Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Sunnudagur, 17. júní 2007
Á SORAVAKTINNI ALLAN SÓLARHRINGINN
Og í ruslatunnuna fer Sigurður V. Steinþórsson, pizzasendill hjá Dominos, sem ætlar að framleiða íslenskt netklám og hefur auglýst eftir áhugasömum "leikurum" til að taka þátt. Maðurinn segir að fullt af fólki sýnt djobbinu áhuga og þrátt fyrir sendlastörfin þá ætlar Sigurður að borga vel, en 150 þúsund krónur vill hann borga og þá sennilega fyrir "aðalhlutverk" (fylgist maðurinn ekki með launaþróuninni?). Það er ekki að trufla strákinn þótt framleiðsla á klámi sé bönnuð með lögum. Hann ætlar að láta reyna á þetta enda vitað mál að fólk um allan heim græðir stórar fjárhæðir á mansali og klámi.
Mikið rosalega held ég að ruslatunnuvistin hjá mér henti þessum sendli. Það kemur hann að smellpassa inn í innréttinguna í bland við kjötafganga, pappírsrusl, sósuafganga og annan úrgang.
Langar einhverjum í pizzu... frá Dominos???
Annars er ég andvaka, það er svo erfitt að sofa þegar sólin skín og btw. Gleðilegan 17. júní
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 04:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 17. júní 2007
ÉG LEGG TIL AÐ...
Goldfinger og öðrum álíka sullupollum verði lokað, lyklunum hent og eigendum staðanna boðið að flytjast ti Jan Mayen.
Þetta geri ég vegna þess að mér hefur verið sagt að ég sé gott efni í lögreglu. Mínar abissjónir hafa aldrei legið í þá veru en þegar mansalsholur eru opnar og neyð stúlkna frá fátækari löndum er nýtt til að maka krókinn og ferðafrelsi þeirra ásamt öðrum mannréttindum eru fótum troðin, þá fæ ég ofurtrú á valdbeitingu. Sko mikill valdbeitingu.
Laugardagur, 16. júní 2007
AÐ ÞURFA AÐ VELJA EÐA HAFNA
Var að lesa um það í Fréttablaðinu að nær öllum fóstrum með Down´s syndrome væri eytt. Læknir á kvennadeildinni segir foreldra hafa sjálfdæmi í málinu. Eftir skimun á 11-13 viku kemur í ljós hvort alvarleg fötlun á fóstri er til staðar. Mikið rosalega hlýtur þetta að vera erfitt fyrir foreldra. Ekki að ég hafi neina lausn á málinu, þetta er bara svo sorglegt. Ég skil vel að fólk hiki við að fæða svo fatlað barn sem börn með Down´s syndrome eru en samt er það jafnframt svolítið óhuggulegt að vita til þess að þetta sé gert með skipulögðum hætti. Ég veit ekki hvar ég stend, en þetta kemur illa við mig. Það liggur við að ég sakni þeirra daga þar sem ekki var nokkur kostur að sjá fyrir svona hluti en auðvitað meina ég það ekki. Vísindunum hefur farið svo mikið fram og því ber bara að fagna. En af hverju er ég samt með kökkinn í hálsinum?
Úff hvað lífið getur verið erfitt.
Laugardagur, 16. júní 2007
LÁTIÐ ÞÁ FINNA TIL TEVATNSINS...
..bölvaða ökufantana. Löngu tímabært að setja þessum morðóðu hraðakstursbílstjórum stólinn fyrir dyrnar svo ég nú tali ekki um þessa sem eru bæði fullir og dópaðir við iðjuna.
Áfram löggan!!
![]() |
Lögregla minnir á hærri sektir og betri tækni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 16. júní 2007
JAZZ, JÓMFRÚ OG FLEIRA
Ég og húsbóndinn drifum okkur á Jómfrúna í dag til að hlusta á pabba hennar Jenny, hann Erik Quick og hljómsveitina hans. Það var yndislegt að sitja úti í sólinni, sem sýndi sig reglulega, drekka kaffi og hlusta á góða tónlist. Foreldrarnir frá Svíþjóð voru með en voru að sálast úr kulda. Eins gott að Jómfrúin býður upp á teppi til að vefja um sig. Engin afneitun á íslenskri sumarveðráttu á Jómfrúnni, ó nei. Jenny Una Errriksdóttir svaf allan tímann, ömmunni til hryggðar. Edda Agnarsdóttir, vinkona mín frá gelgjunni og núverandi bloggvinkona var á staðnum og það var EKKI leiðinlegt að hitta þessa elsku.
Guð hvað það er erfitt að skrifa í skýrslustíl. Síðan ég kom heim er ég búin að grilla, fá skádótturina í mat og til gistingar, Jenny er búin að koma ásamt mömmu í heimsókn og nú sit ég hér búin á því af því ég er svo mikil lufsa.
Þetta verður mín eina færsla í upptalningarformi, því lofa ég.
Hvar á að flokka þessa færslu? Undir "skýrslur og aðrar heimildir", nebb sá flokkur ekki til. Ok ég set þetta undir "vatnaballett" og "brauð og kökur".
Síjúdarlings!
Laugardagur, 16. júní 2007
OJ BARASTA
Það eru kannski örfáir sérvitringar sem borða hvalkjöt. Þeir lofsyngja það út af einhverri nostalgiu er ég viss um. Lýsibragðið lætur ekki að sér hæða, sama hversu fólk vill afneita því. Nú er Hagkaup hætt að selja Hrefnukjöt. Áhuginn á því nánast enginn. Gætum við svo hætt að veiða hvali, þar sem enginn vill kaupa og hætt að láta eins og óþekkir krakkar. Plís!!!!!
![]() |
Íslendingar vilja ekki hrefnukjötið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 16. júní 2007
OG DRAUMARNIR HALDA ÁFRAM..
..samkvæmt stjörnuspá dagsins sem Sumarrós hefur soðið saman. Fyrirgefðu Rósa mín að ég skuli alltaf vera að fletja þig út á bloggið mitt en textinn er bara svo fallegur. En ég lofa þér að ég er ekki að hugsa um neitt, nema þig kjéddla mín og þú ert SPRELLLIFANDI!
"Steingeit: Draumarnir þínir eru sprelllifandi, jafnvel þótt þú þykist ekki muna eftir þeim! Hlustaðu á hugsanir þínar þegar þú heldur að þú sért ekki að hugsa um neitt."
Ég er að hugsa um að panta mér tíma hjá Styrmi.
Föstudagur, 15. júní 2007
SNÚRA
Ég var að velta því fyrir mér svona einu og öðru í sambandi við að vera óvirkur alki, á meðan ég horfði með öðru auganu á íslenska mini-óskarinn í sjónkanum. Um að gera að nota tímann. Síðan ég kom úr meðferð í fyrra er ekki hægt að halda því fram að ég hafi farið með það eins og mannsmorð að ég sé óvirkur alki. Það er svona ákveðin trygging fólgin í því, fyrir mig, að hafa þennan sjúkdóm minn uppi á borðinu og eftir að ég ákvað að blogga reglulega um hann, vita þeir sem lesa bloggið mitt hvernig málin standa. Það hefur ekki farið hjá því að ég hafi fengið mis-gáfulegar og misfyndnar spurningar og athugasemdir frá fólki sem ég þekki og þekki ekki. Ég er alls ekki hneyksluð á því að allir séu ekki með meirapróf á áfengissýki, enda er góður hluti fólks algjörlega fært um að drekka áfengi og þarf ekki að kynna sér þetta neitt sérstaklega. En stundum hafa spurningarnar verið svakalegar krúttlegar (okokok og stundum ótrúlega heimskulegar) en ég hef frekar háan þolþröskuld gagnvart skilningsleysi fólks á þessu "vandamáli" mínu. Nokkur dæmi frá gömlum vinkonum og kunningjakonum:
Spurning: Ert þú alkahólisti? Þú drakkst nú aldrei hérna í denn!!!
Svar: Elskan við vorum vinkonur þegar við vorum 14, heilmikið vatn runnið til sjávar síðan (og ýmislegt fleira sem hefur bæði runnið og rúllað).
Sp: Geturðu grillað?
Svar: Ha grillað jú, jú, ertu svöng??
Sp: Nei en geturðu grillað? Það fá sér ALLIR BJÓR OG SOLLIS þegar fólk grillar (I rest my case)
Sp: Ég hef heyrt að YKKUR sé bannað að fara á böll og aðrar samkomur þar sem vín er í boði, þá mátt þú auðvitað ekki fara á böll er það?
Svar: Nei ég er með ökklaband sem er radartengt beint á lögguna. Sko ég hætti að mestu að fara á böll fyrir 15 árum eða svo og það áður en ég byrjaði að drekka svo þetta er ekki vandamál.
Sp. Er það rétt að þeir byrji á að brjóta fólk niður í meðferðinni til að geta byggt það upp aftur?
Svar: Vogur er sjúkrastofnun ekki "boot camp" og þar er hlúð að fólki og allir voða góðir (Guð gefi mér æðruleysi, æðruleysi, æðruleysi).
Fullyrðing: Jenny þú hefur alltaf verið smá athyglissjúk, ertu ekki bara að láta svona eins og asni til að fólk vorkenni þér?
Sv: Hem, hem finnst þér það? Það gæti verið, ég fékk allavega alveg svakalega athygli þarna síðustu mánuðina í búsinu, fólk beinlínis snéri sig úr HÁLSLIÐNUM þá sjaldan ég fór út úr húsi. Kannski rétt kenning hjá þér kérlingarlufsa.
Ég vil taka fram að lokum að ég átti nokkrar vinkonur á árum áður sem voru ekki brekkur, ein og ein náði ekki einu sinni þúfustaðlinum og ég var svo sem ekki mjög´djúpvitur heldur.
Ég fer allavega edrú að sofa í kvöld (enda harðbannað fyrir alkóhólista að vera úti eftir klukkan átta nema í fylgd með fullorðnum, þeir gætu hrunið í það).
Get ég ekki flokkað svona snúrufærlsu undir íþróttir? Ég drakk á við hvern meðal íþróttamann með sjálfsvirðingu.
Síjúgæs
Föstudagur, 15. júní 2007
FLOTT HJÁ AMERICAN EXPRESS
"Nektardans er klám og klám er ólöglegt" segir American Express um að ekki sé hægt að nota kortið á nektardansstöðum í Danmörku. Flott hjá þeim. Ætli þeir viti af Goldfinger? Rosalega væri það flott ef Visa og Euro færu að dæmi kollega sinna en klám er líka ólöglegt á Íslandi.
Þá gætu karlasvínin sem fara á "Fingurinn" ekki lengur staðið við barinn og sagt: "Étla fá eina Viskí og pakka af vindlum og kjöltudans fyrir afganginn og settu það á Vísa-strjálgreiðslur". Bömmer, það er svo flott að sveifla platínukorti.
Kreditkortafyrirtæki komasoh, þetta er bannað með lögum júsí.
Þessi færsla fer að sjálfsögðu undir "menning og listir". Loksins almenninlegur flokkur fyrir málefnið.
![]() |
American Express sniðgengur danska nektardansstaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Föstudagur, 15. júní 2007
VINSTRI GRÆN Í KÓPAVOGI FAGNA..
...og þessi vinstri græna kona óskar þeim til hamingju. Nú bíð ég (græn af öfund), með gráti og ekkasogum eftir að Reykjavíkurborg smánist til að gera slíkt hið sama. Merkilegt að Kópavogur sem er með mann eins og Gunnar I. Birgisson í fararbroddi skuli koma frá sér svona þjóðþrifaverki.
Ég er bara svo aldeilis hissa.
![]() |
VG fagnar gjaldfrjálsum Strætó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.9.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 2988575
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr