Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
Laugardagur, 23. maí 2009
Réttlæti?
Kannski er eitthvað réttlæti á leiðinni í sambandi við bankahrunið.
Nema að þessir siðleysingjar hafi haft tíma til að fela slóðina.
Við sjáum til.
Nokkrir grunaðir um auðgunarbrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 11. maí 2009
Leikræna tjáningin
Þegar ég var barn og hafði gert af mér gagnvart einhverjum var ég send í leiðangur til að biðjast afsökunar.
Mér var ekki boðið upp á aðra möguleika í stöðunni.
Ég reyndi að sleppa: Amma; en Sóandsó sagði/gerði/ en amma hlustaði ekki. Biddu afsökunar Jenný Anna! Hún var ekki til viðræðu um aðra lausn á málinu eins og til dæmis þá að gera ekki neitt, leyfa mér að ulla á viðkomandi fórnarlamb mitt og bíða jafnvel eftir að viðkomandi kæmi á hnjánum og bæði mig um gott veður.
Ég skyldi læra að biðjast afsökunar hvað sem tautaði og raulaði.
Ég er þakklát fyrir það í dag og nú orðið finnst mér alls ekkert erfitt að brjóta odd af oflæti mínu enda er það þannig að í samskiptum þá er enginn sekur eða saklaus, þetta er alltaf spurning um samspil þeirra sem að málinu koma.
Sem betur fer er því þannig fyrirkomið að þeir sem fullorðnast í fleiru en árum geta beðið afsökunar og meinað það.
En svo eru til aðrar tegundir af afsökunarbeiðnum fyrir fólk sem kann ekki að skammast sín, líkt og ég þegar ég var krakki og fannst ég sjaldnast eða aldrei hafa haft rangt fyrir mér.
Svoleiðis fyrirgefningarbeiðnir kalla ég nú bara leikræna tjáningu.
Þær eru gerðar til að slá á óánægju og flestir taka þeim fyrir það sem þær eru; innantómt kjaftæði.
Mér sýnist Gordon Brown hafa þurft að taka leikrænu tjáninguna á málið í þessu tilfelli.
Til að hemja reiði almennings í garð sér.
En ólíkt mínum vinkonum í æsku þá er almenningur í Bretlandi fullorðið fólk.
Frusssssssssssssssssssssss
Gordi get a grip.
Brown biðst afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 22:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 10. maí 2009
Engin fjandans ganga í Hljómskálagarðinum
Fyrir utan þá staðreynd að það er gaman að vera vinstri maður í dag, þá er fleira sem kætir mig.
Bitru bloggin og viðtölin við stjórnarandstæðinga skemmta mér svolítið.
Það er ekki þornað blekið á málefnasamningi stjórnarinnar þegar allt liðið geysist fram á ritvöllinn og hefur orðið fyrir ferlegum vonbrigðum.
Eruð þið að fokking kidda mig?
Bjarni Ben, Þorgerður Katrín og Sigmundur Davíð voru auðvitað öll með geysilega háar væntingar til samstarfssamnings þessarar ríkisstjórnar! Vonbrigði þeirra eru í beinu framhaldi þess vegna mikil og sár. Halló, við erum ekki öll með möndlu í heila stað.
Stebbi Fr. gleðigjafi var ekki lengi að túlka málefnasamninginn.
"VG sviku kosningaloforð gagnvart ESB".
Stebbi hlýtur að hafa upplýsingar sem ég hef ekki. Öruggar heimildir.
Krúttlegir líka þeir Bjarni Ben og Sigmundur Davíð.
Þeim finnst frekar lélegt að stjórnin ætli að leita til stjórnarandstöðunnar eftir stuðningi við ESB málið.
Aumingja mennirnir hafa auðvitað ekki hugmynd um að það er til eitthvað sem heitir þverpólitísk samstaða, að það er sama hvaðan gott kemur og að stjórnarandstaða er ekki það sama og skotgrafahernaður.
Svo sá ég í gær eða fyrradag viðtal við Sigmund Davíð, þann undarlega þenkjandi mann, sem var á því að Össur ætti að slíta stjórnmálasambandi við Breta út af Gordon Brown fyrirkomulaginu.
Vakna!
Bretar settu á okkur hryðjuverkalög í október s.l.
Þá hummaði íhaldið fram af sér viðbrögðin við því stóralvarlega máli.
Haarde hringdi ekki einu sinni og spurði hverju sætti en viðurkenndi seinna að "maby he should have".
Það er svartur blettur á þjóðarsögunni að hafa látið Bretana komast upp með þann gjörning.
Hryðjuverkalög! Engin fjandans ganga í Hljómskálagarðinum þar börnin góð.
En nú finnst SD að við eigum að stökkva til yfir nýjasta útspili Gordons Brown (sem er alvarlegt, er ekki að draga úr því) en er ekki nálægt því eins alvarlegt og setning hryðjuverkalagana.
Reyndar er setning hryðjuverkalagana næsti bær við hernaðarlega árás á landið hvað mig varðar.
Ef stjórnmálasambandi yrði slitið núna en ekki í s.l. haust þegar gjörningur Bretanna gargaði á alvarleg viðbrögðm yrðu Gordi og Darling bæði "dazed and confused" eins og skáldið réttilega kvað.
Alveg: Voðalega svíður þeim undarlega þessum Íslendingum.
Ekki að mér sé ekki nákvæmlega sama hvernig þeir bregðast við þessir flækjufætur.
Lalalalalalala
Fram þjáðir menn og allt það kjaftæði.....
Ríkisráðsfundur fráfarandi stjórnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 8. maí 2009
Spilum "Sleifarlagið" fyrir Bretana
Ég er glöð með Össur (já, ekki að grínast) og finnst hann standa sig vel í að koma reiði okkar (og frústrasjónum) til skila með ruglið í Brown til réttra aðila.
Svo datt mér í hug hvort við ættum ekki að fara að dusta rykið af búsáhöldunum og halda upp í Breska sendiráð í næstu viku og koma áliti okkar á þessum karlasna til skila.
Það kostar okkur milljónir þegar hann opnar munninn maðurinn.
Já það kostar okkur hátt í sama og þegar Davíð, Geir og fleiri tjáðu sig eins og kjöldregnir galeiðuþrælar á hugbreytandi efnum en ekki alveg þó.
Ég og við eigum ekkert sökótt við breskan almenning, frekar en hann við okkur, það eru stjórnvöld beggja þessara landa sem hafa hagað sér eins og aular ásamt sukkbarónunum auðvitað.
Nú virðist vera að verða breyting þar á.
Össur þarf að minnsta kosti ekki að segja neitt; "Maby I should have" ef hann lendir í þriðju gráðunni seinna meir hjá breskum fjölmiðlamönnum.
Jabb, ég er á því í dag að Össur sé dúllurass.
Eigum við ekki að taka sleifarlagið okkar á þetta í næstu viku bara?
Ha?
Ég sver það, ég held að ég sé í stemmara fyrir það.
Ummælum Browns mótmælt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 17:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Föstudagur, 8. maí 2009
Þolandi eða gerandi?
Gott Össur, kallaðu sendiherrann á þinn fund og lestu yfir breska andskotans fyrrverandi heimsveldinu.
Ég er algjörlega gáttuð á Gordoni Brúna sem gengur um ljúgandi eins og enginn sé morgundagurinn.
Ég gef mér að minnsta kosti að hann sé að skrökva sig bláan í framan.
Látum karlinn svara til saka.
Aðeins ein (eða tvær) spurning í lokinn kæri Gordon (Össur þú spyrð hennar fyrir mig)?
Vaknaðir þú upp einn morguninn í október og hugsaðir meðan þú starðir á fésið á þér í speglinum:
"Þetta er tíminn til að taka litla Ísland í afturendann?"
Eða eigum við þetta skilið vegna gjörða sukkbarónanna?
Á ég að vera þolandi eða gerandi. Plís, gera mér það ljóst.
Ég engist hérna.
Boðar sendiherra á sinn fund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 12:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Miðvikudagur, 6. maí 2009
Hver hefur sinn djöful....
Ítalir eru með Berlusconi.
Við drögnumst með Davíð Oddsson.
Djöfuls leiðindi.
Berlusconi snupraður í fjölmiðlum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þriðjudagur, 28. apríl 2009
Skjús mí, mí, mí!
Á ég að hlægja eða gráta?
Ég held ég geri hvorugt enda skil ég ekki hvað pönslænið í málinu er.
Auðvitað er þetta hallærislegt.
Minnir mig á formannskosningarnar í Framsókn.
Þegar Höskuldur varð formaður í nokkrar mínútur.
Fjandanum vandræðalegra fyrir Höskuld, en enn glataðra fyrir talningarmanninn.
Óli og sendiherrakonan fórnarlömb tæknilegra mistaka og misskilnings. Mis, mis, mis.
Svo að allt öðru og þó...
Það er alltaf talað um að fólk klóri sér í hausnum þegar það skilur ekki eitthvað.
Í myndasögum er þetta líka túlkað svona, einhverjar fígúrur klóra sér í hárinu þegar þær standa á gati.
Afhverju; spyr ég, afhverju?
Ég meina, ég er ekki að yngjast hérna, þetta þarf ég að fá að vita.
Ég þekki ekki kjaft né hef gert svo ég muni, sem rýkur með hendurnar í hárið á sér á blönkum mómentum.
Ég, svo ég taki dæmi, lendi í því oft á dag að vita ekkert í höfuðið á mér, hafa ekki svar, þurfa að hugsa þannig að heilinn er við að brenna yfir.
Og ég klóra mér aldrei í höfðinu.
Sjúkkkkkitt, eins gott, þá væri ekki stingandi strá á hausnum á mér segi ég ykkur.
Allt farið í þágu þekkingarþorsta og fávisku undirritaðrar.
Sé jú.
Þessi færsla er í boði amríska sendiráðsins og því sletti ég eins og moðerfokker.
Skjúsmí.
Svikin um Fálkaorðuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 23:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Sunnudagur, 26. apríl 2009
Nei eða já, af eða á
Ég er komin með upp í kok af Evrópusambandsumræðunum.
Ég veit ekki hvort ég er með eða á móti.
Hvernig á maður að vita það, það veit það enginn?
Það er stöðugt verið að halda fram alls konar "staðreyndum" um hvernig Evrópusambandsaðild muni breyta stöðu Íslands.
Sumir segja til hins betra.
Aðrir segja til hins verra.
Rólegir í fabúlasjónunum. Þetta er að drepa alla pólitíska umræðu á þessu landi.
Ég fæ andnauð þegar minnst er á málið.
Mín tillaga, til að allir haldi sönsum, er að það verði sest að borðinu, samið og komið heim með viðkomandi drög.
Þeim skellt á borðið fyrir kjósendur.
Sem steðja svo í kjörklefann og kjósa nei, eða já, af eða á.
ARG
Og mér finnst sárt að Guðjón Arnar skuli fallinn út af þingi.
Mér finnst hann með rödd sem á að heyrast.
VG verður að gefa eftir í Evrópumálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Föstudagur, 24. apríl 2009
Jóhanna; "do something"!
Af hverju kemur fólk út af leynifundi og segir að atburðarrásin í Icesave deilunni vera mun ævintýralegri en hægt var að ímynda sér?
Siv gerir það.
En má svo ekkert segja enda bundin trúnaði.
Fréttakona Moggans segir enda að þetta sé í véfréttastíl.
Þetta eru ekki upplýsingar.
Þarna varð ég hins vegar skíthrædd en fæ ekkert að vita fyrr en einhver rannsóknarnefnd ákveður að opna á sér munninn.
Er þetta ekki okkar mál?
Af hverju þessar hálfkveðnu vísur?
Jóhanna; do something.
Siv segir atburði ævintýralega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Mánudagur, 20. apríl 2009
Að skjóta sig í fætur
Björn Bjarnason fer hamförum á blogginu sínu.
Heitir það ekki að berjast fyrir lífi sínu? Svei mér þá, ég held nú það.
Las einhvers staðar (dv held ég) að Björn segi Atla Gísla hafa "nauðgað" vændisfrumvarpinu í gegn í þinginu.
Smekklegt orðaval Björn Bjarnason, verulega smekklegt.
Annars eiga sumir ekkert að tala um svona hluti, verandi bullandi sekir um að hafa með málþófsobeldi komið í veg fyrir breytingar á stjórnarskrá.
Takk Atli fyrir að "nauðga" þessu þjóðþrifafrumvarpi í gegn.
Og svo hjólar Björninn í Jóhönnu.
Nenni ekki að tíunda þann söng allan, en hann segir m.a. að þvermóðska Jóhönnu hafi gert hana að forsætisráðherra og að hún hafi komið þremur seðlabankastjórum frá völdum.
Gott Jóhanna, til hamingju með þvermóðskuna. Greinilega mikill kostur í þínu tilfelli.
Og að lokum,
Björn býsnast yfir að forsætisráðherrann hafi komið "norskum" manni að í Seðlabankanum.
Það er auðvitað reginhneyksli.
Hann var svo vel mannaður íslendingum, þ.e. yfirbankastjóranum vini hans.
Úff.
Skjóttu þig endilega áfram í lappirnar Björ góður.
Þvermóðska Jóhönnu gerði hana að forsætisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 4
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 73
- Frá upphafi: 2987154
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 72
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr