda partí í gegnum símann.
Engin spenna í því lengur, nú eða þá að ég hef loksins fullorðnast.
Heimasíminn var stundum læstur inn í skáp þegar ég var unglingur.
Mér lá ógeðslega mikið á hjarta, fullt af stöffi til að kryfja til mergjar.
Ég er svo fjarskiptatæknióð að ég er ein af þeim sem grét af gleði þegar gemsarnir komu á markaðinn. Möguleikarnir hlupu á milljónum.
Ég er (var) kontrólfrík. Fyrir okkur sem þannig erum innréttuð er sími í tösku eða vasa fjölskyldumeðlima ein besta uppfinning síðan kveikt var á fyrstu perunni.
Ég gat hringt í stelpurnar mínar og húsbandið any time og tékkað hvort allt væri í lagi.
Ég held að tilurð gemsans hafi ekki glatt þau neitt sérstaklega þegar ég kynntist notkunarmöguleikunum.
Þau eru hætt að kvarta - en bara vegna þess að ég er orðin leið á eftirlitinu.
Nennessueggi ég sver það.
En í kvöld talaði ég í símann - í rúman klukkutíma.
Mikið djöfull var það hressandi.
Úje.
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 00:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Föstudagur, 17. október 2008
Erum við aumingjar við Íslendingar?
Erum við aumingjar við Íslendingar?
Svei mér þá ef ég veit hvað ég á að halda eftir atburði undanfarnar vikur. Atburðina sem hafa valdið gífurlegu tjóni í lífi hins almenna borgara á Íslandi, gert okkur öll að ómerkingum um víða veröld svo ég bara tæpi á því helsta.
Aðildarríki Atlandshafsbandalagsins samþykktu s.l. sumar áætlun um loftrýmisgæslu yfir Íslandi.
Bretar eiga að sinna þessari gæslu í desember n.k.
"Bjarni Benediktsson, formaður utanríkismálanefndar, sagði í samtali við Morgunblaðið að málið hefði ekki komið inn á borð nefndarinnar. Hann átti ekki von á öðru en staðið yrði við samkomulagið enda lægi NATÓ-skuldbinding á bak við það."
Hvers lags þýlyndi er þetta eiginlega? Er samkomulag við NATO æðra en sjálfsmynd þjóðarinnar?
Halló, Bretar hafa sett á okkur hryðjuverkalög. Þeir hafa orðið valdir að óbætanlegum skaða og nú eiga þeir að sjá um að vernda Ísland?
Ef þetta er ekki að kyssa á vöndinn þá heiti ég Gordon Brown.
Ég vil ekki sjá að Bretar séu hér með nútíma alvæpni á landinu á meðan við erum í þeirra augum ótýndir hryðjuverkamenn.
Nú fer ég fram á að þessi samþykkt NATO verði endurskoðuð í ljósi breyttra aðstæðna.
En ég játa að ég hef litla sem enga trú á að það verði gert.
Af því að við erum með sjálfsmynd á við ræsisrottu þessa dagana og þá er ég að tala um stjórnvöld en ekki almenning.
URRRRRRRR
P.s. Þeir sem ekki sáu upprifjuninni á íslensku útrásinni í Kastljósi í gær geta séð það hér. Ég hef einmitt verið að bíða eftir svona klippi. Ég vissi ekki hvort ég ætti að gráta eða garga úr hlátri. En þú? Kastljósklippið.
Bretar sjá um varnirnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 08:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Þriðjudagur, 23. september 2008
Þreytt ástand
Í Ölfusréttum míg rigndi í dag og þeir eru hættir að fá sér í glas karlarnir af því þeir eru svo hræddir við Legginn. Ekki að undra, enda gott mál það á ekkert að vera fullur innanum vetrarmatinn, dýr eru dauðhrædd við drukkið fólk.
En þessi færsla er um rigningu, rigninguna sem var í Ölfusréttum og hér á Teigunum.
Það hefur ekki stoppað úrkoman í nokkra daga, bara lekur úr himninum án afláts.
Nú er ég hrifin af votveðri þegar stormur fylgir og bara einhverjar klukkustundir í einu.
Ég er eiginlega orðin þreytt á þessu ástandi.
Reyndar er ég aðallega þreytt á sjálfri mér þessa dagana. Sennilega míg rignir líka í hausnum á mér.
Ég hugsa of mikið um það sem engu skiptir og geri of lítið af því sem ég þarf að gera.
Eiginlega hef ég ekki gert afturenda í dag að frátöldum einhverjum leim húsverkum.
Getur verið að lægðir sem fylgja rigningu leggist eins og þursar á herðarnar á manni?
Ég hef alveg stunið þungan í hvert skipti sem ég skipti um stól.
En ég talaði við Maysuna mína í dag. Hún og Oliver komu frá Hong Kong í gær eftir langa flugferð til London.
Mér brá illilega þegar hún sagði mér frá því að hún hafi lent í þriggja bíla árekstri í HK á fimmtudaginn. Hún var í leigubíl á leið heim frá vinnu þegar tveggja hæða rúta keyrði inn í leigubílinn og pakkaði honum snyrtilega saman. Hann hentist svo á annan leigubíl og það varð uppi fótur og fit.
Maysan slapp óbrotin merkilegt nokk en hún var svo utan við sig að hún fór bara í stað þess að bíða eftir lögreglunni.
Nú er hún öll lemstruð í kroppnum og finnur til út um allt.
Hún er að bíða eftir að fá tíma hjá lækni.
Ég þakka fyrir að ekki fór verr en mikið skelfing var mér illa við að heyra þetta.
Það er kannski þess vegna sem ég er með hangandi haus.
Ég er alltaf svo hrædd um stelpurnar mínar.
Farin að sofa í höfuðið á mér.
Góða nótt
P.s. Myndin er tekin í Hong Kong í síðustu viku.
Hundblautar Ölfusréttir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 14. september 2008
Flutningar gera manni hluti
Jájá, ég stend í flutningum og það upp fyrir haus.
Þetta stefnir í lengstu og fyrirhafnamestu flutninga í sögunni ef undan eru skildir fólksflutningarnir til Ameríku um árið.
Auðvitað er allt í efsta stigi hjá mér.
Duglegast, mest, best, erfiðast og langbágtastast hjá mér svo ég taki nú bara dæmi um fallegar stigbreytingar.
En ég verð eitthvað lítið við í þessari undramaskínu sem ég blogga á frá og með kvöldinu og fram á þriðjudag, en auðvitað eitthvað.
En ég kíki við og hendi inn færslu eftir getu frá nýjum höfuðstöðvum kærleiksheimilisins hér í borg.
Ég elska ykkur í ræmur, tætlur og renninga.
Líka ykkur sem mér er í nöp við en þeir eru margir. DJÓK!
Sé ykkur lifandi eftir örskamma stund.
Tölvu verður kippt úr sambandi kl. 20,53 að staðartíma.
Flutningar gera manni hluti.
Það verður tíundað seinna.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987322
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr