Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Föstudagur, 15. júní 2007
LUTU Í GRAS
Latibær fékk að "lúta í gras" fyrir Sesame-Steet á Emmy verðlaunahátíðinni í gærkvöldi. Iss Sesame, resame. Ef Jenny Una Errriksdóttir fengi að velja þá veldi hún Latabæ, ekki spurning en hún er líka klárari og skemmtilegri en flestir.
Rosalega dáist ég að Glanna Glæp. Það þarf að hafa húmor fyrir sjálfum sér til að vera svona arfaglaður í búningnum eins og hann er. Mér finnst hann DÚLLA!
![]() |
Sesame Street sigraði Latabæ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 15. júní 2007
FRÁ GÆRDEGI TIL MORGUNDAGSINS
Ég ætla að fréttablogga, um sjálfa mig. Mitt æsispennandi líf kemur að litlu leyti fram á blogginu. Ég get einfaldlega ekki verið að afla mér öfundarmanna út um alla bloggheima. Líf mitt er svo spennandi að það er ekki fyrir viðkvæmar eða einmana sálir að lesa það.
Farmoran og farfarinn hennar Jenny eru í heimsókn hjá henni. Farmoran hún Anna-Lisa varð sjötug í gær og ég bauð til matarboðs heima hjá Sörunni til að auðvelda mér hlutina (þau eru með uppþvottavél for craying out loud). Ég mætti þar eins og Jólasveinn hlaðin Hagkaupspokum og hóf eldamennsku en hún gekk svo brilljant að ég geri henni ekki skil hér. Jenny lék á alls oddi og fannst EKKI leiðinlegt að hafa Einarrr, ömmu, farmor og farfar með alla athygli á sér. Hún settist upp á borð og ég sagði henni að fara niður og mín horfði á mig með skelmissvip og sagði: "Nei amma, Jenny er VILLINGUR". Fyrst svo var gat ég auðvitað ekki verið að fetta fingur út í borðsetu barnsins þar sem allir vita að villingar sitja á borðum, alltaf. Ég geri mér það að leik að taka í tásluna hennar eða eyrað og spyrja hvort amma megi eiga og þetta stelpuskott sem er svo fullkomlega rökvís og yndisleg, svarar alltaf: "nei amma þú ert með". Sum sé hvaða græðgi er í mér að vera að falast eftir táslunum hennar þegar ég er með mínar eigin tíu?
Á morgun er pabbi hennar Jenny að spila á Jómfrúnni og þangað ætlum við húsbandið ásamt farmor og farfar, Sörunni og Jenny að hlusta á hann spila jazz. Það er svona annar í afmælinu hennar Önnu Lísu. Er hægt að verja laugardegi betur en að hlusta á flotta músík? Kannski koma bloggvinir mínir, þessi með almennilegan músíksmekk, og þá mun ég sitja þar eins og ókrýnd drottning bloggheima og taka á móti trúnaðarbréfum.
Í dag hinsvegar, mun ég fremja myrkraverk og það kemur ekki til með að birtast á þessum fjölmiðli en ég sendi emil þangað sem þess er óskað.
Var það eitthvað fleira?
Læfisbjútífúl!
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 14. júní 2007
BOMBA VIKUNNAR...
...fer til Samfylkingarinnar fyrir nýjustu útþynninguna á kosningaloforðum sínum. Ætli það séu margir 70 ára og eldri sem stunda atvinnumarkaðinn? Árlegur kostnaður við þessa breytingu verður 560-700 milljónir króna. Ég kalla það vel sloppið. Ég beini bombunni til Samfylkingarinnar þar sem ég gerði mér væntingar um hana en þar á bæ vill fólk telja sig félagshyggjuflokk. Af íhaldinu bjóst ég ekki við neinu þannig að þeir koma ALLTAF á óvart. Ég tek þó fram að ég er heiftarlegur aðdáandi Jóhönnu Sigurðardóttur en hún er greinilega ekki ein í ríkisstjórninni.
![]() |
Tekjur sjötugra og eldri skerða ekki almannatryggingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 14. júní 2007
OG MARTEINN FRÆNDI..
..keypti sér þriggja herbergja íbúð í Breiðholtinu núna í síðustu viku! SÓ??????
![]() |
Jónsi kaupir torfbæ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 14. júní 2007
OG HVAÐ Á BARNIÐ AÐ HEITA???
..mynduð þið vilja heita einhverju eftirfarandi nafna (en ég tek fram að öll þessi nöfn hafa verið notuð á Íslandi)??
Almannagjáa.. Sautjándajúnía.. Giljá... Lofthæna... Marsibil.. Kapítóla.. Magnhildur ... Ljóselfa.. Ljótunn.. Ljót (ofbeldi á barni)
Eða þessum..
Jósefína.. Jenssína .. Guðmundína.. Sigurðína.. Fjóla.. Rósamunda .. Lúpína (okokok gæti verið)
Allt stelpunöfn, hef ekki asnaleg karlanöfn á hraðbergi nema ef vera skyldi Skæringur sem ég gæti aldrei talað við öðruvísi en að hlægja eins og fífl og Meyvant sem mér finnst nú ekkert annað en vond álög foreldra með lélegan húmor, sem dæma barnið til einlífis. Þið mættuð endilega stinga að mér "skemmtilegum" nöfnum krakkar í athugasemdakerfið en þar sem von er á barnabarni þá væri gott að fá hugmyndir. Hm...
Síjúgæs
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Fimmtudagur, 14. júní 2007
HINN VAFASAMA GULLMOLA..
..vikunnar hlýtur Jónína Ben fyrir að lýsa því yfir, enn einu sinni, að hún sé hætt á Moggablogginu, en það er fastur liður hjá stelpunni. Það sem gerir Jónínu enn frekar að kanditat fyrir molann er að stundum veit hún hreinlega ekki hvort hún er að koma eða fara. Í gær kvaddi hún, eftir miðnættið skrifaði hún "bálreiða" færslu um að hún ætlaði ekki að blogga kauplaust á Moggabloggi. Klukkutíma síðar var hún búin að breyta færslunni og í morgun var pistillinn horfinn með öllu. Kona ákveða sig. Annars er þetta í gríni gert. Jónína er skeleggur bloggari og ég er stundum sammála henni. Mér finnast skemmtilegastir pistlarnir þar sem hún er á skjön við mínar skoðanir því þar ber heila Kárahnjúkavirkjun á milli.
Jónína "keep on bloging". Það er bara að ákveða sig stelpa.
Mig langar svo að flokka þessa færslu undir ferðalög, því það er svo mikil "mobilisering" á Jónínu.
Hm..
Fimmtudagur, 14. júní 2007
VI SER DET SNÖAR
Það snjóar í Svíþjóð. Svo krúttlegt eitthvað. Nú þegar Jónsmessan fer að ganga í garð en það er mikil hátíð hjá frændum okkar, get ég ímyndað mér að margir séu á taugum vegna þessarar niðurkomu á miðju sumri. Í Härjedalen var jörð snævi þakin þegar fólk vaknaði í morgun. Ji hvað ég vildi sjá upplitið á sumum núna!
![]() |
Snjókoma í Svíþjóð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 14. júní 2007
STATT´ UPP OG GAKK
Þessi frétt er grátbrosleg. Kona frá Sri Lanka sem kom til landsins á laugardag á fölsuðu vegabréfi, kom illa upp um sig þegar hún stóð upp úr hjólastólnum sem hún sat í þegar hún hélt að engin sæi til.
Leiðindi að detta úr karakter í miðju leikverki. Konan hlýtur að hafa haft ærna ástæðu til að leggja þetta á sig til að komast inn í landið. Ég myndi gjarnan vilja heyra forsöguna.
Nú situr "kraftaverkakonan" í 30 daga vatnsogbrauðvist í Kvennafangelsinu í Kópavogi. Síðan verður hún send úr landi. Ég vissi ekki að það kostaði svona langa fangelsisvist að REYNA að komast inn í landið.
Konan fær 9,5 fyrir að reyna en ekkert fyrir leikhæfileika.
![]() |
Kraftaverk kom upp um konuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 14. júní 2007
SUMARRÓS; BRJÓTTU FÓT FYRIR MORGUNDAGINN
Mér er gjörsamlega fyrirmunað að hætta að skipta mér af minni eigin stjörnuspá sem er málfarslega misþyrmt nánast á hverjum einasta degi af Sumarrós, þeirri bölvaðri kjéddlingu. Hún er örgla með enskupróf frá LANDBÚNAÐARHÁSKÓLANUM (já ég er með fordóma gagnvart smölum þessa heims). Akkúrat núna er ég í draumi mínum segir kerla og ég er að velta fyrir mér í hvaða draum ég eigi að skella mér næst. Hm.. velja, jú ég vel þennan með blúndunum, þessum hvítu, þær eru algjör draumur.
"Steingeit: Einmitt núna - hvort sem þér líkar betur eða verr - lifurðu í einum af draumum þínum, og þú ert upptekinn að pæla í hvað þíg eigi að dreyma næst. Er það það sem þú vilt?"
Já Sumarrós það er draumurinn með hvítu blúndunum sem ég vil. Ók?? Gangi þér vel á morgun elskan og brjóttu fót (hm eða báða)!
(Tek fram að púki Moggans gerði tvær leiðréttingar á þessum línum Sumarrósar, sem ég auðvitað hunsaði. Vildi ekki taka karakterinn úr skrifunum).
Miðvikudagur, 13. júní 2007
ÉG LÉT MIG HAFA ÞAÐ..
..að horfa á Americas Next Top Model í kvöld sem ég hef reyndar gert annað slagið. Það minnir mig á hversu hættulega langt útlitsþrældómur ungra kvenna gengur. Þarna er safnað saman kornungum stúlkum sem eiga að keppa innbyrðis um að verða súpermódel allrar Ameríku. Það er sorglegt að fylgjast með því hvernig metið er á yfirborðslegan hátt geta þeirra til að hljóta hnossið er og þeim er att saman til að fá spennandi sjónvarpsefni út úr pakkanum og ég get rétt ímyndað mér hvaða áhrif svona þættir hafa á unglingsstelpur sem dreymir um að verða frægar sýningarstúlkur. Stelpurnar eru auðvitað eins og strá í laginu með tveimur undantekningum því nú er búið að skella inn tveimur módelum í yfirstærð, sennilega til að slá á raddir gagnrýnenda.
Ég las í dag um deilur milli stúlknanna í fegurðarkeppninni en ungfrú Ísland segir að hún hafi verið lögð í einelti af samkeppendum sínum (á alltaf jafn erfitt með að kalla stúlkurnar keppendur). Það er líklegast það sama upp á teningnum þarna, það er ekki skrýtið að ungar stúlkur sem keppa um útlit, kikni undir álaginu og snúi sér hver að annarri með leiðindum. Hvernig er hægt að keppa um útlit? Er það ekki fyrirfram dæmt til að mislukkast? Ein af keppendunum sagði að sér fyndist leiðinlegt ef þetta ósamkomulagt þeirra stallsystra kæmi óorði á KEPPNINA! Ég hef meiri áhyggjur af því hvað svona fyrirkomulag gerir ungum og oft reynslulitlum stúlkum.
Læt þetta duga áður en ég hreinlega spring í loft upp af pirringi.
Vinir og fjölskylda | Breytt 14.6.2007 kl. 00:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.9.): 4
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 2988580
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr