Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Laugardagur, 28. júlí 2007
LAUGARDASANNÁLL..
..eða framhald frá því rétt fyrir kvöldmat. Hér er búið að vera mikið stúss og mikil gleði. Jenny Una Errriksdóttirrr er búin að borða franskar kartöflur (bara svona smá trít), ís og pínulítið nammi (samt aðeins meira en móðirin sagði til um, ussss), hún er búin að fara í bað og leika sér helling og að lokum lásum við eina Emmubók og eina Alfons Åberrrrgbók (Einar Áskel). Það var mikið rætt um hvort hamarrrinn sem Alfons dúndraði á puttana á sér hefðu framkallaðar miklar blæðingar úr fingri pilts. Eins og allir vita þá er Jenny Una sérstök áhugamanneskja um blóð, sko það blóð sem sleppur óforvarandis leiðar sinnar þegar göt koma á líkamann, eins og þegar Emma dettur og Alfons Åberrrg ber á fingur sér. Eftir lesturinn var rabbað heilmikið um plástra. Kisuplástra, bangsaplástra og andrésarplástra. Litir og lögun sömu plástra bar líka á góma.
Nú sefur Jennslubarnið með hönd undir kinn, með slatta af tuskudýrum í kringum sig og hún er bara fallegust.
Ójá.
Laugardagur, 28. júlí 2007
HIN FULLKOMNA TRYGGING LANGLÍFIS
Nú er lag fyrir Íslenska karlmenn. Þ.e. þeim sem eru svo heppnir að verða ástfangnir af Japönskum konum. Þegar langlífasta fólk í heimi ruglar saman reitum sínum þá hljóta að verða til langlífismanneskjur upp á a.m.k. 200 ár.
Sándslægaplan?
![]() |
Japanskar konur og íslenskir karlmenn lifa að meðaltali lengst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 28. júlí 2007
LAUGARDAGSGISTING
Jenny Una er komin til gistingar. Það er alveg rosalega gaman. Amman spurði áðan hvort hún vildi ávöxt.
Jenny: "Bíddu amma ég hussa pínulítið. Jenny errrr að athua". Hugs.. hugs.. "Á ettir Jenny borrrrða é núna horrrfa Maditt".
Ók ég get tekið rökum þegar þau eru sett fram á þennan hátt.
Er í víðtæku krúttkasti.
Úje
Laugardagur, 28. júlí 2007
DESÍBELAGLÆPIR
Það tók fólk í Barcelona fjögur ár að stoppa óþolandi nágranna sinn sem stöðugt spilaði alltof háa músik. Hávaðinn frá hljómflutningsgræjunum mun hafa verið tvöfalt meiri en hámark skv. spænskum lögum (60 desíbel). Maðurinn var í gær dæmdur í tveggja ára fangelsi.
Ef ég hefði búið á Spáni í gegnum tíðina hefðu allar dætur mínar þrjár, húsband, systur mínar og slatti af vinkonum fegið að gista fangageymslur og það til langframa vegna eyrnaspjalla.
Dem, dem, dem.
Að tala um að vera ranglega staðsettur, sussu-sussu!
Úje
![]() |
Hávaðasamur nágranni dæmdur í fangelsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 28. júlí 2007
ÉG ER...
.. eitt egg
..ein ristuð brauðsneið með osti
..kornflex
..hállf melóna
..einn bolli sítrónute
..tvö vatsglös
Þetta er ég það sem af er dags.
Var að lesa að maður væri það sem maður borðar.
Súmítúmímímí.
Laugardagur, 28. júlí 2007
ÞEGAR HÚN AMMA MÍN DÓ...
..og hann afi minn var fullur og sálmurinn var sunginn um blómið. Úff ég elska Þórberg. Sálmurinn um Blómið er ein fallegasta og best skrifaða bók um barn sem ég hef lesið. Þroskasaga lítillar telpu sem ég er viss um að á sér ekki hliðstæðu í öllum heiminum.
Ég bjó við sömu götu og Þórbergur. Við stilltum klukkuna eftir honum heima hjá mér þegar hann stormaði fram hjá með stafinn á leið út í Örfirisey þar sem hann fækkaði klæðum og gerði Mullersæfingar. Hann spjallaði líka við okkur krakkana stundum og ég var yfirkomin af því að vera í návist skáldsins, sem var borin svo mikil virðing fyrir heima hjá mér. Í jólafríinu þegar ég var 13 ára, þrælaði ég mér í gegnum Bréfið (til Láru auðvitað)skildi takmarkað en var samt hin ánægðasta.
Einu sinni las ég um fólk sem lifði í þjóðfélagi þar sem bókum hafði verið útrýmt. Hvert og eitt þessara mannvera höfðu tekið að sér að muna utanað eina bók, til að þær glötuðust ekki. Ef einhvertímann kæmi að því að lífið yrði svona skelfilegt býð ég mig fram í að muna Þórberg, hverja einustu bók, frá upphafi til enda. Það myndi verða mér fremur auðvelt. Það líður ekki sú vika að ég gluggi ekki í bækurnar hans. Mér til sálubótar og hressingar.
Úje
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Laugardagur, 28. júlí 2007
ÉG VERÐ AÐ HEIMAN Í NÓTT..
..af því ég er orðin uppiskroppa með sparifé og ætla að gista með mínu fólki í IKEA-búðinni. Þeir munu lesa fyrir mig sögu fyrir svefninn og í fyrramálið fáum við kjötbollur í morgunmat í boði hússins.
Þetta gerði IKEA-verslunin í Olsó í síðustu viku. 150 manns sváfu í versluninni. M.a. ein brúðhjón sem voru orðin uppiskroppa með sparifé. Það var þarna sem ég hætti að skilja. Þýðir það að maður geti ekki verið heima hjá sér þegar búið er að tæma baukinn?
Annars er þetta ekki neitt til að vera hissa á, þ.e að þeir hjá IKEA hafi látið sér detta þetta í hug. Húsbandið hefur sagt við mig oftar en einu sinni, þegar honum finnst það taka eilífðartíma hjá mér að fara í IKEA, hvort ég vilji ekki bara taka tannburstan með mér, dvelja nokkra daga og hann muni svo ná í mig þegar ég er búin.
Veikmíöppbíforjúgógó!
![]() |
Ókeypis gisting í verslun IKEA |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 28. júlí 2007
FYRRVERANDI Í SÖMU BORG..
..og á sama tíma. Tom Cruise og Nicole Kidman verða bæði í Berlín við kvikmyndatökur í september n.k. og það telst greinilega til tíðinda.
Einu sinni fannst mér Tom Cruise flottur, eins og t.d. í barmyndinni (man ekki hvað hún heitir) þar sem þeir dönsuðu um allt með flöskurnar innan við barborðið. Eftir að hafa heyrt um hann og Vísindakirkjuna fór sjarminn að renna af manninum og nú er hann bara lítill plebbi, sem hoppar í sófum og starir með aðdáun upp á eiginkonuna hana Kötu Holmes.
Með Nicole gegnir öðru máli. Konan er afspyrnu góð leikkona. Það er varla sú bíómynd sem hún hefur haft hlutverk í sem ekki verður eftirminnileg, bara vegna þess að hún er þar. Myndin um Channel hefði reyndar mátt missa sig, en allir eiga sína slæmu daga. Ég vona svo sannarlega að Nicole sé ekki í Vísindakirkjunni.
Annars er ótrúlegt að fylgjast með hvað telst fréttnæmt í slúðurheimum í dag. Að þessi fyrrverandi hjón skuli vera í sömu borg á sama tíma og að það skuli komast í blöðin segir mér bara eitt.
Fræga fólkið verður að fara að haga sér illa. Það er gúrkutíð í slúðrinu þessa dagana.
Mímí.
![]() |
Tom Cruise og Nicole Kidman við tökur í Berlín í haust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 28. júlí 2007
EINELTI SUMARLIÐA...
..og tilraunir hans til að brjóta mig niður ætla engan enda að taka. Á mánudaginn hringi ég í Styrmi ritstjóra og kvarta. Kvarta sáran yfir að ég, einn af Moggabloggurum, skuli ekki fá að lifa dag öðruvísi en asninn hann Sumarliði leggi mig í einelti. Dúa dásó, er hreinn jólasveinn við hliðina á fíbblinu.
Steingeit: Það er ógeðslegt að borða fulla skeið af salti. En hnífsoddur hér og þar gerir allan mat betri. Það sama á við um ábyrgð. Hún er fín í smáskömmtum.
Sko ég hellti ríflega fullri skeið af Maldúnsalti yfir flottu kartöflurnar sem ég sauð í kvöld. Það er of mikið ég veit það, ég játa og tek ÁBYRGÐ á mínu viðbjóðslega athæfi.
Ég er hætt að blogga (ekki láta ykkur dreyma um það).
Síjúgæs.
Föstudagur, 27. júlí 2007
SKUGGALEGT EF RÉTT REYNIST
Ég vissi að þeir sem reykja hass eiga á hættu að fá geðsjúkdóma en að þeir væru 40% líklegri en aðrir til þess finnst mér rosalega há tala.
Reyndar eru margir sem hafa talað um hassreykingar eins og einhvern barnaleik en það er síður en svo minna hættulegt en annað dóp.
Það er skelfileg tilhugsun að ungir krakkar skuli vera í svona mikilli hættu, reyki þau hass.
![]() |
Kannabisneysla eykur hættuna á geðsjúkdómum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.9.): 9
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 58
- Frá upphafi: 2988563
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 55
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr