Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Þriðjudagur, 12. maí 2009
Afmæli í myndum og örlitlu máli
Litli ömmustrákurinn hann Oliver minn í London á afmæli í dag (12. maí). Hann er fjögurra ára.
Á laugardaginn var leigður afmælisstaður á sama stað og í fyrra og börnin fjölmenntu í afmælið.
Þema afmælisins var Power Ranger, nema hvað, aðalhetja barnsins.
og hér er Power Ranger sjálfur með mömmu sinni og ömmu-Brynju en hún og afi-Tóti voru vistödd hátíðahöldin offkors.
Það blundar auðvitað í Maysunni minni og móður barns draumur um að verða kvenhetja með galdrasverð enda tekur hún sig vel út.
Vala vinkona kom og knúsaði afmælisbarnið í veislunni. Alveg geggjað fjör, knús og hamagangur hjá Oliver.
Hér stillir fólk sér upp í eldhúsi eftir stærð. Pabbinn sést hvergi (sennilega með myndavélina). Afi Tóti, amma-Brynja og Mamman pósa fallega.
Svo var borðað og allir skemmtu sér ofboðslega vel.
Og að lokum ein krúttmynd af Oliver þegar flutt var í nýja húsið.
Elsku Olverinn minn til hamingju með daginn frá ömmu og öllum hinum sem heima sitja.
Knús.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sunnudagur, 10. maí 2009
Torfbæjarskyndibiti fortíðarinnar
Íslensk bjartsýni, dugur og þor er greinilega enn á fullu blasti í brjósti Íslendinga.
Um að gera að nýta viðkomandi framkvæmdagleði til að opna veitingahús - mörg.
Annars var ég að pæla í því, ég hef ekki farið út að borða ótrúlega lengi, fyrir utan nokkrar heimsóknir á góða veitingastaði í London fyrir rúmu ári síðan.
Hvað gerðist?
Ég sem var alltaf eins og grár köttur alls staðar.
Minni fjárráð - já, en ekki endilega. Er ekki beinlínis þekkt fyrir að hanga of mikið í heimilisbókhaldinu og til margra ára lifði ég á íslensku aðferðinni - þetta reddast.
Ég er einfaldlega orðin svo elsk að heimilinu mínu.
En það er samt gaman að fara út að borða, kertaljós, ljúf tónlist í bakgrunni, dempuð samtöl milli fólks á næstu borðum, allt ótrúlega stemmingsaukandi.
Ég man nefnilega þá tíma þegar það voru sirka þrír veitingastaðir í Reykjavík (fyrir utan hótelin) og tilbreytingarleysið algjört.
Brauðbær, hammari, mínútusteik (hvaðan kom sú nafngift?), nammi, nammi fannst okkur, enda ekki með mjög þróaða bragðlauka og er þá ekki verið að ýkja neitt sérstaklega.
Gamli Askur. Allskyns steikur og franskar.
Sælkerinn með sínar gervifranskar. Ég man enn bragðið. Kokteilsósa, dásamleg uppfinning.
Halló!
Ég má ekki gleyma Umfó. Ésús minn, kjamminn með músinni. Köldu kótiletturnar með raspinu. Vont, vont, vont.
Í norðangarra um miðjar nætur stóðu íslensk ungmenni við lúguna á Umferðamiðstöðinni, uppkrulluð af kulda, undirrituð með frosin læri og bókaða blöðrubólgu á mánudeginum og úðuðum í okkur torfbæjarskyndibita, þjóðlegri en flaggið og fjallkonan til samans.
Áningarstaður á leið heim frá Tjarnarbúð eða Klúbbnum, allir hálf sjúskaðir enda gera afmynduð og frosin andlit engin kraftaverk fyrir yndisþokkan, angandi af svörtum rússa eða brennivíni í kók.
Ó þú ljúfa fortíð. Eða þannig. Maður gerir það besta úr efniviðnum hverju sinni.
Og við komust flest til manns og rúmlega það.
Kjammi, kjammi, kjammi.
Silfrið næst.
Sjáumst.
Margir hafa hug á því að opna nýja veitingastaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 2. maí 2009
Fyrir svo löngu
Þessi frétt kom mér á dúndrandi fortíðarfyllerí.
Breyttur útivistartími barna. Þetta er bara krúttlegt og hefur verið við líði svo lengi sem ég man eftir.
Reyndar minnist ég þess samt ekki að við höfum verið látin fara eftir honum í Vesturbænum í denn.
Í minningunni voru sumarkvöldin óendanlega löng og brennó, kýló, fallin spýta, Hollíhú, parís, teygjó, snúsnú og sipp í gangi langt fram eftir kvöldi. Í portinu á Verkó sko.
Lyktin situr eftir í minninu líka, svona fersk vor- og sumarlykt.
Það var aldrei kalt.
Alltaf sól.
Ég man að minnsta kosti ekki eftir annarri tegund af veðri.
Svo kölluðu konurnar út um gluggana eins og það stæði í samningi sem þær hefðu gert við ósýnilegan vinnuveitenda, svona fjórum sinnum á dag, ávallt hvor ofan í aðra.
Jenný; Matur/kaffi (drekkutími hét það á öðrum heimilum en amma mín hefði aldrei tekið sér það orð í munn) og svo var auðvitað gargað: Gættu þín/komdu/ekki óhreinka þig og svo fengu strákarnir sem stundum voguðu sér of nálægt sinn skammt líka: Sigurður; þú skalt eiga mig á fæti ef þú meiðir hana Jennýju, snáfaðu burt skömmin þín/ómyndin þín/pörupiltur/drengandskoti og önnur kærleiksorð voru látin falla gagnvart hinu gagnstæða kyni af mæðrum í gluggunum.
Ljúfir dagar.
Stundum hljóp á snærið og það var steðjað í sjoppuna, Reynisbúð, Kron, til Jafets og keypt nammi.
Haltukjaftibrjóstsykur, kúlutyggjó, fánakúlur, Krummalakkrísborða, gospillur og fleira dásamlegt.
Nú eða ég stillti mér fyrir utan mjólkurbúðina og beið eftir að vínarbrauðin kæmu í hús og fékk enda.
Og ekki má gleyma ferðunum í Frímerkjahúsið að kaupa servéttur og leikaramyndir.
Halló, hvert fór tíminn?
Mig langar að verða tíu ára aftur, sko fram á haust.
Mér finnst það lágmarks krafa eftir allt sem á mig hefur verið lagt.
Dæs, dæs, dæs.
Hvers á maður að gjalda.
Ég setti þarna inn myndir þegar verið var að malbika Hringbrautina mína og svo af róló við Vesturvallagötu.
Annars bendi ég áhugasömum á vef Ljósmyndasafns Reykjavíkur, þar er nostalgíumeðal fyrir alla þjóðina, ég segi ekki meira.
Útivistartíma barna breytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Föstudagur, 24. apríl 2009
"Að halda ofaná"
Þvílíkur dagur!
Ég steðjaði af stað til að kjósa.
Röðin var heil eilífð að lengd. Ég kýs því á morgun eins og pöbullinn.
Svo fékk ég gesti, einn frá Englandi. Ekki leiðinlegt.
Svo náðum við í systkinin Jenný Unu og Hrafn Óla.
Pabbinn í stúdíói, mamman að djamma, halda upp á að hún er að ljúka merkilegum áfanga í náminu sínu.
Jenný Una (sest mjög kjaftaleg með hönd undir kinn, við eldhúsborðið): Amma; pabbi minn er gamall.
Amman: Ha? Gamall hann pabbi þinn? Nei, hann er frekar ungur maður.
Jenný Una (ákveðin): Nei, hann er gamall, hann segir vimmig, Jenný Una, ér pabbi gamli.
Amman: Já, hann er bara að grínast.
Jenný Una (hugsi): Já erþa? En amma, þú ert sko gömul þú ert miklu gamlari en pabbi minn.
Takk Jenný Una Eriksdóttir!
Og töluvert seinna.
Jenný Una: Amma, mamma mín er ekki í skólanum sínum. Hún er að halda ofan á að hún er búin í skólanum og fer í annan skóla.
Amman: Halda hvað?
Jenný Una (pirruð á skilningsleysi gömlu konunnar): Hún er að halda -o-f-a-n-á að hún er búin í skólanum.
Tíu mínútum síðar fattaði ég hvað barnið meinti, ég rauk á hana og knúsaði í kremju.
Að halda uppá eða ofaná - lítil sem enginn munur.
Arg.
Myndin er frá síðustu helgi þegar Jenný fór með mömmu sinni, Söru vinkonu mömmunnar og Tryggva í sjóveiði.
P.s. Svo horfði ég á á RÚV kosningaþáttinn, hef ýmislegt um hann að segja, geri það seinna.
Hryðjuverkalög á útrásarvíkinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Laugardagur, 4. apríl 2009
"Svindlaðu"
Hér er lítil stúlka gestur í nótt.
Það er auðvitað Jenný Una sjálf.
Jenný Una hefur verið lasin, var orðin þreytt á að dúsa heima og fékk að koma heim með ömmu og afa í dag.
Í kvöld vorum við að spila barnaspil sem felst í að veiða úr spilahrúgu og finna samstæðar myndir.
Jenný Una fór stundum frjálslega með reglur spilsins en sagði að það mætti af því þetta væri "baddnaspil" (útskýrði það ekki nánar).
Eftir að hafa unnið glæsta sigra á ömmunni sem fannst það ekki leiðinlegt sagði hún hughreystandi við mig:
"Amma ef þú tapar næst þá getir þú bara svindlað."
Amman: "Nei það má ekki svindla í spilum."
Hið forstokkaða fjögurra ára barn: Jú þú mátt svindla. Það stendur í reglunum, ég lesti það í gær"
Svo rétti hún með spilabunkann, töluvert hortug sú stutta og sagði:
"Stokkaðu".
Ég elska smáfólk og er það nema von.
Jabbs.
P.s. Jenný Una með mömmu sinni.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Laugardagur, 28. mars 2009
Hann var að hugsa til mín - brrrrrrr
Laugardagsmorgnar hér á kærleiks eru oftast mjög huggulegir.
Þessi hér er skemmtileg undantekning.
Stundum nennir maður ekki að tala.
Svefninn situr einhvern veginn áfram í hausnum á manni og maður hlykkjast áfram eins og í draumi.
Þá eru það stikkorðasamskiptin bjarga stöðunni.
Ég: Værir þú til í að lækka útvarpið, ég heyri ekki sjálfa mig hugsa.
Hann: Sjálfsagt (hann lækkaði ekki en þóttist gera það, er hann að missa heyrn?)
Ég í huganum: $/%$&/#Q"Ö
Hann: Ég er að fara að vinna, á ég að kaupa eitthvað.
Ég: Nei.
Hann: Ha?
Ég: Ég tala við þig um það á eftir.
Hann: Ég elska létta morgunlund þína kona!
Ég: Hmrpfd
Ég stóð í eldhúsinu við að sprauta mig og svoleiðis og það kom kaldur gustur á lappirnar á mér.
Ég (kallaði hátt): Ertu úti að reykja, það varð allt í einu svo kallt?
Hann: Nei, það hlýtur að vera vegna þess að ég var að hugsa til þín honní.
Tíu núll fyrir honum og ég elska hann í tætlur.
Mánudagur, 9. mars 2009
Leðurblakan og dansmeyjan
Á nýliðnum Öskudegi voru Jenný Una og Hrafn Óli (eins árs) bæði í búningum.
Hrafn Óli var leðurblaka.
Þetta er svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að mér og Helgu (frumburði) fannst ótrúlega dúllulegt að barn væri leðurblaka án þess að A) vita hvað leðurblaka er, B) hafandi ekki grænan grun um að Öskudagur sé til hvað þá heldur að dagar séu ekki allir eins og C) að hafa henst um allt án þess að hafa hugmynd um að hann væri í sérstökum búningi.
Hér er svo vídeó af Jenný Unu á öðrum degi en Öskudegi.
En henni er sama um það. Hún er bara glöð og kát eins og alltaf, syngur, dansar og talar tungum.
Þetta er gleðijöfnun á degi bömmersins.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 8. mars 2009
Þvottahegðun móður minnar
Svona í tilefni dagsins og allt það.
Þá man ég eftir þvottadögunum hennar mömmu minnar (og ömmu líka reyndar) þegar ég var barn.
Mamma með sex stelpur (síðar kom einn strákur og enn ein stelpa svona til að bæta við verkefnin) átti þvottadag á hálfsmánaðar fresti.
Á þeim dögum fór hún í þvottahúsið í kjallaranum og sást ekki meira daginn þann nema til að koma upp og fá sér kaffibolla.
Ég man að hún fór í stígvél og var frekar vígaleg í gallanum svona miðað við fíngerða persónu sína.
Ég minnist þess ekki að hún hafi nokkurn tímann beðið um hjálp, nema þá kannski að við ættum að líta eftir með þeim yngri á meðan á kjallaradvölinni stóð, en þarna stóð hún og þvoði í þvottavélinni, skolaði og vatt með rafmagnsvindu, hengdi upp og straujaði.
Forleikurinn að þvottadegi var að leggja í bleyti.
Þetta telur ekki með allan þvottinn sem hún þvoði í höndunum á milli þvottadagana.
Og hún elskaði að þvo, og hún vissi ekkert betra en að geta hengt út á snúru, vegna lyktarinnar sem kom í tauið.
Ég bjó ekki hjá foreldrum mínum en var þar eins og grár köttur.
Ef ég kom í hvítum eða ljósum fötum mátti stilla klukkuna eftir þeirri staðreynd að hún reif mig úr peysu eða treyjum sem voru ekki nógu "bragglegar" og svo lagði hún í klór og þvoði eftir kúnstarinnar reglum og flíkin varð betri en ný.
Svo straujaði hún og henni fannst það líka skemmtilegt.
Hún straujaði taubleyjur og viskustykki, ésús minn á galeiðunni!
Svo kom sjálfvirka þvottavélin.
Sem var ekki sjálfvirkari en svo að það þurfti konu til að setja í hana, starta henni og hengja úr henni.
En nú eru breyttir tímar.
Karlmenn þvo eins og mófóar vænti ég.
Eða hvað?
Þvottavélin frelsaði konur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 16. febrúar 2009
Hver lýgur?
Áfram halda Sjálfstæðismenn að haga sér eins og gelgjur á mentólsprittsfylleríi í þinginu.
Frammíköll og aftur frammíköll.
Geir segir Jóhönnu ljúga.
Fyrirgefðu Geir, þú ert ekki nógu trúverðugur af eigin frammistöðu svo maður tali nú ekki um leynimakkið sem var stundað hér frá fyrsta degi hruns til að ætlast til að maður gleypi hrátt þar sem þú segir.
Ætlast Geir í alvöru til þess að Jóhanna leiti til Davíðs Oddsonar?
Halló - takið ykkur saman í andlitinu Sjálfstæðismenn.
Það er ótrúlegt framboð á Davíð Oddssyni en því miður, engin eftirspurn.
Eru það ekki lögmálin sem þið lifið eftir?
Get a fucking grip.
Segir Jóhanna ósatt um trúnaðinn? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fimmtudagur, 12. febrúar 2009
Smá sætt
Ef ekki væri fyrir fullkomnar () dætur mínar og barnabörn væri ég komin í kreppukör.
(Eins gott að hafa stelpurnar góðar, hver veit nema ég þurfi á þeim að halda fljótlega, jájá).
Jenný Una Eriksdóttir var hér í gistingu í nótt að ósk meðlima kærleiks.
Í morgun:
Amma, dóttir þín (mamma hennar) var stundum óþekkt baddn!
Amman: Ha, var mamma þín óþekk þegar hún var lítil? Hver sagði það?
Jenný Una: Ég veita. Ég manða alveg. Dóttir þín var oft að stríða systrunum sínum!
Og..
Amma þegar ég er há ykkur þá má ég fá fullt af ís.
Amman: Nei Jenný mín og það er enginn ís á virkum dögum. Mamma þín segir það.
Jenný Una: Dóttir þín ræðir engu hér!
Svona orðaskipti bjarga deginum mínum, jafnvel þó horfur hafi verið svona og svona.
Líka þótt svefninn hafi verið af skornum sammti en þessi unga stúlka lætur sér ekki nægja sitt eigið rúm sem hún á hér á kærleiks til að hvíla í á nóttunni, heldur kemur hún með sæng, kodda, dúkkur og bangsa í þremur ferðum og yfirtekur rúm þeirra sem fyrir liggja.
Og breiðir úr sér.
Mér væri sama þó þau kæmu öll fjögur "baddnaböddnin" og legðust í rúmið mitt.
Er nokkurt fallegra að horfa á en sofandi ungviði?
Í gærkvöldi sá Jenný Una afa hans Olivers í sjónvarpinu um það leyti sem hún var að fara inn að sofa.
Ég get ekki farið að sofa amma, ég verður að horfa á sjónvartið. Ég ætla að horfa á Afa-Tóta!
Og þegar ég féll ekki fyrir þörf barns fyrir sjónvarpsgláp, tók hana í fangið og bar hana inn í rúm til bókalesturs, veinaði hún brostinni röddu: Afi Tóti, afi Tóti!
Hvaðan hefur barnið þessa dramatík?
Ekki frá ömmunni, sem alltaf er róleg og haarderuð. Alltaf.
Kreppa?
Hvað er það?
P.s. Ekki svo voðalega gömul mynd af Jenný Unu og Oliver mínum sem býr í London.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr