Færsluflokkur: Dómar
Föstudagur, 4. september 2009
Lúserar aldarinnar
Þegar vertíðin í útrásinni er lokið hvað gera menn þá?
Jú, Björgólfur I og II, Karl Wernersson og eflaust einhverjir fleiri heiðursmenn stefna fréttamönnum og fjölmiðlum.
Það er ekki líðandi að fréttamenn skuli sífellt vera að segja frá bömmerum þessara snillinga.
Eru ekki fleiri matarholur sem má stinga gullslegnu trýninu ofan í?
Það má auðvitað halda sér í æfingu og stefna aumum bloggurum líka.
Sem sífellt tala niður hina íslensku fjármálasnillinga.
Hvernig væri að þessir menn færu að láta rofa til í hausnum á sér?
Og læra svo að skammast sín?
Neh, hvernig læt ég.
Þeir eru ekki enn búnir að ná því að þeir eru og verða lúserar aldarinnar.
Get fucking over it.
Karl höfðar mál gegn fréttamönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dómar | Breytt s.d. kl. 15:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Sunnudagur, 30. ágúst 2009
Hvaða foss eretta?
Ég hef mikinn áhuga á fossum.
Sá þessa mynd á DV og er búin að velta þessu mikið fyrir mér.
Eru þetta Hraunfossar?
Sé ekki alveg myndina vegna Bjarka Más Magnússonar sem var dæmdur fyrir skelfjalaust ofbeldi á fyrrverandi sambýliskonu sinni um daginn.
Mál án hliðstæðu segir fólk.
En ég myndi ekkert vera að dreifa myndum af honum til að sem flestir sjái hvernig hann lítur út, eða þannig.
Það er sko fossinn sem ég hef áhuga á.
Pjúra fossaðdáandi.
Eru þetta Hraunfossar eða hvað?
Einhver?
Látið spurninguna berast.
Dómar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (46)
Fimmtudagur, 20. ágúst 2009
Gleðifréttir
Ég fagna því heilshugar að mál blaðamannsins Bjarkar Eiðsdóttur, með stuðningi Blaðamannafélags Íslands og Birtings útgáfufélags, hafa verið kært til Mannréttindadómsstóls Evrópu í Strassborg.
Niðurstaða Hæstaréttar í meiðyrðamáli sem Geir Goldfinger höfðaði gegn blaðamanni og ritstjóra Vikunnar.
Það verður að ganga úr skugga um hvort verið sé að setja blaðamönnum skorður við umfjöllun af þessu tagi.
Það eru ákveðnir hlutir í karlasamfélaginu sem ekki má hrófla við, þá verður allt brjálað.
Þeir standa saman strákarnir.
Vígin skulu varin með öllum ráðum.
Vonandi tekur Mannréttindadómstóllinn ekki mjög langan tíma í afgreiðslu málsins.
Það þarf að berja á puttana á þessum körlum sem kunna ekki að skammast sín.
Einkum þeim sem hafa atvinnu sína af vafasömum viðskiptum með konum.
Er það ekki það sem súludans gengur út á?
Meiðyrðamáli vísað til Strassborgar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dómar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 11. ágúst 2009
Nýja línan á Íslandi - Sharíalög?
Mál þessarar konu og barnanna hennar hefur haldið fyrir mér vöku í nótt.
Allt í lagi með það, ég get alltaf sofið.
Það sem fer fyrir brjóstið á mér og það illilega er að íslenskur dómstóll skuli úrskurða börnin úr landi og móðurina í leiðinni.
Konan er Íslendingur.
Ég veit ekkert um aðdraganda málsins fyrir utan það sem hægt er að lesa í fréttum.
En þegar fólk er rekið úr landi út á guð og gaddinn og hótað með Interpól og bandarísku lögreglunni ella þá er komið að því að stinga niður fæti.
Konan á enga peninga til að reka forræðismál fyrir bandarískum dómsstólum.
Hún hefur ekki einu sinni dvalar- eða atvinnuleyfi í Bandaríkjunum en samkvæmt íslenskum dómstólum skal hún samt fara, hvað sem það kostar.
Ég vissi svo sem að við konur höfum ekki riðið feitum hesti frá viðskiptum okkar við íslenska dómstóla en þetta er kornið sem fyllir mælirinn.
Hefur engum dottið í hug svona barnanna vegna að reyna aðra og sársaukaminni leið til að ná niðurstöðu milli foreldranna.
Svo drengirnir geti notið samveru við báða foreldra án þess að það þurfi að rífa þá nauðuga frá heimili sínu til annars lands upp á von og óvon?
Hildur Helga líkir þessum gjörningi við Sharialög.
Ég er henni sammála.
Hver verður rekinn næst?
Viðtalið við Borghildi Guðmundsdóttur í Kastljósi.
Íslenskri fjölskyldu vísað úr landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dómar | Breytt s.d. kl. 08:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Þriðjudagur, 4. ágúst 2009
Eitt núll fyrir almenningi
Eitt núll fyrir almenningi hérna.
Skilanefnd og bankastjóri Nýja Kaupþings hefur ákveðið að höfða ekki staðfestingarmál vegna umfjöllunar RÚV um trúnaðarupplýsingar um viðskiptavini.
Ég leyfi mér að halda því fram að þetta hefi ekki verið vegna þess að þeir Kaupþingsmenn sáu ljósið og þá meina ég að þeir hafi horfst í augu við hversu yfirgengilega heimskuleg þessi aðgerð var.
Nei, ég held að þeir hafi óttast áhlaup á bankann.
En það er bara ég með minn bankafjandsamlega hugsunarhátt.
Gott mál.
Falla frá lögbanni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dómar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 28. júlí 2009
Fer með milljón Maríubænir
Ji hvað ég get verið fljót á mér.
Veð áfram og þarf stundum ekki að lesa án þess að telja mig vita fyrirfram hvað stendur í textanum.
Eins og þegar ég sá þessa frétt með fyrirsögninni: "Dómari fékk hnefann í andlitið".
Ég var viss um að ákveðinn hæstaréttardómari hefði fengið á kjaftinn vegna undarlegra og síendurtekinna sérálita í ákveðnum brotaflokki.
Þrátt fyrir að vera algjörlega á móti ofbeldi og fordæmi það hvar sem það verður á vegi mínum.....
þá hlakkaði í mér.
Guð fyrirgefi mér.
Fer með milljón Maríubænir.
Maður má láta sig dreyma.
Dómari fékk hnefann í andlitið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dómar | Breytt s.d. kl. 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 9. júlí 2009
Of litlar vogarskálar?
Það er gleðiefni að glæpamenn fái á baukinn í formi fangelsisdóma í formi skilorðs- eða óskilorðsbundinna.
Sérstaklega matarþjófarnir. Það er ófyrirgefanlegt að stela sér til matar, þannig hefur það alltaf verið á Íslandi.
Brimarhólmur næsta bara.
Látum okkur sjá. Maðurinn sem stal vodkapela og einum bjór úr Vínbúðinni á Akureyri fékk dóm afgreiddan á hraða ljóssins fyrir brot sitt.
30 daga skilorðsbundið.
Hann var búinn að borga vöruna en það bræddi ekki hjarta dómarans á Norðurlandi eystra.
Um að gera að taka stórglæpamennina og vera snöggir að því.
Enda fangelsi landsins yfirfull af stórglæpamönnum eða hvað?
Ég er að reyna að reikna hérna en sú iðja er ekki mín sterkast hlið.
Gefum okkur að pelinn og bjórinn kosti fimmþúsund kall.
30 dagar.
Ef við tökum Icesave, reikníreikní sexhundruð og áttatíu milljarðar eða eitthvað svoleiðis.
Hjálp!
Hvað eru það margir dagar innan rimla?
Ó, ég gleymdi mér hérna.
Það er öðruvísi glæpur.
Það eru hangikjötslærin, sláturkeppirnir og vodkapelarnir sem vigtast á vogarskálum réttlætisgyðjunnar.
Ég sé ekki þetta stærsta bankarán Íslandssögunnar komast fyrir á þeirri vog.
Ætli þeir séu kannski með stærri vigt í USA?
Gætum við fengið hana lánaða?
Nei, nei, segi svona.
Stal vodkafleyg og einum bjór | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dómar | Breytt s.d. kl. 15:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 3. júlí 2009
Samsæri í gangi?
"Húsleitir efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra og haldlagning á gögnum í tengslum við rannsókn á meintum hegningarlagabrotum Hannesar Smárasonar kaupsýslumanns, var lögmæt, samkvæmt dómi Hæstaréttar. Dómurinn staðfesti þar með niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur en Hannes Smárason kærði niðurstöðuna til Hæstaréttar."
Ji, ég sverða, er samsæri í gangi gagnvart Hannesi Smárasyni?
Nú neyðist hann til að fara fyrir mannréttindadómstólinn með málið.
Djöfuls meðferð.
Húsleitir í máli Hannesar lögmætar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dómar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Föstudagur, 3. júlí 2009
Refsingu við hæfi takk
Ég er ekki sérstaklega trúuð á refsingar svona almennt.
Ég er heldur ekki neitt tiltakanlega blóðþyrst í eðli mínu heldur og hef skömm á öllu ofbeldi.
Ég hef hins vegar þá skoðun að skilaboð þjóðfélagsins eigi að vera skýr þegar kemur að dómum fyrir ofbeldi og kynferðisafbrot en dómar við þeim hafa lengst af verið til skammar fyrir þessa þjóð.
Ég hef aldrei velt mér svo mikið upp úr dómum fyrir hvítflibbabrot fyrr en núna að maður reynir að horfast í augu við íslenska hrunið og þá staðreynd að handfylli manna hafa með græðgina að leiðarljósi staðið að stærsta bankaráni sögunnar.
Heil þjóð var lögð undir með góðri aðstoð ráðamanna og eins og það sé ekki nóg þá var almenningur í nálægum löndum rændur líka.
Aðstoðarmaður Evu Joly vill meina að okkar eigin íslenska bankahrun sé stærra mál en Enron.
Því miður þá held ég að það sé nærri lagi hjá manninum.
Í Ameríku var verið að dæma mann í 150 ára fangelsi fyrir stórþjófnað og svik.
Ég er ekki að mælast til að við tökum þá til fyrirmyndar með árafjöldann en halló, þessir menn ganga allir lausir, eru í bissniss og einn þeirra var að kaupa sælgætisverksmiðju og ætlar greinilega að halda áfram að græða.
Nú er mér einfaldlega nóg boðið.
Hvaða djöfulsins siðleysi er í gangi eiginlega?
Um leið og verið er að skera niður, lífskjör okkar á hraðri niðurleið og orðsporið komið í vaskinn, þá eru þessi glæpamenn enn þá rífandi kjaft og á fullri ferð í ljúfa lífinu.
Einn þeirra er meira að segja búin að áfrýja húsleit á heimilUM sínum til Hæstaréttar.
Getur spillingin og siðleysið náð lengra?
Sennilega þegar Ísland á í hlut.
Svei mér þá að ég skrifi upp á að þjóðin taki á sig allar þessar drápsklyfjar langt fram í tímann meðan glæpamennirnir halda áfram eins og ekkert sé.
Vinsamlegast frystið eigur þessara manna og sjáið til að þeir fái refsingu sem hæfir afbrotinu.
Þangað til verður aldrei sátt eða friður í íslensku samfélagi.
22 fengu 23,5 milljarða að láni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dómar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Miðvikudagur, 24. júní 2009
Kæri sérstaki saksóknari
Kæri sérstaki saksóknari.
Vildi benda þér á þessa frétt ef hún hefur farið fram hjá þér.
Finnst það borgaraleg skylda mín að auðvelda þér vinnuna einkum og sér í lagi vegna þess að það er brjálað að gera hjá ykkur í hvítflibbaglæpunum þessa dagana.
Málið með Hannes Smárason, æi kaupsýslumanninn sem býr á Blekkingargötu 2-68 hér í borg, er að hann hefur sent út yfirlýsingu.
Hann tilkynnir okkur öllum að hann hafi ekki brotið lög!
Af því orð manns eins og hans vega afskaplega þungt og engum dettur til hugar að hann færi að ljúga til um svona hluti, þá er þér óhætt að dömpa rannsókninni og snúa þér að alvarlegri málum.
Það er t.d. stöðugt verið að ræna kardimommudropum frá kaupmanninum á horninu.
Ó, er það ekki þín deild?
Okei, en þú getur hent Hannesi Smárasyni í ruslið.
Hann hefur ekkert gert sem fer á svig eða sving við lög.
Sumarkveðjur frá mér.
Hannes segist ekki hafa brotið lög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dómar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 49
- Frá upphafi: 2987331
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 47
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr