Færsluflokkur: Halloki
Mánudagur, 20. júlí 2009
Sjittlistinn óendanlega langur gott fólk
Hluti af mér skilur þessa málningaráráttu hjá fólki.
En stærri hluti af mér fordæmir þessa hegðun.
Ég sé ekki alveg markmiðið með svona gjörningum.
Davíð Oddsson er hættur og honum ekki einum um að kenna.
Reyndar held ég að það séu svo margir þættir í valdabatteríinu sem komu okkur á kaldan klaka.
Eins og valdagrægði, sjúklegt ofmat á eigin getu, þjóðernishroki (við erum best, frábærust, við finnum upp hjólið í fjármálalífi heimsins), siðblinda og fleiri miður geðslegir eiginleikar.
Mér finnst eiginlega hálf aulalegt að ráðast á hús.
Eins og ég segi þá skil ég að fólk missi sig í málningunni á hús útrásarglæpamannanna.
En á þá líka að fara að sletta hjá ISG, Geir Haarde, Halldóri Ásgríms, Valgerði Sverris og áfram talið?
Hvar endar það þá?
Það eru svo fjandi margir ábyrgir.
Sjittlistinn er óendanlegur.
En það sem ég er komin með upp í kok af eru aðgerðir í skjóli nætur.
Bæði í stjórnmálum og lífinu offkors.
Ég skal taka ofan fyrir húsamálurunum ef þeir mæta til vinnu í björtu.
Leyndarmál og felugjörningar eru orðnir gjörsamlega óþolandi.
Súmítúðefokkingbón.
Egg og níð á hús Davíðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Halloki | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fimmtudagur, 18. júní 2009
Hættum þessu - út með blikkið
Ég reyni að leiða hjá mér andskotans orðuveitingarnar sem dynja reglulega yfir mann um áramót og á þjóðhátíðardaginn.
Og kannski oftar, hef ekki merkt við þessa atburði í mínu almanaki, ekki frekar en ég þekki þjóðhátíðardag Grænhöfðaeyja eða afmæli Betu drottningar.
Þessi gjörð og aðrar álíka tilgerðaruppákomur, snúa blóðrásinni í mér við.
Og ég verð blá í framan.
Hégómi, tildur, uppskafningsháttur og ankannalegheit er það sem mér dettur helst í hug.
Nú er lag að henda svona leiðindahefðum fyrir róða.
Við eigum ekkert nema okkur sjálf og skuldirnar.
Svona uppákomur eru í ljósi þess algjört stílbrot.
Voru líka stílbrot í gróðærinu en þá voru víkingaandskotarnir í áskrift á blikkið.
Kæri forseti,
Hættu þessari bölvaðri ekkisens vitleysu.
Tíu sæmdir fálkaorðunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Halloki | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sunnudagur, 14. júní 2009
Spegill - spegill
Spegillin sem náði yfir heilan vegg á skrifstofu Landsbankastjórans Sigurjóns Þ. Árnasonar, var reyklitaður og til þess fallinn að fegra þann sem skoðaði sig í honum með gagnrýnum augum.
Undraglerið var þeim töframætti gætt að það máði út áhyggjuhrukkur, mildaði munngeiflur og skerpti augnsvip þeirra sem spegluðu sig í honum.
Hann máði út leifar af gull- og svínakjötsáti svo tíðindum sætti um leið og hann sneið hjólbörufarma af aukakílóum þar sem þau voru að þvælast fyrir viðkomandi.
Á skrifstofunni fóru reglulega fram samtöl milli Sigurjóns og spegilsins eftir að hann hafði laugað augu sín ediki, klínt svertu á augnhárin og plokkað nefhárin vandlega.
Sigurjón horfðist þá snöfurmannlega og óhræddur í augu við spegilmynd sína.
Hann dáðist löngum stundum að því sem hann sá.
Hvernig hafði hann orðið svona guðum líkur í útliti?
Þessi maður geislaði af því valdi sem honum hafði verið falið. Hann var leiðtogi. Hann myndi enda á Bessastöðum að lágmarki.
Það var á einu svona spegilmómenti sem Sigurjón og Sigurjón spegill lánuðu sér fjörtíumillur með málamyndavöxtum.
Lögmaður félaganna Sigurður G. Guðjónsson, sem einnig hafði fengið sín móment í speglinum góða í skjóli nætur á skrifstofunni, sagði þeim að þetta yrði skráð sem misskilningur í bókhaldið.
Svo fór lögmaðurinn heim og skrifað harða gagnrýni á Evu Joly (líka í skjóli nætur eins og alkunna er orðið), og benti á að hún væri ekki djollí gúdd felló.
Sem er óneitanlega rétt hjá Sigga Gé.
Ég er algjörlega sammála Grjóna, Sigga og Spegilgrjóna.
Að gjalda varhug við Evu.
Svona kjéddlingarlufsur gera ekkert annað en skekkja (spegil)myndina.
Sigurjón lánaði sjálfum sér fé | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Halloki | Breytt s.d. kl. 16:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Fimmtudagur, 4. júní 2009
Orðið er aðgerðarleysiskostnaður!
Jájá, kjaraviðræður í fokki út af vaxtalækkuninni sem var beint upp úr kokkabók ASG.
Ég skil það en nenni ekki að velta mér upp úr því.
En Sjálfstæðismenn eru yndislega fyrirsjáanlegir þegar þeir taka sig saman.
Fyrir kosningar opnuðu þeir ekki munninn í þinginu öðruvísi en að tala um "minnihlutastjórnina".
Alveg hárrétt hjá þeim, stjórnin var í minnihluta með "stuðningi" Framsóknar, sem er svona álíka spennandi ímynda ég mér og að fara í sambúð með Indiana Jones og nevrótískum Woddy Allen á slæmum degi.
En öllu má ofgera.
Ég þekki sko fólk með þennan kæk, að endurtaka allt sem fellur í kramið. Segir sama brandarann aftur og aftur að því fólk hló hjartanlega í fyrsta til þrítugasta sinn.
Núna sé ég þá fyrir mér á samráðsfundi þingmennina.
Þeir hafa setið í Valhöll og hugsað sig bláa í framan í leit að nýyrði sem væri mergjað og sláandi: Nýyrði sem myndi smella beint á heilabörk þjóðarinnar og brenna sig þar fast, eins og hin nýyrðin sem þeir hafa samið í gegnum árin, með misgóðum árangri reyndar.
Nú fundu þeir eitt svona líka helvíti gott.
Bjarni Ben notaði það í Kastljósinu í gær jafn oft og hann kom upp til að anda.
Orðið er:
AÐGERÐARLEYSISKOSTNAÐUR!
Helvítis bömmer að þeir skuli ekki hafa smíðað það fyrir fyrrverandi formann flokksins sem var svo verkkvíðinn að það gerir framkvæmdasemi íbúa kirkjugarðanna skömm til.
Það aðgerðarleysi hefur kostað okkur bigg fucking time.
Nú notar Tryggvi Þór þetta í viðtali við DV.
Ég skal snæða alla mína trefla, vettlinga, sjöl og annan til þess bæran ullarfatnað ef þetta orð á ekki eftir að hljóma um þingsali, í sjónvarpi og alls staðar þar sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins fá að segja nokkur orð.
AÐGERÐARLEYSISKOSTANAÐUR ER ORÐIÐ.
Það er meitlað í friggings stein.
Óttast hrikalegar uppsagnir framundan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Halloki | Breytt s.d. kl. 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 28. maí 2009
Gleypt og skilað?
Ég veit um mann, alveg satt, hann er utan af landi.
Hann átti til að gleypa peninga annað slagið þegar sálin í honum var ekki upp á sitt besta.
Hann vildi meina að þar væru þeir öruggastir.
Gleypa - skila - gleypa - skila.
Hin eilífa hringrás var notuð í stað banka.
Þetta hafði það í för með sér að maðurinn var fluttur í hús, með mörgu fólki, sumu í hvítum fötum, og hann var klæddur í aðskorna treyju með furðulegum ermum.
(Eða hefði verið væri þetta blákaldur sannleikur).
Þú mátt eiginlega ekki borða lykla, peninga, úrgang (þó sumar unnar matvörur hér á landi falli klárlega í þann flokk, nó dád abátitt) eða annað sem til óætis telst og getur verið heilsu þinni beinlínis hættulegt.
En gerir þú þetta þá áttu á hættu að það verði skutlast til þín með ofannefnda treyju og þú klæddur í þessa sérstöku hönnun á fatnaði.
En svo eru sumir sem sleppa þrátt fyrir vægast sagt perralega siði við matarinntöku.
Þeir strá gullflögum yfir rísóttóið sitt þegar þeir vilja gera vel við sig.
(Ég spyr; hvað er að heiðarlegu silfri?).
Þrátt fyrir að málmblæti þetta sé til á myndum og skjalfest stendur á að mennirnir með treyjuna komi til á blússandi fart.
Hvar eru þeir?
Halló!
En hvað ætli viðkomandi strágull hafi verið mörg karöt?
Ég er forvitin.
Notuðu viðkomandi merkismenn- og konur aðferð mannsins sem ég minnist á?
Gleyptu og skiluðu?
Eða var eðalmálmi þessum bara kúkað í klósettið?
Nehei, það getur ekki verið.
Þetta fólk er auðvitað fullkomlega áttað á stað og stund en fer bara svo vel meða.
Og nú veina ég á kviðristukittið sem aldrei fyrr!
Hjálp.
Halloki | Breytt s.d. kl. 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fimmtudagur, 28. maí 2009
Framsókn, Framsókn, dæs
Það er verið að ræða þingsályktunartillöguna um inngöngu í ESB í þinginu.
Fátt kemur á óvart.
Sjálfstæðismenn í skotgröfunum en eru þó með skoðun á málinu þó það megi segja að djúpt sé á henni.
Mr. Bertelsson sló í gegn hjá mér. Ég er að verða ofboðslega höll undir Borgarahreyfinguna, er farin að hafa áhyggjur af þessu svei mér þá. Hvað um það, Þráinn kom sá og sigraði.
En ég hef áhyggjur af Framsókn sem situr uppi með prótótýpu manns sem líður af athyglissýki, málefnafátækt og lýðskrumsgreddu á formannsstóli.
Það er sorglegt að sjá þessi asnalæti í manninum sem hljóta að stafa af biturð vegna útkomu í kosningum.
Sigmundur Davíð; ekki láta þjóðina líða fyrir biturðina, dílaðu við þetta.
SD vildi ALLA ráðherra í salinn til að hlusta á fagnaðarerindið sem hann flutti, sem einkenndist mest af dylgjum og útúrsnúningum.
Sama með (addna) Eygló Harðardóttur (addna) sem virðist líta á sig sem sjálfskipaðan skemmileggjara málefnalegrar umræðu um þetta stóra mál sem önnur.
Mér er ekki hlátur í hug og ég vil beina því til allra þingmanna að hafa í huga að það er þjóðin sem mun segja af eða á varðandi inngöngu í ESB.
Haldið málinu ekki í gíslingu með málfundaæfingum og skítkasti.
Afgreiðið málið í nefnd.
Við höfum ekki efni á þessu karpi.
Við viljum fá að vita hvað er í boði.
Arg.
Æði margir ráðherrar í húsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Halloki | Breytt s.d. kl. 13:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 25. maí 2009
Minna sárt my lord
Ég á ekkert erfitt að finna til samkenndar með fólki, þ.e. þessu venjulega, mér og þér.
Ég skil aðstæður þess sennilega vegna þess að ég hef verið í svipuðum sporum, að minnsta kosti skynja ég það svoleiðis.
Svo er fólkið sem ég botna ekkert í.
Eins og t.d. karlinn í N-Kóreu, þessi sem sveltir þjóðina og býr til kjarnorkusprengjur og heldur fólki tengslalausu við umheiminn.
Ég tapa þræði. Næ engum kontakt við þennan bústna brjálæðing.
Ég velti fyrir mér hvernig lífi hann lifi, hvort hann borði Seríos á morgnanna, rabbi við konuna eða krakkana og hafi áhyggjur af hvort bílinn fari í gang, segi góða nótt elskan við rekkjunautinn, kyssi hann blíðlega á kinnina og óski góðra draumfara.
Sé það ekki fyrir mér.
Ekki frekar en ég sé Angelinu og Brad sitja áhyggjufull yfir að hafa gleymt að kaupa wipes og hvað þau eigi að hafa í matinn.
Skilningsleysi mitt varðandi s.k. útrásarmenn (get ekki lengur skrifað útrásarv...., komin með óþol) er algjört. Þeir gætu allt eins verið geimverur hvað mig áhrærir.
Ég get ekki samsamað mig fólki sem nennir ekki í venjulegar flugvélar, nostrar við sjálft sig út í það óendanlega, á nokkur stykki heimili á pínulitlu svæði eins og í Reykjavík, and on and on í ruglinu.
Í sjónvarpinu í gær þegar sagt var frá húsleit á heimili þessa manns, Ólafs, var tekið fram að enginn hafi verið í húsinu nema þjóninn hans!
Hvaða geðveiki er í gangi? Brengluð sjálfsmynd eða mikilmennskubrjálæði? Við erum alþýðufólk við Íslendingar, þó sumir vilji tengja sig við göfugar ættir til að losna við smalaeðlið.
Það truflar mig lítið að Óli sé með þjón sem vermir inniskóna og plokkar á honum nefhárin.
Eða hvað það er sem svona bötlerar gera fyrir húsbónda sína.
Mér er sama þó ég skilji ekki herra hálfvita og erkifífl í Kóreu.
Missi ekki svefn vegna heimilsástands og víravirkisblúndutilfinninga Angie og Brad.
En mig langar að geta samsamað mig landsmönnum mínum.
En kannski er Ólafur og kó ekki þjóðin.
ISG hefði átt að taka fram við hverja hún átti í Háskólabíói í haust.
Hún var kannski að vísa til þessarra þrjátíu?
Jabb, ég hef nú á þessari stundu ákveðið að það hafi verið þeir.
Ég get lifað með því, það er minna sárt my lord.
Leitað í sumarhúsi Ólafs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Halloki | Breytt s.d. kl. 23:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sunnudagur, 28. desember 2008
Vanskilanefndin
Hið frábæra "björgunaraðgerðar- og veltisteinaplan" ríkisstjórnarinnar er að verða að geðveikislegum brandara. Algjörum Fellini sko.
Fátt eitt hefur verið gert af viti, óvissan jafn slæm og þegar hrunið reið yfir og við litlu sem engu nær fyrir utan það sem við uppgötvum sjálf með okkar kommon sens.
Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra skoðar millifærslur upp á samtals hundrað milljarða króna frá Kaupþingi á Íslandi inn á erlenda bankareikninga.
Ábending um þetta glæpsamlega athæfi ef rétt reynist kemur í formi ábendingar utan úr bæ takið eftir, ekki skilanefndinni sem var skipuð til að finna þessa hluti og það með hraði.
Algjörlega dæmigert.
Hvar er friggings skilanefndin?
Alveg er ég viss um að hún er enn að reyna að finna út hvar aðalinngangurinn á bankanum er.
Það má örugglega sjá hana á helvítis túninu við Kaupþing að diskútera sig í gegnum þá byrjunarörðugleika.
Fífl.
Viðkvæmir lesendur eru beðnir fyrirgefningar á orðbragðinu og það á sjálfum jólunum en ég á ekki orð yfir hversu duglausar þessar skilanefndir virðast vera.
Ráðandi þvers og kross alla gömlu stjórnendurna inn í bankana og mér sýnist ekki betur en verið sé að halda upplýsingum frá almenningi. Amk. hef ég enga trú á að þessar skilanefndir séu að vinna fyrir mig sem er auðvitað eigandi bankanna þó ég kæri mig ekki hætishót um slíkar eigur.
Svo eru þeir allir meira og minna tengdir inn í gömlu bankana sjálfir.
Burt með þetta lið og það á stundinni.
Þeir myndu ekki finna út úr bankaráni þó það væri framið fyrir framan nefið á þeim.
Þessar skilanefndir eru ekki að standa sig.
Þær eru í bullandi fjandans vanskilum.
Rannsaka millifærslur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Halloki | Breytt s.d. kl. 09:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Sunnudagur, 6. júlí 2008
Fífl
Tveir lögreglumenn í Reykjanesbæ, annar í hlutastarfi vegna örorku á jarka, hinn húsbyggjandi en báðir rólegir, gengu fram á æstan útflytjenda sem hafði drukkið ótæpilega af eldvatninu tekíla.
Þeir tóku útflytjendann og skelltu honum á stöðina þar sem lögreglumaður á vakt, spikfeitur og ógeðslegur frá Grindavík henti manninum í klefa með óðum Ísfirðingi sem hefur sótt um græna kortið og er orðinn allsvakalega pirraður á biðinni og hafði lamið allt sem kvikt var í firðinum.
Bæði útflytjandi og grænakortsmaður voru nokkuð æstir fram eftir nóttu.
Einnig var kona frá Danmörku verðandi hælisleitandi í Mongólíu tekin við að sparka í óðan flóttamann frá Flatey á Breiðafirði dúsandi í helvítis sellunni í Keflavík.
Úr dagbók lögreglunnar á Suðurnesjum.
Með kveðju frá miðaldra húsmóður sem hefur búið í Svíþjóð, Englandi og Danmörku en hvergi verið hælisleitandi. Það stendur þó til bóta.
Fífl.
Læti á Suðurnesjum í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Halloki | Breytt s.d. kl. 19:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Fimmtudagur, 12. júní 2008
Heimsóknarbann á pakkið
Ja hérna hér, Íslenskar konur eru ekki heimisins fegurstu konur samkvæmt einhverju plebba tímariti.
Þessu tímariti er greinilega mjög illa við Íslendinga og lætur þá ekki njóta sannmælis.
Það veit hvert barn að hér eru fegurstu konurnar, besta vatnið, fallegustu fjöllin, besta loftið, hreinasta umhverfið og laaaangt besta grænmetið. Ég ætla ekki út í að mæra lambakjötið það tekur of mikið pláss.
Við erum alltaf best, fallegust, ríkust, gáfuðust frábærust, sniðugust, klárust og víðlesnust.
Miðað við höfðatölu.
Ég legg til að við lokum á alla þess aula þarna úti sem sjá ekki augljósar staðreyndir og kunna ekki gott að meta. Við setjum þá í heimsóknarbann.
En mér þætti gaman að vita, í alvöru sko, hver kom þessari mýtu af stað.
Að íslenskar konur væru fallegri en konur í öðrum löndum. ´
Ætli goðsögnin sú sé ekki heimatilbúin?
Gæti trúað því.
Fegurstu konurnar ekki á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Halloki | Breytt s.d. kl. 15:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987322
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr