Leita í fréttum mbl.is

Ég er atkvæði

voting1 

Á fjögurra ára fresti finnst mér ég skipta miklu máli.  Ég verð atkvæði.  Allt í einu hlusta stjórnmálamenn eftir því hvað mér (okkur) finnst og þeir stíga á stokk og lofa því að komist þeir til valda þá muni þeir uppfylla óskir mínar bara daginn eftir að þeir hafa skrifað undir stjórnarsáttmálann.  Atkvæðið ég fyllist stolti og gott ef ég verð ekki smá merkileg með mig.  Ég get breytt einhverju, haft áhrif til tilbreytingar.

Og nú þegar landstjórnin er lömuð úr úrræðaleysi, kreppan skollin á, mannlegir harmleikir eins og í tilfelli Pauls Ramses eru að gerast fyrir augunum á okkur, þá rennur upp fyrir fíflinu mér, hversu mikið rugl það er að trúa því að atkvæðið manns skipti svona miklu máli.

Enginn flokkur hefur getað bókað mig í áskrift í gegnum tíðina.  Ég hef kosið allt nema Sjálfstæðisflokk og Framsókn.  Frjálslyndir og svoleiðis eru aukabúgrein íhaldsins.  Sjáið hvað gerðist í borginni.

Oftast hef ég kosið Alþýðubandalagið, en ég hef líka kosið Nýjan vettvang (minnir mig að þeir hafi heitið) og svo Samfylkinguna og svo VG eftir að þeir urðu til.

Ég er sennilega það sem kallað er félagshyggjukona.  Það er það eina sem ég held að muni ekki breytast.  En ég mun aldrei ganga að kjörborðinu og kjósa það sem mér finnst það skásta í stöðunni, frekar skila ég auðu.

Sumir kjósa alltaf íhaldið.  Samt er það mér til efs að þeir fjölmörgu sem það gera séu kapítalistar í orð og gjörð.  Atkvæði íhaldsins hafa þá tilhneigingu að erfast og vera í áskrift.

Hver með réttu ráði ákveður að kjósa Björn Bjarnason?  Jú nema kannski örfáir aðdáendur hers og rafbyssa?

Ég tek hann sem dæmi af því viðkomandi ráðherra er svo gjörsneyddur öllum pólitískum sjarma að það er leitun á öðru eins. 

En það er hægt að ganga að því sem vísu að stór hluti fólks kýs alltaf það sama, fer í sleik við vöndinn sem hefur orsakaðar öflugar blæðingarnar á baki þess.

Ég mæli ekki með því að fólk selji atkvæðið sitt, enda tæknilegir örðugleikar á því, en það er nánast jafn mikið virðingarleysi við atkvæðisréttinn og að nota hann án þess að velta fyrir sér hvernig þeir sem fengu atkvæðið við síðustu kosningar hafa farið með það vald á þeim fjórum árum sem þeir hafa haft til að framkvæma loforðin.

Ég legg til að fólk noti höfuðið í ríkara mæli þegar það gengur til kosninga næst.  Súmmeri upp afrekalistann í debet og kredit.

Og exa svo.

Það ætla ég að gera.


mbl.is Kærður fyrir að selja atkvæði sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Indriðason

Har Har!  Hefurðu þá tekið eftir því, að ca. 3-6 mánuði fyrir hverjar kosningar, þá, og þá fyrst, verður reynt að dekra við þig af stjórnmálamönnum.  "Kjóstu mig! Kjóstu mig!" eða "Kjóstu okkur, kjóstu okkur".  Og... svo snögglega eftir kosningarnar, rétt þegar úrslitin eru kunnug, þá *bang* allt gleymt!  Og virðist ekki skipta neinu máli hvar í flokki, eða hvaða flokki.

Og, kannski ekki alveg rétt að draga BB í þetta, sem dæmi um íhald.  Hann fékk jú alveg slatta af útstrikunum síðast.  Nógu margar til að draga hann niður um sæti.  En, veistu, það greinilega skiptir ekki máli hvort og hvað kjósendur vilja.  BB situr enn í sínum ráðherrastól, í sínum eigin fílabeinsturn.  *dæs*

Og þetta með að D-ið erfist milli kynslóða?  Já, það er eitthvað sem verður að breyta.

Góða helgi. 

Einar Indriðason, 6.7.2008 kl. 11:25

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Leiðinlegt að heyra að þú hafir aldrei kosið rétt.


Ekkert er betra en íhaldið.

Óðinn Þórisson, 6.7.2008 kl. 11:31

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Einar: Ég tók einmitt BB sem dæmi af því svo margir sýndu að þeir vildu hann ekki.  Hann er ráðherra.  Nokkuð lýsandi fyrir viðhorf FLOKKSINS til kjósenda.

Óðinn: Ignorance is a bliss.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.7.2008 kl. 11:41

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Enginn flokkur mun nokkru sinni " eiga" mig!!! Og hef alls ekki alltaf kosið það sama...reyni að nota hausinn og fylgist vel með

Hólmdís Hjartardóttir, 6.7.2008 kl. 12:34

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

x-d genin náðu mér ekki.  Pabbi var með þau, en mamma var víst "hannibalisti" og mjög rík af félagshyggju og mannkærleika.

Ég vil kjósa einstaklinga, því allt of oft skýla stjórnmálamenn sér á bak við flokkssamþykktir og eru sjaldnast ábyrgir gjörða sinna. 

Sigrún Jónsdóttir, 6.7.2008 kl. 12:41

6 Smámynd: Landfari

Björn er nú einn duglegasti ráherrann í stjórninn og því svolítið skondð að nefna han sem dæmi um mann sem ekki ætti að vera ráðherra.

Þú vilt kanski frekar hafa þarna eingöngu menn í vinsældaleit.

Eini gallinn að ég er ekki alltaf sammála því sem hann er að gera.

Landfari, 6.7.2008 kl. 12:52

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góð lesning. Ég hef kosið ótrúlegustu flokka gegnum tíðina, meir að segja ALþýðubandalagið fyrir mörgum árum. Þeir telja okkur ekki bara trú um að atkvæði okkar skipti máli heldur kalla þeir okkur "litla manninn" og reyna þannig að koma sér áfram, þeir sem nota þetta trikk ár eftir ár fá sko alls ekki mitt atkvæði við kosningar.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.7.2008 kl. 13:29

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þetta er hárrétt hjá Ásdísi en samt góð lesning Jenný mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 6.7.2008 kl. 14:42

9 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég flaut með Alþýðubandalaginu inn í Samfylkinguna. Hef kosið Alþb., Samfylkingu, Kvennalista og Vinstri græna. Alltaf með góðri samvisku.

Helga Magnúsdóttir, 6.7.2008 kl. 15:18

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Æi, ég gleymdi auðvitað Kvennó.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.7.2008 kl. 15:20

11 identicon

Við höfum nú heldur betur fengið að finna fyrir því hvernig flokkspólitík virkar þegar kemur t.d. að skipulagsmálum í mínum bæ. það eru alveg hreinar línur að ég treysti engum stjórnmálamanni til að standa við loforð sem gefin eru fyrir kosningar.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 18:01

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir innlegg.  Nú er bara að halda sér við efnið, gúggla og svona þannig að öll fínheitin verði ekki fallin í gleymskunnar dá þegar næst verður kostið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.7.2008 kl. 19:24

13 Smámynd: Laufey B Waage

Við verðum að halda áfram í þá von og trú að atkvæðin okkar skipti máli. Alla vega við sem veljum vandlega á milli alls annars en framsóknar og íhaldsins.

Laufey B Waage, 7.7.2008 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 2985768

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband