Færsluflokkur: Vísindi og fræði
Laugardagur, 8. desember 2007
Hvert sendi ég reikninginn?
Ekki var ég fyrr búin að skrifa færsluna um hversu þakklát mér væri skammarnær að vera og allt það, þegar ég í minni heilögu sjálfsupphafningu stóð í eldhúsinu og bakaði smákökur fyrir jólin, handa minni fjölskyldu og búmm - það varð rafmagnslaust.
Kertin voru ekki innan seilingar, ég gekk á húsgagn eða tvö í trylltri leit minni að ljósmeti og ég hugsaði, andskotans, helvítis ári og fjári. Þakklæti og auðmýkt höfðu vikið fyrir fleiri tonna pirringi. Nú ég fann loksins kertin og svo var bara að setjast niður og bíða. Þá rann það upp fyrir mér hversu rosalega maður er háður rafmagni. Ísraelsmenn eru nefnilega að fara taka rafmagnið af Gazasvæðinu þ. 21. desember. Nú, ég áttaði mig á því þarna í myrkrinu að ég gæti ekki einu sinni hringt í heimilissímann og gemsinn var einhversstaðar. Ég upplifði mig fatlaða, aleina og mér fannst ég eiga ógurlega bágt og það finnst mér reyndar enn.
Kökurnar skemmilögðust, borðtölvan er í messi, hún vinnur svo hægt að ég verð sennilega að fara með hana og láta laga. Ég er auðvitað heppin að eiga lappa, en það er aukaatriði og ekki segja að ég sé ofdekraður vesturlandabúi. Púkinn í mér hefur tekið völdin.
Hvert í andskotanum á ég að senda fargings reikninginn fyrir tölvuviðgerð?
Ha?
Jól hvað?
Falalalala hvað?
![]() |
Rafmagnslaust í Seljahverfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 7. desember 2007
Sprengjulist
Sé ég listrænan gjörning út úr verkinu "þetta er ekki sprengja" eftir Þórarinn Inga Jónsson? Nei ég geri það ekki og finnst þessi uppákoma frekar sjálfhverfur gjörningur, skreyttur með dassi af athyglisþörf.
En það sem er list fyrir einum er hégómi fyrir öðrum. Ekki ætla ég að dæma um listrænt gildi þessa gjörnings.
Nú er listfrömuðurinn hæddur út um alla netheima. Ekkert til sparað í andstyggilegheitum.
Ég skil það upp að vissu marki.
Það verður allt brjálað ef einhver hugsar um sprengju, hvað þá hlutgerir hana og kemur henni fyrir á opinberum stað. Varla er hægt að ætlast til að fólk teygi fram álkuna til að lesa textann sem fylgir gripnum. Svona; hm, bíðið þið krakkar mínir, pabbi ætlar að lesa hvað stendur á þessari rörsprengju, það er ekki víst að þetta sé alvöru sprengja, gæti verið listaverk og svo BÚMM.
Halló, allur hinn vestræni heimur er á jaðri taugaáfalls eftir 11. september, með réttu eða röngu.
Þess vegna að ég held að Þórarinn hljóti að hafa reiknað með svona viðbrögðum.
Ef ekki þá er hann hreint ótrúlega bláeygður maðurinn.
Fólk má samt alveg halda sér innan velsæmismarka í sinni Þórðargleði, alveg óþarfi að hrauna yfir manninn.
Er annars í jólastuði, að kafna úr framkvæmdagleði.
Falalalala
![]() |
Hæðst að Þórarni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 4. desember 2007
Hjarðeðlisskattur
Ég er vond manneskja. Með alla mína eiginmenn í gegnum tíðina, hef ég aukið gróðurhúsaáhrif, eytt fleiri þúsund kílóvattstundum til ónýtis, tekið upp heljarinnar pláss í heiminum og verið til óþurftar ó óteljandi sviðum.
Allt vegna þess að ég hef verið svo skilnaðarglöð.
Það á að leggja hjarðeðlisskatt á þá sem hafa stundað hjónaskilnaði með reglulegu millibili, án þess að skenkja því þanka að þeir eru að fokka upp jörðinni, já beinlínis að RÍFA gat á lofthjúpinn með ábyrgðarlausu framferði sínu og hvetja til aukinnar neyslu í formi íbúðarkaupa og þ.h.
Loksins hafa augu mín upp lokist.
Það á að banna skilnaði eða leggja hjarðeðlisskatt á hvern einasta skilnað.
Ég er farin að skilja kaþólsku kirkjuna.
Þeir vinna ötult starf í þágu mannkyns og jarðarinnar í heild.
Hvað er það við sumar rannsóknir sem fá mig til að hugsa; öll ljós kveikt og enginn heima?
Falalalalala
![]() |
Óumhverfisvænir skilnaðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 3. desember 2007
..og þeir sturta ekki einu sinni niður!
Nú eru Ástralar að stafesta Kyoto-sáttmálann. Þar kom að því og það mun eiga að sýna breytt hugarfar Ástrala gagnvart losun gróðurhúsaloftegunda. "Þetta er fyrsta formlega stjórnarathöfn nýju áströlsku stjórnarinnar og sýnir fram á að ríkisstjórn mín er staðráðin í að berjast gegn loftslagsbreytingum," sagði Rudd í yfirlýsingu.
Þá er einni umhverfissubbunni færra, ekki leiðinlegt.
En Bandaríkjamenn halda áfram að þráast við og vaða á heimsklósettið með niðurgang og sturta ekki niður.
Ég er nánast viss um að þeir þvo ekki einu sinni á sér lúkurnar að lokinni útsleppingu.
Fruuuuuuuusssssssss!
Æl og úje
![]() |
Ástralar staðfesta Kyoto-sáttmálann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 1. desember 2007
Hér sé Guð
Ég hef lítið fylgst með umræðu um kristinfræði í skólum, með og á móti en samt nóg til þess að mig langar að leggja orð í belg.
Ég verð seint talin Biblíutrúuð, en samt trúi ég einhverju. Ég er sökker fyrir Jesú, Maríu mömmu hans og Maríu Magðalenu. Mér finnst Jesú vera birtingarmynd kærleikans ásamt þeim konum sem fylgdu honum. Hvort ég trúi bókstaflega á hérvist Jesú, veit ég ekki, en ég trúi á það sem hann stendur fyrir, þ.e. kærleika og umburðarlyndi. Guð er svo framlenging á þessum kærleika og fyrir mér er hann bara óendanlegur kærleikur sem umber allt, þó það nú væri, því annars væri kærleikurinn skilyrtur og þá væri Guð ekki alveg að gera sig.
Mér er sama á hvað fólk trúir. Húsbandið er í Ásatrúarfélaginu, en ég held að það hafi verið til að gefa samfélaginu fokkmerki í denn. Maðurinn var svo uppreisnargjarn. Ég ímynda mér að hans hugmyndir um Guð séu svipaðar mínum, án þess að ég geti skilgreint nákvæmlega hvernig hann hugsar það.
Af stelpunum mínum þremur er ein gift og ein fermd. Ég lét ákvörðun um fermingu í hendur þeirra og þetta var útkoman. Allar eru þær kærleiksríkar og góðar manneskjur, það nægir mér.
Ég hef ekkert á móti kristinni siðfræði, hún má vera fyrir mér, svo fremi að börnunum sé kennt um fyrirgefninguna, umburðarlyndið, samkenndina og virðingu fyrir öllum lifandi verum. Það er nú allt og sumt.
Eiginlega er mér sama af hvaða meiði þessi fræðsla er sprottin, bara að hún sé í boði. Mér finnst líklegt að kristinfræði verði áfram kennd, við teljumst kristin þjóð.
Ég er sökker fyrir jólunum, þeim stóru og litlu, fíla að fara í kirkju ef ég er stemmd í það, ég er svona trúarlegur munaðarleysingi í kristnu samfélagi. Mér finnst líka allt í góðu að tileinka sér það besta úr öðrum trúarbrögðum. Hver vildi ekki komast í eins og eitt Nirvana af og til. Ég tæki því fagnandi.
Niðurstaða: Við hljótum að geta komið okkur saman um lausn á þessu máli. Trúaðir og trúlausir. Boðskapurinn skiptir máli, þessi fræðsla um mannvirðingu sem börnin okkar eiga að fá í skólunum. Hvernig er svo samningsatriði.
Takið þetta á umburðarlyndinu krakkar mínir og verið í botni með Drottni.
23 dagar til jóla.
Úje.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 02:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Mánudagur, 26. nóvember 2007
Og þegiði svo!
Stundum eru gerðar rannsóknir þar sem niðurstaðan er mér verulega að skapi. Svokallaðar draumaniðurstöður sem slá á klisjur og blása út í hafsauga viðteknum skoðunum í þjóðfélaginu.
Samkvæmt niðurstöðum nýrrar athugunar á 149 rannsóknum á mörg þúsund manns, er það mýta og ekkert annað en að konur séu málgefnara kynið.
Ha.. þar kom að því að þetta fór fjandans til.
Að vísu tala karlmenn bara lítið eitt meira en konur að meðaltali, en ég er sátt við það.
Ef marka má alla brandarana um mágleði kvenna og að karlmenn láti varla frá sér setningu öðru vísi en að hún sé djúphugsuð og upplýst, þá slær þessi rannsókn heldur betur á það kjaftæði og rugl.
Karlmenn tala meira í boðhætti en konur.
Dæmi: Hoppa! Hlaupa!, Gera!, Skera!, Hlýða! og Smíða!
Konur munu hinsvegar vera meira í tenglsatali og ég ímynda mér að þá sér verið að meina umræður um líðan og svoleiðis. Konur eru sérfræðingar í að taka út ástand og stemmingu. Er það nema von.
Ég er auðvitað að taka þetta út fyrir rammann hérna með smá heimatilbúnum túlkunum, en þetta er skemmtileg pæling.
Auðvitað er þessi mýta um málglaðar konur tilkomin vegna þess að það hefur alltaf verið til staðar tilhneigingin til að þagga niður í konum. Sussa á þær, gera lítið úr því sem þær hafa fram að færa og láta sem skoðanir þeirra séu fánýtt hjal.
Nú er búið að sýna fram á, það sem við vitum reyndar flestar stelpurnar, þ.e. að körlum þyki líka voða gaman að hlusta á sjálfa sig. Ætli þeir séu jafn meðvitaðir um það?
Later, morgunbænirnar bíða.
Guð blessi ykkur til sjávar og sveita
Úhújeija!
![]() |
Rannsókn: Karlar eru málgefnari en konur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 19. nóvember 2007
Hálvitahúmor!
Frá því ég sá fréttina um konuna sem lifir eðlilegu lífi þrátt fyrir að vera aðeins með hálfan heila, hef ég beðið þolinmóð á meðan fréttabloggarar hafa sett fram skoðanir sínar á málefninu.
Og það má segja að ég hafi fundið á mér að þessi setning væri of góður biti fyrir "íslenska húmorista" sem finnst þetta brjálæðislega fyndin saga.
Kona með hálfan heila lifir eðlilegu lífi.
Mér datt í hug að ég myndi sjá fyrirsagnir í þessa veruna:
Teljast það fréttir?
Fullt af konum gera þetta!
Alþingismenn gleðjast!
Frjálslyndir flippa út!
og viti menn, nánast hver einasta var þarna og fleiri til.
Fyndið.
Íslenskur húmor í fúnksjón.
Ég hlæ, hahahahaha
GMG - súmí!
Úje!
![]() |
Kona með hálfan heila lifir eðlilegu lífi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 17. nóvember 2007
Er trúin gulls ígildi?
Ég hef ekki mikinn tolerans fyrir trúarofstækisfólki, það hefur margoft komið fram á mínu bloggi og á örugglega eftir að gera það aftur ef tilefni gefst til.
Ég var að þvælast á netinu áðan og rakst inn á síðuna hjá Agli Helga þar sem hann linkaði á þetta.
Ég vil ekki gera lítið úr trú fólks né langar mig að afneita öllu algjörlega, bara ef svo ólíklega vildi til að sumu slái inn. Tek fram að ég er ekki trúlaus, bara svolítið með minn einka praxis í trúarmálunum.
Ef það er staðreynd að það er farið að vaxa gull úr höndum fólks, beint frá Guði almáttugum, vil ég benda honum á að heimurinn sveltur, börn deyja í milljónatali og fátækt er aðal óvinur mannsins. Mér þætti sniðugt hjá almættinu að beina gullinu þangað sem þess er þörf, alveg sárlega þörf.
En fljótlega hlýtur þessi gullvöxtur í Vestmannaeyjum að komast í heimsfréttirnar. Fólk hefur nú lagt mis mikið á sig til að ná í gull og ekki allt jafn fallegt. Þarna er fundin afslöppuð leið til að ná sér í eðalmálminn.
Ég bíð spennt eftir framhaldinu og þangað til þá læt ég kraftaverkið njóta vafans.
Amen að eilífu.
Trúarnöttarinn.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 20:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Fimmtudagur, 15. nóvember 2007
Þegar heimskulega er spurt..
..þá fæst asnalegt svar.
Banderas vill vera kona í einn dag, til að öðlast betri skilning á reynsluheimi kvenna.
Váá, hvað hann heldur að konur séu grunnar. Hann tekur þetta á einum eftirmiðdegi eða svo og öðlast með því vitneskjuna um konur og reynsluheiminn.
Ég, persónulega, er búin að vera kona síðan ég fæddist og veit ekki enn hvort ég er að koma eða fara, hvað varðar þennan umtalaða reynsluheim. Enda er hann alltaf að breytast. Aldrei eins, frá degi til dags.
Ég vil vera karlmaður í 20 mínútur og fá með því meirapróf á hið "sterka" kyn. Það er létt verk og löðurmannlegt, algjör tertubiti.
----
En aftur að alvörunni.
Samkeppniseftirlitið steðjaði í Bónus og Krónuna og tók slatta af skjölum og afrit úr tölvum.
Halló, halda þeir að þeir finni eitthvað? Bæði varð allt vitlaust þegar fyrrverandi starfsmenn komu fram með ásakanir um ólöglegt samráð og svo báðu báðir aðilar um heimsóknina. Líklegt að það finnst eitthvað misjafnt? Ekki að ég sé að gefa það í skyn að eitthvað sé ólöglegt á ferðinni, alls ekki, enda hef ég ekki hugmynd um það. Mér finnst einfaldlega ekki líklegt að það komi einhver sannleikur út úr svona fyrirkomulagi.
Þetta heitir að vera fyrirfram aðvaraður, fyrirfram vopnaður.
---
Mengella er Óli Birgir og nú spyr ég, hver í asskotanum er sá fír? Á maður að þekkja manninn?
Hef sjaldan lesið Mengellu, en ætti kannski að gera það mér til fróðleiks.
Jeræt.
Ædónþeinksó.
Góða nótt og úje.
![]() |
Banderas vildi vera kona ... í einn dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 14. nóvember 2007
Brassi undir tréð fyrir strákana.
Ég hlýt að vera orðin gömul, þ.e. eldri en ég er og hallærislega þenkjandi í þokkabót.
Ég fæ ekki skilið hvernig stelpur fíla að liggja inni á snyrtistofum, í móðurætt og láta tæta af sér hárin á viðkvæmum stöðum. Úr því að smástelputrendið er orðið svona mikið möst, af hverju ekki að sjá um snyrtinguna prívat, inni á baði.
So far so good.
Nú er Brassi fyrir stráka orðið að tískufyrirbrigði.
Gæti orðið jólagjöfin í ár.
Það verður örtröð á læknavaktinni yfir jólin.
GMG hvað það hlýtur að vera sárt að láta reyta af sér punginn.
Og nú er ég komin algjörlega yfir mín eigin mörk um hvað mér finnst smekklegt að blogga um, en ég gat bara ekki staðist mátið.
Bjútíispein!
Obviously.
Úje.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 2987755
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr