Færsluflokkur: Bækur
Laugardagur, 14. júlí 2007
DEKKJAMAÐURINN
Hvað verður nú um Michelin manninn ef Michelin fyrirtækið lendir í tómu tjóni vegna dekksins sem sprakk í Noregi á ferð?
Ég ætla rétt að vona að þetta reddist. Mér er umhugað um Michelin vininn enda er hann alveg eins og Bjartur frændi í laginu.
Þess vegna þykir mér vænt um kvikindið.
Bítsmí.
![]() |
Michelin-dekk rannsökuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 12. júlí 2007
MIG LANGAR AÐ TALA VIÐ..
..Fidel Castró og spyrja hann af hverju hann hafi beðið með það í heilt ár að lýsa því yfir að byltingin á Kúbu væri sósíalísk bylting. Í leiðinni myndi ég spyrja hann um af hverju hann héldi svona langar ræður og af hverju hann væri hættur að reykja.
..við Nelson Mandela og biðja hann um að segja mér nákvæmlega frá fangelsisvistinni á Robin Island.
..við Gholdu Meir en ég nenni ekki á miðilsfund.
..við Súfragetturnar í Ameríku sem því miður allar eru farnar til mæðra sinna. Tala við þær seinna.
..við John F. Kennedy og spyrja hann í einlægni af hverju hann kom svona illa fram við konur.
..við Janis Joplin, Jim Morrisson, Jimi Hedrix, John Lennon og George Harrison og spyrja þá hvort þeir séu hamingjusamari hinum megin.
..við Hillary Clinton um íslenska kvennapólitík (og fræða hana smá því það er gott vegarnesti í forsetaembættið) og hjónabandið með ístöðulausa vinglinum sem ég held þó að sé ágætis grey.
..við Amy Whinehouse og spyrja hana að því af hverju hún drífi sig ekki í meðferð áður en allt hrynur í kringum hana.
..við Bríeti Bjarnhéðinsdóttur til að láta hana lýsa fyrir mér raunveruleika íslenskra kvenna sem höfðu ekki kosningarétt og bara kynnast henni náið af því hún var flottust.
..við Olof Palme af því að mig langar til að segja honum hvað ég dáðist að honum og biðja hann að hjálpa mér að komast með tærnar þar sem hann hafði hælana.
Það eru dálítið margir dánir á listanum og þetta er bara það fyrsta sem brennur á mér. Ég á erindi við mjög marga í viðbót.
Bækur | Breytt s.d. kl. 19:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 12. júlí 2007
UPPÁHALDSLISTI
Það eru allir að gera lista. Afhjúpandi klukklista. Hm.. ég skrifa stundum lista á mínu bloggi, hef t.d. skrifað "eiturbeinalista" svo eitthvað sé nefnt.
Nú kemur listi yfir smá uppáhalds:
1. Bækurnar mínar.
2. Maskarinn minn.
3. Svarti DKNY hörkjóllinn.
4. Passamyndin af mér þegar ég var 13 ára með bítlatopp.
5. Rjúpur.
6. Lykt af grasi.
7. Veggjakrot.
8. Blús og djass, Bítles, Stóns og Van Morrisson, Dilli, Amy Whinehouse ásamt húsbandinu auðvitað.
9. SKÓFJÖLDINN í samlede verker eða frá a-imeldu markos.
10. Spiladósir með ballettmær sem snýst.
11. Snæris- og kartöflulykt.
12. Nóttin og skammdegið.
13. Kaldhæðni með dashi af kvikindisskap í hæfilegu magni.
14. "Understatement" (hef ekki orð yfir fyrirbærið á íslensku, einhver?)
15. Jólakveðjur á Gufunni á Þorláksmessudag.
16. Gamlar amerískar bíómyndir.
Hér er stiklað á stóru. Skemmtilegt að dunda sér við að finna út hvað hitar manni að innan. Ég set að sjálfsögðu ekki "selvfölgeligheter" eins og mannleg tengsl, kærleika og því um líkt á lista. Það er asnalegt.
Meira seinna og þetta er hótun.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Miðvikudagur, 11. júlí 2007
LÚSUGT BYRGI
Þar sem óhreinindi eru inngróin, þar má oft finna lús. Ég er ekki hissa á þessum fréttum.
Og nú klæjar mig brjálæðislega í hausinn.
Aumingja Mummi í Götusmiðjunni, fyrst var tekinn feill á honum og Guðmundi vonda (sem ég fæ ekki skilið) og svo þarf hann að þrífa eftir hann og félaga hans sem aftur leiðir til þess að hann getur ekki opnað á tilsettum tíma fyrir skjólstæðinga sína.
Síjúgæs!
![]() |
Skæð lús í fyrrum húsnæði Byrgisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Föstudagur, 22. júní 2007
AÐ KVÖLDI DAGS!
Ég reyni oftast að gera samantekt á deginum áður en ég fer að sofa. Ég ætla ekki að hafa um hann mörg orð. Mér komu á óvart rosaleg viðbrögð sumra við færsluna mína hér fyrir neðan þar sem ég kalla ritstjórn Moggans til ábyrgðar á hlutum sem geta misboðið fólki alvarlega og birtast á blogginu. Ég var hissa á að flestir gætu ekki fallist á það sjónarmið mitt og margra annarra, að einhver mörk þyrftu að vera varðandi hvað við getum sett á bloggið.
En hvað um það, svo lengi lærir sem lifir.
Las að Katrín (www.katrinsnaeholm.blog.is) vinkona mín er að hætta að blogga. Það finnst mér leiðinlegt ef rétt er. Vona að hún endurskoði hug sinn.
Á morgun kemur Jenny Una Errriksdóttirrr til okkar og við ætlum að dekra hana til tunglsins og hafa svakalega gaman.
Skellti inn einni mynd af litlu gullmolunum mínum Jenny og Oliver. Þau bæta, hressa og kæta.
Gúddnæt gæs!
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Mánudagur, 18. júní 2007
NÚ VERÐUR HÆGT AÐ..
..snýta sér opinberlega á Háskólatorgi Háskóla Íslands en hinir vinsælu "horsteinar" hafa verið látnir þar til að spara pappírsnotkun stúdenta, sem mun vera ærin. Horsteinar, öðru nafni "snýtusteinar" hafa þann merkilega eiginleika að geta tekið við hori, sogað það í sig og eru þess vegna grænir og fallegir. Þessi tegund kvefsteina hafa verið vinsælir í löndunum í kringum okkur.
Til hamingju stúdentar með þessa nýju lausn.
P.s. Bara fimm mínútum eftir að ég var búin að skrifa færsluna og búin að hella uppá kaffi til að samgleðjast stúdentum, komst prófarkalesari í "horsteinafyrirsögnina" hjá Mogganum. Þetta mun hafa verið "hornsteinn" sem þeir lögðu að þessu sinni. Það veldur mér miklum vonbrigðum, því horsteinar er flott lausn á snýtimálum.
![]() |
Hornsteinn lagður að Háskólatorgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 09:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 17. júní 2007
KÆRLEIKSHEIMILIÐ VIÐ LAUGAVEGINN
Vegna mikillar umfjöllunar um næturlæti, ölvun, ofsaakstur og fleira skemmtilegt, birti ég ein af mína fyrstu færslum á blogginu í tilefni þess. Ég veit svo innilega hvernig fólki (eins og henni Önnu, bloggvinkonu www.anno.blog.is líður).
Fyrir ekki svo mörgum árum síðan tókum ég og húsbandið þá ákvörðun að við vildum búa í miðbænum. Ég vann á Laugaveginum og við þóttumst hafa himni höndum tekið þegar við komust yfir íbúð í sömu götu. Kva nú myndi ég ganga til vinnu og það gerði ég vissulega í þessi ár sem við héldum út þar.
Við vorum ekki með börn á skólaaldri og fannst æðislegt að geta búið og starfað í hringiðunni. Stutt að fara í alla skapaða hluti. Mikið rétt það gekk eftir. Íbúðin okkar var heljarstór "herrskapslägenhet", hátt til lofts með gegnheilu parketti á gólfum, rósettum og hvað það heitir allt saman. Það þurfti hins vegar að gera heilmikið fyrir íbúðina. Við komum okkur fyrir. Gamlir hippar og bóhemar voru alsæl með hýbýlin. Svo gaman hjá okkur. Liggaliggalá. Það átti eftir að breytast. Við fengum að kynnast einu og öðru miður skemmtilegu í húsinu. T.d.
..að fleiri en við sóttumst eftir að búa á Laugaveginum en áðstæðurnar fyrir því voru ekki alveg þær sömu, og okkar. Fyrstu árin var djammað stöðugt bæði á efri og neðri hæð hússins. Lögreglan hefði þurft að hafa lykil. Til að gera langa sögu stutta lagaðist ástandið á neðri hæð eftir ár eða tvö, stuðboltarnir í efra héldu uppteknum hætti en nú "bara" frá fimmtudögum til sunnudags.
..að pípulagnir og allskonar rör og rennur geta virst vera í lagi inni í íbúð hjá þér en þurfa alls ekki að vera það í öllu húsinu. Fyrsta Þorláksmessudag í herrskapsíbúðinni var ég að þvo gólf og skutlaði mér eftir eina sígópásu til að ná í gólftuskuna ofan í fötuna og skipta um vatn. Ómægodd! Það var rottuungi í fötunni. Ég brjálaðist alla leið. Það var hringt á meindýrabanann (viðkomandi rotta hafði þó þegar verið úrskurðuð látin) og hann hóf tryllta leit að fjölskyldu ógeðismeindýrsins. Fjöslkylda kvikindisins lýsti með fjarveru sinni. Gat fannst á bak við þvottavél og alla Þorláksmessunótt var steypt uppí gert og græjað. Ég svaf nánast ekkert í mánuð á eftir.
..að það getur beinlínis verið lífshættulegt að gleyma að loka útidyrahurðinni svo ég tali nú ekki um hurðinni að íbúðinni. Lærðum af biturri reynslu að menn með hnífa og önnur morðtæki og tól eiga ótrúlega oft erindi um Laugaveg að nóttu til og vilja komast inn í hlýjuna.. með góðu eða illu.
Eitt og annað gekk á í sjálfu húsinu sem á mælikvarða þess sem á undan er talið var tómur kökubiti (lesist peace of cake). Stíflaðir vaskar, stífluð sturta (einstaklega gleðilegt skemmtiatriði) vatn úr lofti frá íbúð í efra og fleira sollis smotterí.
Nú en það var voðalega gaman að búa við Laugaveginn um jólin, svakalega jólalegt fannst mér fyrstu tvær helgarnar í desember, fyrsta árið. Það var stemmari á Laugaveginum fyrir jólin, alveg sérstaklega um helgar. Lúðrasveitir, kórar, jólasveinar og allskyns atriði sem hafa eflaust hlýjað fólki í jólainnkaupum um hjartaræturnar þegar það átti leið fram hjá. Átti leið fram hjá skrifa ég. En þegar þú hefur atriðin beint undir glugganum þínum allan liðlangan daginn, föstudag, laugardag og sunnudag og á hverjum degi eftir að nær dregur jólum þá er maður orðin svona létt pirraður (orðinn morðóður brjálæðingur) arg.
Nú veit ég að íslenska þjóðarsálin er í kór. Ég veit það vegna þess að undir glugganum mínum voru blandaðir kórar um helgar, drukknir og metnaðarfullir söngvarar sungu fullum hálsi. Á sumrin og í góðum veðrum var tónleikahald líflegt frá mánudegi til sunnudags. Standby listahátið bara.
Ég varð sambands sérfræðingur. Fólk; ekki ræða út um málin fyrir utan "verkamannsins kofa" eða þannig! Ég var nauðug sett inn í ástarmál stórs hluta þeirra Reykvíkinga sem una glaðir úti um nætur. Brothljóð og skellir voru hluti af proppsinu þarna við Laugaveginn og elsku gangstéttin mín stundi yfir öllum ælulögunum sem höfðu komið sér fyrir beint fyrir utan útidyrnar hjá mér og görguðu á mig í öllum sínum dásamlega margbreytileika fleirihundruðogfimmtíu magainnihalda þegar ég kom út um morgna.
Ég ætla ekki að vera neikvæð (jeræt) en er bara að deila með mér reynslu minni af því að vera miðbæjarrotta (jæks). Auðvitað voru góðar hliðar á þessari búsetu. Stutt í allt og maður með í lífinu í orðins örgustu. En það er sniðugra að eiga heima annarsstaðar og kíkja í miðbæinn í heimsókn.
Eftir fjögur ár í sælunni játuðum við okkur sigruð og horfðumst í augu við það að við værum ekki bóhemar og hippar lengur heldur kvartgjarnir smáborgarar. Við fluttum upp fyrir snjólínu í Reykjavík og búum þar við fuglasöng og náttúru. Við köllum það happyhome. Hinsvegar má segja að heimsóknartíðnin hafi lækkað tölurvert og það þurfi að hafa meira fyrir öllum útréttingum. En svona er lífið alltaf verið að velja og hafna.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Sunnudagur, 17. júní 2007
ÞAÐ HALÆRISLEGASTA Í VEGTYLLUBRANSANUM...
..fyrir utan sendiherrastöður sem veittar eru til stjórnmálamanna af því það þarf að finna fyrir þá atvinnu að lokinni pólitískri þáttöku. Orðuveitingar eru reyndar ofar mínum skilningi, næ ekki alveg hverju það breytir fyrir orðuhafann enda ég ekki mjög klár í prótókollinu.
Annars er þetta bráðfyndin mynd af þeim sem orðurnar fengu á Bessastöðum í dag. Myndin er ekki í fókus. Var ljósmyndarinn farinn að sjá tvöfalt? Ég spyr mig.
![]() |
Fálkaorðan veitt á Bessastöðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 17. júní 2007
ERU EKKI ALLAR STELPURNAR..
..búnar að ná í peysufötin í hreinsun, bursta skóna og flétta hárið? Ef ekki þá eruð þið ekki mjög þjóðlegar og getið því skammast ykkar. Ég fór og fylgdist með forsetanum leggja blómsveig við styttuna af forseta Jóni og hlustaði "live" á Haarde reyna að selja okkur þá hugmynd að kvótakerfið væri besta kerfið. Hvernig ætli fólki líði sem veit absolútt hvað er best? Ég get ekki ímyndað mér það því það er fullkomlega framandi upplifun fyrir mér. Annars er ég að ljúga í tilefni dagsins. Hef þegar þetta er skrifað ekki rekið nef út fyrir hússins dyr.
Ef ég rekst á enn eina fyrirsögnina á blogginu í dag sem skartar hinni fleygu setningu "hæhæ og jibbí jei og jibbíjajei, það er kominn..... þá fer ég og frem eitthvað.
Fáið ykkur kandyfloss stelpur og strákar.!!
Bækur | Breytt s.d. kl. 13:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 17. júní 2007
ÉG LEGG TIL AÐ...
Goldfinger og öðrum álíka sullupollum verði lokað, lyklunum hent og eigendum staðanna boðið að flytjast ti Jan Mayen.
Þetta geri ég vegna þess að mér hefur verið sagt að ég sé gott efni í lögreglu. Mínar abissjónir hafa aldrei legið í þá veru en þegar mansalsholur eru opnar og neyð stúlkna frá fátækari löndum er nýtt til að maka krókinn og ferðafrelsi þeirra ásamt öðrum mannréttindum eru fótum troðin, þá fæ ég ofurtrú á valdbeitingu. Sko mikill valdbeitingu.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 2988086
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr